Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 12
w.
LAUGiARDAÍiUK 4. KOVEMBER 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SlMI (1 >27022 - FAX: (1)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð i lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Græðgi í pólitíkinni
Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur að
undanförnu verið í Japan að selja sig og virðingartitil
sinn. Hann fékk sem svarar 124 milljónum króna til að
koma þar fram og láta hafa við sig blaðaviðtöl. í heild
kostar ferð hans Japani rúmar 430 milljónir króna.
Á sama tíma og Reagan var opinberlega að verja
kaup japanska fyrirtækisins Sony á bandaríska kvik-
myndafélaginu Columbia, voru fulltrúar Sony og fleiri
japanskra fyrirtækja á fundi um, hvort gefa ætti nokkra
milljónatugi til bókasafns forsetans fyrrverandi.
Ronald Reagan er óvenjulega mikill siðleysingi í stétt
stjórnmálamanna. Hann er ekki bara siðlaus sjálfur,
heldur safnaði hann á valdaárunum um sig fjölmennri
hirð siðleysingja. Enn er verið að rekja ofan af ævintýra-
legum þjófnaði hans manna í húsnæðismálastjórn.
Það einkenndi hirðmenn Reagans að þeir notuðu
fyrsta tækifæri til að gera sér mat úr virðingarstöðum
sínum. Michael Deaver stofnaði fyrirtæki til að selja
aðgang að ráðamönnum í Hvíta húsinu. Donald Regan
skrifaði bók með rógi um fyrrverandi yfirmann sinn.
Einkennistákn valdaferils Reagans var æðsti stjórn-
sýslumaður laga og réttar í landinu, Edwin Meese dóms-
málaráðherra. Hann var allan sinn tíma sjálfur á kafi
í margvíslegri spillingu og þar fyrir utan önnum kafmn
við að hindra, að lögum yrði komið yfir hirðmennina.
Spilhngin hefur haldið áfram með nýjum forseta, en
hún hefur breytt um svip. Það eru ekki þjófnaðir og
fjárglæfrar, sem einkenna George Bush og menn hans,
heldur óvenjulega mikið siðleysi í notkun ímyndafræð-
innar við að ata auri pólitíska andstæðinga.
Tveir helztu ruddar kosningabaráttunnar síðustu
hafa verið verðlaunaðir í forsetatíð George Bush. Annar
kosningastjórinn, James Baker, er orðinn utanríkisráð-
herra og hinn, Lee Atwater, er orðinn flokksformaður.
Baker flýgur raunar um heiminn eins og fínn maður.
Rotnunin hófst á sínum tíma með Richard Nixon, sem
smám saman varð innilokaður 1 þröngum hring siðleys-
ingja. Nixon hefur þó á síðari árum gert margt til að
rétta aftur stöðu sína í sagnfræðinni. Hann léti sér ekki
detta í hug að haga sér eins og Reagan í Japan.
Gerald Ford var lærifaðir Reagans í tilraunum til að
gera sér fjárhagslegan mat úr því að hafa verið forseti.
Hann notar fjölmennt starfslið, sem kostað er af al-
mannafé, til að útvega sér peninga fyrir að halda ræður
og mæla með hinu og þessu, svo sem fasteignabraski.
Alger andstæða þessara gráðugu manna er Jimmy
Carter, sem neitar þátttöku í fjárplógsstarfsemi og ver
tíma sínum til mannúðarmála. Hann reynir að halda
virðulegri minningu forsetatíðar sinnar á lofti, enda eru
menn smám saman að átta sig á sögulegu gildi hans.
Að baki siðferðisvanda bandarískra forseta ogmargra
annarra stjórnmálamanna þar í landi er óvenjuleg
græðgi, annaðhvort í peninga eða völd, í báðum tilvikum
með öllum tiltækum aðferðum, þar á meðal siðlausum.
Ríkisvaldið er notað til að fullnægja þessari græðgi.
Á Vesturlöndum hefur verið reynt að hafa hemil á
græðgi af þessu tagi. í þriðja heiminum leikur hún hins
vegar lausum hala, enda er aðhald þar minna og vald
miklu meira þjappað saman á einum stað. Hér á landi
vottar fyrir græðgi, einkum í kringum sjóði ríkisins.
Við þurfum að vera vel á verði gegn þeirri skoðun,
sem hefur breiðzt út í Bandaríkjunum og frá þeim, að
flest sé leyfilegt í póhtísku braski með auð og völd.
