Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Page 4
íf8ei aaaMaaaa.? íiuoaoutmmr
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989.
Fréttir
500 tonn af rotmassa fyrir svepparækt flutt inn frá Englandi:
sýni af þeim og skýtur sú meðferð
dálítið skökku við miðað við það
skeytingarleysi sem rotmassinn nýt-
ur.
Yfirdýralæknir er umsagnaraðili
þegar kemur að innflutningi og mun
hann ásamt RALA hafa komist að
því að innflutningur væri í lagi ef
tryggt væri aö húsdýraáburður væri
ekki í massanum og hann fengi ger-
ilsneyðingu.
Hitameðferðin felst í því að mass-
inn hitnar upp í 60 til 70 gráður vegna
rotnunarinnar sem verður þegar
hann er unninn. Samkvæmt heimild-
um DV er fráleitt að tala um ger-
ilsneyðingu með þeim hætti. Staö-
festi Sigurgeir að hæpið væri að tala
um gerilsneyðingu á massanum og
hann væri engan veginn líflaus. Eitt-
hvað af bakteríum og sveppum væri
í honum áfram og væri þannig flutt
til landsins.
Þá styðst RALA yið vottorð sem
breská landbúnaðarráðuneytið
sendir með hverjum farmi en þar
kemur fram að farmurinn sé hættu-
laus gagnvart plöntusjúkdómum.
Um búfjársjúkdóma er hins vegar
minna um svör.
Beðið eftir svari síðan 21. júní
Sigurgeir bað nm lögfræðilegt álit
frá landbúnaðcirráðuneytinu 21. júni
í sumar þar sem túlkað væri hvort
innflutningurinn væri í lagi. Hann
íttrekaði þessa ósk 21. september og
hefur rekið enn frekar eftir því síð-
ar. Þrátt fyrir það hefur hann engin
svör fengiö ennþá.
„Það er Ijóst að það er ekki hægt
að bíða fram að áramótum með þetta.
Ef ekki fæst þessi túlkun ráðuneytis-
ins verðum við að stöðva þennan
innflutning," sagði Sigurgeir.
-SMJ
í landbúnaöarráðuneytinu er nú
verið að kanna hvoft heimilt sé að
flytja inn rotmassa fyrir svepparækt
en rúmlega 500 tonn af slíku efni
hafa verið flutt inn frá því í ágúst
1988. Þá var veitt undanþága frá lög-
um númer 11 frá 1928 um vamir gegn
því að gin- og klaufaveiki og aðrir
alidýrasjúkdómar berist til landsins.
Þetta var gert þrátt fyrir að engin
heimild væri fyrir því að veita und-
anþágu til slíks innflutnings. Undan-
þágan var veitt af landbúnaðarráðu-
neytinu að fenginni umsögn yfir-
dýralæknis.
Hálmur er meginuppistaða í rot-
massanum og að sögn Sveinbjörns
Eyjólfssonar, deildarstjóra í land-
búnaðarráöuneytinu, eru skýrar lín-
ur um það að innflutningur á hálmi
er óheimill. Innflutningur á þessum
500 tonnum virðist því stangast á við
lög.
Rotmassinn aldrei rannsak-
aður
Rotmassinn kemur hingað í gám-
um og er eftirlit með innihaldi hans
í höndum Rannsóknastofnunar land-
búnaöarins. Svo ber þó við að rot-
massinn hefur aldrei verið rannsak-
aöur og sagði Sigurgeir Ólafsson hjá
RALA að ástæða þess væri mannfæö
og peningaleysi. Þess má hins vegar
geta að þegar kartöflur voru fluttar
inn fyrr á árinu voru reglulega tekin
Verulegur sparnaður
Rotmassinn, sem er fluttur inn frá
Englandi, er notaður til að rækta
sveppi í og þarf að vinna hann sér-
staklega til þess að hann gagnist sem
slíkur. Gerð rotmassans er nokkuð
dýr og því spara sveppaframleiðend-
' ur töluverða fjármuni meö því að
flytja hann inn.
í massanum er hálmur og sam-.
kvæmt upplýsingum frá Hensby
Compost í Englandi, en það er fyrir-
tækið sem framleiðir rotmassann, er
einnig húsdýraáburður í þeim rot-
massa sem framleiddur er fyrir Eng-
land. Því var hins vegar neitað að
húsdýraáburður væri í þvi efni sem
flutt er til íslands og var sagt fyrir-
tækið gerði sér grein fyrir að slíkt
væri bannað hér.
Hér er verið að athuga hita í rotmassanum en hann er meðal annars notaður i sveppabúinu á Artúnshöfðanum
þar sem um 60% af sveppaframleiðslunni verða til. Eftir notkun er massinn settur út þar sem hann blandast jarð-
veginum. DV-mynd KAE
Innf lutningur sem stang
ast á við gildandi lög
- beðið eftir lagatúlkun landbúnaðarráðuneytisms síðan í sumar
I dag mælir Dagfari
Ráð
að engu höfð
George Bandaríkjaforseti
hringdi í Steingrím Hermannsson
á dögunum. Georgie vildi fá ráö hjá
Denna utn hýað hann ætti að segja
við Gorba. Þetta var stutt hringing
heim í Arnameseið þar sem Denni
var um það bil aö faraí báð, svona
eins og þegar kunningjar slá á
þráðinn til að héyra hljóðið hvqr í
öðrum. Enda fór vel á meö þeim
Denna og Georgie og sá síöarhefndi
hitti síðan Gorba á Möltu til að
ræða um alþjóðamál eftir aö hafa
fengið góö ráð úr baökerinu á Arn-
amesi.
