Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 28
40 LAUGARDAGÚR 4. NÓVEMBER 1989. Afmæli Sigríður Bjömsdóttir um. Sigríöur Björnsdóttir myndlistar- maöur, myndþerapisti og kennari, Nönnugötu 1, Reykjavik, veröur sextugámorgun. Sigríður er fædd á Flögu í Skaft- ártungu og alin upp í Skaftártungu, á Barðaströnd, Skagaströnd og í Reykjavík. Sigríöur var viö nám í Verslunar- skóla íslands 1943-47, í Handíða- og myndlistarskóla íslands 1947-52 og lauk burtfararprófi sem mynd- menntakennari 1952. Árin 1953,1955 og 1956 var hún í The Central Scho- ol of Arts and Crafts í London og viö verklegt nám í sérkennslu, leik- þerapíu og myndþerapíu á The Hospital for Sick Children í London og á Dronning Louises Bornehospit- al í Kaupmannahöfn og barnadeild Rigshospitalet í Kaupmannahöfn. Á árunum 1983-84 fékk hún post- graduate diploma í myndþerapíu frá University of London. Sigríöur vann við skristofustörf 1947-49, viö myndmenntakennslu í Kvennaskólanum í Reykjavík 1952-53,1957-58 og 1960-61, við mynd- menntakennslu og mynd- og leik- þerapíu á barnadeild Landspítalans og Barnaspítala Hringsins 1957-73. Á árunum 1973-75 vann hún sem frumkvöðull að fyrsta norræna námsþinginu í myndþerapíu og á árunum 1974-89 hefur hún farið íjöl- margar fyrirlestrarferöir á dlþjóð- leg barnalæknaþing og myndmenn- takennaraþing. A árunum 1975-80 var hún meö námskeiðahald í my ndþerapíu fyrir börn og full- orðna, 1979 sérstök námskeið í my ndþerapíu fyrir blandaða hópa af fótluðum og ófötluðum börnum og ungmennum, 1982-83 leikþerapíu á barnadeild Landakotsspítala. Á árunum 1985-89 með kennslu og myndþerapíu á barnadeild Landa- kotsspítala og námskeiðahald í myndþerapíu fyrir fagfólk í uppeld- is- og heilbrigðisþjónustu. Á árun- um 1969-83 hélt Sigríður níu einka- myndlistarsýningar á íslandi og fjórar einkasýningar erlendis, einn- ig hefur hún tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hérlendis og erlendis. A árunum 1977-80 var hún ritari í stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna og ísíandsdeild Norræna myndlistarbandalagsins. Fulltrúi íslands i NORDFAG (hags- munasamtökum norrænna mynd- listarmanna) 1977-80, forseti ís- landsdeildar The International Association of Art, IAA, AIAP, (UNESCO) 1978-87. Síðan 1988 hefur hún verið ritari í stjórn The Intern- ational Academy of Pediatric Trans- disciplinary Education. Hún tók einnig þátt í undirbúningi að stofn- un Norræna félagsins um þarfir sjúkra barna, NOBAB1978-79. Sig- riður hefur líka ritað greinar um leik- og myndþerapíu sem birst hafa í alþjóðlegum barnalæknatímarit- Þann 31.7.1957 giftist Sigríður Di- eter Roth myndlistarmanni, f. 21.4. 