Jónas Kristjánsson
Gönuskeið Thatch-
er farin að þreyta
íhaldsflolddnn
„Eitrið sprettur upp í sjálfu hjarta
þessarar ríkisstjórnar og felst í því
að foringinn er ekki fær um að
tryggja sér stuðning frá hæfustu
mönnum íhaldsflokksins." Þetta er
dómur Hugo Youngs, höfundar
nýjustu ævisögu Margaret Thatc-
her, um síðasta asnastykki breska
forsætisráðherrans.
Norman Tebbit, hægri hönd frú
Thatcher á ööru kjörtímabili henn-
ar og stjórnandi sigursællar kosn-
ingabaráttu í lok þess, er sama
sinnis. Hann kemst svo að orði í
Evening Standard að eftir síðustu
endemis axarsköft hafi Thatcher
ekki efni á fleiri skyssum ætli hún
sér að hafa forustu fyrir íhalds-
flokknum í næstu kosningum.
Tilefni þessara ummæla og ann-
arra svipaðra er afsögn Nigels
Lawson, fjármálaráðherra í sex ár
í stjórn Thatcher. Hann sagði af sér
í fússi þegar forsætisráðherrann
neitaði að losa sig við persónulegan
efnahagsmálaráðgjafa, Sir Alan
Walters. Hafði forsætisráöherrann
ítrekað notað ráðgjafa sinn til að
grafa undan trausti á yfírlýstri
stefnu fjármálaráðherrans og þar
með ríkisstjómarinnar þegar hún
fór ekki saman við persónulega for-
dóma hennar.
Úrslitum réð grein Sir Alans í
bandarísku hagfræðitímariti. Þar
fmnur hann allt til foráttu gengis-
samfloti mynta níu Evrópubanda-
lagsríkja af tólf. Lawson vann að
því að hraða þátttöku Bretlands í
gengissamflotinu til að styrkja
stöðu sterlingspundsins á erfiöum
tímum í breskum þjóðarbúskap.
Thatcher er hins vegar andvíg öllu
sem hún telur valdafsal til Evrópu-
stofnana og reynir með öllum ráð-
um að smokra sér undan að standa
við skuldbindingu um skjóta aðild
Bretlands að gengissamflotinu sem
samráðherrarnir Lawson og Sir
Geoffrey Howe, þáverandi utanrík-
isráöherra, fengu hana til að gefa
á leiðtogafundi EB-ríkja í Madrid í
sumar.
Átökin um þetta mál milli forsæt-
isráðherra og fjármálaráðherra
hafa staöið tvö síðustu ár. Lawson
hefur hcift mikinn meirihluta ríkis-
stjómar á sínu bandi í afstöðunni
til þátttöku Bretlands í gengissam-
floti EB. Því hefur Thatcher þver-
skailast við að taka málið upp
formlega við ríkisstjórnarborð en í
staðinn notaö aðstöðu sína og ófyr-
irleitni til að bregða ítrekað fæti
fyrir sinn eigin fjármálaráðherra.
Fyrir þessu geröi Lawson grein í
þingræðu á þriðjudag. Þá kom í ljós
að hjarta þingflokks íhaldsflokks-
ins slær með honum í þessu máli.
Á þingbekkjum íhaldsmanna var
tekiö undir fullum hálsi þegar fjár-
málaráðherrann fyrrverandi sendi
Thatcher skeyti fyrir að viðhafa
vinnubrögð sem ekki samrýmdust
breskum stjórnarfarsreglum.
Stefnuræða Johns Majors, nýja
fjármálaráðherrans, hvarf gersam-
lega í skuggann fyrir frammistöðu
Lawsons. Major var fluttur úr ut-
anríkisráðherraembættinu eftir að
hafa gegnt þvf í þrjá mánuði. Þang-
að setti Thatcher hann til að losa
Sir Geoffrey Howe, sterkasta
bandamann Lawsons í afstööunni
til EB, úr áhrifastöðu og færa hann
í puntustarf sem staðgengil sinn.
Major fékk svo aö reyna vinnu-
brögð Thatcher á nýafstaðinni ráð-
stefnu samveldislanda í Kuala
Lumpur. Eftir að hann hafði unnið
í góðri trú að frágangi sameigin-
legrar ályktunar um viðskipta-
þvinganir gagnvart Suður-Afríku,
tii að þrýsta á um afnám kynþátta-
aðskilnaðarstefnu og komið þar að
fyrirvörum Bretlandsstjórnar án
þess að í odda skærist, kom forsæt-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
isráðherrann í bakið á utanríkis-
ráðherra sínum. Án hans vitundar
gaf hún út, ásamt einkaráðgjafa
sínum í utanríkismálum, Charles
Powell, fordæmingu á sameigin-
legu niðurstöðunni sem setti allt í
tjá og tundur á ráðstefnunni.
