Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Blaðsíða 8
8 .688! Haawavo/. > HUOAOHAOUAJ LAU.G ARDAGUB- 4.. N.ÓVEMBER 1989. SANDGERÐI Nýr umboðsmaður í Sandgerði frá og með 1. nóv. 1989, Stefanía Jónsdóttir Túngötu 23B, sími 92-37742 Tveir góðir bílar til sölu. VW Golf C ’85. Verð 395.000. Nissan Micra ’87. Verð 380.000. Til sýnis og sölu að Suðurgötu 14, Reykjavík, frá kl. 11-17 í dag og á morgun. Uppl. í síma 11219 og 686234 eftir kl. 18. Frá fjárveitinganefnd Alþingis: Viðtalstímar nefndarinnar Fjárveitinganefnd Alþingis veitir nú eins og undanfarin ár viðtöku erindum frá félögum, samtökum og einstaklingum er varða fjárlög ársins 1990. Fjárveitinganefnd gefur þeim aðilum, sem vilja fylgja erind- um sínum eftir með viðræðum við nefndina, kost á að eiga fundi með nefndinni á tímabilinu 9. til og með 17. nóvemb- er nk. Þeir sem óska eftir að ganga á fund nefndarinnar skulu hafa samband í síma 91-624099 (Alþingi) eigi síðar en þriðjudaginn 7. nóvember nk. Því miður gefst ekki tími til þess að sinna viðtalsbeiðnum sem fram kunna að koma síðar eða að veita viðtöl utan þess tíma sem að framan greinir. Auglýsing um kosningarétt íslenskra ríkisborgara sem búsettir eru erlendis Með lögum nr. 66/1989 var kosningaréttur við kosningar til Al- þingis rýmkaður þannig að eftir lagabreytinguna eru menn á kjör- skrá í átta ár frá því þeir flytja lögheimili sitt utan, talið frá 1. des- ember naestum fyrir kjördag. Að þeim tíma liðnum falla menn sjálf- krafa af kjörskrá hafi þeir ekki sótt sérstaklega um að vera þar áfram. Umsókn þarf að endurnýja á fjögurra ára fresti. Sömu regl- ur gilda við kjör forseta Islands. Umsókn þessa efnis skal senda Hagstofu Islands á þar til gerðu eyðublaði. Fást umsóknareyðublöð í sendiráðum og fastanefndum við alþjóðastofnanir, svo og á sendiræðisskrifstofum og skrifstof- um kjörræðismanna, auk Hagstofunnar. Vakin er athygli á því að gildi umsóknar miðast við 1. desember og gildir ákvöróun um að maður sé þannig tekinn á kjörskrá í 4 ár frá 1. desember næstum eftir að umsóknin berst Hagstofunni. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 2. nóvember 1989. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing viö bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sími 68-77-02. Hinhliðin Þetta er hið versta mál Ragnar Reykás vakti mikla at- hygli sl vetur er hann var tekinn taíi á Stöð 89. Ráðherrar og þing- menn vitnuðu oft til oröa hans enda töldu einhverjir illa innrættir að ýmislegt væri sameiginlegt með Reykás og stjómarherrum þessa lands. Oft komu upp hin verstu mál er fréttamenn Stöðvar 89 leit- uöu álits hjá þessum dvergvaxna Lödueiganda en þau gátu þó orðiö aö bestu málum. Þar sem Ragnar Reykás er þjóðkunn persóna og á sjálfsagt eftir að sjást ræöa um at- buröi líðandi stundar á skjánum á næstunni var eðlilegt að leita eftir hínni hliðinni á honum ef hún er þá tíl. En hér koma hin greinar- góðu s vör verkstæðisformannsins. Fullt nafn: Ragnar Reykás. Fæðingardagur og ár; 4. desember 1943. Maki: Guðný Reykás, fædd Þor- móðsdóttir. Börn: Konráð Reykás, 12 ára. Bifreið: Lada Sport ’73. gera? Mér finnst leiðinlegast að leita aö fótum sem passa á mig. Uppáhaldsmatur: Lambakjöt á við- ráðanlegu verði. Uppáhaldsdrykkur: Malt Og appels- ín, blandað tíl helminga. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Ég fylgist nú ekki náið með íþróttum en Clausen- bræöurnir voru náttúrlega stór- kostlegir á sínum tíma. Uppáhaldstímarit: Lögbirtinga- blaðið. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna: Jóhanna Sigurðardóttir. Hlynntur eða andvígur rikisstjóra- inni: Við skulum bara átta okkur á þvi að þetta er stórkostleg ríkis- stjórn, en hitt er annað mál aö hún er alveg vita gagnlaus. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Þorkel frænda minn - hann skuldar mér þúsundkall. Uppáhaldsleikari: Gregory Peck. Uppáhaldsleikkona: Jóhanna Sig- bara átta okkur á því aö viö erum ekkert menn til að verja okkur sjálflr, en hins vegar er það okkur náttúrlega til háborinnar skammar að vera að púkka upp á þetta varn- arlið, þannig að þetta er hið versta mál. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Við skulum bara átta okkur á að rás eitt er best nema þegar eitthvaö betra er á rás tvö, þá er það hið besta mál. Uppáhaldsútvarpsmaður: Her- mann Ragnar Stefansson - og svo er ekki síðra að sjá hann dansa. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Þaö er náttúrlega ekki spuming að maður horfir meira á ríkissjónvarpiö, nema náttúrlega þegar þaö eru góöir þættir á Stöö 2, þá horfi ég miklu meira á þá. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Er- lendur Sigtryggsson, það er ekki spuming. Uppáhaidsskemmtistaður: Templ- arahöilin. Starf: Verkstæðisformaður. Laun: 46.300 krónur. Áhugamál: Allt mannlegt. Hvað hefúr þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Enga. Við skulum bara átta okkur á þvi að það er svona bruðl með peninga sem er að sefja hér allt í kalda kol. Þess vegna spila ég ekki með. Hvað finnst þér skemmtiiegast að gera? Feröast um landið á mínum fjallabíl. Hvaö finnst þér leiðinlegast að urðardóttir. Uppáhaldssöngvari: Þessi þriöji frá hægri í Fjórtán fóstbræðrum. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Margrét Thatcher, þaö er ekki spuming. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Dvergurinn Rauðgrani. Uppáhaldssjónvarpseftú: Derrick og eldhúsdagsumræður og annað skylt efni. Hlynntur eða andvígur veru vara- arliðsins hér á landi: Við skulum Uppóhaldsfélag í iþróttum: Fylkir. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtiðinni? Ég steftíi aö því að sættast við sjálfan mig og rækta hið góða innra með mér enda held ég að það sé hið besta xnál fyrir þjóðina og mína fjölskyldu, Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég gerði við kúplinguna í mínura flallabíl. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.