Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Qupperneq 29
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989.
41
Afmæli
105 ára:
Aldís Einarsdóttir
Aldís Einarsdóttir, Kristnesspítala,
Eyjafiröi, er hundrað og fimm ára í
dag.
Aldís fæddist aö Núpufelli í Saur-
bæjarhreppi en flutti sjö ára meö
foreldrum sínum aö Stojíkahlööum
í Hrafnagilshreppi þar sem hún átti
eftir aö búa tæpa öld. Hún ólst þar
upp og kynntist þar öllum almenn-
um sveitastörfum en tók síðan viö
búskapnum þar ásamt systkinum
sínum er foreldrar hennar hættu
búskap. Bjó hún síðan að Stokka-
hlöðum allan sinn starfsaldur, vann
mikið úti við, einkum að ræktun,
en hún hefur ætíð verið mjög áhuga-
söm um trjárækt, skrautjurtarækt
og matjurtarækt. Aldís vann við
Gróðrarstöðina á Akureyri og að-
stoðaði oft nágranna sína við tijá-
rækt. Hún stakk sjálf upp sína kart-
öflu- og kálgarða fram til hundrað
ára aldurs og enn hefur hún mikið
af plöntum í kringum sig sern hún
annast sjálf af mikiili kostgæfni.
Aldís bjó ein að Stokkahlöðum síð-
ustu tuttugu árin en flutti að Krist-
nesi í ágúst 1985 og hefur verið þar
síðan. Hún er við góða heilsu og vel
em, hefurfullafótavist, prjónar
mikið og les blöðin daglega.
Aldís er eini núlifandi stofnandi
Ungmennafélagsins Framtíðarinn-
ar og er heiðursfélagi þess. Þá starf-
aði hún með Kvenfélaginu Iðunni
og er nú heiðursfélagi þess. Auk
þess er hún heiðursíbúi Hrafnagils-
hrepps.
Aldís átti þijú systkini sem öll eru
látin. Þau voru Brynjólfur sem dó
ungur, f. 1896, d. 14.9.1905; Rósa,
búsett aö Stokkahlöðum, f. 5.3.1882,
d. 8.8.1965, og Bjarni, f. 6.4.1892, d.
23.10.1964, b. að Stokkahlöðum.
Foreldrar Aldísar voru Einar Sig-
fússon, b. að Núpufelli og síðar
Stokkahlöðum, og kona hans, Guð-
ríður Brynjólfsdóttir.
Bróðir Einars var Jóhannes, yfir-
kennari MR, námsbókahöfundur og
stofnandi og formaður Hins íslenska
kennarafélags. Einar var sonur
Sigfúsar Thorlacius, b. að Núpufelli,
bróður Þorsteins, hreppstjóra að
Öxnafelli, afa Vilhjálms Þór, ráð-
herra og bankastjóra. Sigfús var
einnig bróðir Jóns Thorlacius,
prests í Saurbæ í Eyjafirði, afa
Kristjáns Thorlacius, fyrrv. for-
manns BSRB, föður Gylfa hrl. og
Sigríðar hdl. Jón var einnig afi Birg-
is Thorlacius, fyrrv. ráðuneytis-
stjóra, og SigurðarThorlacius
skólastjóra, föður Ömólfs, rektors
MH, Kristjáns, fyrrv. formanns
Hins íslenska kennarafélags, og
Hallveigar, konu Ragnars Arnalds.
Loks var var Sigfús bróðir Hall-
gríms, föður Margrétar, langömmu
Ólafs, framkvæmdastjóra í Viðey,
föður Davíös, fyrrv. seðlabanka-
stjóra, föður Ólafs, hagfræðings og
framkvæmdastjóra Félags íslenskra
iðnrekenda. Bróðir Davíðs er Gísh
ritstjóri, faðir Ólafs listmálara.
Margrét var einnig langamma
Magnúsar skrifstofustjóra, föður
Gísla píanóleikara. Sigfús var sonur
Einars Thorlacius, prests að
Saurbæ í Eyjafírði, Hallgrímssonar
Thorlacius, prests að Miklagarði,
Einarssonar, prests að Kaldaðar-
nesi, Jónssonar.
Móðir Hallgríms var Elín Hall-
grímsdóttir Thorlacius, sýslumanns
í Suður-Múlaþingi, Jónssonar,
sýslumanns í Berufirði, bróður
Þórðar, biskups í Skálholti. Jón var
sonur Þorláks, biskups á Hólum,
föður Thorlaciusættarinnar, Skúla-
sonar. Móðir Þorláks var Steinunn
Guðbrandsdóttir, biskups á Hólum,
Þorlákssonar.
Móðir Einars prests 1 Saurbæ var
Ólöf, systir Þorsteins, afa Jónasar
Hallgrímssonar skálds. Ólöf var
dóttir Hallgríms, prests á Grenjað-
arstöðum, Eldjámssonar.
Móðir Sigfúsar var Margrét, systir
Álfheiðar, móður Helga Hálfdánar-
sonar lektors, föður Jóns biskups.
