Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 12
12 —44 Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RViK, SiMI (1 >27022 - FAX: (1)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Gæludýr borgarinnar Embættismenn Reykjavíkurborgar hafa upplýst, að ekki er einsdæmi, að gæludýr og þurfalingar fái sér- staka fyrirgreiðslu hjá borginni. En það hlýtur þó að vera afar sjaldgæft, að borgarfulltrúi fái fyrirgreiðslu á borð við þá, sem Júlíus Hafstein hefur fengið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fékk í fyrsta lagi eftirsótta lóð, sem margir hefðu viljað borga nokkrar milljónir króna fyrir að fá. í öðru lagi fékk hann að heíja framkvæmdir á lóðinni án þess að hafa greitt til- skilin gjöld vegna byggingarleyfis og gatnagerðar. Þessi uppgötvun er óþægileg fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Borgarstjórnarkosningar verða að vori. í kosninga- baráttunni verður erfitt að svara þeirri röksemd, að langvinnur meirihluti eins flokks leiði til spilhngar, til dæmis í skömmtun gæða, sem of lítið er til af. Að undanfórnu hafa stjórnmálamenn Sjálfstæðis- flokksins tahð sig hafa hreinni skjöld en annarra flokka menn, sem hafa lent í margvíslegum hremmingum. Forustumenn flokksins hafa lagzt eindregnar í orði gegn pólitískri spilhngu en forustumenn stjórnarflokkanna. Telja má víst, að á næstu misserum muni kjósendur spyrja eftir stjórnmálamönnum og stjórnmálaflokkum, sem vilja skera upp herör gegn pólitískri sphlingu og gera eitthvað áþreifanlegt gegn henni. Þetta verður eitt málanna í byggðakosningunum á vori komanda. Fólk er orðið langþreytt á brennivínskaupum ráð- herra og svindh þeirra með ferðapeninga. Það er orðið langþreytt á forgangi stjórnmálamanna að ódýrum líf- eyri. Það er orðið langþreytt á misnotkun þeirra á fé úr opinberum sjóðum th fyrirtækja, sem þeir eiga. Fólk sættir sig ekki heldur við, að sveitarstjórnar- menn fái eftirsóttar lóðir og njóti síðan sérstakrar fyrir- greiðslu vegna þeirra. Skömmtunar- og undanþágukerf- ið er afleitt út af fyrir sig, en verður margfalt verra, þegar fuhtrúar kjósenda fara sjálfir að njóta góðs af. Lóðir og hús eru hefðbundinn vettvangur spilhngar víða um heim og hefur rækhega verið kortlagður af fræðimönnum. Stundum er skipulag notað th að hækka lóðir eða land í verði. Víða erlendis er það ein algeng- asta tegund spillingar á sviði bæjar- og sveitarstjórna. Um slíkt hefur blessunarlega ekki verið að ræða í Reykjavík, af því að borgaryfirvöld hafa áratugum sam- an verið svo forsjál að kaupa allt borgarlandið, langt upp í sveit. Borgin hefur því sjálf átt allt landið, sem skipulagt hefur verið eða staðið til að skipuleggja. Verr hefur tekizt th í úthlutun lóða. Lengst af hefur of htið framboð verið af lóðum. Menn hafa grætt á að fá úthlutað leigulóðum, sem þeir síðan framselja öðrum gegn greiðslu. Myndazt hefur svartur markaður á þessu sviði, eins og jafnan, þegar gotterí er skammtað. Á síðustu árum hefur dregið úr lóðasphhngu. Með því að setja kraft í skipulag og lóðaúthlutun í Grafar- vogi og Keldnaholti og á Gufuneshöfða náði Reykjavík- urborg jafnvægi mhh framboðs og eftirspurnar íbúða- lóða. Einnig hefur jafnvægi aukizt í atvinnulóðum. Undantekningar hafa helzt falizt í afmörkuðum lóð- um, sem eru nálægt borgarmiðju, svo sem við Lágmúl- ann. Slíkar lóðir ætti raunar að setja á uppboð eins og gert var í Stigahhð sæhar minningar. Það er borginni th áhtshnekkis að hafa horfið frá þeirri braut. Vonandi verður Lágmúlahneykshð th þess, að borg- arstjóri fari að útrýma vinnubrögðum skömmtunar og undanþága, sem ahtof oft faha gæludýrum í skaut. