Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Page 3
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989.
3
Fréttir
Ummæli Guðrúnar Helgadóttur rifluð upp:
Vissulega er mál af þessu
tagi sárt fyrir okkur
- sagði hún um framferði Guðmundar J. á sínum tíma
Eins og, komið hefur fram fékk
Guðrún Helgadóttir, forseti Samein-
aðs Alþingis, 200.000 króna lán frá
skrifstofu -Alþingis fyrir ári. í kjölfar
þess hefur spunnist umræða um sið-
ferði stjómmálamanna og er í því
sambandi fróðlegt að skoða ummæli
Guðrúnar sjálfrar þegar umdeild at-
vik hafa komið upp á undanfórnum
árum. DV fann nokkur dæmi um
það.
Fyrir rúmum þrem árum stóð Al-
þýðubandalagið frammi fyrir því aö
Guðmundur J. Guðmundsson, þá-
verandi þingmaður flokksins, hafði
tekið við greiðslum til að standa
straum af heilsubótarferöalagi.
Greiðslurnar komu frá Hafskipi og
Eimskipi en sem verkalýðsleiðtogi
var það að sjálfsögðu viðkvæmt fyrir
Guömund að taka við slíkum greiðsl-
Guðrún Helgadóttir, forseti Samein-
aðs Alþingis.
um. Hann hélt því sjálfur fram að
hann hefði haldið að hér væri um
vinargreiða Alberts Guðmundssonar
að ræða. Um þetta sagði Guðrún í
grein í Þjóðviljanum sunnudaginn
20. júlí:
„Þegar Alþýðubandalagið stóð
frammi fyrir því að einn af þing-
mönnum flokksins hafði þegið hátt í
árslaun íslenskra vinnuþræla úr
hendi fjármálaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins til einkaþarfa gerðist það
einmitt að kjarni málsins varð for-
ystu flokksins ofraun. Og ruglið fór
af stað. Vissulega er mál af þessu
tagi sárt fyrir okkur.“ - Og síðar lýs-
ir Guðrún meðferð Alþýðubanda-
lagsins á málinu en til töluverðra
átaka kom á milli forystu flokksins
og Guðmundar og hart var lagt að
honum að segja af sér:
„Enginn - ég endurtek enginn -
lýsti þeirri skoðun að fjármálaviö-
skipti af þessu tagi ættu rétt á sér.
Langflestir töldu að æskilegt hefði
verið að Guðmundur hefði sjálfur
sagt af sér þingmennsku, það hefði
verið best fyrir hann sjálfan og flokk-
inn.“
Engir kontóristar
Dagpeningamál þingmanna urðu
til umræðu í upphafi ársins og þar
urðu fræg ummæli Guðrúnar um
launaréttindi þeirra: „Ég er satt að
segja orðin dauðleið á þessum söng
að alþingismenn eigi helst ekki að
hafa laun og því síður dagpeninga á
ferðalögum sínum. Við erum marg-
búln að vinna fyrir þessu,“ sagði
Guðrún Helgadóttir í viðtali við DV
19. janúar síðastliðinn og bætti við:
„Auk þess er íslenska þjóðin varla
svo skyni skroppin ennþá að hún
vilji láta þingmenn sína borða á
pylsubörum erlendis." - Og áfram
hélt hún: „Ég held að fólk skilji ekki
að við erum engir venjulegir kontór-
istar."
Hélt að Benedikt væri
að grinast
Biðlaun þingmanna komust í sviðs-
ljósið í apríl og kom þá meðal annars
fram að Benedikt Gröndal sendi-
herra fór þess á leit við forseta þings
að hann fengi sex mánaða biðlaun frá
þeim tíma er hann lét af þing-
mennsku árið 1982. Krafa Behedikts
hljóðaði upp á um 800.000 krónur.
Um það sagði Guðrún: „Ég hélt að
þetta væri bara grín hjá Benedikt."
Verður að treysta ráðherra
í september síðastliðnum komust
áfengiskaup Jóns Baldvins Hanni-
baissonar utanríkisráðherra í há-
mæh þegar uppvíst varð að hann
hafði sent áfengi í veislu ritstjóra
Alþýðublaðsins. Um það sagði Guð-
rún: „Hins vegar verður að treysta
ráðherrum til að fara með þessa
heimild. Ég skal viðurkenna að það
er stundum erfitt að meta hvaða
samkvæmi eru talin nauðsynleg og
ógemingur að setja reglur um hvaða
samkvæmi ráðherra haldi en það
verður að bera þaö traust til ráð-
herra að þeir misnoti ekki þessa
heimUd. Það er alveg ljóst að ráð-
herra hefur ekki heimild til að útvega
einhveijum vildarvinum sínum
áfengi á kostnaðarverði," sagði Guð-
rún. -SMJ
VOLVO
740 GLi
ÖiyggL, þægundí og gtesileltó
- á frábæru verði
Vo.vo 740 GLi er bifreið sem verndar þig og fjölskyldu
þína á alla vegu. Fram- og afturhluti hafa verið sérstak-
lega hannaðir til að leggjast saman á ákveðinn hátt við
árekstur. Þetta dregur mjög út höggi á sérstakt öryggis-
búr, sem er byggt úr stáli og umlykur farþegarýmið.
IVÍjúku
línurnar liggja í rúmgóðri innréttingunni þar
sem þú finnur mjög þægileg og upphituð sæti sem styðja
vel við líkamann - enda hönnuð af bæklunarsérfræðing-
um.
Þú finnur líka að Volvo 740 GLi býður upp á mikið
úrval af staðalbúnaði eins og sjálfskiptingu, vökvastýri,
samlæsingu á hurðum, beina innspýtingu og aflmikla vél.
Það sem kemur því óneitanlega mest á óvart við Volvo
740 GLi er mjog hagstætt verð.
kr. 1.578.000 stgr. á götuna
VOLVO - þar sem fjölskyldan
fær það sem borgað er fyrir
Getraun
1. Hver fann upp 3ja punkta öryggisbeltið?
□ Tœkrtimaður hjá Audi
að nafni Joe Smidt.
Q Uppfinningamaður hjá
hjá Volvo að nafni Nils
Bohlin.
2. Hvar er bensíntankurinn staðsettur í Volvo 740?
□ Aftan við afturöxulinn. □ 1farangursgeymslunni.
[j] Rannsóknarmaður
hjá BMW að nafni
Hans Strudel.
□ Framan við aftur-
öxulinn
3. Hver af eftirtöldum bifreiðaframleiðendum fanh upp stuðninginn við
mjóhrygginn?
□ Volvo.
□ Saab.
□ Audi.
4. Hver af eftirfarandi bifreiðum býður ökumönntim upp á best útsýni?
I f BMW 520. []] Mercedes 230E. □ Volvo740.
5. Hvaða bifreið hefur minni en 10 metra snúningsflöt?
□ Merccdes 230E. □ BMW 520. □ Volvo740.
6. Hver af eftirtöldum bifreiðaframleiðendum selur mest af skutbifreiðum
í flokki stœrri fjölskyldubifreiða?
□ Volvo.
□ Mercedes.
□ Audi.
Vinsamlega segið okkur í 15-20 orðum hvað þið teljið að geri Volvo 740
frábrugðinn öðrum bifreiðum í sama verðflokki.
Sendið okkur svarið og þið munið fá sendan óvœntan glaðning frá Volvo.
Nafn:
Heimilisfang:
Kennitala:
Öryggi - þægindi - glæsileiki
Brimborg hf.
Faxafeni 8 • sími 91-685870