Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.11.1989, Side 40
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1989. Smáauglýsingar Subaru station 1987 til sölu, ekinn 20 þús. km, álfelgur, grjótgrind, dráttar- beisli, útvarp/segulband, skipti koma ekki til greina. Uppl. í síma 91-83189. Til sölu MMC Lancer GLX 4x4 ’88, ekinn 22 þús. km, rafmagn í öllu, sóllúga, álfelgur, o.fl. Til sýnis og sölu á Bíla- sölu Ragnars Bjarnasonar, s. 673434. Dodge Ramcharger SE árg. ’85, nýyfir- farinn, skipti á eldri jeppa koma til greina. Uppl. hjá bílasölunni Bílaport, sími 688688. Volvo 245 GL, árg. ’87, til sölu, bein- skiptur, ekinn 40 þús. km. Góður bíll, skipti koma til greina á ódýrari. Upp- lýsingar í síma 91-74457. Plymouth Road Runner ’72 til sölu, 340 cu.in., 727 sjálfskipting, læst drif, bíll í toppstandi og allur original, hlaut titilinn „Best uppgerði bíllinn” á bíla- sýningu Kvartmíluklúbbsins. Uppl. í síma 53789. Daihatsu Charade TX, árg. ’87, til sölu, álfelgur, tvílitur, ekinn 37 þús. km. Uppl. í síma 84024 og 73913 e.kl 19. M. Benz O 309 árg. ’82, 21 farþega. Uppl. í símum 93-12505 og 93-38800. Monte Carlo SS ’86. Einn með öllu. Selst á mjög góðu verði. Uppl. í síma 616497. Tilboð óskast i Camaro '70 Z28, 350 cc, með flækjum, 4ra hólfa, 360 ha., bein- skiptur, 4ra gíra. Uppl. í síma 98-64436. Honda Accord, árg. ’87, til sölu, ekinn 36 þús. Verð 850 þús. Uppl. í síma 91-45902 eða 22214. ■ Líkamsrækt 20 tíma kort - 3900. 10 tíma kort - 2600. 5 tíma kort - 1500. Ath. Fyrir morgunhressa, bjóðum við 10 tíma morgunkort á aðeins 1600. Ávallt heitt á könnunni og meðlæti. Tilboðið gildír aðeins til 6. nóvember. Visa og Euro. Verið velkomin. SÓL - SÓL - SÓL Tilboð: Til 20. nóvenber 10 tíma kort 2600.- • bjýtt. Barnagæsla þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9-12. • Gullsól, Stórhöfða 15, sími 672070. Jasmin við Barónsstíg VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 30% afslætti af gömlu, góðu verði. Jasmin sími 11625 Laugdrudyd, a.uu- ih.uu | ■unHMbi Sunnudaga, 18.00 - 22.00 i>verhoiti ii s: 27022 LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRflÐfl A VALDA ÞÉR SKAÐA! llyhLnoAR Andlát Jón Sveinbjörnsson vélstjóri, Safa- mýri 69, lést að heimili sínu aðfara- nótt 2. nóvember. Sigríður H. Proppé andaðist í London 2. nóvember. Ólafur Lárusson, Skarði, Skarðs- hreppi, lést 1. nóvember í dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki. Svanþrúður Vilhjálmsdóttir, Hánefs- stöðum, andaðist í sjúkrahúsi Seyð- isfjarðar aðfaranótt 3. nóvember. Sigríður Jónsdóttir frá ísafirði, Hrauntungu 43, Kópavogi, andaðist á hjúrkunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudaginn 2. nóvember. Tilkyimingar Basar á Sólvangi Basar verður haldinn á Sólvangi í Hafn- arfirði (anþdyri) í dag, laugardag, kl. 14. Þar verða ’á boðstólum fallegar jólagjafir og margt íleira, allt unnið af vistmönnum Sólvangs. Félagsstarf aldraðra, Furugerði 1, verður með basar í dag, laugardag, kl. 