1930. Hann er sonur Karls Roth, sem nú er látinn, og Veru Roth, en þau bjuggu í Þýskalandi og Sviss. Sigríð- ur og Dieter skildu 1965. Börn Sigríðar eru: Guðríöur Adda Ragnarsdóttur, f. 13.5.1950, tilraunasálfræðingur, bú- sett í Reykjavík, býr með Jóhanni Þórarinssyni. Karl Roth Karlsson, f. 17.11.1957, tölvunarfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Láru Magnús- ardóttur og eiga þau þrjú börn. Björn Roth Karlsson, f. 26.4.1961, myndlistarmaður, búsettur í Mos- fellsbæ, býr með Þórunni Svavars- dóttur og eiga þau tvö börn. Vera Roth Karlsdóttir, f. 17.2.1963, nemi, búsett í Mosfellsbæ, býr með Gísla Jóhannssyni og eiga þau tvö börn. Systkini Sigríðar eru: Ingibjörg Linnet, f. 14.9.1925, yfir- póstafgreiðslumaður, búsett í Hafn- arfirði, gift Bjarna Linnet. Hún er móðir Jóhönnu Linnet söngkonu. Vigfús, f. 20.1.1927, bókbands- meistari og rithöfundur, búsettur á Akureyri, kvæntur Elísabetu Guð- mundsdóttur og eiga þau sjö börn. Oddur, f. 25.10.1932, leikritaskáld, búsettur í Reykjavík, býr með'Berg- ljótu Gunnarsdóttur, en hann á tvö börn með fyrrv. eiginkonu sinni, Borghildi Thors. Hann er faðir Hilmars Oddssonar kvikmynda- gerðarmanns. Sigrún, f. 11.11.1942, leikkona og dagskrárgerðarmaður, búsett í Reykjavík, gift Ragnari Björnssyni og eigaþautvöbörn. Foreldrar Sigríðar voru Björn O. Björnsson, f. 21.1.1895, d. 19.9.1975, prestur og ritstjóri tímaritsins Jarð- ar, og kona hans, Guðríður Vigfús- dóttir, f. 2.6.1901, d. 12.4.1973, hús- freyja. Faðir Björns var Oddur, prent- smiðjumeistari á Akureyri, Björns- son, b. síðar á Hofi í Vatnsdal, Odds- sonar, b. á Marðarnúpi, Björnsson- ar. Björn O. Björnsson var bróðir Sig- urður O. Björnsson, afa Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrv. forseta bæj- arstjórnar á Akureyri. Móðir Odds Björnssonar var Rannveig Ingibjörg Sigurðardóttir, b. á Eyjólfsstöðum i Vatnsdal, Sig- urðssonar. Móðir Björns O. Björnssonar var Ingibjörg Benjamínsdóttir, b. á Skeggjastöðum á Skagaströnd, Guð- mundssonar, og konu hans, Ragn- heiðarÁrnadóttur. Guðríður, móðir Sigríðar, var dóttir Vigfúsar, b. á Flögu í Skaftár- tungu, Gunnarssonar, b. á Flögu í Skaftártungu, Vigfússonar. Faðir Gunnars Vigfússonar var Gunnar Jónsson snikkari en kjörfaðir hans Sigríður Björnsdóttir. var Vigfús Bótólfsson. Móðir Gunnars Vigfússonar var Sigríður Ólafsdóttir. Móðir Vigfúsar var Þuríður Ólafsdóttir, b. á Syðri- Steinsýri, Ólafssonar, og konu hans, Margrétar Gissurardóttur. Móðir Guðríðar var Sigríður Sveinsdóttir, prests í Ásum í Skaft- ártungu og alþingismanns, Eiríks- sonar, b. í Hlíð, Jónssonar. Bræður Sigríðar voru Gísli Sveinsson, fyrsti forseti Sameinaðs Alþingis, Páll menntaskólakennari, faðir séra Páls Pálssonar á Bergþórshvoli, og Sveinn, b. á Fossi á Síðu, afi Brynju Benediktsdóttur leikkonu og Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Móðir Sveins var Sigríður Sveins- dóttir, landlæknis Pálssonar. Móðir Sigríðar, móður Guðríðar, var Guð- ríður Pálsdóttir, prófasts og alþing- ismanns á Síðu, Pálssonar, og Guð- ríðar Jónsdóttur frá Kirkjubæjar- klaustri. Sigríður mun taka á móti gestum í sal Lögreglufélags Reykjavíkur, Brautarholti 30, laugardaginn 4. nóvemberkl. 