Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989. Fréttir Páll Bragi Kristjónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri, í Sakadómi: Hafskip skuldaði „Lýsingin er rétt aö því leyti að reikningurinn var settur í bókhald Hafskips vegna ýmissa útgjalda sem stofnaö hafði verið til í þágu félagsins og full heimild var til. Fyrirtækið skuldaði mér þetta fé. Ég fékk þennan reikning fullgerð- an í hendur og útbjó hann ekki,“ sagði Páll Bragi Kristjónsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri í Qár- málá- og rekstrarsviði Hafsldps, þegar hann kom fyrir Sakadóm Reykjavíkur í gær. Páll Bragi var aö svara til um ákæruhð sem hljóðar svo: „Reikn- ing, dagsettan 30. september, að fjárhæö kr. 60.000, sem ritaður var á eyðublað frá SUppfélaginu í Reykjavík hf„ með stimpil félags- ins sem greiðsluundirritun, þar sem látið var hta svo út sem um greiðslu fyrir vinnu í þágu Hafskip hf. hefði verið að ræða en ákærði notaði reikning þennan til að greiða sér samsvarandi fjárhæð af sérstökum bankareikningi nr. 10903 við Útvegsbanka íslands." Ekki staðið að blekkingum Páh Braga Kristjónssyni var kynnt ákæran og honum gefmn kostur á að tjá sig um hana. Segja má að Páh Bragi hafi lýst einstaka kafla og Uði ákærunnar ranga - nema í því eina tilfelU sem að fram- an greinir. PáU Bragi sagði að notkun hug- taksins endurskoðun væri rang- túlkað í ákærunni, það er ef miðað er við venjulega notkun orðsins. Hann nefndi að mihiuppgjör frá 31. ágúst 1984 hefði verið undirritað sem endurskoðað og svo hefði verið - en ekki eins og um ársreikning ídómsalnum Sigurjón M. Egilsson væri að ræða - heldur eins og títt væri um miUiuppgjör. Þegar PáU Bragi svaraði til um þann hluta ákærunnar sem lýtur að því að forráðamenn Hafskip hafi veitt bankastjórn Útvegsbank- ans rangar og vUlandi upplýsingar sagði hann það vera rangt. „Ég vU hrinda þessum staðhæf- ingum ákærunnar út í hafsauga. Það er eins og maður sé staddur á annarri plánetu." í samræmi við mína bestu vitund Þórður H. HUmarsson, fyrrver- andi deUdarstjóri skipulags- og hagdeUdar Hafskips, sagði að hann hafnaði alfarið að hafa gerst sekur um eitt eða annað refsivert í sam- bandi við þaö sem hann er ákærður fyrir eða að hafa ætlað að hafa í frammi blekkingar með athöfnum sínum. Á mánudag verður framhald á Hafskipsmálinu í Sakadómi. Þá mér mæta Helgi Magnússon, fyrrver- andi endurskoðandi félagsins, Árni Ámason, fyrrverandi deildarstjóri fjárreiðudeúdar, og Sigurður C. Guðmundsson, fyrrverandi aðal- bókari. -sme t>ekkir þú einhvern sem heyrir illa í sjónvarpi eða útvarpi? Kíktu í smáauglýsinga- dálkinn „TIL SÓLU“, „Einkahlustarinn“. FULL eUÐ AF VONDUÐUM VORUM Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík - Sími 91-686650

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.