Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. Kvikmyndir Disneymyndin sem sló í gegn Sú kvikmynd sem mest kom á óvart kvikmyndasumarið mikla vestur í Bandaríkjunum var tví- mælalaust „Honey, I Shrunk the Kids“, eða Ég minnkaði börnin, elskan, eins og nafnið myndi út- leggjast á okkar ástkæra móður- máli. Miðað við aðrar kvikmyndir þar sem mikið er notast við brellu- atriði þykir Honey, I shrunk the Kids í ódýrari kantinum. Kvikmyndin er gerð af Walt Disney fyrirtækinu sem hefur ver- io í miklum uppgangi á undanförn- um árum, sérstaklega dótturfyrir- tæki þess Touchstone Pictures. Touchstone kom þó ekki nálægt þessari kvikmynd heldur var hún gerð af upprunalega fyrirtækinu sem aðallega fæst við fjölskyldu- myndir og teiknimyndir. Sjálfsagt var það þess vegna sem fáir vissu um tilurð myndarinnar þar til hún birtist fullsköpuð í kvikmyndahús- um vestra og náði að verða íjórða vinsælasta kvikmynd sumarsins á eftir Batman, Indiana Jones and the Last Crusade og Lethal Weapon 2. Og vist er að þeir hjá Disney fyr- irtækinu bjuggust alls ekki við þessum viðtökum, enda státar myndin ekki af neinni kvikmynda- stjörnu eða þekktum leikstjóra. Honey, I shrunk the Kids fjallar um uppfmningamanninn Wayne Szalinski sem í frístundum sínum fæst við' að búa til tæki sem getur minnkaö hluti. Óvænt tekst honum að fullkomna verkiö, en með þeim afleiðingum að börnin hans tvö ásamt tveimur börnum nágranna hans minnka niður í örverur sem eru ekki sýnilegar mannlegu auga. Ekki veit Wayne um þetta og þegar hann sópar rusli upp í fægiskúffu og lætur í ruslafotu veit hann ekki að í ruslinu eru fjögur börn sem lenda í miklum raunum við þessa aögerð hans. Börnin komast út úr ruslatunn- inni og í garöinn heima hjá sér þar sem maurar og býflugur dvelja og stendur þeim mikil ógn af þeim. Ekki minnka vandræði þeirra þeg- ar farið er að slá garðinn með vél- knúinni sláttuvél. Eins og nærri má geta lenda börnin í miklum ævintýrum og eru stanslaust í lífs- hættu meðan foreldrar þeirra leita þeirra og kalla lögreglu tO hjálpar. Eins og gefur að skilja er mikið lagt upp úr afls konar brellum til aö áhorfandinn fái tOfinningu fyrir því að börnin séu í raun svona lít- 0. Reyndi mikið á tækniUð og. Kvikm.yndir Hilmar Karlsson smiði. Mesta vinnan var lögð í maurinn sem krakkarnir berjast við. Þurfti tólf manns til aö stjórna flóknum útbúnaði hans. Þá var búinn til risastór súpuskál með cheerios í, en eitt barnanna dettur ofan í skál fuUa af mjólk og cheeri- os. Stærðarbýfluga var einnig búin til en krakkarnir fá sér far með henni og þá má ekki gleyma risa- stórri rjómabollu sem kemur einn- ig við sögu. Undir stjórn brellumeistarans Gregg Fonseca, sem meðal annars hefur gert breUuatriðin í Night- mare on the Elm Street, tókst að yfirstíga öll vandamál sem komu upp, en þau voru mörg. Aðalhlutverkið, uppfinninga- manninn, leikur Rick Moranis. Hann er aðaUega þekktur fyrir að leika í gamanmyndunum Space- balls og Little Shop of Horrors. Þetta ár verður Moranis ábyggflega minnisstætt því hann lék í þremur mjög vinsælum kvikmyndum. Fyr- ir utan Honey, I shrunk the Kids lék ■ hann í Ghostbuster II, (var einnig í fyrri myndinni) og Parent- hood þar sem hann leikur á móti Steve Martin. Leikstjóri er Joe Johnston og er þetta frumraun hans sem leik- stjóra. Hann hefur aftur á móti mikla reynslu í kvikmyndatækni þar sem hann vann áður við fyrir- tæki sem séð hefur um alla tækni- vinnslu fyrir Steven Spielberg og George Lucas. Handritshöfundur er Tom Schul- man og er það nafn sem vissast er að leggja á minnið. Fyrir utan að hafa skrifað hið skemmtilega hand- rit að Honey, I shrunked the Kids, skrifaði hann handritið að hinni rómuðu kvikmynd Peter Weir, Dead Poet Society og þetta eru hans fyrstu kvikmyndahandrit. Bak- grunnur hans liggur í leikhúsum í Los Angeles þar sem hann gerði allt í senn að leika, skrifa og leik- stýra. Ekki þurfum við að bíða lengi eftir Honey I Shrunk the Kids því hún veröur jólamynd í Bíóborg- inni. -HK Á þessari mynd má sjá stærð barnanna þegar haft er i huga aö skrúfan er í