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. Willy Brandt (t.v.) var borgarstjóri i Vestur-Berlín þegar múrinn reis. Kvöldið sem hliðin opnuðust ávörpuðu hann og Helmut Kohl kanslari (t.h.) mannfjölda úti fyrir ráðhúsi borgarinnar. Milli þeirra er Walter Momper borgarstjóri. ísabrot á hausti í Austur-Evrópu Úr þessu getur enginn velkst lengur í vafa um að klakabönd kalda stríösins eru brostin í Mið- og Austur-Evrópu. „Hvílík furða fyrir strangtrúarmenn á kalda stríðið, bæöi í austri og vestri, þeg- ar það sem var óhugsandi gerist alvanalegt," segir New York Times í forustugrein. Eitt af því sem enginn gat séð fyrir var að friðsamleg og öguð kröfugerð almennings á götum austurþýskra borga, ásamt opnun landamæra Ungverjalands fyrir Austur-Þjóðverjum á vesturleið, nægði til að buga lögregluríki. En um síðustu helgi féll Berlínarmúr- inn fyrir valdi fólksins. Afdankaðri flokksforustu og ríkisstjóm er sóp- að brott. Áöur hefur margt gerst undir niðri. Lýðræðishreyfing almenn- ings eflist í skjóh kirkjunnar. Innan valdaflokksins vex óánægja með þaulsætna og staönaða forustu þeg- ar allt er á fleygiferð í nálægum löndum. Flokksleiðtoginn í Dres- den, Hans Modrow, sem fyrstur reið á vaðiö og tók upp vinsamlegar samræður við andófsmenn, er aö mynda nýja ríkisstjórn og þykir hklegt flokksforingjaefni á auka- þingi Sósíahska einingarflokksins í vetur. Heitið er frjálsum kosningum. Smáflokkar, sem hingað til fengu að tóra í skugga Einingarflokksins sem tæki hans til að ráða yfir þjóð- félagshópum eins og bændum eða eigendum smáfyrirtækja, eru sem óöast aö skipta um forustumenn og hyggjast hér eftir koma fram sem sjálfstæð stjórnmálaöfl. í bráð setur stjómmálaundrið í Austur-Þýskalandi önnum kafna fomstumenn í ýmsum áttum út af laginu. Við slíku var ahs ekki búist. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, yarð að gera hlé á op- inberri heimsókn til Póllands í því skyni að sitja skyndifundi ríkis- stjómar sinnar í Bonn. Francois Mitterrand, forseti Frakklands og um leið Evrópubandalagsins þetta misserið, hefur kallaö leiðtoga ríkja EB saman til fundar nú um helgina. Þar á aö ræða síðustu at- burði en ekki síður að sjá svo um að leiðtogum risaveldanna, Bush og Gorbatsjov, sé það ljóst á fundi sínum á skipsfjöl við Möltu eftir mánaðamótin að Evrópuþjóðir ætla ekki aftur aö látp ráðskast með sig svipað og gert var á ráð- stefnunni í Jalta fyrir hálfum fimmta áratug. Þar fékk Stahn komið ár sinni svo fyrir borð sem raun bar vitni vegna þess að ljóst var að fyrirsjáanlegur sigur yfir Hitlers-Þýskalandi var öhu öðm fremur goldinn með rúss- nesku blóði. Þar sýndi sig rétt einu Erlendtíöindi Magnús Torfi Ólafsson sinni rússnesk hreysti sem braut oddinn af þýsku hervéhnni við Moskvu og Leníngrad, Stalíngrad og Kúrsk. Baráttan varð miklum mun fómfrekari en ella fyrir ráð- leysi einvaldans, glæpi og rangar ákvarðanir, einkum í aðdraganda stríðsins og upphafi þess. En á fómum sovétþjóðanna reisti Stalín kúgunarveldið sem nú riðar til fahs eða er þegar hrunið í hverju landinu af ööm. Verðleikar núver- andi stjórnenda í Kreml em ekki síst að þeir hafa séð og viðurkennt í verki að sovétveldið er oíþanið og verður að færa saman kvíamar ef það á ekki að