14. Einnig verður kaffi og heitar vöfflur á boðstólum. Alþýðubandalagið I Kópavogi Spilakvöld verður í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Allir velkomnir. Merkjasala Fiugbjörgunarsveitarinnar Árleg merkjasala verður í dag, laugar- daginn 4. nóvember. Merkin verða seld fyrir utan stórmarkaöina. Einnig er hægt aö panta merki í síma 25851. Samtök kvikmynda- leikstjóra stofnuð Nýlega var haldinn stofnfundur Samtaka kvikmyndaleikstjóra (SKL) en hliðstæð samtök hafa verið stofnuð í flestum Evr- ópulöndum og hafa þau myndað með sér Evrópusamtök kvikmyndaleikstjóra FERA, sem hafa beitt sér á undanlbrnum árum til vamar höfundarrétti og barist gegn ýmiskonar skemmdarverkum og misnotkun á kvikmyndum og gæta list- rænna og fjárhagslegra hagsmuna kvik- myndaleikstjóra. Á stofnfundinum var kosin stjórn SKL og skipa hana: Kristín Jóhannesdóttir formaður, Þorsteinn Jónsson gjaldkeri og Hrafn Gunnlaugs- son ritari en þau þijú sóttu fund evróp- skra kvikmyndaleikstjóra sem haldinn var í Kaupmannahöfn í september. Þá gerðist SKL stofnaðili að samtökum nor- rænna kvikmyndaleikstjóra sem form- lega voru stofnuð þann 25. okt. sl. Sýningar Yfirlitssýning Jóns Stefánssonar Nú er síðasta tækifæri að sjá hina merku yfirlitssýningu á verkum Jóns Stefáns- sonar í Listasafni íslands. Sýningin hefur vakiö mikla athygli og hafa heimsótt hana um 20.000 gestir. Sýningunni lýkur nk. sunnudag, 5. nóvember, og veröur hún ekki framlengd. Listasafn íslands er opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17 og er veitingastofa safnsins opin á sama tima. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýninguna fer fram í fylgd sérfræðings sunnudaginn 5. nóvember kl. 15. Fundir Kvenfélag Laugarnessóknar Fundur verður haldinn 6. nóvember kl. 20 í safnaðarheimili kirkjunnar. Kvenfé- lag Langholtssóknar kemur í heimsókn. Fjölbreytt dagskrá. Kvenfélag Seljasóknar Nóvemberfundurinn verður 7. nóvember kl. 20.30 í Kirkjumiðstöðinni. Gestur fundarins er Þuríður Pálsdóttir óperu- söngkona sem talar um breytingaskeiö kvenna. Komið allar meö hatta. Gestir velkomnir. Kvikmyndir „Verkfall" Eisensteins á kvikmyndasýningu í MÍR Kvikmyndasýningar MÍR í bíósal félags- ins að Vatnsstíg 10 verða í nóvember- mánuði helgaðar hinum fræga sovéska kvikmyndaleikstjóra og brautryðjanda, Sergei Eisenstein (1898-1948). Sýndar verða fjórar af kvikmyndum hans, sú fyrsta á sunnudaginn kemur, 5. nóvemb- er kl. 16. Þá verður fyrsta kvikmynd Eis- ensteins sýnd, „Verkfall” (Statska), en myndin var gerð á árinu 1924 og frum- sýnd 1. febrúar 1925. Kvikmyndin hlaut verðlaun á listahátíð í París sama ár og höfundur hennar varð víðfrægur á svip- stundu. Á undan Verkfalli veröur sýnd stutt heimildarmynd um S. Eisenstein, ævi hans og störf, og eru skýringar við hana fluttar á íslensku af Sergei Halipov, háskólakennara í Leníngrad. Aðgangur að kvtkmyndasýningum MÍR er ókeypis og öllum heimill. ITC Seljur og ITC Stjarnan, Rangárþingi keppa í fyrstu umferð mælsku- og