Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1989, Síða 24
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 1989. 32 Kvíkmyndir Meiming Aktu!... sagði hún Sveitastrákurinn Travis er að fara að gifta sig inn í auðuga olíuætt. Æskuástin Stephi er á kafi í undirbúningsvinnu og virðir hann ekki viö- lits. Hann er kvíðafullur og efasemdir naga hann í sífellu. Til að lyfta sér upp fer hann í kaupstaðarferð til Dallas að kaupa draiunabílinn: blóð- rauða eförlíkingu Lamborghini. Þar fellur hann fyrir fólskubrögðum fag- urleggjaðrar sölukonu, sem vefur honum um fingur sér, en þetta er að- eins byijunin á erfiðleikum hans og fer að verða óvíst hvort hann kemst til baka í tæka tíö fyrir brúðkaupið. Það hefði verið auðvelt að klúðra þessum einfalda og htt spennandi söguþræði en einhvem veginn tekst myndinni að stýra framhjá þeim gryfjum er flestar unglingamyndir falla í og verða um leið dágóð skemmtun. Af nægu er að taka á leiðinni til að dreifa huganum og er sjaldan gripið tíl örþrifaráða á borð við eltingaleiki, rokktónhst og klósettkímni. Meira er treyst á skemmtilega ýktar persónur, fár- ánlegan húmor og óhefðbundnar sviðsetningar. Myndin fer þó ekki yfir mörk léttgeggjaðs gríns og verður aldrei farsakennd, þótt nærri liggi stundum, enda sömdu höfundar hennar hina snarmgluðu og vanmetnu Three O’Clock High. Hér spinna þeir ólíklega, en ekki óvænta atburðarás. Myndin veður úr einu í annað en hröð og óhefluð keyrsla nær ekki að dempa nærri því ahar holur sögunnar og hriktir oft duglega í veikri yfirbyggingunni. Leikstjórinn hefur vit á því að gefa leikurunum svigrúm til að túlka og ekki bara leika sögupersónur sem em oft á tíðum ansi sannfærandi þótt ófmmlegar séu. Leshe Hope ber þó af sem brúðurin og á hrós skihð því hún er fersk og aðlaðandi og bjargar mörgum atriðum ein síns hðs. „Það þarf tvo til“ er mistæk blanda góðs og ihs og ætti að leggjast mis- jafnt i fólk, eftir skapi. Ef þú getur varpað frá þér fordómunum og skeht heilanum í hlutlausan þá gætir þú sennilega haft lúmskt gaman af ahri vitleysunni. Það hafði ég. It Takes Two (Það þarf tvo til) Bandarísk, 1988, 79 mín. Leikstjóri: David Beaird (My Chauffeur) Leikarar: George Newbern (A Night on the Town, Switching Channels), Leslie Hope (Talk Radio), Kimberley Foster (One Crazy Summer), Barry Corbin (Wargames, Best Little Whorehouse in Texas). Stjörnugjöf: ★ ★ Gísh Einarsson Kirkjutónleikar í Dómkirkjunni Tónleikar vom haldnir í Dómkirkjunni síðasthðinn sunnudag og vom þeir lokahluti Tónhst- ardaga Dóm- kirkjunnar sem staðið hafa síðan 8. þessa mánaðar. Þessir tónleikar vom öðru fremur helgaðir tónhst Jónasar Tómasonar og hófust þeir á verki hans „Úr Opinberunarbók Jóhannesar" sem er mótetta fyrir fimmraddaðan kór og var þetta frumflutningur verks- ins. i þessu verki em mest áberandi hggjandi stórar tvíundir, síendurtekin lagfrymi og tónskratti (stækkuð ferund eða minnkuð fimmund) bæði hljómrænt og lagrænt. Sérstaklega var óvenjuleg notkun Jónasar á áherslum, hvort sem þær vom í styrk, rytma, hljóm-' rænar eða lagrænar, en