Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER' 1989. 39 SVONA GETUR ÞAÐ VERIÐ „Loks gafst honum tækifæri til að skoða hið margumtalaða cfnahagsundur í Japan." „Hann varð að bíða svo lengi eftir töskunum á Heathrow að honum gafst ekki tími til að fá sér hressingu.“ „Eftir tveggja kílómetra göngu með töskurnar á flugvellinum í Manila var hann búinn að missa ánægjuna afþví að ferðast." „Svækjan var þrúgandi og hann hefði vcl getað hugsað sér að slaka á í loftkældum biðsal í stað þess að hanga upp á endann í þessari biðröð við innritunarborðið." „Á áfangastað, eftir nær sólarhrings ferðalag, komst hann að raun um að töskurnar höfðu ekki farið urn borð í Manila.“ „Hann var dauðuppgefinn og farangurslaus, hafði enga tilfinningu fyrir japanska efnahags- undrinu og þráði ekkert heitar en að vera koinin heim í rúmið í Stuðlaselinu og sofna þar út frá íslensku efnahagsástandi." LÆRIÐ AF REYNSLUNNI OG NOTFÆRIÐ YKKUR TENGIFLUG ARNARFLUGS OG KLM „Loks gafst honum tækifæri á að skoða hið margumtalaða efnahagsundur í Japan.“ „Að skipta um flugvél var lítið mál, engar áhyggjur af farangrinum og hann þurfti aldrei að standa í biðröð til þess að geta haldið ^ ferðinni áfram.“ „Eftir nær sólarhrings ferðalag með tengiflugi Arnarflugs og KLM fann hann vart fyrir þreytu, naut framandi umhverfis og langaði ekkert heim í Stuðlaselið. “ Tengiflug Arnarflugs og KLM til fleiri en 140 staða í öllum heimsálfum. Farþegi, sem nýtir sér tengiflug Arnarflugs og KLM, fær við innritun í Leifsstöð brottfararspjald - með sætisnúmeri. Þetta brottfararspjald gildir á öllum flugstöðvum, þar sem skipta verður um flugvél, og allt til þess að komið ec á lokaáfangastað. Farangur innritast einnig alla leið. Það finnst ekki þægilegri ferðatilhögun þegar haldið er út í heim. Hafðu samband við ferðaskrifstofurnar eða söluskrifstofur Arnarflugs. fiSlfe' ARNARFLUG Atitiar kostnr - 'óttnur leið Söluskrifstofur: Lágmúla 7, sími 84477 • Austurstræti 22, sími 623060 • Keflavík, sími 92-50300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.