Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Qupperneq 10
10
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989.
TAFLFÉLAG REYKJAVÍKUR
NÝTT FÉLAGSHEIMILI
Vígsla hins nýja félagsheimilis Taflfélags Reykjavíkur
aö Faxafeni 12 verður föstudag 17. nóv. nk. kl.
15.00. Af því tilefni verður haldið kaffisamsæti og
eru allir félagsmenn og velunnarar T.R. velkomnir.
Stjórnin
Þú gefur okkur upp:
Nafn þitt og heimilisfang,
síma, nafnnúmer og
gildistima og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortaúttektar
í síma kr. 5.000,-
•
SMÁAUGLYSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
MYNDALEIKUR
BYLGJUNNAR 0G DV
PICTIONARY
MYNDINÁVIÐ.
HRINGDU Á BYLGJUNA í SÍMA611111
í DAG MILLI KL.4 0G5.
SÁ FYRSTI SEM HEFUR RÉTTSVAR FÆR
í VERÐLAUN TEIKNISPILIÐ VINSÆLA,
PICTIONARY.
Utlönd
Mannrán
í Líbanon
Ljósrit af vegabréfum hinna meintu gísla fylgdu tilkynningunni um mannrán-
Simamynd Reuter
Óþekkt líbönsk samtök tilkynntu í
gær aö þau hefðu rænt í Beirút
tveimur V-Þjóðveijum, feögum sem
fæddir eru í Líbanon, og bandarískri
konu. í tilkynningunni um mannr-
ánið, sem send var alþjóðlegri frétta-
stofu í vesturhluta Beirút, sagði að
þremenningunum hefði verið rænt
vegna aðgerða þeirra í Líbanon. Með
tilkynningunni fylgdu ljósrit af vega-
bréfum gíslanna.
Öryggislögreglan í Beirút kveðst
engar fréttir hafa af mannráninu og
í Bonn í Vestur-Þýskalandi sagði
talsmaður utanríkisráðuneytisins að
vestur-þýska sendiráðinu í Beirút
hefðu ekki borist neinar upplýsingar
um rán á vestur-þýskum borgurum.
Samkvæmt tilkynningu mannræn-
ingjanna var um að ræða Munir
Sami og Daníel, sjö ára gamlan son
hans. Bandaríska sendiráðið á Kýp-
ur kvaðst heldur ekki hafa fengið
upplýsingar um meint rán á Deborah
Fahrend sem er blaðEimaður og rit-
höfundur.
Dóttir Fahrend segir að hlegið hafi
verið að sér þegar hún tilkynnti
Bandaríski rithöfundurinn og blaða-
maðurinn Deborah Fahrend sem
óþekkt samtök í Líbanon segjast
hafa rænt ásamt vestur-þýskum
feðgum. Símamynd Reuter
ið.
bandaríska utanríkisráðuneytinu á
laugardaginn aö verið gæti að móðir
hennar væri horfin. Sagði dóttirin
af vinkona Sami hefði hringt í hana
í síðustu viku og sagt að hún væri
áhyggjufull þar sem þremenningarn-
ar hefðu ekki komið á umsaminn
stað í Beirút.
Móðir Fahrend segir dóttur sína,
sem búið hefur þrjú ár í Vestur-
Berlín, hafa hringt í sig fyrir nokkr-
um vikum og sagt að hún væri að
fara til Beirút til að taka viðtöl. Ætl-
aði hún að dvelja þar í þijár vikur.
Samkvæmt frásögn móðurinnar ætl-
aði dóttirin síðan að skrifa bók
byggða á viðtölunum.
Það hefur vakið athygh að tilkynn-
ingin í gær bar engin merki þess að
hún væri frá öfgasinnuöum múham-
eðstrúarmönnum. Öryggislögreglan
í Beirút sagði að svo virtist sem til-
kynningin kæmi ekki frá reyndum
mannræningjum. Reuter
Verkfall hjá SAS
Gizur Heigason, dv, Kaupmarmahöfer senda eins marga og hægt hefur i dag mun allt innanlandsflug
-———__——------------ verið með öðrum flugfélögum. leggjast niður hjá SAS og ugglaust
SAS þurfti að aflýsa 130 flugferöum Flughðar krefjast betri vinnuað- veröur að aflýsa fjölda utanlands-
i gær til og frá Kaupmannahöfn stööu og saka SAS um að hafa svik- ferða. Tahð er að tap flugfélagsins
vegna verkfalls tólf hundruö flug- iö gefin loforð. Talsmaður SAS seg- nemi milljónum króna á hverjum
höa. Flestöllum flugferðum innan ir að flugfélagið muni ekki heíja klukkutíma.
Danmerkur var aflýst og fjölda ut- viðræöur við verkfahsfólkið fyrr
anlandsferða. SAS hefúr reynt að en það hafi hafiö störf að nýju.
Það gekk víðar yfir óveður en í Alab-
ama. í Georgiu var einnig vindasamt
og sviptu vindar þessum vörubíl út
af hraðbraut í Palmetto.
Simamynd Reuter
Bandaríkin:
Fjórtán farast
í óveðri
Hvirfilvindar, miklar rigningar og
éljagangur gengu yfir noröurhluta
Alabamafylkis í Bandaríkjunum í
gærmorgun með þeim afleiðingum
að fjórtán biðu bana og hátt í þrjú
hundruð slösuðust, að sögn yfirvalda
í fylkinu.
Vegna óveðursins hrundi hluti
íbúðarblokkar og skólabygging
skemmdist mikið í bænum Hunts-
vihe þar sem búa um eitt hundrað
og fimmtíu þúsund manns. Sums
staðar lokaðist fólk inni í rústum og
varð að bjarga því út.
Fylkisstjóri Alabama, Guy Hunt,
hefur hvatt til um fimmtíu þjóðvarð-
hða til að aðstoða löggæslumenn
staðarins. Hann segir óveðrið í gær
verstu náttúruhamfarir sem gengið
hafa yfir Alabama í fimmtán ár.
Mestu skemmdimar áttu sér stað
á svæði nálægt Huntsvihe. Slysa-
deildir sjúkrahúsa í nágrenninu eru
yfirfullar, að sögn embættismanna.
Reuter