Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. Þingmenn í jöklaferð: í hrakningum á Vatnajökli - vorum aldrei í neinni hættu, segir Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans Þingmennimir Hjörleifur Gutt- ormsson og Kristín Einarsdóttir og eiginmaöur Kristínar, Kristján Már Sigurjónsson, lentu í miklum ævin- týrum á Vatnajökli í sumar er þau lögöu upp í gönguferð á jökulinn. Sumir heföu kallað það hrakninga en Kristín vill aUs ekki nefna það svo þar sem þau vom aldrei í neinni hættu. Kristín hefur um árabil frætt sjómenn um ofkælingu og hvemig á að veijast kulda og varð reynslunni ríkari eftir ferðalagið. Hún féllst á að segja helgarblaðinu frá þessari viðburðaríku og skemmtilegu ferð þeirra þremenninga. „Hjörleifur og eiginkona hans og við hjónin höfum verið kunningjar lengi eða frá árinu 1972. Þegar við Hjörleifur vorum fulltrúar á þingi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum vom makar okkar með og kunningsskapurinn endumýjaðist. Síðan höfum við farið á hveiju sumri í fjallgöngur. Á þessum árum höfum við fariö á Brúarjökul, í Kverkámes, í Grá- gæsadal, í Kálfafellsdal, á Öræfajök- ul, í Esjufjöll, auk styttri gönguferða, aðallega í A-Skaftafellssýslu. í stór- kostlegri ferð á Öræfajökul lærðum við hversu erfitt það er að ganga í krapi á jökli. Maður sökk upp á miðja kálfa og þá ákváðum við að ef haldið yrði í aðra slíka ferð skyldum við taka með okkur skíði eða annan út- búnað til að ganga á snjónum. Þriója til- raunin heppnaðist „Fleiri hafa verið með í þssum ferðaklúbbi, meðal annarra Kristín Lundberg frá Neskaupstað og Ali frá Austur-Þýskalandi. í sumar vorum við bara þrjú því ferðaáætlunin var talin nokkuð ströng. Fyrst var ferð- inni heitið inn í Innri-Veðurárdal en hann er mjög afskekktur og er í fjöll- unum sem halda að Breiöamerkur- jökli að austan. Þetta var þriðja til- raun okkar til að komast í þennan fáfama dal. Veðrið hafði tvisvar stoppað okkur. í þetta sinn voram við heppin, fengum gott veður og útsýnið var stórkostlegt. Þetta var mánudaginn 24. júlí. Á þriðjudegin- um lögðum við af stað inn í Hoffells- dal en við höfðum leigt okkur jeppa og ókum inn í dalinn. Þar er slóð sem er ekki mjög auðfarin og liggur frá Hoffelli. Okkur tókst náttúrlega að festa okkur í ánni. Við tjölduðum inni í dalnum og ætluðum að halda áfram á jökul daginn eftir. Spáin sagði að veður færi batnandi. Þennan dag var engu að síður rok og rigning - varla hundi út sigandi. Veðurspáin stóðst ekki Á fimmtudeginum var enn rok, rigning og þoka svo við gátum ekk- ert gert annað en að sitja og bíða. Veðurspáin sagði enn að veðrið færi batnandi og við bjuggum okkur und- ir að leggja af stað á fóstudagsmorgn- inum. Þá um morguninn var stytt upp en nokkur vindur. Ég var á báð-. um áttum hvort við ættum að halda til fjalla en þar sem veðurspáin var Snjóhúsið sem þau Kristín, Kristján og Hjörleifur reistu á Vatnajökli og höfðust við í tvær nætur á meðan veðrið hamaðist utandyra. Á myndinni eru þau Kristín og eiginmaður hennar, Kristján, en vel má sjá afhýsið sem Kristín ræðir um í greininni. Mynd: Hjörleifur Guttormsson Stund milli stríða í snjóhúsinu. Þingmennirnir Hjörleifur og Kristín láta ekki deigan síga þótt á móti blási. buxum einum fata. Mynd: Kristján Már Sigurjónsson Mynd: Kristin Einarsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.