Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.1989, Page 29
41 LAUGAKDAGUR 18. NÓVEMBER 1989. Margrét Sigurðardóttir, Víðivallagerði, Pljótsdalshreppi. Vilhjálmur Sigfússon, Sundabúð 2, Vopnafiröi. Jón Ingibjartsson, Miðtúni3,Keflavík. Blómey Stefánsdóttir, Hitaveituvegi 2, ReyKjavÍk. Jónína Gísiadóttir, Óðinsgötu 9, Reykjavík. Marta Magnúsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Helga Bjarnadóttir, Beinárgerði, Vallahreppi. Hörður Viktor Jóhannsson, Kastalagerði 8, Kópavogi. Sigurjón Heigason, Stóra-Langadal, Skógarstrandar- hreppi. Hulda AAalsteinsdóttir, Litluhlíð 4G, Akureyri. í var Baldvinsson,;;' Skálhoiti9, Ólafsvík. ; Kar) Vignir Dyrving, Ásklifi 4, Stykkishólmi. 40ára : ArnarH.Guðjónsson, Hlíðarvegi 30, Kópavogi. Bára Reynisdóttir, Kvíabala 6, Drangsnesi. Gróa Björg Jónsdóttir, Hábergi 3, Reykjavík. Guðinundur Franklín Jónsson, Gljúfraseii8, Reykjavík. Uggi Þórður Agnarsson, Frostaskjóli 19, Reykjavík. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hveturafmælis- börn og aðstandendur þeirratilaðsenda því myndirog upplýsingar um frændgarð og starfs- sögu þeirra. Þessarupplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi þremur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. Afmæli Halldór Þormar Jónsson Halldór Þormar Jónsson, bæjar- fógeti og sýslumaður á Sauðár- króki, Víðigrund 5, Sauðárkróki, verður sextugur á morgun. Halldór fæddist á Mel í Staða- hreppi í Skagafirði. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA1950 og lauk emb- ættisprófi í lögfræði frá HÍ1957. Halldór var fulltrúi á framfærslu- skrifstofu Reykjavíkurborgar 1957, var framkvæmdastjóri fyrirtækja Sigurðar Ágústssonar í Stykkis- hólmi frá 1957-60, framkvæmda- stjóri Fiskvers Sauðárkróks hf., Skagfirðings hf. og Hervarar hf. frá 1960-62 og Verslunarfélags Skag- firðinga á Sauðárkróki 1961-64 en jafnhliöa þessum störfúm stundaði hann lögfræðistörf. Halldór var full- trúi sýslumanns í Skagafjarðar- sýslu og bæjarfógetans á Sauðár- króki 1964-80. Hann var settur bæj- arfógeti á Siglufiröi 1967-77 og skip- aður þar 1980-82. Þá var hann skip- aður sýslumaður í Skagafjarðar- sýslu og bæjarfógeti á Sauðárkróki frá 1.11.1982. Á háskólaárunum sat Halldór í stjórn Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, og í stjórn Orators, félags laganema. Hann var vara- formaður Heimdallar 1953-54, for- maður Félags ungra sjálfstæðis- manna í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu 1958-60, formaður Utvegs- mannafélags Stykkishólms 1958-60, í stjórn Amtbókasafnsins í Stykkis- hólmi 1958-60, endurskoðandi Sauð- árkrókskaupstaðar 1962-70, í niður- jöfnunarnefnd, síðar framtalsnefnd á Sauðárkróki 1962-66 og 1970-78, í sfjóm verkamannabústaða á Sauð- árkróki 1970-76 og fleiri nefndum á vegum kaupstaðarins. Halldór var formaður Sjálfstæðisfélags Sauðár- króks 1969-70, var bæjarfuUtrúi fyr- ir