Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 30
42
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
LífsstOl
DV
- litast um í geimferðamiðstöðinni í Houston, Texas
„Houston, bækistöðin á Hafi kyrrð-
arinnar kailar. Örninn er lentur.“
Það var vel við hæfi að „Houston"
væri fyrsta orðið sem Neil Armstr-
ong, leiðangursstjóri Apollo 11 tungl-
farsins og fyrsti maðurinn til að
drepa niður fæti á þennan næsta
nágranna okkar í himingeimnum,
sendi til jarðar af yfirborði tunglsins
fyrir luttugu árum er geimfarið lenti
á Hafi kyrrðarinnar.
Houston, Texas, eða „geimborgin“,
eins og stoltir íbúarnir kalla hana
gjarnan þegar við á, hefur hátt í þrjá
áratugi verið aðsetur stjórnstöðvar
allra mannaðra geimferða banda-
rísku geimvísindastofnunarinnar,
NASA.
Þar sem áður voru beljur á beit
hafa nú risið um eitt hundrað bygg-
ingar undir starfsemi Lyndon B.
Johnson geimferðamiöstöðvarinnar,
eins og hún heitir fullu nafni, og þeim
fer fjölgandi.
Eldflaugar á flötinni
Geimferðamiðstöðinni var fundinn
staður haustið 1961 í um 40 kílómetra
íjarlægð suðaustur af miðborg Hous-
ton. Það eru þó ekki aðeins geimfarar
og vísindamenn sem þar ganga um
snyrtilegar grasflatir meðal lág-
reistra bygginga. Miðstöðin er opin
almenningi alla daga ársins nema
jóladag. Aðgangur er þó aðeins heim-
ilaður að fimm byggingum, auk mat-
sölunnar og minjagripaverslunar-
innar. Og aðsókn ferðamanna er
mikil. Á fjárhagsárinu, sem lauk 30.
september síðastliðinn, sóttu nær 900
þúsund gestir staðinn heim, 50 þús-
und fleiri en árið á undan. Meiri-
hluti þeirra er Bandaríkjamenn en
starfsmenn telja að útlendingar séu
um þriðjungur.
Hið fyrsta sem gesturinn rekur
augun í þegar inn á landareign geim-
ferðamiðstöðvarinnar er komið eru
þijár eldflaugar úti á grasflöt. Sú
stærsta þeirra, Satúrnus V flaug,
liggur á hliðinni en hinar tvær,
Mercury-Redstone og Litli Jói H,
standa teinréttar upp í loftið, eins og
þær bíði þess eins aö einhver ýti á
takkann til að ræsa hreyflana. Þegar
undirritaðan bar að garði fyrir
skömmu var þar nokkur fjöldi.
manna að skoða, m.a. hópur Kín-
verja sem mynduðu hver annan í
gríð og erg með Satúrnus í baksýn.
Átta milljón græjur
Satúmus V flaugin var notuð á
Veðrið í útlöndum
HITASTIG IGRÁÐUM
-10 •£>• Ingra OUI-S 1 111 5 6(1110 11 tll 15 16HI20 2011126
Stokkhólmur 5'
Kaupnngnnahöfn 7°
h Berlín 5° \
Hamborg 5
L?n@6|»
Luxemborg 5
Mallorca 20;
Malaga 15°
innipeg -1
Lénskýj<
SkýjaS
Alskýjoö <
Los Angeles 12'
Byggt á veðurfréttum VeÖurstoíu islands kl. 12 á hádegl, föstudag
Reykjavík 1° Bergen&
. ' ,
Þórshöfn 8°
Osló 2°
York 3°
tOrlando 8°
DVJRJ
Rlgning V Skúrir Snjókoma Þiumuveöur = Þoka
Houston, bækistöðin á Hafi kyrrðarinnar kallar. örninn er lentur.
árunum 1967-73 og hún á m.a. heið-
urinn af því að hafa skotið Neil
Armstrong og öðrum tunglförum á
loft. Hún flutti einnig geimstöðina
Skylab á braut umhverfis jörðu 1973.
