Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. 17 Byltingin enn á biðlista „Ólánlegast er að geta ekki sett lög um hugarfarsbyltingu, þvi það er fyrst og fremst slík bylting, sem við þurfum á að halda.“ Allt frá því Kvennalistinn varö til sem stjóramálaafl, höfum við naumast haft undan að sinna fyrir- spumum og heimsóknum erlendra fjölmiðla og kvennasamtaka, sem vilja kynnast þessu sérkennilega fyrirbæri. Undantekningalítið hafa þessir viðmælendur okkar þær hugmynd- ir um íslenskar konur, að þær séu sjáifstæðar og djarfar og standi styrkum fótum í samfélaginu. Það sem allir vita Þeir þekkja til ákveðinna atburða eins og kvennafrídagsins haustið 1975, þegar íslenskar konur sýndu frapi á mikilvægi vinnuframlags síns með þvi að leggja niður vinnu um allt land og efndu m.a. til stærsta útifundar, sem haldinn hefur verið í Reykjavík. Sá dagur kveikti þann eld í brjóstum margra kvenna, sem aldrei hefur slokknað síðan. Allir viðmælendur okkar þekkja til Vigdísar forseta, fyrstu konunn- ar í öllum heiminum, sem kjörin hefur verið þjóðhöfðingi í lýðræðis- legum kosningum. Frá því hún var fyrst kosin árið 1980, hefur hún borið hróður þjóðar okkar og ekki síst íslenskra kvenna víða um heim og gefið okkur þá fyrirmynd, sem hefur orðið mörgum hvatning. Og hingað koma svo viðmælend- ur okkar til að kynna sér heila stjómmálahreyfmgu, sem konur hafa skapað frá grunni, kvenna- KjáUarinn Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans hreyfingu, sem náð hefur raun- verulegum árangri í heimi stjórn- málanna. Hverjir halda um taumana? Þetta fólk verður alltaf jafnundr- andi, þegar það sér og heyrir um raunveruleika íslenskra kvenna og bama og þegar það sér og skilur, hverjir í raun og veru ráða í þessu þjóðfélagi. Þar koma konur því miður lítið nálægt. Hvarvetna, þar sem ráðum er ráöið, halda karlar um taumana. Þeir eru allsráðandi í atvinnulíf- inu, flestöll fyrirtæki eru í eigu. karla og stjórnað af körlum. Þeir stjóma útgerðinni og fiskvinnsl- unni, landbúnaðinum og iðnfyrir- tækjunum. Þeir stjórna hagsmuna- samtökum atvinnurekenda og launafólks. Þeir em allsráðandi í bönkum og fjárfestingarsjóðum, enda þótt starfsfólkið sé að meiri- hluta konur. Þeir ráða yfir fjár- magninu, og þeir ráða yfir atvinnu- tækjunum. Konur í ráðandi störfum era svo fáar, að það tekur því varla að nefna þær. íslenska þjóðfélaginu er svo sannarlega stjórnað af körl- um. Hvað kom yfir Jafnréttisráð? Það er helst í heimi stjómmál- anna, sem konur eru að verða sýni- legar, og þar á sérframboð kvenna stærstan hlut að máh. Þeim mun furðulegra er, að í bæklingnum „Nú er lag“, sem Jafnréttisráð gef- ur út í þeim yfirlýsta tilgangi að leiðbeina konum til áhrifa í stjórn- málum, er ekki vikið einu orði, að þessari leið, sem skilað hefur mest- um árangri fyrr og síðar. Áður en Kvennalistinn kom til sögunnar, höfðu aðeins 12 konur setið á Alþingi allt frá því fyrsta konan var kjörin á Alþingi af sér- stökum kvennalista árið 1922. Kon- ur höfðu aldrei verið fleiri en þrjár í einu á Alþingi þar til eftir kosn- ingarnar 1983, þegar Samtök um kvennalista buðu fram í fyrsta sinn, en þá fjölgaði kpnum á Al- þingi úr þremur í níu. Á nýbyrjuðu þingi sitja 14 konur í hópi 63 al- þingismanna. Enn erum við miklir eftirbátar annarra Norðurlandaþjóða, þar sem konur skipa minnst um þriðj- ung þingsæta í Danmörku, 31,5% í Finnlandi, 34,4% í Noregi og 38,1% í Svíþjóð, sem mun vera hæsta hlutfall í heiminum, þar sem með- altalið er 12,7% Konur eru einnig í miklum minnihluta í sveitarstjórnum landsins, þótt þar hafi aðeins þok- ast í rétta átt. Þær eru nú um 27% sveitarstj ómarmanna. „Er það fyrir vöntun á... “ Hvemig stendur á því, að konur eru svo áhrifalitlar í þessu upplýsta þjóðfélagi nútímans? Hvers vegna er hlutur