þær komu iðulega í miðjum orðum eða á samskeytum og gerðu að verkum að text- inn heyrðist mjög iha og velti undirritaður reyndar þeirri spumingu fyrir sér hvort textinn og tónlistin ættu sér yfirleitt eitthvað sameiginlegt. Verkið virtist þokkalega flutt af Dómkómum. Næsta verk á efnisskrá var einnig eftir Jónas Tómas- son en það var „Faöir vor“ fyrir blandaðan kór. Verk- ið var sérstaklega samið fyrir Dómkirkjuna í Reykja- vík í tilefni afmæhs skímarfontsins og var það fmm- flutt á þessum tónleikum. Þetta er fyrst og fremst hljómrænt .tónverk, þar sem textinn er borinn fram samstíga í öhum röddum sem gerði það að verkum að hann heyrðist vel og gaman var að heyra þessa þýðingu Odds Gottskálkssonar á „Faðirvorinu". Nokk- uð virtust hljómamir ósamstæðir sem þama voru notaðir og hefði kórinn því átt að nota fjölbreyttari tónmótun í verkinu en raun bar vitni. Orgelverkið „Prelúdía, fúga og Chaconna í C-dúr“ var næst flutt af Áma Arinbjamarsyni og lék hann einnig hið þekkta verk „Tokkötu og fúgu í d-moh“ eftir Jóhann Sebastian Bach. Vom bæði þessi verk leikin án tilþrifa og skorti flutninginn einkum fjöl- Tónlist Áskell Másson breytni í hrynjanda og djarfari notkun regístra. Flutt vom þijú lög úr „Spönsku ljóðabókinni" eftir Hugo Wolf en meðleiksþáttur laganna var útfærður fyrir orgel af Max Reger. Einnig var flutt „Sónata í g-moh“ eftir Arcangelo Corehi. Margrét Bóasdóttir söng lögin þijú og lék Marteinn Hunger Friðriksson á orgehð. Nokkuð vantaði á að Margrét næði að „fók- usera“ rödd sína, einkum í upphafi, en forvitnhegt var að heyra þessa útfærslu Max Regers á lögum Wolfs. Joseph Ognibene homleikari lék með Marteini só- nötu Corellis og skhuðu þeir góðum flutningi þótt að- eins bæri á vandamálum í sambandi við styrkjajafn- vægi sem verður fyrst og fremst að skrifa á reikning Marteins vegna notkunar regístra. Þessari einkar ósamstæðu efnisskrá lauk með flutn- ingi tveggja verka eftir Jónas Tómasson, „Lofsöng Maríu“ og „Úr Opinberunarbók Jóhannesar" sem var endurflutt. „Lofsöngur Maríu“ er tríó fyrir söngrödd, hom og orgel og var það flutt af Margréti Bóasdóttur, Joseph Ognibene og Marteini H. Friðrikssyni. Þetta er fallegt verk og hófsamt að gerð eins og hæfir efn- inu. Margrét söng nú mun betur en áður og var verkið í hehd reyndar það sem best var skhað í flutningi á tónleikimum. Hér hefur Jónas skrifað htla perlu. Endurflutningur fyrsta verks tónleikanna var slak- ari en í upphafi. Áskell Másson Útvarpslagafrumvarpið o.fl. Þættimir Þjóðarsál og Meinhom í útvarpinu virðast vera nokkuð vinsælir og oftast þokkalega stjóm- að þótt stundum beri af leið enda verkið oft vandasamt. Eitt er það þó sem ekki er vinsælt á þeim bæj- um að menn leyfi sér að bera upp athugasemdir varðandi rekstur út- varps og sjónvarps. Nokkm fyrir síðustu hækkun af- notagjalda hringdi maður nokkur utan af landi í Þjóðarsálina og kvaðst hafa heyrt að afnotagjaldiö ætti að hækka ahmikiö þar sem ekki hefði tekist að innheimta 200 mihjónir af afnotagjöldum sl. árs. Eitthvað vafðist þetta nú fyrir stjómanda