Helgi var einnig faðir Sigríðar, móð-
ur Helga augnlæknis, föður Sigurð-
ar, stærðfræðiprófessors við MIT.
Þá var Helgi faöir Tómasar læknis,
föður Helga yfirlæknis, föður Tóm-
asar yfirlæknis og Ragnhildar, al-
þingsmanns og fyrrv. ráðherra.
Loks var Helgi faðir Álfheiðar,
ömmu Sigurðar Líndal, lagaprófess-
ors og forseta Hins íslenska bók-
menntafélags, og Páls Líndal deild-
arstjóra, föður Bjöms Líndal að-
stoðarbankastjóra. Margrét var
dóttir Jóns Jónssonar „lærða“,
prests á Möðrufelli, og Helgu Tóm-
asdóttur, prests á Grenjaðarstöðum,
Skúlasonar.
Móðir Einars á Núpufelli var Rósa
Danielsdóttir, b. a Núpufelli, Páls-
Aldís Einarsdóttir.
sonar.
Guðríður var dóttir Brynjólfs, b. í
Bjarnastaðahlíð í Skagafirði, Brynj-
ólfssonar, b. þar, Brynjólfssonar, b.
þar, Tómassonar, b. í Hömrum og í
Sölvanesi, Jónssonar. Móðir Brynj-
ólfs elsta var Aldís Guðmundsdóttir,
b. á írafelli, Bjömssonar. Kona
Brypj ólfs elsta var Geirlaug Hall-
dórsdóttir, b. í Bjamastaðahlíð,
Jónssonar. Móðir Brynjólfs yngsta
var Guðríður Jónsdóttir, b. í Neðra-
Lýtingsstaðakoti í Tungusveit, Ein-
arssonar, b. í Litla-Dal, Sveinssonar.
Móðir Jóns var Hólmfríður Jóns-
dóttir, b. á Þverá í Blönduhlíð, Jóns-
sonar. Móðir Guðnðar, móður Al-
dísar var Vilborg Ámadóttir.
Ámi Ólafsson
Ámi Ólafsson skrifstofustjóri,
Birkiteig 4, Keflavík, er sjötugur í
dag.
,Ami er fæddur á ísafiröi og alinn
upp þar. Hann nam við bamaskóla
ísafjarðar en fór síðar á ýmiss konar
námskeið, í kvöldskóla og í bréfa-
skóla. Hann starfaði sem sjómaður
og verkamaður og síðar fiskmats-
maður á ísafirði. I ágúst 1956 fluttist
hann til Keflavíkur með fjölskyldu
sína og hefur búið þar síðan. Þar
hefur hann starfað sem verkstjóri,
yfirflskmatsmaður og skrifstofu-
stjóri frá 1964 og um 20 ár hjá Kefla-
vík hf. Hann hefur verið í Karlakór
ísafjarðar og síðar Karlakór Kefla-
víkur samfellt í liðlega þijá áratugi.
Einnig sat hann í stjórn Styrktarfé-
lags aldraðra í Keflavík frá stofnun
þesstilsíðastaárs.
Eiginkona Áma er Ragnhildur
Ólafsdóttir frá Látrum í Aðalvík, f.
3.10.1918, verslunarmaður. Foreldr-
ar hennar vom Ólafur Helgi Hjálm-
arsson, útvegsbóndi þar, síðar vél-
smiður í Reykjavík, og kona hans,
Sigríður Jóna Þorbergsdóttir.
Börn Áma og Ragnhildar eru:
Ásthildur, gift Margeiri Ásgeirs-
syni frá Hnífsdal, búsett í Keflavík,
og eiga þau fjögur uppkomin börn
og fimm barnabörn.
Ari Ragnar, kvæntur Guðlaugu
Eiríksdóttur frá Ólafsfirði, búsettur
í Keflavík, og eiga þau fjögur böm
ogeittbamabarn.
Sigríður Jóna, búsett í Bandaríkj-
unum og á hún þrjú börn.
Ragnhildur, gift Herði Falssyni,
búsett í Keflavik, og eiga þau þrjú
börn og tvö barnabörn.
Systkini Áma: Guöbjörg Sigurrós,
búsett í Reykjavík; PáU efnaverk-
fræðingur, áður Siglufirði, nú
Reykjavík; Ólafur, fyrrv. sýslufuU-
trúi, áður ísafirði, nú Reykjavík;
Arndís, búsett í Reykjavík; Sigurð-
ur, fyrrum bæjarritari í Kópavogi,
látinn; og Theódór vélsmiöur, bú-
setturíReykjavík.
Foreldrar Áma vom Ólafur Páls-
son, Ólafssonar prests og prófasts í
Vatnsfirði, og kona hans, Ásthildur
Sigurðardóttir, Guðmundssonar,
kaupmanns á ísafirði. Hún lést fyrir
aldur fram frá ungum bömum
þeirra.
Seinni kona Ólafs, og stjúpa Áma,
var Helga Bjömsdóttir. Þeirra dóttir
er ÁsthUdur, búsett í Reykjavík.