kvenna svo rýr við mótun þess samfélags, sem þær þó mynda til helminga á við karla? Era konur svo miklu óhæfari til stjórnunar og ákvarðanatöku en karlar? Eru þær heimskari? Áhugalausari? Þekkingarsnauð- ari? Latari? Verr menntaðar? Ábyrgðarlausari? Ef svarið er já, þá sættum við okkur við ríkjandi ástand og víkj- um til hliðar öllum hugmyndum um nauðsyn þess, að kvenleg við- horf og sértæk reynsla kvenna nýt- ist við stefnumótun í þjóðfélaginu. Ef við hins vegar svöram fyrr- greindum spurningum neitandi og gefum okkur það, að eitthvað ann- að en skortur á eiginleikum og hæfileikum valdi áhrifaleysi kvenna, þá hljótum við að leita leiða til að breyta ríkjandi ástandi. Föðurlegar ráðleggingar Jafn- réttisráðs duga þó tæpast til, stór- stígra breytinga í þeim efnum. Olánlegast er að geta ekki sett lög um hugarfarsbyltingu, því það er fyrst og fremst slík bylting, sem við þurfum á að halda. Við þurfum breytt hugarfar og nýtt verðmæta- mat í hnignandi heimi mengunar og ófriðar, verðmætasóunar og of- nýtingar auðlinda, þar sem mann- eskjan fer stöðugt halloka fyrir Mammoni. Kristín Halldórsdóttir Stöðnuð í móttöku á erlendu ferðafólki? „Þarna hljóta landbúnaður og sjávar- útvegur að skipa öndvegi og það hvern- ig við vinnum...“ Þá er enn ein ferðamannavertíð- in að baki og að venju var sett met hvað varðar fjölda þeirra er sóttu okkur heim þrátt fyrir erfitt sum- ar, a.m.k. framan af. í þessum pistli er ætlunin að varpa fram einni spumingu sem tengist skipulögðum hópferðum ferðaskrif- stofanna um landið. Það er sú spum- ing hvort við notfærum okkur alla þá möguleika sem við stöndum frammi fyrir í dag. Era þessar skipu- lögðu ferðir e.t.v. um of einhæfar og að ýmsu leyti staðnaðar? Hálendið yfirfullt Auðvelt er að gera sér í hugar- lund þankagang frumkvöðla skipu- lagðra ferða um landið um miðbik þessarar aldar en hann var að koma sem flestum upp á hálendið; í íslenska náttúrufegurð og þá ör- æfakyrrð er þar ríkti. En hafa tímamir ekkert breyst síðustu fjöratíu árin? Eigum við enn að hafa þetta nánast sem eina markmiðið þegar verið er að skipu- leggja ferðir með útlendinga um landið? Þegar flett er bæklingum KjaUarinn Jón Gauti Jónsson landfræðingur ferðaskrifstofanna virðist svo mega halda. Reyndar eru til undan- tekningar á en þær eru því miður alltof fáar. Eftir stendur að nánast allar skipulagðar ferðir um landið hafa það nánast sem eina markmið að kynna íslenska náttúru og þá einkum þá er gefur að hta um mið- bik landsins. Að þetta eigi að vera nánast eina markmiðið getur undirritaður ekki falhst á. Hálendið er nú þegar orðið yfirfullt. Er því orðið afar brýnt að dreifa ferðamannastraumnum mun meira en nú er gert til að tryggja sem best þá þætti sem þar er verið að selja, þ.e. íslenska auðn og öræfakyrrð. Markaður til sýnis Þá ber að mati undirritaðs enn- fremur að líta til fleiri þátta en ís- lenkrar náttúru. Er hér einkum átt við þætti sem lúta að sjálfu mann- líflnu, það að kynna útlendingum hvernig við búum í þessu landi og ekki síður hvernig við öflum okkur lífsviðurværis. Þama hljóta landbúnaður og sjávarútvegur að skipa öndvegi og það hvernig við vinnum úr því hrá- efni sem þessar undirstöðuat- vinnugreinar gefa af sér. Er ekki að efa að góð kynning á þessum atvinnugreinum mundi vekja áhuga og almenna ánægju en slík kynning gæti ekki síður haft í fór með sér aukna eftirspurn eftir af- urðum okkar erlendis. Þetta er í rauninni afar stórt mál og teygir anga sína langt út fyrir hina hefð- bundnu ferðaþjónustu. Af hveiju er t.d. ekki farið með alla hópa heim á íslenskan sveitabæ sem rekur hefðbundinn búskap og loðdýrarækt? Af hveiju er ekki farið í íslenska fiskvinnslu- stöð þar sem kynnt er hvernig við íslendingar meðhöndlum fiskinn og vinnum hann eða jafnvel skroppið