Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. dv Útlönd Björgun krafta- verki líkust Buck Helm, maöurinn sem lá í rústum Nimitz-hraðbrautarinnar í íjóra sólarhringa, þrýsti í gær hend- ur bama sinna og barðist fyrir lífi sínu á meðan blóm og heiílaóskir streymdu til sjúkrahússins þar sem hann liggur. Á vegarkaflanum, sem hrundi í jarðskjálftanum, var leitinni aö eftir- lifendum haldið áfram. Það eina sem fannst voru fjögur lík. Staðfestur Qöldi þeirra sem fórust í skjálftanum er núna fimmtíu og níu, þar af krömdust þijátíu og átta þegar efri hluti hraðbrautarinnar féll niður á þann neðri. Það var síðdegis á laugardaginn sem björgunarmaður sá hönd hreyf- ast í bíl sem lagst hafði nær saman undir steinsteypu. Þá voru menn næstum búnir aö gefa upp alla von um að finna nokkurn á lífi. „Ég sá fyrst höfuð mannsins. Svo virtist sem hann sneri höfðinu í átt að vasaljósi mínu og svo hreyfðist hönd hans,“ sagði bjargvættur Helms sem var brugðið er hann kallaði til félaga sinna að hann hefði fundið mann á lífi í rústunum. Ástands Helms er alvarlegt en hann gat í gær blikkað augunum og gefið til kynna hvort hann væri þjáð- ur. Hann er tengdur við öndunarvél. Helm er höfuðkúpubrotinn, fótbrot- inn og rifbeinsbrotinn. Hann er syk- ursjúklingur og hefur tvisvar þurft að hreinsa nýru hans eftir að honum var bjargað. Borgarstjórinn í San Francisco, Art Agnos, tjáði fréttamönnum í gær að hafnaboltaleikurinn, sem frestað var vegna jarðskjálftanna, færi fram á fóstudag á sama leikvangi og áður var fyrirhugað. Skemmdir urðu litl- ar af völdum jarðskjálftans og hefur viðgerð farið fram. Reuter Helm hífður niður eftir að honum var bjargað úr rústunum Símamynd Reuter Ungverjaland: Forsetaframbjóðandi stjórnarandstæðinga Helsti stjómarandstiiðuhópur að . kommúnistaflokkurinn var öðrum degi flokksþings hreyfmg- Ungveijalands, Lýðræðishreyfiing- lagður niður. arinnar, og hlaut stuðning yfir- ing.tilkynntiígæraðsagniræðing- Embætti forseta er nýtt í Ung- gnæfandi raeirihluta hinna átta urinn Lajos Fur mundi fara fram veijalandi og var sett á laggimar í hundruö þinggesta. fyrir hennar hönd í fyrirhuguðum síðustu viku þegar Ungverjar Vestrænir sfjómarerindrekar forsetakosningum. LíkJegt er að gerðuura eitthundraðbreytingar- telja aö Lýðraiðishreyfingin muni helsti keppinautur Fur vecði Imre tillögur við stjómarskrá landsins. bera signr af hólmi í þingkosning- Pozgay, einn helsti umbótasinninn Þar til gengið veröur tii kosninga, um sem frara eiga að fara í Ung- í hinum nýja Sósíalistaflokki Ung- innan nokkurra mánaða, mun verjalandiíjúníánæstaári. Verða veijalands,nýjumjafnaðarmanna- Matyas Szuros, forseti þingsins, þaö fyrstu frjálsu kosningamar í flokki sem settur var á laggiraar gegna embætti forseta. landinu í rúm fjörutiu ár. fyrir þremur vikum í kjölfar þess _ Fur..var kosinn á iaugardag, á Reuter Varar vid samsæri gegn Gorbatsjov Róttækur sovéskur hagfræðingur, Tatyana Koryagina, hefur varað við samsæri um að steypa Mikhail Gor- batsjov, forseta Sovétríkjanna, af stóli. Koryagina er meðlimur ríkis- skipaðrar nefndar um úrbætur í efnahagsmálum. í viðtali við lettneskt blað segir hagfræðingurinn að margir hópar innan Sovétríkjanna vilji að Gor- batsjov fari frá völdum og að barátt- an nái alla leið inn í stjómmálaráð kommúnistaflokksins. „Ég er sannfærð að til sé ráðagerð um samsæri. Hóparnir eru kannski ekki formlega skipulagöir en sameig- inlegt áhugamál þeirra er aö koma Gorbatsjov frá. Viðtalið við Koryaginu birtist í lett- neska blaðinu á miðvikudaginn en það barst ekki til Moskvu fyrr en í gær. Er þetta í fyrsta skipti sem við- vörun um samsæri em gerð jafn- mikil skil í sovéskum fjölmiðli. Orð- rómur um samsæri hefur lengi verið á kreiki en Gorbatsjov hefur alltaf vísað því á bug að staða hans væri í hættu. Reuter Gorbatsjov Sovétforseti hefur alltaf visað á bug orðrómi um samsæri gegn sér. Simamynd Reuter NÁTTBORÐ - STOFUBORÐ DÚKA-BORÐ fyrir dúka sem eru 180 cm (70") í þvermál. Verð aðeins kr. 2.250,- Sendum í póstkröfu um land allt. Marco hf., Langholtsvegi 111,2. hæð, sími 680690 BEYGJA A Á MALARVEGI! tfse™" STANLEY bílskúrshurðaopnari með fjarstýringu er eins og sívakandi dyravorður sem opnar oglokar þe:gar þrýst er á hnaþpi Aukið öryggi, ;in þægindi. ( The one to consider first is the top-rated Stunlcy 3500. It was fast; its auto- reverse safety feature was the gentlest; and it can be had with a number of useful ( Hið útbreidda og virta. neytendablað CONSUMER REPORTS (okt. 88) gerði úttekt á bílskúrshurðaopnurum. STANLEY kom út sem bestu kaupin. STANLEY Vörur sem eru viðurkenndar fyrir gæði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.