Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Side 19
LAUGARDAGUR 18. NÓVEMBER 1989.
manni sem synti yfir fljótiö Spree
meö þriggja ára son sinn á bakinu.
Skotnir á flótta
Á þessum 28 árum hafa um áttatíu
manns látiö lífið viö flóttatilraunir.
Nokkrir létust á fyrstu dögunum
meöan flóttaleiðin var enn opin í
gegnum hús þegar þeir stukku út um
glugga.
Þann 17. ágúst 1962 vakti flóttatil-
raun hins 18 ára gamla Peters Fecht-
er heimsathygh. Fechter var skotinn
af austur-þýskum landamæravörð-
um og féll niður viö múrinn. í rúman
klukkutíma lá hann og blæddi út í
augsýn v-þýsku lögreglunnar og
fréttamanna. Að lokum komu a-
þýsku landamæraverðirnir og sóttu
Ukið.
Þann 6. febrúar síðastUðinn var
hinn 21 árs gamU Chris, Gueffroy
skotinn til bana af a-þýskum landa-
hræðsla í fóUd. Ég þekkti gömul hjón,
sem ég var mikið hjá, og þau og aðr-
ir sögðu sem svo að Bandaríkjamenn
mundu aldrei líða þetta og auðvitað
verður stríð.“
Þór þurfti að reka erindi í V-BerUn
áður hann kom heim og varð þar af
leiðandi að fara yfir múrinn.
„Að vísu var hinn eiginlegi múr
ekki risinn heldur skipti gaddavír
borginni. Ég man eftir því í þau tvö
skipti sem ég þurfti að fara vestur
vfir að landamæraverðirnir voru
ekki alveg vissir hvernig ætti að af-
greiða svona menn eins og mig.“
Mikil vonbrigði
Þór sagði að auk reiði og hræðslu
hefðu vonbrigði einkennt viðbrögð
íbúanna.
„Ég varð sjálfur fyrir miklum von-
brigðum með þessa þróun mála.
Þetta var augljóslega mikU uppgjöf
Þessi mynd hlaut á sínum tíma alheimsfrægð. Hún birtist víða og meðal
annars á baksíðu Vísis 18. ágúst 1961. Hún sýnir austur-þýskan landamæra-
vörð stökkva i öllum herklæðum vestur yfir gaddavírinn. Um leið og hann
stekkur hendir hann frá sér rifflinum. í kjölfarið fóru átta aðrir landamæra-
verðir yfir til Vestur-Berlínar.
Mannfjöldinn við Brandenborgarhliðið 11. nóvember síðastliðinn, tveimur
dögum eftir að múrinn var opnaður.
mæravörðum þegar hann reyndi að
klifra yfir múrinn.
Reiði og stríöshræðsla
Þór Vigfússon, skólameistari Fjöl-
brautaskóla Suðurlands, var viðnám
í Austur-Berlín á þessum tíma. Dag-
inn sem lokað var með gaddavírnum
lá Þór á sjúkrahúsi en hann flutti
síðan alkominn heim tveimur vikum
síðar.
„Þegar ég kom af sjúkrahúsinu
upplifði ég hughrif fólks og er það
mjög minnisstætt,“ segir Þór. „Meðal
borgara í A-Berlín var geysileg reiði
og mér hálfbrá þegar ég varð var við
það hve fólk var reitt. Þessu til við-
v bótar var talsverð mikil stríðs-
af hálfu valdhafa. Lífskjör í heild og
vöruframboð var áberandi verra í
Austur-Berlín en ég hafði tekið eftir
í þau fimm ár sem ég var þarna að
þetta skánaði stöðugt. Einnig hafði
viss slökun verið í landinu á valda-
skeiði Krústsjovs og allt virtist stefna
í rétta átt. Þegar maður lítur til baka
verður manni ljóst að slökunin var
aldrei meiri en svo að hægt væri að
grípa í taumana."
Múrinn var
svívirðing við borgina
Þór segir að flóttabylgjan hafi frek-
að verið í rénum þegar yfirvöld á-
kváðu að reisa múrinn. Þegar hlut-
irnir snerust svona harkalega við
urðu vonbrigðin mikil. Hann var
spurður hvaða áhrif atburðir síðustu
daga hefðu haft á hann sjálfan.
„Ég fagna þessu alveg feikilega og
sérstaklega af þvi þetta gerist með
mjög friðsamlegum hætti. Ég var
orðinn það mikill Berlínarbúi í mér,
og er reyndar enn, og fannst múrinn
alltaf vera svívirðing við borgina og
ht á hann sem kaun. Úr þessu held
ég að það sé eingöngu spurning um
tíma hvenær hann verður rifmn til
grunna."
Heftferðafrelsi
ekki afsakanlegt
Örn Erlendsson er formaður fé-
lagsins Ísland-DDR. Hann lærði hag-
fræði í Austur-Þýskalandi á árunum
1962-1968. Um árabil hefur fyrirtæki
hans verið með viðskipti við Austur-
Þýskaland og er Öm sennilega sá
íslendingur sem oftast hefur farið
yfir múrinn að eigin sögn. „í fyrsta
lagi hef ég mina túlkun á múrnum
og hef alltaf htið á hann sem landa-
mæri í þéttbýli,“ segir Öm.