Eitt af því sem Denni ráðlagði
Bandaríkjaforseta var að draga úr
vígbúnaði á höfunum. Einhvem
pata hefur Gorbatsjof haft af ráð-
leggingum Denna því aö Sovétmað-
urinn var á undan forsetanum að
nefna þetta með afvopnun í höfun-
um og hefur sennilega viljað hafa
frumkvæðiö úr því að Denni hafði
hreyft þessari skoðun. En af ein-
hveijum óskiljanlegum ástæðum
hafnaði Bandaríkjaforseti uppást-
ungu þeirra Denna og Gorba og
vildi fyrst ræða um afvopnun á
meginlandi Evrópu. Sennilega hef-
ur Georg ekki skiliö Rússann nógu
vel, eða þá farið í fýlu yflr þvi að
hafa ekki látið sér detta þetta í hug
á undán hinum. Alla vega var
Bandaríkjaforseti öfugur og snúinn
i þessu máli og niðurstaðan er sú
að kafbátar og kjamorka munvaða
uppi í Norður-Átléntshafinu ineð-
an menn keppast við að afvopnast-:
í Evrópu. j v ,
Á Natófundirium eftir leiðtoga-
fundinn tók Denni málið uþp i
nýjan'Ieik.TÍann skammaði Banda-.
ríkjaforseti fyrir að gegna sér pkiki V1 -
og nú talaöi Denni ekki lenga^fel'
baðkarinu heima hjá sér heldúriúr-
ræðupúltinu hjá Atlantsháfs-
bandalaginu. Denni sagði að það
væri til lítils að fækka vopnum á
meginlandinu ef öllum vígbúnaðin-
um væri síðan hrúgað ofan í Atl-
antshafiö. Hann sagði þeim að ís-
lenskir framsóknarmenn væru al-
gjörlega á móti því að George Bush
Bandaríkjaforseti væri á móti því
að Gorbatsjof væri á móti því að
fækka bara vopnum á meginland-
inu.
Og menn taka eftir því sem Denni
segir. Hann er búinn að fara vítt
og breitt um heiminn og gefa
mönnum góð ráð í efnahagsmálum
og hann hefur auk þess tvo fræga
alþjóðastjómmálamenn í ríkis-
sljóm sinni, sem vita hvað þeir era
að tala um.
Ólafur Ragnar Grímsson er
heimsfrægur fyrir störf sín í
Heimsfriðarsambandi þingmanna
og er nú sá eini sem heldur völdum
af leiðtogum þeirra samtaka eftir
að Alfonsin og Gandhi voru reknir
frá völdum fyrir spillingu. Jón
Baldvin Hannibalsson er kannske
ekki heimsfrægur ennþá, en hann
er orðinn mjög frægur í Evrópu og
svo mikilvægur að hann verður að
biðjast afsökunar á því þegar hann
getur ekki mætt á fundum í útlönd-
um vegna þess að stjómarandstað-
an er að tefja fyrir honum hér
heima. Enda varð Jón Baldvin
bæði móðgaður og reiður út í Þor-
stein og þingið fyrir aö dirfast að
flytja vantrauststillögu á sig í þann
mund sem hann var að fara á fund.
Það verður aldeilis neyðar-
ástandið í málefnum Evrópu þegar
Jón Baldvin verður að hætta að
vera utanrikisráöherra vegna þess
að íslenskir kjósendur vita ekki
hvað hann er merkilegur í öðmm
löndum. Ef allt fer í upplausn þegar
Jón getur ekki mætt á einn fund
hvernig verður þá ástandið þegar
hann hættir að mæta yfirleitt?
Nei, þeir mega fara að passa sig
hjá stórveldunum þegar þetta þrí-
stirni frá íslandi byrstir sig á fund-
um hjá Nató og satt að segja yröi
það miklu sterkara fyrir friðinn og
þróunina í alþjóðamálum að láta
íslensku ráðherrana ráða ferðinni
í staðinn fyrir Georgie og Gorba.
Það kom líka í ljós að Möltufundur-
inn var fíaskó og þó voru þeir bún-
ir að fá Jón Hákon Magnússon lán-
aðan til að segja þeim hvernig
halda ætti svona leiðtogafund. Það
er ekkert vit í neinu lengur nema
íslendingar komi þar við sögu og
þetta eiga menn að vita í útlöndum
og vita í rauninni þótt þeir séu enn
að streitast við að ráða einhveiju,
leiðtogamir í Bandaríkjunum og
Sovét.
Næst þegar Georgie hringir í
Denna í baðið heima í Arnarnesi
þá á hann aö taka mark á honum
ef Bandaríkjaforseti ætlar að hafa
einhver áhrif á annað borð. Denni
lætur ekki bjóða sér þaö tvisvar í
röð aö hafa ráö sín að engu.
Dagfari