grafa enn frekar undan sjálfu sér með bólgnum her- kostnaði. Sá ferill er þó ekki enn langt á veg kominn. Með þegar gerðum samningum um takmörkun vopna- búnaðar og fram komnum tihögum á ráðstefnu í Genf um fækkun í herafla í Evrópu em hemaðar- bandalögin tvö að leitast við að feta sig út úr kalda stríðinu þannig að bæði megi telja öryggi sínu betur borgið eftir en áður. Þau eru farin að viðurkenna í verki, ef ekki orði, að stríð meö kjamavopnum getur aldrei haft neinn vitlegan tilgang og til þess má aldrei koma. Nú snýst máhð fyrst og fremst um að koma herafla og vopnabúnaði í Evrópu í það horf að þetta sé ber- sýnilega frekar th varnar en ógnar. Vænst er árangursríkrar niður- stöðu á næsta ári. Bandaríkjastjórn kæmi einnig vel að létta herútgjöld eins og ríkis- fjármálum og utanríkisgreiðslu- stöðu er farið. Þvi hefur Bush for- seti kunngert að hann æthst til að öll fækkun í herafla Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu, sem um kann að semjast, komi af banda- ríska herhðinu sem þar hefst við. En bæði honum og Gorbatsjov er umhugað um að hemaðarbanda- lögin, sem hvor um sig styðst við, haldist óhögguð meðan þessi erfiði og flókni ferih af einu stigi víg- búnaðar á annað lægra fer fram. Þungamiðja bandarískrar og sov- éskrar hersetu í Evrópu er í þýsku ríkjunum. Þetta er ástæðan til aö maður gengur undir manns hönd tíl að kunngera að sameining þeirra sé ekki á dagskrá nú, hvað sem síðar verði. Hernámsveldin áskhdu sér líka við stofnun þýsku ríkjanna úrshtaorð við endanlega gerð friðarsamnings um aht sem snerti landið í hehd. Það var stjóm þeirra Willy Brandts og Walters Scheels í Bonn sem mótaði vesturþýska austur- stefnu. Hún felst í því að leitast við að eyöa smátt og smátt óeðhlegri skiptingu Evrópuríkja meö því aö gera að engu sovéskar öryggisrök- semdir fyrir því að halda öðrum Varsjárbandalagsríkjum í járn- greipum. Fyrst í stað hömuðust kristhegu flokkamir í Vestur- Þýskalandi gegn þessari stefnu en Hans-Dietrich Genscher utanríkis- ráðherra sá um að núverandi stjóm þeirra og flokks hans, Fijálsra demókrata, heldur fast við hana. Austurstefncm er nú óöfluga að bera árangur. Nýir menn með breytt viöhorf, meðal annars fyrir thsthh samskipta sem þýskir sós- íaldemókratar tóku upp við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna, sifja nú við stjómvöl í Krerrh. Þeir láta sér fátt um finnast þótt eins flokks kerfið hrynji í Varsjá, Búda- pest og Austur-Berhn og „alþýðu- lýðveldi" breytist í rétt og slétt lýð- veldi. Bandalagstengshn í Varsjár- bandalaginu em það sem skiptir þá máh. Fram th þessa hafa breytingam- ar gerst með friðsamlegum hætti en undiralda berst frá efnahag- söngþveitinu sem ríkir í löndum sem búið hafa við hagkerfi fyrir- skipana og miðstýringar að ofan. Fram undan er vetur og til að mynda Pólland er afar hla undir hann búið. Því lagði Lech Walesa höfuðáherslu á það, þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing, fyrstur óbreyttra útlendinga frá því Lafay- ette var á dögum, að Pólveijar hefðu fengið sig fullsadda af fógr- um orðum og góðum óskum. Nú væntu þeir gagnlegra verka til samræmis. Á síðasta fundi forustumanna sjö helstu iðnríkja var EB fahð að hafa yfirumsjón með skyndihöveislu við Pólverja og aðrar nálægar þjóðir á lýðræðisbraut. Ekki er að efa að sú hhð málsins verður ofarlega á baugi í boði Mitterrands í Elysée- höh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.