Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. ,,Ég hef aldrei drukkið vín eða reykt tóbak" - segir Aldís Einarsdóttir, elsta kona á Islandi, sem á 105 ára afmæli í dag Aldis Einarsdóttir, eista kona á íslandi. Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: „Nei, ég hef aldrei gifst, ætli það sé ekki, þess vegna sem ég er orðin svona gömul,“ segir Aldís Einars- dóttir, vistmaður aö Kristneshæli í Eyjaíirði, en hún á 105 ára afmæli í dag og mun vera elsta konan hér á landi. Aldís er furðuern, hefur fóta- vist og prjónar sokka og vettlinga hvem dag og er hress en heyrnin er aðeins farin að gefa sig. „Ég er fædd í Núpufelli í Saurbæj- arhreppi í Eyjafirði 4. nóvember 1884. Foreldrar mínir voru ,Einar Sigfús- son og Guðríður Brynjólfsdóttir," segir Aldís. Aldís bjó í Núpufelli til þriggja ára aldurs en ílutti þá að Hrísum, sem er næsti bær við Núpu- fell, og þar bjó hún til 6 ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan að Stokkahlöð- um í Hrafnagilshreppi og þar bjó Aldís þar til hún varð 101 árs og flutti í Kristneshæli þar sem hún hefur dvalið síðan. Hún hefur því frá 4. nóvember 1884 átt sitt heimili í Eyjaflrði. „Það er þetta litla borð sem stendur þarna,“ segir Aldís og bendir á lítið borð í herbergi sínu þegar hún er spurð um elstu minningu sína. „Amma mín í Núpufelli kom með borðið á sumardagsmorguninn fyrsta þegar ég var þriggja ára og gaf okkur systrunum það, en þá tíðkað- ist það aö gefa sumargjafir, og borö- inu fylgdi þennan morgun heitt kakó og eitthvert meðlæti. Lífið í sveitinni á mínum fyrstu áram var frekar skemmtilegt, við gerðum ekki eins miklar kröfur þá og nú er orðið og bömin vora ánægð ef þau máttu vera hjá foreldrum sín- um. Það var engin skólaskylda og farið yfir miklu minna námsefni þá en núorðiö, en það var lært vel það sem lært var. Piltar úr Hólaskóla og Möðruvelhngar, sem kallaðir voru svo, feröuðust um og kenndu, þeir voru í 4-6 vikur á hverjum bæ og þangað komu krakkar af næstu bæj- um saman til að læra hjá þeim. Fólk- ið var því ekki alveg menntunar- laust. Við lærðum lestur, skrift og kristinfræði sem við tókum fullnað- arpróf í til fermingar. Þessi lærdóm- ur fór yfirleitt fram á árunum 10 ára til fermingar án þess að það væru nokkrar reglur til um þaö.“ Aldís fór í kvennaskóla í tvo vetur. „Það er nú ekki orö á því gerandi. Þó þótti það gott þá að geta verið í slíkum skóla í 1-2 ár en núna eru menn hálfa ævina að læra,“ segir hún. - Hvernigvaraðbúnaðurinnáheim- ilum á þessum tíma? „Það var auðvitað fátæklegt miðað við það semnú er. Það voru hlóðaeld- hús á mínum fyrstu áram en síðan komu eldavélar til sögunnar og um aldamótin var þetta að breytast mik- ið.“ - Manstu eftir aldamótunum? „Já, ég man vel eftir þeim. Það var ákaflega mikil vakning, stórskáldin ortu kvæði sem voru mikið sungin og lesin. Ég man eftir aldamótahátíð sem haldin var á Grund í Eyjafiröi, séra Matthías var þar fremra og tal- aði, og það vora haldnar hátíðar- guðsþjónustur.“ Aldís hefur orð á því að upp úr aldamótunum hafi viðhorfið til ýmissa hluta farið að taka breyting- um. „Það þótti sjálfsögð dyggð að vera ekki skuldugur og eyða aldrei meira en maður aflaði. En þetta hef- ur nú breyst eins og svo margt ann- að. Seinna stríðinu fylgdu miklar breytingar. Þá kom peningaflóð inn í landið og hugsunarhátturinn breyttist mikið með þessu peninga- floði. Þá þótti það kotungsháttur að eyða ekki sem mestum peningum í stað þess að spara sem mest eins og áður var.