Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Page 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. Popp Thé Clash rokkararnir sem þroskuðust upp úr pönkbylgjunni Blaðamenn Rolling Stone tímaritsins: London Calling er plata áratugarins Blaöamenn bandaríska tímaritsins Rolling Stone hafa útnefnt plötuna London Calling merkustu hljóm- plötu níunda áratugarins. Breska rokkhljómsveitin The Clash er skrif- uö fyrir plötunni. Þetta val er aö sumu leyti undarlegt. Tii dæmis fyrir þá sök aö platan kom út áriö 1979 á áttunda áratugnum. Ennfremur er London Calling á flestan hátt ódæmi- gerð fyrir dægurtónlist níunda ára- tugarins. Platan tilheyrir pönkbylgju síðasta áratugar og kom út um það. leyti sem hún var aö ganga sér til húðar. Aö vísu benda Rolling Stonemenn á aö þótt London Calling hafi komið út í Bretlandi árið 1979 hafi hún ekki komið út fyrr en í janúar 1980 vestan- hafs. Sú skýring kann að vera góð og gUd vestra en hér á landi þykir hún vart marktæk. Árið 1980 er nefnilega að flestra mati síðasta ár áttunda áratugarins en ekki fyrsta ár þess níunda. FVrir rokkunnendur eru það vissu- lega góð tíöindi að Clashplata skuli hljóta vegsemdina merkasta hljóm- plata áratugarins sem nú fer að stytt- ast í. En á þessum áratug hefur rokk- tónlist veriö mjög í hávegum höfð, fyrst og fremst þá heavy metal og þungarokk. Pönkrokk eða nýbylgja, sem svo mjög var áberandi á síðari hluta áttunda áratugarins, hefur hins vegar átt undir högg að sækja hin síðari ár. Rökstuöningur Rolling Stone fyrir valinu er hins vegar skýr og skorin- orður: „The Clash ruddust innum dyr rokkráðstefnunnar og ákváðu dag- skrá hennar án samráðs við aðra músíklega, stjómmálalega og tilfmn- ingalega fyrir áratuginn sem fram- undan var.“ Helgarpopp Ásgeir Tómasson Bubbi: Góð tíðindi „Þar er ég alsæll. Þetta var vel valið,“ sagði Bubbi Morthens þegar hann var spurður álits á kosningu blaðamanna Rolling Stone. „Vissu- lega kemur þetta á óvart og þó ekki. Ég hefði ímyndaö mér að þessi hópur Næstar í röðinni veldi eitthvaö með Crosby, Stills, Nash og Young, Dylan eða jafnvel Springsteen en ekki Clash. Ég hef alltaf talið London Calling eina albestu plötu pönktímans og reyndar eina af tíu bestu plötum allra tíma,“ hélt Bubbi áfram. „The Clash unnu þama í fyrsta skipti með al- mennilegum upptökustjóra og sándið varð mun betra á þessari plötu en þeim sem á undan höfðu komið. Vissulega var pönktíminn að líða undir lok en við skulum hafa í huga að gömlu mennimir í nýbylgj- unni, hðsmenn Stranglers, Ström- merinn og Mick Jones, vora nokkuð eldri en obbinn af pönkhljómlistar- mönnunum og höfðu hlotið klassíska rokkmenntun ef svo má segja. Með þeini þróun, sem London Calling sýndi á ferli The Clash, má vissulega segja að platan hafi gefiö tóninn um það sem á eftir kom.“ Plöturnar, sem næstar urðu á eftir London Calling í röðinni, era þessar: 2. Purple Rain................................. Prince 3. The Joshua Tree................................. U2 4. Remain in Light.......................Talking Heads 5. Graceland...............................Paul Simon 6. Born in the U.S.A................Bruce Springsteen 7. Thriller...........................Michael Jackson 8. Murmur.................................... R.E.M. 9. Shoot out the Lights... Richard og Linda Thompson 10. Tracy Chapman.....................Tracy Chapman „Við áttum bara að skila góðri plötu" - rætt við Bjöm Jr. Friðfinnsson í Nýdönsk Hljómsveitin Nýdönsk -ekkert svo alvarlegir menn en þeir taka vinnuna alvarlega. DV-mynd BG „Mér er ómögulegt að dæma um hvort markaður sé hér fyrir plötu eins og okkar. Hér hafa verið gerðar þyngri plötur og Iíka léttari plötur. Við eram reyndar ekkert þungir að mínum dómi. Það er kannski einung- is dálitið meiri pæhng á bak við lögin hjá okkur en hjá sumum öðram.