Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Blaðsíða 21
21
wia-Mavo/ .í.i fluo/.ua/.ojaj
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
I>V
Kvikmyndir
Eftir nokkurra ára lægö, sem náöi hámarki í
hinni mislukkuðu stórmynd Hugh Hudson, Revolution,
er A1 Pacino aftur í toppformi í erótísku
sakamálamyndinni Sea of Love. Þar er hann á
kunnuglegum slóðum í hlutverki rann-
sóknarlögreglu í New York.
Sea of Love er svo sannarlega sú
kvikmynd sem vakiö hefur
mesta athygli í Banda-
ríkjunum á haust-
mánuöunum og er ein
mest sótta kvikmynd
ársins. Leikur A1 Pacino
reyndan lögreglumann,
Al Pacino og Ellen Barkin ná upp góðum samleik i Sea of Love.
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
The Black Marple, og aftur var það
James Woods er lék aðalhlutverk-
ið. Þá má nefna dramatísku kvik-
myndina Taps, er gerist í herskóla,
með þeim George C. Scott og Timot-
hy Hutton í aðalhlutverkum.
Síðasta kvikmynd hans áður en
hann leikstýrði Sea of Love var The
Boost sem nýlega var sýnd í Laug-
arásbíói. Enn einu sinni lék James
Woods aðalhlutverkið hjá honum.
A1 Pacino
A1 Pacino hefur fimm sinnum
fengið tilnefningar til óskarsverð-
launa, fyrir The Godfather,
Serpico, The Godfather, part II, Dog
Day Afternoon og ...And Justice
For All. Ekki hefur hann enn hlot-
ið ver ðlaunin en nú gæti hans tími
veriö kominn því það má mikið
vera ef hann fær ekki tilnefningu
fyrir leik sinn í Sea of Lové. Pacino
hefur ávallt verið bestur í hlut-
verkum lögreglu að undanskildum
Godfather myndunum þar sem
hann lék yngsta son mafíuforingj-
ans Corlioni.
A1 Pacino er eins og Harold Bec-
ker fæddur og uppalinn í New
York. Hann fæddist 25. apríl 1940.
Hann er ítalskrar ættar. Forfeður
hans komu frá Sikiley.
Ekki er hægt að segja að hann
hafi átt auðvelda æsku. Hann ólst
upp í Suður Bronx og þegar hánn
var ungur lét fjölskyldufaðirinn sig
hverfa. Hann sýndi lítinn áhuga á
námi og hætti í skóla sautján ára
gamall. í skólanum hafði hann sýnt
hæfileika sem leikari og var hann
hvattur af kennurum sem og fjöl-
skyldu sinni aö reyna fyrir sér á
sviði.
Hann byrjaði feril' sinni í litlum
leikhösum fjarri Broadway. 1966
var hann samþykktur af sjálfum
Lee Strasberg í Actors Studio. Þar
hlaut hann sína fyrstu þjálfun og
var fljótlega kominn í fararbrodd
þeirra sem þar námu. 1968 hlaut
hann Obie verðlaunin fyrir leik
sinn í The Indian Wants the Bronx,
eftir Israel Horovitz, og hann hlaut
Tony verðlaunin 1968 fyrir leik
sinn í Does the Tiger Wear a
Necktie og einnig Theatre World
Awards fyrir sama hlutverk. Sama
ár var hann kosinn efnilegasti leik-
arinn á Broadway af leikhúsgagn-
rýnendum.
Nú fóru kvikmyndatilboðin að
koma. Hans fyrsta hlutverk í kvik-
mynd var lítið hlutverk í Me Na-
talie. Næsta hlutverk hans var að-
alhlutverkið í The Panic in Needle
Park sem er einhver allra besta
kvikmynd um unga eiturlyfjaneyt-
endur.
Þá kom The Godfather og neims-
frægð um leið. Eftir Godfather kaus
Pacino samt að fara aftur upp á
leiksviðið og lék í The Basic Train-
ing of Pavlo Hummel og fékk sín
önnur Tony verðlaun fyrir leik
sinn í þvi leikriti.
Næsta kvikmynd hans var
Scarecrow sem vann verðlaun sem
besta kvikmynd á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes 1973. Aftur lá leið
hans í leikhúsið, nú var það Sha-
kespeare, titilhlutverkið í Ríkharð-
ur III.
Þrátt fyrir velgengni í kvikmynd-
um hefur A1 Pacino leikið mikið á
sviði og unnið þar mikil afrek. Má
þar nefna leikritin The Resistible
Rise of Erturo Ui éftir David Ma-
met. Lék hann í þessu leikriti bæði
á Broadway og London, The
Connection, Hello Out There, Tiger
at the Gates og nú síðasta í Julius
Caesar eftir Shakespeare.