17. HVERAGERÐJ ATHUGIÐ! BREYTTUR OPNUNARTÍMI OPIÐ AÐEINS UM HELGAR, LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA KL. 13-19 Já... en ég nota nú yfirleitt beitið! || UMFEROAR ^ 100 ára: Steinunn Guðmundsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir, hús- freyja og ljósmóðir að Skriðinsenni í Óspakseyrarhreppi, er hundrað áraídag. Steinunn fæddist að Dröngum í Árneshreppi á Ströndum og ólst upp þar upp í foreldrahúsum fram á full- orðinsár. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi í einn vetur og lauk ljósmæðraprófi frá Ljósmæðraskóla íslands 1914. Steinunn var ljósmóðir í Árnes- hreppsumdæmi 1914-20, í Óspaks- eyrarhrepps- og Fellshreppsum- dæmi 1926-57 en að hluta á móti annarri ljósmóöur 1932^40 og 1946-57. Steinunn er stofnfélagi Kvenfé- lagsins Fjólu í Óspakseyrarhreppi og fyrsti formaður þess. Steinunn giftist 2.6.1923 Jóni Lýðssyni, b. og hreppstjórá að Skriðinsenni, f. 13.5.1887, d. 17.8. 1969, en foreldrar Jóns voru Lýöur Jónsson, b. og hreppstjóri að Skrið- insenni, og Anna Magnúsdóttir frá Óspakseyri. Steinunn og Jón eignuðust fimm börn. Þau eru Anna Jakobína, f. 26.4.1924, húsmóðir og starfsmaöur Pósts og sima á Hólmavík, gift Kristjáni Jónssyni, póst- og sím- stöðvarstjóra á Hólmavík, og eiga þau sjö böm; Lýður, f. 17.9.1925, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Mundheiði Gunnarsdóttur frá Hólmavík og eiga þau fjórar dætur; Ólafía, f. 10.11.1928, ljósmóöir og forstöðumaður Sjúkrahússins á Hólmavík; Lilja, f. 19.8.1931, hús- freyja, gift Hákoni Ormssyni, b. í Skriöinsenni, og eiga þau þrjú börn, og Anna Guðrún, f. 1.11.1932, hjúkr- unarforstjóri á Hlíð á Akureyri, og á hún einn son. Steinunn átti þrjú systkini sem öll eru látin. Þau vom Anna, f. 1891, húsmóðir í Reykjavík, átti Sigurjón Sigurðsson, bankastarfsmann hjá Búnaðarbankanum; Finnbogi, f. 1893, garðyrkjumaöur á Eyrar- bakka, en ekkja hans er Guðrún Diðriksdóttir húsfreyja og eignuð- ust þau tvö börn, og Eiríkur, f. 1895, b. að Dröngum og síðar búsettur á Akranesi og loks í Kópavogi, átti Ragnheiði Pétursdóttur sem einnig er látin en þau eignuðust níu börn. Foreldrar Steinunnar vom Guð- mundur Pétursson, f. 10.5.1854, d. Steinunn Guðmundsdóttir. 10.1.1910, b. aö Dröngum, og kona hans, Anna Jakobína Eiríksdóttir, f. 19.8.1856, d. 1.8.1948. Guðmundur var sonur Péturs, b. á Melum og síðar að Dröngum, bróð- ur Guðmundar á Finnbogastöðum, langafa Magnúsar Óskarssonar borgarlögmanns, föður Óskars, lög- fræöings ogfyrrv. fréttastjóra DV. Pétur var sonur Magnúsar, hrepp- stjóra á Finnbogastöðum, Guð- mundssonar, b. á Finnbogastöðum, Bjarnasonar, forföður Finnboga- staðaættarinnar. Móðir Péturs var Guðrún Jónsdóttir, b. á Látrum á Látraströnd, Ketilssonar og konu hans, Karítasar Pétursdóttur, syst- ur Jóns prófasts á Steinnesi, langafa Sveins Björnssonar forseta. Jón