þáttarins, sem taldi sig ekki vita almennhega um máhð, en taldi þó einna liklegast að Mark- ús útvarpsstjóri mundi leggja sína líknandi hönd yfir þessar skuldir. Ekki virtist viðmælandi vera mjög ánægður með svarið og vhdi koma einhverri viðbót að en fah- hlera-stjóri þáttarins taldi að í óefni væri komið og viðmælandinn flaug með dáhtlum smelh út í kolsvart vetrarmyrkrið. Sérstakir þættir Þá var það ahlöngu síðar að mað- ur nokkur hringdi og kvaðst þurfa að gera nokkrar athugasemdir varðandi vafasaman rekstur RÚV. Hann hafði aðeins haft málfrelsi í nokkrar sekúndur er kona nokkur, er virtist vera th aðstoðar í þættin- um, reyndi sem ákafast að yfir- gnæfa viðmælandann og var há- vaði slíkur að halda mátti að títu- pijónn væri á kaf rekinn í ónefnd- an líkamshluta, um leið var í gang sett kastarolupotthlemma- og tunnubotnamúsík. Svo hátt lét í að rétt mátti greina óðamála sijómendur og veika burði viðmælandans að láta heyra eitthvað í sér um leið og fallhlera- stjórinn sá um afganginn. Ekki er KjaHarinn Jón Gunnarsson fyrrv. bóndi og vélstjóri því að neita að það fór hálfgerður hrohur um undirritaðan. Af ýmsum ástæðum virðist ekki beinhnis hepphegt að hafa tvo stjómendur í svona þáttum. Lík- lega væri ekki úr vegi að hafa stöku sinnum sérstaka fyrirspumarþætti varðandi þetta fyrirtæki okkar RÚV þar sem ábyrgir aðilar með nægjaihega þekkingu á rekstri stofnunarinnar sætu fyrir svömm. Það er einfaldlega ýmislegt fleira en dagskrá og dægurmál sem fólk hefur áhuga á að fá upplýsingar um svona annað slagiö. Th dæmis hefur ekkert verið upplýst ennþá um hvemig hefur gengið að fá þær áöur umræddu 200 mihjónir í hús. Era einhverjar upplýsingar th varðandi þetta mál? Fróðlegt væri að fá svar. Fremur ófögur lýsing í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá júní 1988 er yfirstjóm RÚV harð- lega gagnrýnd - kemur þar fram að bókhald er fært eftir óstaðfest- um gögnum o.fl. Um innheimtu- dehdina segir svo: Dehdin sinnir hlutverki sínu iha. Stofnskrá er ábótavant. Vinnubrögð ómarkviss, eftirht lélegt, slæleg vinnubrögð á dehdinni leiða th venhegs tekju- missis hjá stofnuninni. Þá segir að eftirhtsþættir kerfis- ins séu ófullnægjandi og að hvorki séu fyrir hendi kerfislýsingar né notendahandbækur. Þá er upplýst að 65 stöðughdi séu án heimildar o.fl. Fremur ófógur lýsing eða hvað? Ekki væri úr vegi að fá upplýs- ingar um hvaö gert hefur verið í þessum málum th úrbóta, enda 1 'A ár frá útkomu skýrslu Ríkisendur- skoðunar. Hér að framan er aðeins stiklað á stóm í skýrslu Ríkisendurskoð- unar en hún mun fáanleg á Al- þingi, svo og einnig frumvarp th nýrra útvarpslaga sem eitt sér er að flestu leyti eitthvert þaö furðu- legasta plagg er um getur varðandi framhaldsstarfsemi útvarps og sjónvarps enda munu nefndar- menn, er tilskipaðir vom th frum- varpsgerðar, varla sammála um neitt nema að láta prenta ósam- komulagið ásamt sérstökum fyrir- varabæklingum nefndarmanna. Því miður virðist htih hluti þess- ara tillagna vera nothæfur og stór hluti þeirra minna ónotalega á hug- myndir fasista og annarra