Á sínum tíma var hún stærsta eld-
flaug sem nokkm sinni haföi verið
smíðuð, tæpir 110 metrar á hæð þeg-
ar Apollo tunglfarinu haföi verið
komið fyrir á toppnum. Tunglfarið
sjálft er minnsti hlutinn, varla meira
en eins og títupijónshaus á þessu
stóra flykki. Eldflaugin, að Apollo
undanskildum, var samsett úr þrem-
ur milljónum hluta. Stærstur þeirra
var eldsneytisgeymir, 10 x 20 metrar,
en sá minnsti díóða sem var minni
en títupijónshaus. Við flugtak
brenndi fyrsta þrep flaugarinnar
meira en fimmtán tonnum af elds-
neyti á sekúndu og hávaðinn jafn-
gilti því að átta milljón hljómflutn-
ingstæki heföu verið stillt á hæsta
styrk.
Hinar flaugamar em öllu minni.
Sérstaklega er þó Mercuryflaugin lít-
il fyrir mann að sjá, þvengmjó og
lágreist. Hún afrekaöi það þó að
skjóta tveimur fyrstu bandarísku
geimförunum á loft vorið 1961, þeim
Shepard og Grissom, hvorum í sínu
lagi að visu.
Lith Jói n var notaður í tilraunum
með Apollo tunglfarið á árunum
1964-66. Litíi Jói er tæpir þijátíu
metrar á hæð og öllu gildari en Merc-
ury, en samt peð eitt í samanburði
við Satúmusinn.
Flottir tunglsteinar
„Hvað fannst þér um tunglstein-
ana?“
„Mér fannst þeir stórkostlegir."
Þetta sögðu tvær virðulegar grá-
Hver ferð geimskutlunnar umhverfis
jörðu tekur aðeins um 90 minútur,
á 28.000 kílómetra hraöa á klukku-
stund, og því upplifir áhöfnin 16 sól-
aruppkomur og 16 sólsetur á þeim
tima sem jarðarbúar kalla einn sól-
arhring.
hærðar konur þegar þær höfðu virt
fyrir sér rúmlega þrjú þúsund millj-
ón ára gamlan basalthnullung sem
tunglfarar fluttu með sér til jaröar í
lofttæmdri tösku í júlí 1971.
Konumar vom staddar í bygingu
númer 2 þar sem gestamiðstöðin er
til húsa, en þangað liggur leiðin fyrst
frá eldflaugagarðinum. Hnullungur-
inn er hluti af þeim íjögur hundrað
kílóum af sýnum sem tunglfarar
tóku með sér heim á sínum tíma.
En tunglgijót er aðeins brot af því
sem gefur að sjá í byggingu númer
2. Þegar inn kemur blasir við sjónum
sýningarbás sem er í laginu eins og
geimskutla og með haliandi gólfi
þannig að maður hefur á tilfinning-
unni að maður sé að stíga ölduna úti
á sjó. í básnum má sjá myndir og
ýmislegt annað tengt geimferðum
Bandaríkjamanna. Þar er m.a.
dæmigerður matarbakki fyrir geim-
fara, allt saman frostþurrkað og
heldur ókræsilegt útiits. Hver
skammtur er vandlega samsettur til
aö veita geimförunum nægilega orku
til að vinna þau störf sem þeim er
ætlað. Og okkur er sagt að það taki
um tuttugu mínútur að útbúa máls-
verð fyrir sjö geimfara í geimskutl-
unni. Ur einu homi bássins má heyra
upptökur af samtölum milU geimfara
og sljómstöðvarinnar á jörðu niðri.
Stjömukort geimfara
Uppi á lofti er sögulegt yfirlit sem
segir frá tflraunum mannsins til að
sigrast á þyngdaraflinu og fljúga út
í geiminn. Upphafið er rakið fil Kína
á 13. öld þegar þarlendir bjuggu til
flugelda og skutu þeim á loft. Því til
stuðnings er mynd úr kínversku her-
fræðiriti frá 1621. Á vegg hangir einn-
ig eftirmynd korts af tunglinu sem
Jóhannes nokkur HeveUus gerði árið
1647. Orwillebræðra, frumkvöðla
flugsins, er þar einnig getið, svo óg
Roberts H. Goddard sem fyrstum
tókst að skjóta á loft flaug með fljót-
andi eldsneyti í marsmánuði 1926.
Eftiriíking af eldflauginni er einnig
til sýnis. Síðan er sagt frá fyrstu