“ Aldís hefur alla tíð haft mikinn áhuga á ræktunarmálum og stundað það áhugamál sitt nær alla ævi. „Ég fór á námskeiö í Gróðrarstöðinni á Akureyri skömmu eftir aldamótin hjá Sigurði Sigurðssyni búnaðar- málastjóra, en þá voru haldin þar námskeiö á vorin fyrir stúlkur. Þá var allt unnið með hestverkfærum og engar vélar tfl. Hólasveinar unnu þarna við að plægja en konumar sáu um aðra vinnu. Ég hef haft afskaplega gaman af ræktunarmálum og fengist talsvert við ræktun,“ segir Aldís, og garður- inn við bæinn Stokkahlaðir, sem þykir mjög fallegur, er hennar verk. Aldís fékkst við gróðrarstörf alveg þar til hún fór á Kristneshæli þegar hún var að verða 101 árs. - Fylgist þú vel með fréttum af því sem er að gerast í þjóðfélaginu í dag? „Ég les dálítið í blöðunum en ann- ars er ekki orðið neitt gaman að því lengur. Mér finnst orðið allt of mikið um neikvæðar fréttir í dag. Nú er hugsunin líka sú að koma íslandi sem mest í samband við önnur lönd, en áður átti aö reyna að halda landinu sem mest út af fyrir sig. Á þessu er mikill munur og ég held að það hafi ýmislegt gengið betur áður en þessi breyting átti sér stað án þess að ég æth að fara að dæma um það.“ - Hefur þú eitthvað umgengist ungt fólk síðustu árin og hvernig finnst þér unga fólkið í dag? „Já, ég hef gert það. Mér finnst áberandi að unga fólkið talar ekki nógu góða íslensku í dag. Eins er það slæmt að krakkar eru ekki vandir á að þakka fyrir sig og heflsa þegar þeir hitta fólk, þaö eru bara rekin upp einhver hljóð eins og hæ og svo- leiðis. Það var lögð miklu meiri áhersla á það hér áður fyrr að krakk- • ar væra kurteisir og þökkuðu fyrir sig. En þessu verður sjálfsagt ekki breytt héðan af.“ - Þú hefur sjálfsagt verið spurð að því áður hveiju þú þakkar það að hafa lifað svona lengi, vfltu svara þeirri spurningu núna í lokin? „Ég veit það varla. Ég hef aidrei drukkið vín eða reykt tóbak. Annars er manni það ekki í sjálfsvald sett og yfirhöfuð er ekki gaman að vera gamall, því ellinni fylgir meiri og minni lasleiki. Ég hef hins vegar ver- ið svona í meðallagi heilsuhraust," sagði Aldís að lokum, hún var búin að fá heimsókn í herbergið sitt í Kristneshæli. „Þetta er líka orðið meira en nóg hjá okkur, þetta hefði alveg mátt vera styttra,“ bætti hún við. AÐRAR FERÐIR OKKAR: Mallorka perla Miðjarðarhafsins. Vetrardvalarferðir: Sólskinsparadis, vetur, sumar, vor og haust. Appelsínuuppskeran í janúarlok. 2ja, 3ja og fimm mánaða ferðir. Brottdarardagar: 20. des., 3. jan. og 21. febr. Fjölbreytt þjónusta. Islensk fararstjórn. Islenskt bókasafn. Tómstunda- og tungumálanámskeið. Val um dvöl á lúxus íbúðahóteli og hóteli með fæði, kostar minna en að vera heima. Mallorka-j ólaferð Kr. 59.000 - 2 í íbúð Thailandsferðir á Kanarí- eyjaverði Brottför alla miðvikudaga. 9, 16, 23 eða 30 daga ferðir. Islenskur fararstjóri. Örugg sól- skinsparadís. Sjórinn, sólskinið og skemmt- analífið eins og fólk vill hafa það og ævintýra- heimur Austurlanda að auki. Kostar loksins ekkert meira en venjulegar Kanaríeyjaferðir. Verð frá kr. 69.700. -Takmarkað sætaframboð. 21. des. - 18 dagar eða 25 dagar Óvenjuleg jólaferð: Landið helga - Egyptaland - Nílarsigling Ævintýraferð sem aldrei gleymist. - Aðfangadagskvöid í Betlehem - Heimsóttir sögustaðir Biblíunnar: Jerúsalem - Getsemane - Jeríkó - Dauðahafið - Nasaret - Galíleuvatn. Ekið um bedúínabyggðir Sínaí- eyðimerkur til Kaíró. Nílarsléttan, pýramídarnir miklu, sigling á Níl með lúxus skemmtiferðaskipi. Vel skipulögð rólegheitaferð um fögur lönd og ógleymanlega sögustaði. Athugið verðið - það er ótrúlegt. Ferðin kostar ekki meira en sólarlandaferð. Farar- stjóri Guðni Þórðarson sem farið hefur með á tug íslenskra hópa um þessar slóð- ir. Kynnið ykkur góða ferðaáætlun og einstakt verð. Pantið fljótt því þegar eru yfir 100 farþegar bókaðir og fáum sætum er óráðstafað. FLUGFEROIR = SOLRRFLUG Vesturgötu 12, Rvík. Símar 22100 og 15331

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.