Sjálfstæðisflokkinn á Sauðár- króki 1970-78, forseti bæjarstjómar 1970-74 og í bæjarráöi 1972-78. Hann var oddviti kjörstjórnar Sauðár- króks 1962-70, umboðsmaður skatt- stjóra á Sauðárkróki 1966-74, vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Halldór Þormar Jónsson. Norðurlandskjördæmi vestra 1970-74 og sat á þingi 1972. Hann er formaður yfirkjörsljómar Norður- landskjördæmis vestra frá 1983. Halldór kvæntist 11.10.1953 Aðal- heiði Benediktu Ormsdóttur hús- freyju, f. 30.5.1933, en foreldrar hennar vom Ormur Hafsteinn Samúelsson, hreppstjóriog verslun- armaður á Hólmavík, og ráðskona hans, Jóhanna Daníelsdóttir. Böm HaUdórs og Aðalheiðar em HannaBjörg, f. 29.12.1952, sjúkrahði á Sauðárkróki; Jón Ormur, f. 5.3. 1954, fyrrv. aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, magister í stjórnmála- fræði, við framhaldsnám í Bretlandi ogí SÁ-Asíu; Ingibjörg, f. 28.4.1958, læknaritari á Siglufirði, og Halldór Þormar, f. 7.5.1964, nemi við HÍ. Bróöir Halldórs var Magnús, al- þingismaður, ráðherra og vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Foreldrar Halldórs: Jón Eyþór Jónasson, b. að Torfmýri í Blöndu- hlíð í Akrahreppi og síðar aö Mel í Staðarhreppi, f. 12.2.1893, d. 22.4. 1982, og Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, f. 22.8.1894, d. 3.7.1979. Bróðir Jóns var Einar, hreppstjóri og oddviti aö Laugalandi á Þela- mörk. Jón var sonur Jónasar, b. í Stóragerði í Hörgárdal, bróður Ein- ar, foður Steingríms Eyfjörð læknis og afa Snorra Snorrasonar læknis. Jónas var sonur Jóns, b. á Barká, bróður Einars, hreppstjóra aö Laugalandi, langafa Einars Olgeirs- sonar. Einar var einnig afi Sigur- bjargar, móður Áma, bæjargjald- kera á Siglufirði, og afi Guðrúnar, ömmu Ara eðlisfræðings, Áslaugar fræðslustjóra í Reykjavík og Sigurð- ar Óla bæjarfulltrúa á Akureyri, Brynjólfsbama. Systir Jóns á Barká var Bergþóra, móðir Guðrúnar, langömmu Jóhannesar Elíassonar bankastjóra. Jón var sonur Ólafs, b. á Gih í Skriðuhreppi, Einarssonar, b. í Dag- verðartungu, Einarssonar, b. á Syðri-Bægisá, HaUdórssonar, prests á Ytri-Bægisá, Þorlákssonar, prests á Auðkúlu. Móðir Ólafs var Berg- þóra Einarsdóttir, b. í Dagverðar- tungu, Jónssonar, b. á Laugalandi, Galdra- Jónssonar í Skógum, Illuga- sonar. Móðir Jóns á Barká var Þur- íður Eiríksdóttir, b. á Reistará, Ein- arssonar. Móðir Jónasar var Þórey Gísladóttir, systir Myrkár-Helgu. Móðir Jóns Eyþórs var Gúðrún Jó- hannesdóttir, b. á Geldingatá, Guð- mundssonar. Bróðir Ingibjargar, móður Hall- dórs, var Hannes, skólastjóri á Ak- ureyri. Ingibjörg var dóttir Magnús- ar, b. á Torfmýri, bróður Sigríðar í Djúpadal, móðurömmu Sigurgeirs, bæjarstjóra á Seltjamamesi. Magn- ús var sonur Hannesar, b. í Axlar- haga, Þorlákssonar, b. á Ystu- Grund, Jónssonar, b. á Hóh í Tungu- sveit, Magnússonar. Móðir Þorláks var Guðrún, hálfsystir Gísla Kon- ráðssonar sagnfraeðings, fóður