Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Side 3
. FIMMTIÍJDÁGUR M MÖVÉMíBER T98§. ‘3 Slökkviliðsstjóri: Þarf ekki að handhringja „Það er ekki rétt að engin boð ber- ist með þessum tækjum. Það sem er að er að upplýsingar birtast ekki á skjá tækjanna. Þau senda hins vegar kallmerki og ræsa menn því út. Gamla hringingakerflð er enn tengt og því er fjarri að það þurfl að hand- hringja í menn þegar vaktir eru kall- aðar út,“ sagði Rúnar Bjarnason slökkvihðsstjóri. í DV í gær var frétt um að nýtt boðunarkerfi, sem slökkviliðið hefur tekið í notkun, hefði ekki virkað og það hefði leitt til þess að nú yrði að handhringja í þá menn sem kallaðir eru á aukavaktir. „Það er heldur ekki rétt að við höf- um ekkert aðhafst vegna bilunarinn- ar. Við erum í daglegu sámbandi við umboðsmanninn og höfum viljað að hingað komi maður frá framleiðend- unum til að gera við - eða jafnvel láta okkur hafa nýja tölvu,“ sagði Rúnar Bjarnason slökkvihðsstjóri. -sme 1.848 án atvinnu Fréttir Bama- kukktsHgvél yVHKUGIRDUR MARKAÐURW) SUND Atvinnuleysi í októher jafngilti því að um 1.848 manns hefðu verið án atvinnu allan mánuðinn. Þetta eru um 1,4 prósent af mannafla sam- kvæmt áætlun Þjóðhagsstofnunar. Hlutfallslega mest atvinnuleysi var á Suðurnesjum en minnst á Vest- fjörðum. Á Suðurnesjum voru flestir at- vinnulausir í Keflavík eða 79, í Grindavík voru 46 án atvinnu og 22 í Njarðvík. Aðrir bæir á landinu skera sig úr sökum atvinnuleysis. Þannig voru 99 atvinnulausir á Akranesi, 63 á Seyðisfirðiog35áSelfossi. -gse Síldarsöltunarstöðvamar: Biðin eftir samningum við Rússa orðin dýr - starfsfólk stöðvanna verið aðgerðalítið 1 nærri þrjár vikur Bjarnason, framkvæmdastjóri Hrað- frystihúss Eskiflarðar. „Við höfðum ráðið fólk til að salta og það er ekkert annað að gera en bíða. Fólkið hefur vitanlega htið að gera því hér er búið að mála öll hús,“ sagði Eiríkur Tómasson hjá Þorbirni í Grindavík. Hann sagði að tveir af bátum Þorbjarnar væru á síld, hvor um sig væri með 2 þúsund lesta kvóta og að þeir væru báðir um það bil hálfnaðir með kvóta sína. Mönnum ber saman um að ef grænt ljós kemur frá Sovétríkjunum um síldarkaupin taki það um það bil þrjár vikur að salta í 150 þúsund tunnur. Búist er við að Sovétmenn kaupi það magn ef þeir yfirhöfuð kaupa af okkur síld í ár. Magnús Bjamason sagði að síldin nú væri mjög blönduð. Síldarflök hefðu verið verkuð á Þýskalands- markað og einnig væri verið að frysta en það hefði gengið mjög illa vegna þess hve smá síldin er. Hann sagði að vart væri meira en 10 pró- sent af þeirri síld, sem bátarnir hafa verið að landa, hæf í þessa verkun. Þrátt fyrir mikla leit í öllum flörð- um fyrir austan flnnst afar lítið af stórsíld, mun minna en undanfarin ár. Enginn kann viðhhtandi skýring- ar á því hvað orðið hefur um stóru síldina. Ef tekst að selja Sovétmönnum 150 þúsund tunnur af hausskorinni og slógdreginni síld eru það um 25 þús- und tonn af síld. Það sem Finnar og Svíar kaupa eru 12 til 13 þúsund tonn. Heildarsíldarkvótinn í ár er 90 þúsund tonn. Það er því ekki svo lít- ið sem fer í bræðslu því það eru ekki mörg tonn sem fara í frystingu og flakaverkun. -S.dór „Ég hygg að allar síldarsöltunar- stöðvarnar hér fyrir austan hafi ráð- ið til sín aðkomufólk til síldarsöltun- ar. Þetta fólk heflur haft heldur lítið að gera síðan söltun fyrir Finnlands- og Svíþjóðarmarkaði lauk fyrir nær þremur vikum. Það er því síst orðum aukið að ástandið sé orðið alvarlegt hjá stöðvunum vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samningum viö Sovét- menn um síldarkaup,“ sagöi Magnús Það var líf og fjör í sildarsöltuninni þegar myndin sú arna var tekin. Nú er aftur á móti heldur daufleg vist á síldarsöltunarstöðvum landsins. Hefur svo verið í þrjár vikur. Þá lauk söltun fyrir Finnlands- og Svíþjóðar- markaði og biðin eftir samningum við Sovétmenn hófst. — ui'-'i -ÍÁ'i ■■ :-; ..-Áifii i :: i' ;i-i. mííémhií- HLJOMTÆKI, MYNDBANDSTÆKI, SJONVORP, ORBYLGJU- OFNAR, RYKSUGUR, FERÐAÚTVARPSTÆKI, ÚTVARPSKLUKKUR, VASADISKÓ, RAKVÉLAR OG MARGT FLEIRA. JAPISS JAPISs ak™ BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ SÍMI 27133 ■ SKIR4GAIA1 - SÍMÍ 96 25611

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.