„Sem slíkur var hann kannski ekki
svo óeðlilegur með hhðsjón af því
hve verölag og efnahagur var ólíkur
beggja vegna hans. Það var óeðhlegt
og út af fyrir sig ekkert afsakanlegt
að þegnamir gátu ekki ferðast eðh-
lega út um landið. Ég hef ahtaf tahð
þessar hömlur á ferðafrelsi helst til
mikla þröngsýni. í dag eru menn að
viðurkenna alls konar mistök og ég
tel að hefðu þeir htið í kringum sig
fyrir einu og hálfu ári þá hefði þetta
aldrei farið úr böndunum. Fólk hefði
tekið hlutunum sem eðlilegri þróun
og þessi sprenging flóttafólks aldrei
orðið. Bylting er sjaldan heppileg
póhtísk þróun.
Þegar ég kom þama fyrst bar borg-
in öh geysileg merki stríðsins og
maður sá hana breytast, sérstaklega
á áttunda áratugnum og fram th
dagsins í dag. Borgin var byggð upp
á þessum tíma og myndar eina hehd
frá Brandenburgarhhði og upp á
Alexanderplatz og svo áfram. Verði
múrinn viö Brandenborgarhliðið
opnaður kemur í ljós glæsileg breið-
gata beggja vegna. En hvemig þeir
atburðir þróast get ég ekki sagt um.“
Slökun á
síðustu árum
Árið 1970 hittust þáverandi kansl-
ari V-Þýskalands, Whly Brandt
(Brandt var borgarstjóri V-Berhnar
þegar múrinn var reistur) og forsæt-
isráöherra A-Þýskalands, Wihi
Stoph, og það var upphafið að batn-
andi sambúð þýsku ríkjanna sem þó
þróaðist hægt. Fyrir tveimur árum
fór Erich Honecker í heimsókn til
V-Þýskalands og varð þar með fyrsti
a-þýski þjóðarleiðtoginn sem kom í
opnbera heimsókn th V-Þýskalands.
Nú verður
ekki snúið aftur
Aðspurður sagöi Þorsteinn Thor-
arensen að atburðir síöustu daga
staðfestu sínar fyrri spár.
„Ég átti marga kunningja og vini
sem vom harðskeyttir stalínistar og
kommúnistar. Við áttum margar við-
ræður og ég get ekki séð betur en að
ég hafi haft rétt fyrir mér. Það er
stórt atriði í lífi okkar ahra, og sér-
staklega þessara vina minna sem
trúðu á þennan boðskap, að þessar
hugmyndir hafa nú hruniö. Ég ht á
þetta sem hðinn tíma og ég mun ekki
taka th þess að menn hafi verið á
rangri skoðun.
Núna þegar ég ht th framtíðarinnar
get ég séð að það getur verið mikh
hætta þessu samfara. Á síðustu árum
hefur tekist gott samstarf mihi Evr-
ópuþjóða og það hefur meðal annars
byggst á því að Þjóðverjar hafa ekki
verið ahtof sterkir. Um leið og ég
segist vera ánægður meö síðustu at-
burði er ég jafnframt kvíðinn. Múr-
inn er ekki aöalatriðið heldur það
sem ryður honum úr vegi. Það að
múrinn opnast er einungis afleiðing
þess að hugmyndir manna hafa
breyst."
Samvinna framundan
Þegar Þór Vigfússon var spurður
um framtíð þýsku ríkjanna sagðist
hann eiga erfitt með að sjá þá hluti
fyrir. Hins vegar taldi hann aö í báð-
um ríkjunum múndi koma upp sterk
hreyfing fyrir sameiningu.
„Én stórveldin kvíða því að Þýska-
land sameinist og það hefur aha tíð
verið svo frá stríðslokum. En það er
enginn vafi að ríkin munu þreifa fyr-
ir sér með einhvers konar nánara
samstarf,“ sagði Þór Vigfússon.
-JJ
Heimildir: Reuter, Time
og Welt am Sonntag
Peter Fechter gerði flóttatilraun 17. ágúst árið 1962. í rúma klukkustund lá
hann afskiptalaus og blæddi út fyrir framan augu Ijósmyndarans.
cLeather
cTWASTERj
Fyrír leðurhúsgögn og
leðurfatnað
Höfum á boðstólum efni til hreinsunar, við-
halds og verndunar á leðurhúsgögnum og leð-
urfatnaði.
Eínnig á sama stað lítanir á leðurhúsgögnum.
* Leðurhreinsir:
* Leðurnæring:
* Leðurvörn:
* Áklæðahreinsir:
* Áklæðavörn:
Hreinsar leðrið og opnar stíflaðar
svitaholur.
Mýkir upp og verndar leðrið. Fáanlegt
meðlit og litiaust.
Verndar viðkvæmt leður, s.s. rúskinn
og mokkafatnað.
Fljótvirkt hreinsiefni á úðabrúsum.
Sprautað yfir áklæði til verndar.
Heildsala - smásala
Sendum i póstkröfu
KfiJ PIND HF.
Skjólbraut 6, Kópav.
Sími 45960