Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 26
26 Knattspyma unglinga MÁNUDÁGUR 23. OKTÓRRR 1989: • Takið eftir hvað allt er hárnákvæint hjá þessum 7. flokks strákum. Drengurinn I ÍA-liðinu veit mæta vel hversu langt hann má ganga - og þrátt fyrir að útlitið virðist ekki gott gerðist ekkert slys í þessu tilviki fremur en í öðrum af svipuðu tagi í þessum aldursflokki. Nánar tiltekið er myndin frá úrslitaleik B-liða ÍA og Fjölnis í 7. flokki á hnokkamóti Stjörnunnar í sumar sem leið og sigruðu ÍA-strákarnir, 3-0. Það er Ellert Björnsson, framherji Skaga- liðsins, sem sækir hér að markverði Fjölnis en hann varð markakóngur B-liða meö 10 mörk. - Þegar sagt var frá þessu móti á sínum tíma var Ellert sagður vera Sölvason sem er náttúrlega alrangt. Það hefur aldrei verið nema einn Ellert Sölvason (Lolli) í islenskri knattspyrnu en sá Ellert lék með Val og landsliðinu fyrr á árum. Það er þó margt líkt meö þeim nöfnum, til að mynda frábær boltameðferð og einstök lagni við að skora falleg mörk. - Það er þvi ekki leiðum að líkjast. DV-mynd Hson Er breytinga þörf á æfingaformi í knattspymu yngri flokka? vel í stakk búin, frá náttúrunnar hendi, til aö útfæra leikinn - og ætti því í lengstu lög að reyna að varð- veita þennan mikilvæga eiginleika. Hvemig má það vera að þessi hæfni skilar sér ekki betur upp í eldri flokka en raun ber vitni? Nú er ekki hægt að alhæfa neitt því það koma fram af og til frábærir yngri leik- menn sem vakið hafa mikla athygh. En þegar á heildina er htið er hópur- inn ekki nógu stór og bihð milli þeirra bestu og næstbestu er of mik- ið. Okkur verður einhvers staðar á í messunni, en hvar? Hvað tekur við í 4. flokki? Skyldi slysið byrja í 4. flokki? Það er hugsanlegt. Aha vega er ljóst að um of mikla stökkbreytingu er að ræða mihi þessara flokka. Krafa þjálfara 4. flokks virðist sú að nú séu dreng- irnir að verða stórir menn og eigi því að haga sér á allan hátt öðruvísi en áður. Tvímælalaust væri mun skyn- samlegra að krakkarnir héldu áfram á sömu braut og að undirstöður væru betur tryggðar fyrir framtíðina. Þrátt fyrir stærri leikvöh ætti ekkert að vera því tii fyrirstöðu. En hvemig er það best gert? Þjálfarinn verður að hlusta meir Besti kosturinn virðist vera sá að leyfa leikmönnum 4. flokks að æfa og spha meira af innri þörf, líkt og í 5. og 6. flokki. En þá verða afskipti sögðu. Verum samt minnug þess að hraði og snerpa hvers og eins eru meðfæddir eiginleikar en ekki eitt- hvað sem hægt er að þjálfa upp nema að ákveðnu marki. Því má svo við bæta að ör hraðabreyting í leik er mun skaéðara vopn en hraðinn einn og sér. Hraður leikur þýðir ekki heldur að yfirferð einstaklinganna sé ofur- mannleg heldur hitt að boltinn geng- ur hratt mUh leikmanna (að keyra upp spihð, eins og sagt er). TU þess að ná því takmarki þarf m.a. tækni- leg geta leikmanna að vera tU staðar, þroskuð sköpunargáfa og sjálfs- traust. Þjálfarinn á línunni Unghngur, sem fær að sþreyta sig á tæknflegum atriðum og beitir við það eigin frumkvæði að'vUd, á mikla mögiUeika á að þroska sínar bestu hhðar. Ríkt hugmyndaflug er jú einn þeirra þátta sem gera knattspymuna Umsjón: Halldór Halldórsson hvað mest heihandi. Leikmenn á þessum aldri eiga því ekki að vera of mikið með hugann við þjálfarann á hnunni en sú virðist því miður oft raunin. Slíkt truflar bara einbeiting- una. Þess í stað eiga þeir að hlusta á eigin hugsanir og framfylgja þeim eftir bestu getu. Þjálfarinn á línunni Treystum undirstöðurnar Þau tUþrif, sem ber fyrir augu þegar fylgst er með leikjum í 5. og 6. aldurs- flokki, eru tvímælalaust með því besta sem gerist í íslenskri knatt- spymu og þá er átt viö tæknUegu hliðina og hina' frjóu sköpunargáfu sem einkennir hvað mest þennan aldurshóp. Það telst einnig tU undan- tekninga ef leikmaður í fyrmefndum flokkum þarf að yfirgefa leikvöh vegna meiðsla. Ástæða þess er að sjálfsögðu sú að bömin telja hyggi- legast að gefa boltann frekar en að lenda í samstuði. Einnig er með ólík- indum hvað þessir htlu hnokkar eru fljótir að koma auga á veikleika í vörn andstæðingsins - og þá er ekk- ert þvi til fyrirstöðu að drippla í gegn með tUþrifum. Stundum hefur hvarflað að mér að knattspyrnan sé eins og sniðin fyrir þá yngstú - en það er að sjálfsögðu rangt. Aftur á móti viröist sem böm frá aldrinum 7-12 ára séu sérstaklega Undanfarin ár hefur vakið at- hygli hinn mikh knattspymuáhugi foreldra bama sem skipa yngstu flqkka FH. Þeir hafa fjölmetint á leíki strákanna á nýhðnu sutnri, eins og endranær, og hafa yflrlýs- 'ingar