einræð- isafla. Víst er að þar þarf miklu um að breyta og við að snúa þar th nothæft getur tahst og virðist helst að tihögur Amþrúðar Karlsdóttur og félaga hggi næst því að vera skoðunarhæfar að vissu marki. Varnagli Margir munu hafa hrokkið við er þeir sáu hina svörtu skýrslu Ríkisendurskoðunar varðanbdi RÚV. Við lestur skýrslunnar fer ekki mihi mála að stórfeht kæru- leysi, takmarkalaus eyðslusemi, vankunnátta í fjármálastjóm og hagkvæmnismati o.fl. hefur sett alvarlegra mark á stjómun þessa fyrirtækis okkar en margan hefur grunað. Ekki er alveg ljóst af þess- ari skýrslu hvað langt aftur í tím- ann þessi vandamál ná en svo sem sjá má mun þessi vandræðagangur allur hafa kahað á sífeht meiri fjár- muni frá notendum. Athyghverð em ummæh Stein- gríms Hermannssonar forsætis- ráðherra varðandi skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Hann segir: „Það er gahi í kerfinu hjá okkur að þeg- ar skýrslur Ríkisendurskoðunar um einstakar stofnanir koma, og þá getum við tekið sem dæmi skýrslu hennar um Ríkisútvarpið sem er mjög alvarleg skýrsla, þá er engin leið að taka á þeim málum af því að svo margar af þessum stofnunum em undir sjálfstæðri stjóm.“ Svo sem sjá má af ýmsum fram- angreindum upplýsingum og öðm þá virðist fuh ástæða fyrir eigendur (notendur) að krefjast þess að hin nýju útvarpslög hafi inni að halda vamagla við ósköpum sem þessum. Harðsnúinn og fjölmenntaður framkvæmdasljóri væri líklegur th að geta tekið á málum svo sem th þarf - og auðvitað getur hann þá einnig borið heitið útvarpstjóri um leið. Líklega kann að vera hepphegast aö sefja ákveðið fjármagn vegna útvarps og sjónvarps á fjárlög á ári hveiju og að ekki verði um auka- fjárveitingar að ræða, og komi aug- lýsingatekjur th viðbótar því fjár- magni. AJfnotagjöld séu lögð á hvem skattskyldan einstakling (nefskattur) er komi á u.þ.b. 162 þúsund einstaklinga (núverandi fjöldi gjaldenda er u.þ.b. 77.500) og greiðist gjaldið th ríkissjóðs ásamt öðrum sköttum. Nefna má að með þessu fyrir- komulagi sparast mikih inn- heimtukostnaður og pappírsaustur í hveijum mánuði og margt fleira sem er hér ótahð. Óviðeigandi bófahasar Rekstiir tveggja FM hljóðvarps- rása RÚV er kjánaleg og fjarstæðu- kennd vitleysa, sem á ekki lengur rétt á sér (þarf varla að skýra hvers vegna!). Samkvæmt síendurteknum könnunum Gahups á íslandi og línuritum þar um, sem birtast oft í sjónvarpi, er auðvelt að sjá að nægjanlegt pláss er fyrir aht bita- stætt efni á annarri hvorri rásinni og áð auki þokkalegt pláss fyrir graðhestamúsík. Nokkra athygh vekur hið kjána- lega og ímyndaða kapphlaup RÚV við. einkaútvarps- og sjónvarps- stöðvar og thraunir th að gera þeim flest th bölvunar en slíkt hefur einnig oft haft verulegan kostnað í för með sér. Það verður að teljast ahs óveiöeigandi að RÚV sé í ein- hvers konar bófahasar af þessu tagi. Jón Gunnarsson „Rekstur tveggja FM hljóðvarpsrása RÚV er kjánaleg og Qarstæðukennd vitleysa, sem á ekki lengur rétt á sér (þarf varla að skýra hvers vegna!).“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.