rök- ræðukeppni 3. ráðs ITC á Hótel Selfossi sunnudaginn 5. nóvember kl. 14. Basar Húsmæðrafélags Reykjavíkur Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega basar sunnudaginn 5. nóvember að Hallveigarstöðum við Túngötu og hefst hann kl. 14. Að venju er mikið úr- val af alls konar handavinnu, s.s. sokk- um, vettlingum, peysum, húfum, jóladúkum og jólasvuntum fyrir börn og fullorðna, ennfremur alls konar pijónuð dýr, ísaumaðir, pijónaðir og heklaöir dúkar og fleira, aö ógleymdum lukkupok- um fyrir börnin. Rétt er að benda fólki á að koma tímanlega meðan úrvalið er mest. Allur ágóði af sölu basarmuna fer til líknarmála. Breiðfirðingafélagið verður með félagsvist í Breiöfirðingabúð að Faxafeni 14 sunnudaginn 5. nóvember og hefst kl. 14.30 stundvíslega. Góð verð- laun. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Haldinn verður kökubasar og fatamark- aður í Goöheimum, Sigtúni 3, kl. 14. Opið hús í Goöheimum, Sigtúni 3, á morgun sunnudag. Kl. 14 fijálst spil og tafl, kl. 20 dansað. Haldin verður skáldakynning um Einar H. Kvaran skáld þriðjudaginn 7. nóvember kl. 15 aö Rauðarárstíg 18. Minningarkort Áskirkju Minningarkort safnaðarfélags Áskirkju hafa eftirtaldir aðilar til sölu: Þuríður Ágústsdóttir, Austurbrún 37, sími 681742, Guðrún Jónsdóttir, Kleifarvegi 5, sími 681984, Ragna Jónsdóttir, Kambsvegi 17, sími 82775, Holtsapótek, Langholtsvegi 84, Þjónustuibúðir aldraðra, Dalbraut 27, Verslunin Kirkjuhúsið, Klapparstíg 27, Helena Halldórsdóttir, Norðurbrún 1, og verslunin Rangá, Skipasundi 56. Þá gefst þeim, sem ekki eiga heimangengt, kostur á að hringja í Áskirkju, sími 84035, milli kl. 17 og 19 á daginn og mun kirkjuvörð- ur annast sendingu minningarkorta fyrir þá sem þess óska. Kristin Sigurðardóttir í hinni nýju verslun sinni. DV-mynd Páll Ný verslun í Vík Páil Péturssan, DV, Vík í Mýrdal: Núna nýveriö var opnuð ný versl- un í Vík í Mýrdal. Hún heitir Versl- unin Ýr og selur fatnað á dömur og herra, skartgripi, snyrtivörur og gjafavöru. Eigandinn heitir Kristín Sigurðar- dóttir og býr hún að Mánabraut 2 í Vík og verslunin er einnig þar. Hún hefur látið innrétta ca 40 fermetra bílskúr við hús sitt og er verslunin þar. Það er alltaf ánægjulegt þegar ein- hver hefur kjark og þor til þess að byrja verslunarrekstur á svona litl- um stað eins og hér og óskum við Víkurbúar Kristínu til hamingju með nýju verslunina. Helgi Vápni með eitt snertilistaverkanna sem eru á sýningunni i Vín. DV-mynd gk EyjaQöröur: Málverkasýning í Vín Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyii: Málverkasýningu Helga Vápna, sem staðið hefur yfir í blómaskálanum Vín við Hrafnagil í Eyjafirði, lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni hefur Helgi Vápni sýnt 23 verk sem unnin eru í olíu og vatnshti og einnig er snertilist á sýn- ingunni en þau vérk eru m.a. fyrir blinda. Helgi Vápni hefur tekið þátt í fjölmörgum myndlistarsýningum, bæði hér á landi og erlendis. r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.