drengjanna þar ura' vqrið á. qihn veg:; J>aö væri ekkí nærrieins, gaman að spUa fótbolta ef mamma eða pabbi væri ekki að horfa á og hvetja okkur." Úrslitakeppnin í 5. flökki, sem fram fór i Haftiarfirði í ágúst sl., varþar engin undantekn- ing. Mikih fjöldi FH-foreldra fylgd- ist- með frá upphafl tU endá og hvöttu þeir krakkana á hlýjan og skemmtilegan hátt. Arangur hðs- ins á nýhðnu keppnistímabih hefur enda verið rneö núklum ágætum því drengimir sigruðu í Faxaflóa- mótinu og uröu síðan íslandsmeist- arar - geri aðrir, betiir. Ungar FH-maeóur 5. flokks drengja eru áhugasamar með afbrigóum - taldar fré vinstri: Hafrún Jútfusdóttir, Guðrún Siguróardóttir, Elísa Steingrimsdóttlr, Guðrún Bjarnadóttir, Jóhanna Axelsdóttir, Elínborg Jóhanns- dóttir og Valgeröur Jóhannsdóttir. - Úrslitakeppni íslandsmóts 5. flokks tór fram i Kapiakrika og er myndin tekln þar taust eftir úrslitaleikinn, gegn ÍR, sem FH vann. DV-mynd Hson þjálfara að vera með öðrum hætti en nú tíðkast og þarf hann að fylgjast betur með skoðunum sinna manna og virða þær. Böm á þessum aldri em uppfull af hugmyndum sem ekki má fyrir nokkum mun bæla niöur. Ekki er þó átt við að krakkamir taki hreinlega öll völd - en að gott sam- band sé tilstaðar milh þeirra og þjálf- arans. Gagnkvæm virðíng er síðan imdirstaða þess að veí takist til með öll samskipti. Þjálfari yngri flokka á ekki að vera haröstjóri. Þess í stað á hann að vera góður félagi og leiðbeinandi og um fram allt á öh kennsla að vera opin og eiga hinir ungu hðsmqnn að fá að láta sínar skoðanir uppi og fullt tilht á að taka tíl þeirra. Slik vinnubrögð auka þroska hiima ufrgu leikmanna. Nái þeir að opna sig í samskiptum, sínum við þjálfarann eykst einnig kjarkuriún - en án hans er lítil von um framfarir. Þegar við erum að dást að tilþrifum knattspymumanna á þorð við Pele, Maradonna og Basten, svoeinhyerjir séu.nefndir, þá erum við í raun að; að höföa tíl 5. og.6. iíokks léikmanna. Tilþrifin em ekki ósvipuö þó þau séu, af eðlilegum .orsökum, með meiri hráða og. fullkomnun hjá súþerstjörnunum.' . ... - Besta veganestið Æskilegasta veganestið fyrir yngri leikmann er hæfileiki hans og geta sem einstakhngs. Það hlýtur einnig að vera best allra leikaðferða. Og talandi um leikaðferðir þá ættu þjálf- arar 4. flokks ekki að leggja jafn- þunga áherslu á þann þátt og gert er - það er hrein tímasóun - aðeins gmndvallarleikaðferðar er þörf. - Leggja ætti þess í stað meiri áherslu á að örva sköpunargáfu og fmmleika og að hinir ungu leikmenn fái að tak- ast á við þá þætti án of mikilla af- skipta þjálfara. Hjá leikmanni 4. flokks er það tæknin og þar á meðal móttaka og sendingar sem skipta höfuðmáh. Það sem téeki við 13. ald- ursflokki ætti að vera í beinu fram- haldi en með meiri hraða að sjálf- á einungis að vera drengjunum tákn þess að þeir séu að gera hið rétta, burtséð frá því hvemig leikurinn fer. Óraunhæfar kröfur Krafa þjálfara um að krakkarnir breyti sér um of eftir hans geðþótta er óraunhæf og getur skemmt út frá sér. Til að mynda er rangt að inn- leiða í þessum aldursflokki of mikinn „kontakt" við andstæðinginn. Shkt skilar engu upp á seinni tímann. Með slíkum vinnubrögðum er þjálfarinn beinhnis að stunda niðurrifsstarf. Bestu hð heims reyna eftir föngum að losna við snertingu við andstæð- inginn. - Hvers vegna? - Vegna þess að það er ekki talið gæfulegt. Aftur á móti er 'snertingin við boltann því mikilvægari. Spyrja mætti hver sé ástæða þess að svo margir unglingar hætti.knatt- spyrnuiðkun í 3. flokki. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að búið er: að afskráema þá hugmynd sém drengirnir höfðu gert sér um góða knattspyrnu? Aukið frjálsræði Ef við gerum smásamantekt á því sem fjallað hefqr verið ufti hér; að " framan þá er þaoH hnotskum þann- ig: Þjálfarar eiga, í ríkara mæh, að leyfa unghngunum að æfa upp sínar bestu hhðar - og þeir eiga að fá að njóta meira frjálsræðis í leik sínum en hingað til. Þjálfarinn á einnig að hlusta betm- á viðhorf bamanna - og virka um lejð meira hvetjandi á framkvæði þeirra og skoðanamynd- un. - Mikilvægt er einnig að eyða ekki of miklum tíma í einskisverða hluti sem engu máh skipta upp á framtíðina. í yngri flokkunum er þaö hæfni einstakhngsins sem ávallt skal sitja í fyrirrúmi. Máltækið segir aö „lengi búi að fyrstu gerð“ og em það orð að sönnu. Þess vegna þarf að vanda vel tíl verka þegar unghngaþjálfun er annars veg- ar - því framtíð íslenskrar knatt- spyrnu er undir því komin að vel takist til. Hson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.