Þá fylgdu í kjölfarið á The God-
father nokkrar góðar kvikmyndir.
Áður hafa veriö nefndar þær sem
hann fékk óskarstilnefningar fyrir.
Aðrar eftirminnilegar eru Cruis-
ing, Bobby Deerfield, Author, Aut-
hor og Scarface.
Þótt ferill A1 Pacino í kvikmynd-
um sé orðinn tuttugu ár hefur hann
ekki leikið nema í fimmtán kvik-
myndum og síðustu þrjú árin hefur
hann haldið sig alveg frá kvik-
myndum en kemur nú fram á sjón-
arsviðið í Sea of Love sterkari en
nokkru sinni fyrr. Laugarasbíó
mun taka Sea of Love til sýningar
fljótt upp úr áramótum.
-HK
í toppformi
Harold Becker er leikstjórl Sea of Love.
Frank Keller, sem hefur aðeins
eina stefnu í líflnu, vinnuna.
Þegar myndin hefst er hann að
fá viðurkenningu fyrir tuttugu ára
starfsaldur. Um leið er morðingi á
kreiki í New York sem notar einka-
málaauglýsingar dagblaðanna til
að verða sér úti um fómarlömb.
Morðinginn, sem er kona, nýtir
sér þá sem auglýsa eftir bólfélaga
og drepur þá þegar hæst stendur.
Til að nálgast morðingjann setur
Keller sams konar auglýsingu í
dagblað og hefur laðað morðingj-
ann. Hann og félagi hans skiptast
á um aö hitta konurnar sem svara
auglýsingunni. Starfið fer að vefj-
ast fyrir Keller þegar hann verður
ástfangin af einni þeirra og það er
einmitt sú sem hann grunar um
morðin...
Það er auövelt að skilja vinsældir
Sea of Love. Myndin er æsispenn-
andi um leið og hún er erótísk.
Nafn myndarinnar er tilkomið
vegna þess að þegar eitt fórnar-
lambið finnst er á fóninum gamli
slagarinn Sea of Love í uppruna-
legri útgáfu og er lagið rauður
þráður í gegnum myndina. Sea of
Love hefur yfirleitt fengið frábæra
dóma gagnrýnenda og er talin til
mikilla afreka við næstu óskars-
verðlaunaafhendingu.
Hinar miklu vinsældir myndar-
innar em ekki síst A1 Pacino aö
þakka sem er í toppformi í hlut-
verki lögreglunnar sem þekkir öll
brögð glæpamanna en veit varla í
hvorn fótinnhann á að stíga þegar
kemur að einkamálunum.
Verður lögreglumaðurinn Frank
Keller einstaklega lifandi í meö-
förum hans. Þá er leikur Ellen
Barkin í góðu mótvægi viö A1 Pac-
ino og hefur þessi leikkona sjálf-
sagt aldrei gert betur. Hún nær
auðveldlega að sýna hinn mikla
kynþokka sem persónan er gædd.
Harold Becker
Leikstjóri Sea of Love er Harold
Becker. Hann hefur átt það til að
misstíga sig á ferli sínum sem
stafar kannski helst að því að hann
er afkastamikill. Hann er innfædd-
ur New Yorkbúi sem byijaði feril
sinn sem hönnuður og ljósmynd-
ari. Leiddi það til að hann fór að
stjórna auglýsingum og stuttum
viðtalsmyndum fyrir sjónvarp. Ein
þessara stuttu mynda Ivanhoe
Donaldson hlaut gullverðlaun á
kvikmyndahátíð í Mannheim og
Sighet töldu ísraelsmenn bestu
sögulegu myndina eitt árið.
Fyrir sína fyrstu leiknu kvik-
mynd valdi Becker ástarsögu Allan
SilUtoe, The Ragman’s Daughter.
Þetta var 1972. Hann tók þá kvik-
mynd í Englandi og hlaut hún
ágætar viðtökur gagnrýnenda þótt
ekki væri aðsókn mikil.
Það var svo ekki fyrr en 1979 að
hjólin fóru að snúast af alvöru fyr-
ir Harold Becker er hann valdi
skáldsögu Joseph Wambaugh, The
Onion Field, fyrir sína næstu kvik-
mynd. í aðalhlutverkum voru Ja-
mes Woods, John Savage og Ted
Danson.
Var kvikmyndinni vel tekið af
gagnrýnendum sem og áhorfend-
um. Fljótlega gerði Becker aðra
kvikmynd eftir sögu Wambaugh,
Sea of Love:
A1
Pacino