Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 7
MÁNyDAGUR 23. OKTÓBER 1989. 7 Fréttir Dýrasti dagurinn í Laxá á Ásum kostar 165 þúsund næsta sumar: Keypti mánuð næsta sumar „Laxá á Ásum hefur alltaf heillað mig og ég hef oft veitt í ánni gegnum árin. Fyrir fáum dögum hringdi ég í ákveðinn bónda við Laxá. Spurði um veiðileyflð sem ég hef haft í mörg ár, en þá tjáði hann mér að allur júlí- mánður væri seldur sama mannin- um. Verðið fyrir stöngina væri 165 þúsund á dag,“ sagði einn af þekkt- ari stangaveiðimönnum landsins. En svo virðist sem einn og sami aðilinn hafi keypt heilan mánuð í Laxá á Ásum næsta sumar. Fyrir stöngina eru greiddar 165 þúsund, sem þýða um 4,5 milljónir í þessari dýrustu veiðiá landins. En veitt er á tvær stangir í Laxá á Ásum. Heimildir DV segja að íslendingur hafi keypt þenn- an mánuð fyrir erlendan veiðimann sem oft hefur veitt hérlendis. Þessi útlendingur er einn af þeim ríkari í heiminum. Hann hefur meðal annars veitt í veiðiá á Mýrum. „ Ég reyndi að fá mér dag í Laxá á Ásum fyrir nokkru en það fékkst ekki, ailur tíminn var búinn sem ég vildi,“ sagði anneir fengsæll veiðimaður og bætti við: „Tíminn sem hægt var að fá var ekki góður.“ DV heyrði fleiri veiðimönnum sem höíöu sömu sögu að segja og þessir veiðimenn, besti tíminn í ánni er seldur. Bændur skipta dögunum á milli sín eftir stærð jarða sinna en sömdu saman um þessa leigu. Enda er gott að losna við heilan mánuð á einu bretti á veiðileyfamarkanum núna. -G.Bender Rýrt veiðisumar: * Hver lax kostaði 16 þúsund Veiðisumarið, sem nýlokið er, var ekki gott en ails veiddust 30.000 þús- und laxar á stöng. Best var Laxá í Kjós með 2126 laxa, en næstar komu Elliðaárnar með 1763 laxa. Þessi veiði er svipuð og sumrin 1980 og 1983. En veiðimenn eyddu miklu meira í veiðileyfi núna en þá. Samkvæmt könnun, sem DV hefur gert, borguðu veiðimenn um 480 milljónir í veiði- leyfi fyrir sumarið. Það þýðir að hver lax hefur kostað um 16 þúsund ef við tökum meðaltalið. En laxinn verður auðvitað dýrari eftir sem fleiri stang- ir eru leyfðar í ánum og veiðileyfin eru dýrari. -G.Bender Safnað fyrir sjúkrabifreið Júlía Imsland, DV, Höfn: Vetrarstarf Rauða kross deildar Austur-Skaftafellssýslu er hafið af fullum krafti. Helsta verkefni deild- arinnar er nú kaup á nýrri sjúkrabif- reið til að bæta úr brýnni þörf því að sjúkrabifreiðin, sem fyrir er, er komin til ára sinna og ekki lengur það öryggistæki sem þörf er á og hægt er að treysta á. Starfsfólk og félagar Rauða kross deildarinnar munu á næstu dögum fara á hvert heimili í sýslunni til fjár- öflunar og eins verður leitað til fyrir- tækja og félagasamtaka. Bifreiðin, sem kaupa á, er Ford Econoline, fjórhjóladrifin og búin öfi- um nauðsynlegum hjálpartækjum. Gangi allt samkvæmt áætlun á bif- reiðin aö vera tilbúin til afhendingar um næstkomandi áramót. í4,r4,BR0SUM/ UUMFERQ&R f // •c 09 alllgengurbelur * ^ Erlendur veiðimaður vippar 5 punda laxi upp úr Laxá á Ásum i sumar en I Sími....................... útlendingar virðast ætla að fjölmenna til veiða í ánni næsta sumar. ; —Bi DV-mynd G.Bender rvú fást heimslns bestu pizznr einnig í Kringlunni Vegna mikilla vinsælda Pizza Hut bjóðum við nú einnig upp á pizzurnar okkar í Kvikk í Kringlunni. Pizza Hut í Hótel Esju verður að sjálfsögðu áfram á sínum stað. Pizza Hut Kringlunni og Hótel Esju, sími 68 08 09.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.