með ferðafólkið á sjóinn. Gæfist ferðmönnum færi á að kynnast því hvemig staðið er að landbúnaðarframleiðslu okkar og sjávarvöram og hvemig úrvinnslu er háttað, sem er öragglega með því besta og hreinlegasta sem þekk- ist í heiminum, er ekki að efa að það hefði sín áhrif á neyslu þessa ferðafólks þegar heim kæmi, í heimi sívaxandi mengunar, hormónagjafar og lyfjagjafa til varnar rotnun. Auðvitað mundi þetta ekki gerast í neinum risa- stökkum heldur smám saman. Spurningin er því hvort við höf- um gert nægilega mikið að því að aðlaga okkur markaðsmálum og að sýna erlendu ferðafólki nútíma ísland, fólkið og þá starfsemi sem hér fer fram. Hinu má þó ekki gleyma að um ókomna tíð verður það þó íslensk náttúra sem ferða- þjónusta okkar byggir sína undir- stöðu á. í því sambandi má þá aldr- ei gleyma því að hún hefur sín tak- mörk eins og aðrar auðlindir. Jón Gauti Jónsson Dýr mundi Hafliði allur „Allir hljóta að sjá þvílíka reginvit- leysu verið er að gera á Reykjanesinu: eyða 25 milljónum til að fá það friðað.“ Frést hefur í blöðum að friðum Reykjanesskagans muni kosta okk- ur skattborgara 25 milljónir og þær eiga að fara í girðingar utan um ca 3000 rollur (tala frá Búnaðarfélag- inu) sem era á lausagangi á landi þar sem bókstaflega allur gróður er uppeyddur og engin skepna ætti að vera. Á nesinu era aðeins tveir bændur sem lifa á búfjárrækt, hitt era hobbíkarlar, menn sem vinna aðra vinnu, t.d. á Vellinum, jafnvel kaupmenn úr Reykjavík sem era að niðast á þessu landi sem er að verða örfoka. Þingmenn urðu hræddir í fyrra, þegar stjómartillaga um vörsluskyldu búfjár á Reykjanesi frá næstu áramótum átti að ná í gegn á þingi, eftir ótal fundahöld og fyrirhöfn góðra manna, var eng- inn friður fyrir hótunum og undir- róðri þessara hobbíkarla svo að KjaUariim Herdís Þorvaldsdóttir form. Lifs og lands jafnvel þingmenn Suðurnesja urðu hikandi og hræddir um sín atkvæði og Búnaðarfélagið gekkst í því að stöðva afgreiðslu á máhnu sem tef- ur það a.m.k. um ár. Þetta kostnaðarsama risafyrir- tæki, Búnaðarfélagið, sem er með skrifstofu á heilli hæð á Hótel Sögu, ætti að reyna að komast í takt við tímann ef það vih eiga rétt á sér í þjóðfélaginu en ekki halda að hlut- verk sitt sé að standa vörð um úr- elt kerfi í landbúnaði, öllum til ama og skaða og áreiðanlega ekki í þökk nærri ahra bænda. Margir bændur era sanngjarnir og víðsýnir og sjá að mörgu má breyta til góðs, bæði fyrir þá og okkur, að ég nú ekki tali um það breytta viðhorf almennings sem yrði gagnvart bændum ef þeir við- urkenndu að óbreytt ástand getur ekki gengið lengur, bæði vegna kostnaðar og taps á gróðri landsins. Málað linni Við skulum viðurkenna stað- reyndir og vinna saman að farsælh lausn. Alhr hljóta að sjá þvílíka reginvitleysu verið er að gera á Reykjanesinu: eyða 25 mihjónum til að fá það friöað. Dýrt mundi landið aht. Við þessa tvo bændur mætti áreiðanlega semja án þess að það kostaði okkur 25 mihjónir. Tóm- stundabúskapur ætti ekki að eiga rétt á sér nema menn ættu land og hefðu alla vörsluskyldu á sínum skepnum. Röksemd fyrir tómstundabúskap þessara manna og kostnaður við girðingar er sú að það gefi þeim lífsfylhngu að ala þessar skepnur á landinu og senda síðan í sláturhús. Látum það yera þeirra mál ef það er á þeirra kostnað og á eigin landi. En hvað með þá sem hafa lífs- fylhngu af því að rækta land og fegra og græða fyrir sig og okkur hin, fá þeir skilning og styrk frá því opinbera, er girt í kringum gróðurreitina fyrir þá? Þessi samningur um friðun Reykjanesskaga er álíka yfirgangs- samur við okkur landsmenn og samningurinn um bætur fyrir beit- arland við Blönduvirkjun sem kostar okkur 600.000.000! - Það er mál að linni þessum yfirgangi. Herdís Þorvaldsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.