“ Þannig svarar Bjöm Jr. Frið- bjömsson, bassaleikari og söngvari hljómsveitarinnar Nýdönsk, spum- ingunni um hvort fyrsta plata hljóm- sveitarinnar, Ekki er á allt kosið, eigi eftir að hitta í mark. Platan kom út á fimmtudaginn og var kynnt í Tunghnu það kvöld með pomp og prakt. Og nú er eftir að sjá hvemig henni verður tekið á næstu vikum. „Það sem eftir okkur lá á hljóm- plötum til þessa gaf að mínum dómi enga heildarmynd af hljómsveit- inni,“ heldur Bjöm áfram. „Það segir sig sjálft að tvisvar sinnum tvö lög á safnplötum segja frekar htla sögu. Ekki er á aht kosið er ekki kommers- íal plata. Þar er engin Hólmfríður heldur þarf að hlusta á lögin til að ná hvað við erum að fara með tónhst- inni okkar. Við fórum reyndar með þaö veganesti frá útgefandanum í hljóðverið að við þyrftum ekki að fylla.plötima af hitlögum. Við ættum bara að skha af okkur góðri plötu. Við það reyndum við að standa." Það vora Bítlavinimir Jón Ólafs- son og Rafn Jonsson sem stýrðu gerð Ekki er á aht kosið. Að sögn Bjöms gekk samstarfið mjög vel. „Allir í stúdíóinu vora með svipaða skapgerð, það er léttír í lundu. Við þurftum aldrei að rífast heiftarlega um neitt við gerð plötunnar og það er áreiðanlega einsdæmi. Og þótt Rafn og Jón séu þekktastír fyrir ann- ars konar tónhst en þá sem við í Nýdönsk leikum skiptí það engu máh. Viö megum ekki gleyma því að Rafn er hðsmaður í Grafik jafnframt því að leika með Bítíavinafélaginu og Jón er í Possibihies. Þar af leið- andi þurfti enginn Bítíahúmor aö blandast inn í okkar plötu.“ Auk Bjöms era í Nýdönsk þeir Daníel Haraldsson, Ólafur Hólm Ein- arsson, Einar Sigurðsson og Þorghs Björgvinsson. Sá síðastnefndi leikur þó ekki á plötunni heldur Valdimar Bragason gítarleikari sem nú stund- ar nám erlendis. „Hann er nokkurs konar óvirkur hðsmaður hljómsveit- arinnar meðan hann er í námi,“ seg- ir Bjöm. Nýdönsk er búin að spha í sinni núverandi mynd í á þriðja ár þegar frá era talin gítarleikaraskiptin sem fyrr var getið. Hljómsveitin varð tíl út úr skólahljómsveit í Menntaskól- anum í Hamrahlíð. Bjöm Jr. Frið- bjömsson leggur þunga áherslu á aö hún sé þó hvorki né hafi nokkra sinni verið skólahljómsveit þess skóla. Á þeim tíma sem Nýdönsk hefur starfað saman hefur hún leikið víða um land. „Fólki ætti þar af leiðandi ekki að koma tónhstin á Ekki er á aht kosið á óvart," segir Bjöm. Ekki vhl hann meina að Nýdönsk sé alvarleg hljóm- sveit þrátt fyrir að tónhst hennar sé fyrst og fremst ætluð þeim sem nenna að leggja við hlustimar. „En auðvitað tökum við okkur al- varlega sem hljómsveit, þótt við sé- um ekkert ofboðslega alvarlega þenkjandi í eðh okkar," segir hcmn. „Það fer svo mikill tími og vinna í að halda útí hljómsveit að ef við tækj- um vinnuna ekki alvarlega væri fár- ánlegt að eyða öhum okkar kröftum í hana.“ Alan Murphy lék meðal annars með Stuðmönnum ffyrstu lerð þeirra um landið árið 1975. íslandsvinurinn Alan Murphy er látínn Alan Murphy, gítarleikarinn sem margir muna eflaust eftir fyrir leik sinn með Stuðmönnum og Strax, er látinn. Hann varð aðeins 36 ára gamah. Murphy var rpjög vaxandi gít- arleikari í heimalandi sínu, Bret- landi. Síðasta árið lék hann með hljómsveitinni Level 42. Hann var um skeiö hljómsveitarstjóri Kate Bush, lék með Go West og Scrittí Pohtti, svo að nokkrir séu neíndir, og kom að auki fram á fjölda hljómplatna með ýmsum listamönnum. Það var árið 1975 sem leið Alans Murphy lá fýrst til fslands. Hing- að kom hann með hljómsveit Long Johns Baldry. Síðar það ár fór hann með Stuðmönnura í fyrstu hJjómleikafor þeirra. í fyrra og hittífýrra var Alan hér á landi og vann að Straxplötunni Eftir póiskiptin aúk þess að koma fram með hljómsveitinni á hljóm- leikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.