Það er vinnubrögð af þessu tagi
sem valda því að skoðanakannanir
bera vott um að meirihluti breskra
kjósenda telur að frú Thatcher beri
að segja af sér eftir það sem gerst
hefur. Fylgi íhaldsflokksins er í
könnunum allt aö 13 hundraðs-
hlutum undir fylgi Verkamanna-
flokksins.
Horfur í efnahagsmálum eru
dökkar. Grunnvextir eru komnir
upp í 15%. Hallinn á viðskiptum
Bretlands við önnur lönd nemur
20 milljörðum punda. Verðbólga er
hin hæsta í meiri háttar iðnríkjum,
nemur 7,6%. Efnahagsspár benda
til að samdráttartímabil hefjist
ekki síðar en á næsta ári.
Yfirgnæfandi meirihluti forustu-
manna í atvinnulífi og sér í lagi
íjármálamennirnir í City telja að
við þessar aðstæður sé helsta
bjargráð Bretlands að efla Evrópu-
tengslin á öllum sviðum eins hratt
og unnt er, ekki síst að tengjast
gengissamflotinu. Þessir menn eru
máttarstólpar íhaldsflokksins.
Afsögn Lawsons breytir engu um
að innan ríkisstjórnarinnar eru
sömu sjónarmið áfram í meiri-
hluta. Undirtektir við máli hans á
þingi sýna að sama máli gegnir um
þingflokk íhaldsmanna. Þar í sveit
er mönnum í fersku minni að
Thatcher tókst meö ónotum út í
EB í kosningabaráttunni að baka
íhaldsflokknum herfilegan ósigur í
kosningum til Evrópuþingsins í
sumar.
1 viðbót við skoðanaágreing í for-
ustusveit íhaldsflokksins um af-
stöðuna til Evrópusamstarfs kem-
ur svo lækkandi gengi Thatcher í
bresku almenningsáliti. Þrákelkni
hennar og vissan um að hafa ætíð
á réttu að standa og þurfa því ekki
að beygja sig undir neinar við-
teknar leikreglur vinna nú ekki
lengur með henni heldur á móti.
„Vinnubrögð frú Thatcher taka
að líkjast úpastrénu, eitruöum
runna á Jövu, sem er svo stækur
að hann eyðir öllum sem kemst í
snertingu við hann,“ segir Obser-
ver. „Heil kynslóð íhaldsstjórn-
málamanna - þeir Prior, Pym, Bif-
fen, Hesseltine, Tebbit og nú Law-
son - hafa allir orðið fórn'arlömb
þessa eiturs."
Og í öðru Lundúnablaði, The In-
dependent, segir Peter Jenkins:
„Rotnunarlykt liggur nú í loftinu.
Ríkisstjórnir verða ekki slysarokk-
ar fyrir tilviljun. Röð af stórkost-
legum skyssum segir töluvert af
því hversu [frú Thatcher] skortir
ráðgjöf frá fleiri hliðum en einni
og að sameiginleg kjölfesta fyrirf-
innst ekki í ríkisstjóm hennar.“
Við afsögn Lawsons hrapaði
gengi pundsins í það lægsta sem
verið hefur í hálft þriðja ár gagn-
vart vesturþýsku marki. Verðfall
varð í kauphöllinni í London. Jenk-
ins dregur þá ályktun að Thatcher
beri nú í rauninni ein ábyrgð á
efnahagsstefnunni. Hún kunni að
sjá sig tilneydda að grípa til enn
frekari vaxtahækkana til að gera
yfirlýsingar sínar trúverðugar og
af geti hlotist efnahagssamdráttur
sem ekki verði afstaðinn fyrir þing-
kosningar sem ekki verða síðar en
fyrri hluta árs 1992. Þar kemur að
merkingu þess sem haft var eftir
Tebbit í upphafi þessa máls: Marg-
aret Thatcher á ekkert inni hjá
íhaldsflokknum lengur.
Nigel Lawson og Therese kona hans yfirgela heimili sitt morguninn eft-
ir að hann sagði af sér embætti fjármálaráðherra.