Ólafur bjó lengi á ísaflrði, síðast
framkvæmdastjóri Djúpbátsins hf„
síðar löggiltur endurskoðandi í
Árni Ólafsson.
Reykjavík.
Föðurætt Árna var við Djúp,
nefnd Vatnsfjarðarættin, en séra
PáU Ólafsson, afi hans, sem flutti
þangað frá Hrútafirði, var af ættum
Síðupresta í beinan karllegg. Niðjar
séra Páls og konu hans, Arndísar
Pétursdóttur Eggerz, halda reglu-
lega niðjamót afkomenda þeirra sl.
sumar.
Árni er staddur á Flórída í Banda-
ríkjunum á afmælisdaginn.
Til hamingju með
afmælið 5. nóvember
95 ára
70 ára
Þorvarður Stefánsson,
Smárabraut 8, Höfn í Homafirðl.
90 ára
Haukur Kristófersson,
Sæviðarsundi 40, Reykjavík.
Hannes ÞorbergSSOn,
HáeyrarvöUum 48, Eyrarbakka.
GústafSigurgeirsson,
Norðurbrún 1, Reykjavík.
Jón Kristján Friðriksson,
Munkaþverárstræti 21, Akureyri.
50 ára
Aðalbj örg Sigvaldadóttir,
Þórunnarstræti 133, Akureyri.
Valgerður Skarphéðinsdóttir,
Hrannarstíg 14, Grundarflrði.
40 ára
60 ára
85 ára
Magnea Jóhannesdóttir,
Aflagranda40, Reykjavík.
Steinunn Guðmundsdóttir,
Merkigerði 6, Akranesi.
Hjörtur ÓU HaUdórsson,
Aðalstræti 126, Patreksfirði.
Katrín Sólveig Jónsdóttir,
Skipholti 34, Reykjavík.
Ingibjörg A. Faaberg,
SeUugranda 20, Reykjavík.
Margrét Björgvinsdóttir,
Suöurbyggð 23, Akureyri.
Fred Bianga,
Álfatúni 33, Kópavogi.
Hannes Jóhannsson,
Hjallaseli 18, Reykjavík.
Til hamingiu með
afmælið 4. nóvember Klausturhvammi 15, Hafnarflrði. Þórður Kr. Jóhannesson, Engihjalla 19, Kópavogi.
80 ára
Margrét Þorkelsdóttir, Skjöldólfsstöðum L Jökuldals- hreppi.
50 ára
75 ára Krístján Torfason, Sólhlíö 17, Vestmannaeyjum.
Magnús Benediktsson, Hraunbæ 178, Reykjavík. Guðmundur Marinósson, Kópsvatni2, Hrunamannahreppi. Guðrún Jónasdóttir,
70ára Silfurbraut 37, Höfh í Homafirði. Lilja Sigrún Jónsdóttir, Aðalbraut 10, KaldrananeshreppL
Hlíðargerði 12, Reykjavík. Þóra H. Jónsdóttir, 40 ára
Dragavegi 11, Reykjavik. Árni Ólafsson, Birkiteigi 4B, Keflavík. Ingi Sveinsson, Efstalundi6, Garöabæ. Hann og kona hans, Lilja Karls- dóttir taka á móti gestum á heimili sinu mllli klukkan 17 og 19 í dag. Sigríður Jónsdóttir, Háholti 33, Akranesi. Eðvarð K. Kristensen, Rjúpufelli 29, Reykjavík. Jakobína Jónsdóttir, Skipholti 47, Reykjavík. Albert Sigurjónsson, Sandbakka, Villlngaholtshreppi. Karl Davíðsson, Heiöarlundi 5D, Akureyri. Einar Símonarson, Tryggvagötu 6, Reykjavík. Anna Kjartansdóttir, Jakaseli ll, Reykjavík.. Guöiaug Ólafsdóttir, Esjuvöllum 15, Akranesi. Halldóra Þóróardóttir, Hvammstangabraut 25, Hvamms- tanga, Gunnar Ragnarsson,
60 ára Aðalstræti 49, Patreksfirði. Jónina St urludót tir, Akurgeröi 3A, Akureyri.
Agnar R. Hallvarðsson,
Tilmæli til afmælisbama
Blaðið hvetur afinælis böm og aðstandendur þeirra til að senda
því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum
íýrirafmælið.
Brúðkaups- og
starfsafmæli
Akveðið hefur verið að birta á afmælis-
og ættfræðisíðu DV greinar um ein-
staklinga sem eiga merkis brúðkaups-
eða starfsafmæli.
Greinarnar verða með áþekku sniði
og byggja á sambærilegum upplýsing-
um og fram koma í afmælisgreinum"
blaðsins en eyðublöð fyrir upplýsingar
atmælisbama liggja frammi á afgreiðslu
DV.
Upplýsingar varðandi brúðkaups- eða
starfsafmæli verða að berast ættfræði-
deild DV með minnst þriggja daga fyrir-
vara.
Það er einkar mikilvægt að skýrar,
nýlegar andlitsmyndir fylgi upplýsing-
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaóastrætis
siini 19090