eðlilegri stærð. Wayne Szalinski (Rick Moranis) tilkynnir eiginkonu sinni Diane (Marcia Strassman) að tilraun sin hafi heppnast og að börn þeirra séu horfin. Nick (Robert Olivieri) hefur hér dottið ofan í fulla skál af mjólk og cheerios. Bestu kvikmyndir níunda áratugarins Þótt ekki sé níundi áratugurinn Uðinn er þegar farið að gera hann upp í kvikmyndaheiminum og velja bestu kvikmyndimar. Banda- rísku tímaritin Premiere og Amer- ican Film eru í nóvemberheftum sínum með uppgjör áratugarins. Spurningalisti American Film, sem var mikill að vöxtum, var lagður fyrir flmmtíu og fjóra gagnrýnend- ur en Premiere valdi tuttugu og þrjá úr hópi gagnrýnenda, leik- stjóra dg handritshöfunda og þar voru aðeins ein tilmæli: Veljið tíu bestu kvikmyndir níunda áratug- arins. Meðal þeirra sem Premiere spurði voru leikstjóramir Jim Jar- musch, John Patrick Stanley og Lawrence Kasdan. Þegar upp var staðið varð yfir- burðasigurvegari í kosningu Premiere kvikmynd Martin Scor- sese frá 1980, Raging Bull, og hlaut sú kvikmynd einnig kosningu sem besta ameríska myndin í American Film en þar skiptu þeir kosningu um bestu kvikmynd í tvennt, bandarískar kvikmyndir og kvik- myndir annars staðar að. Niðurstöður Premiere yfir tutt- ugu bestu kvikmyndiráratugarins eru birtar hér. Listinn var lengri og einnig birti blaðið tíu bestu tnyndir hvers manns um sig en hér er aðeins stiklað á heildarhstanum. Öruggt er aö gagnrýnendur og leikstjórar í Evrópu líta þennan lista hornauga og eru i mörgu ó- sammála j)ví að hann er mjög am- erískur, að ekki sé meira sagt. Tíu bandarískar kvikmyndir eru á listanum eða helmingur. Sjálfsagt eru fáir áhugamenn um kvikmynd- ir sáttir við að þær eigi heima á hsta yfir bestu kvikmyndir áratug- arins enda lýsa úrslit könnunar- innar nokkurri sjálfsánægju þeirra vestra og í raun segir þessi hsti okkur hversu Bandaríkjamenn eru uppteknir af eigin markaði. Viö atkvæðatalningu hafði Rag- ing Bull meira en tvöfalt fleiri at- kvæði en Himmel úber Berhn eftir Wim Wenders en myndirnar, sem komu á eftir þeim, voru mjög jafnar að atkvæöatölu. Þegar hstinn er skoðaður kemur einnig í ljós að bandarísku kvik- myndirnar eru í flestum tilfellum vel heppnaðar skemmtimyndir sem almenningur kannast við. Aðrar myndir á hstanum skera sig úr að því leyti að þær eiga fátt sam- eiginlegt með amerísku kvimynd- unum. Flestar þeirra eru listrænar kvikmyndir sem höföa meira til áhugamanna um kvikmyndalist. Má þar nefna hina þekktu Berlin Alexanderplatz sem er rúmir fimmtán tímar að lengd og frönsku heimildamyndina Shoah sem er níu klukkustundir. Hvað um það, listinn er forvitni- legur og víst er að allt eru þetta úrvalskvikmyndir sem prýða hann. -HK Robert DeNiro leikur aðalhlutverkið í Raging Bull eftir Martin Scor- sese, boxarann Jake La Motta, og fékk óskarsverölaun fyrir leik sinn. Það er orðið frægt i kvikmyndasögunni hvernig hann bjó sig undir htutverkið, bætti á sig tugum kílóa til að geta leikið La Motta á efri árum þegar hann reyndi fyrir sér sem skemmtikraftur. Eins og mynd- irnar sýna er mikill munur á útliti De Niro i fyrri hluta myndarinnar og í þeim seinni. Nafn Land Leikstjóri 1. Raging Bull Bandaríkin Martin Scorsese 2. Himmel úber Berlin Vestur-Þýskaland Wim Wenders 3. E.T. Bandaríkin Steven Spielberg 4. Blue Velvet Bandaríkin David Lynch 5.-6. Hannah and Her Sisters Bandaríkin Woody Allen Platoon Bandaríkin Oliver Stone 7. Fanny & Alexander Svíþjóð Ingmar Bergman 8.-9. Shoah Frakkland Claude Lanzmann Who Framed Roger Rabbit Bandaríkin RobertZemeckis 10. Dothe RightThing Bandaríkin Spike Lee 11. The Road Warrior Ástralía George Miller 12.-13. Local Hero Bretland Bill Forsyth Terms of Endearment Bandaríkin James L. Brooks 14.-15 Berlin Alexanderplatz Vestur-Þýskaland Rainer Werner Fassbinder The Night of the Shooting Stars italía Paolo og Vittorio Tavani 16. Ran Japan Akira Kurosawa 17.-20. Dangerous Liasons Bandaríkin Stephens Frears Dead Ringers , Kanada David Cronenberg The Right Stuff Bandaríkin Philip Kaufman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.