á Steinnesi var langafi Jóns Þorláks- sonar forsætisráöherra og Þórunn- ar, móður Jóhanns Hafsteins for- sætisráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, b. í Stóm-Ávík í Víkursveit, Péturssonar, b. á Dröngum, Magn- ússonar. Móðir Guðmundar á Dröngum var Hallfríður, systir Jóns, afa Finnboga alþingismanns, ritstjóra og bæjarstjóra í Kópavogi, og Hannibals Valdimarssonar, föð- ur Jóns Baldvins íjármálaráðherra og Arnórs, heimspekings og prófess- ors. Hallfríður var dóttir Jóns, b. á Melum, Guðmundssonar. Anna Jakobína var dóttir Eiríks, b. á Haugi í Miöfirði, Eiríkssonar og Önnu Þorleifsdóttur. w Soffia Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sveinbjörn Sigurgeir Kristjánsson. Gullbrúðkaup Gullbrúðkaup eiga í dag hjónin Soffía Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sveinbjörn Sigurgeir Kristjánsson, Hringbraut 50, Reykjavík. Sveinbjörn er fæddur 24.5.1908 á Hamri í Hörðudal, en Soffía er fædd 24.7.1919 á Fremri-Þorsteinsstöðum í Haukadal. Þau giftu sig í Reykja- vik hjá séra Bjarna Jónssyni. Fyrstu árin bjuggu þau í Stóra- Skógi í Dalasýslu en árið 1943 fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búiö þar síðan, að undanskildum árunum 1981-86 er þau bjuggu í Búðardal. Þau hjónin eiga eina dóttur, Jó- hönnu, bankastarfsmann í Reykja- vík, f. 22.5.1950. Synir hennar eru Hálfdán Sveinbjörn bakaranemi, f. 12.1.1970, og Jóhannes Agnar, f. 17.9. 1979. Bogi Petur Guðjónsson Bogi Pétur Guðjónsson, Kirkju- hvoh, Hvolhreppi, Rangárvalla- sýslu, veröur sjötugur á morgun. Bogi er fæddur á Brekkum í Hvol- hreppi og ólst þar upp. Hann vann við almenn sveitastörf, auk þess sem hann var margar vertíðir í Vestmannaeyjum. Bogi giftist árið 1971 Önnu Hákonardóttur og bjuggu þau í Kópavogi en leiðir þeirra skildu árið 1981. í Reykjavík vann Bogi sem byggingarverkamaður. Árið 1986 flutti hann til Akraness og bjó þar hjá Höllu dóttur Önnu til ársins 1988 að hann fór að Kirkju- hvoU. Bogi átti þrjá bræður og fimm systur. Af þeim eru tveir bræður og tvær systur á lífi. Systkini Boga: Ingigerður, húsmóðir í Kirkjulækj- arkoti í Fljótshlíð, látin; Guðni, fyrrv. bóndi að Brekkum, nú á Sel- fossi; Katrín Jónína, húsmóðir í Króktúni í Hvolhreppi, látin; Guð- jón, fornbókasali í Reykjavík, lát- inn; Guðný, síðast búsett í Þorláks- höfn, látin; Anna, húsmóðir í Hvera- geröi; Björgvin Kristinn, verkamað- ur í Þorlákshöfn; og Guörún, hús- móðir á Eyrarbakka. Bogi Pétur Guðjónsson. Faðir Boga var Guðjón, bóndi og söðlasmiður á Brekkum, Jóngeirs- son, bónda í Mörk, Jóns hómópata, b. í Mörk. Kona Jóngeirs var Gunn- vör Jónsdóttir, b. í Hlíðarendakoti, Ólafs, prests í Eyvindarholti. Kona Ólafs var Helga Jónsdóttir, eld- prests Steingrímssonar. Móðir Boga var Guðbjörg Guðna- dóttir, b. á SkækU (nú Guðnastöð- um) í Landeyjum, og fyrri konu hans, Járngerðar Sigurðardóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.