Kon- ráðs Fjölnismanns. Móðir Hannesar var Sigríður, afasystir Elínborgar Lámsdóttur. Sigríður var dóttir Hannesar, prests og skálds á Ríþ, bróður Eiríks, prest á Staðarbakka, langafa Páls Eiríkssonar, afa Ron- aldsReagan. Móðir Magnúsar á Torfmýri var Ingibjörg Þorleifsdóttir, b. á Botna- stöðum í Svartárdal, bróður Ingi- bjargar Salome, móður Þorleifs, al- þingismanns og póstmeistara í Reykjavík, foöur Jóns Leifs tón- skálds. Ingibjörg Salome var amma Jóns alþingisforseta, foður Pálma, alþingismanns á Akri. Önnur systir Þorleifs var Ingigerður, langamma Jóhönnu, ömmu Páls Ásgeirs sendi- herra, fööur Tryggva, bankastjóra íslandsbanka. Þorleifur var sonur Þorleifs „ríka“, hreppstjóra í Stóra- dal, Þorkelssonar, og Ingibjargar, langömmu Kristjáns, föður Jónasar læknis, afa Jónasar, ritstjóra DV. Systir Ingibjargar var Ingiríður, amma Sigríðar, ömmu Matthíasar Bjamasonar alþingismanns. Ingi- björgvar dóttir Guðmundar „ríka“ í Stóradal, Jónssonar, b. á Skegg- stöðum, ættföður Skeggstaðaættar- innar, Jónssonar. Móðir Ingibjargar í Axlarhaga var Ingibjörg, systir Einars, fööur Ind- riða rithöfundar. Ingibjörg var dótt- ir Magnúsar, prests í Glaumbæ, Magnússonar og Sigríðar, systur Benedikts, langafa Einars Bene- diktssonar skálds og Bjargar, langömmu Sigurðar Nordal. Sigríð- ur var dóttir Halldórs Vídalín. Móðir Ingibjargar á Torfmýri var Jakobína Gísladóttir, hreppstjóra að Heijólfsstöðum, Jónssonar, b. á FjaÚi í Kolbeinsdal, Pálssonar. Móð- ir Jakobínu var Ragnheiður, systir Ingibjargar, móður Jóns alþingis- forseta á Akri, föður Pálma alþingis- manns. Ragnheiður var dóttir Egg- erts, b. á Skefilsstöðum, Þorvalds- sonar, b. á Skefilsstöðum, Gunnars- sonar, b. á Skíðastöðum, ættföður Skíðastaðaættarinnar, Guðmunds- sonar, bróður Ara, langafa Magnús- ar, langafa Eyjólfs Konráðs Jóns- sonar. Móðir Ragnheiðar var Ragn- heiður, dóttir Jóns, hreppstjóra á Sjávárborg, Rögnvaldssonar og Ragnheiðar Þorfinnsdóttur. Urval Tímarit fyrir alla Nú er veðrið til að lesa Urvál Þetta er adeins sýnishom af því sem er að lesa í Urvali núna. Náðu þér í heftí strax á næsta blaðsólustað. Askriftarsíminn er 27022 Engin leiö var að gera sér í hugarlund í upphafi hve lengi tundurspiliir myndi endast. En skip fá sum það orð á sig að vera lukkuskip og það er eíns og þetta orð rætist gjarnan. Þannig fór fyrir USS Mullany. Hann stóð ekki bara af sér striðið, jafnvel þó að japönsk sjálfsmorðsflugvél skylli á hon- um, heldur er hann enn i gangi og sinnir eftirliti á Formósu- sundi. SKIPIÐ SEM STÓÐST TÍMANS TÖNN Snjómaðurinn ógurlegi er ráð- gáta enn í dag. Samt hefur fólk alltaf af og til veríð að hitta hann - meira eða minna. Á þeim tíma sem greíðast hefði verið að finna að minnsta kosti sannanlegar vistarverur hans var Rauði herinn of önnum kafinn við önnur verkefni. SNJÓMAÐURINN FORÐAST FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.