Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 5
hvert félag fyrir sig innan BSRB fer 1 sérstakar samningaviðræður Samkvæmt heimildum DV hefur verið bæði hik og tregða hjá ríkis- stjóminni í þeim könnunarviðræð- um sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur átt við fulltrúa hennar um nýjan kjarasamning. Bæði Ólafur Ragnar fjármálaráð- herra og Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hafa lýst því yfir að þeir vilji að samningar við opin- bera starfsmenn bíði fram yfir samn- inga á hinum almenna vinnumark- aði. Þeir fara ekki í gang fyrir alvöru fyrr en eftir áramótin. Þessu hafa forystumenn opinberra starfsmanna algerlega hafnað. Þeir hafa bent á nauðsyn þess að fyrst verði samið um launajöfnuð innan félaga opin- berra starfsmanna áður en eiginleg- ar samningaviðræður um gerð nýs heildarkjarasamnings hefiast. Ríkisstjórnin viðurkennir að þetta verði að gera og því verði ekki slegið á frest lengur. Hins vegar munu ráð- herrar vera hræddir við að sú leið- rétting, sem opinberum starfsmönn- um hefur verið lofað fyrir löngu, muni leiða til þess að almenni mark- aðurinn miði sig við þessa leiðrétt- ingu þegar að almennu samningun- um kemur. Þess vegna vilja ráö- herramir að samningar opinberra starfsmanna bíði fram yfir samning- ana á almenna markaðnum. Nú hefur verið ákveðið að hvert félag fyrir sig innan BSRB fari í samningaviðræður. Vitað er að mjög heitt er orðið í kolunum hjá mörgum þeirra. Því er spáð að aukin harka færist í þetta mál á næstunni, jafnvel fyrir jól. „Eftir þær könnunarviðræður sem fram hafa fariö milh okkar og full- trúa ríkisstjórnarinnar hefur verið ákveðið að hvert félag fyrir sig innan Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fari í samningaviðræður við ríkið. Það er öllum ljóst að um langtíma heildarsamning getur ekki orðið að ræða fyrr en búið er að ganga frá samræmingu launa innan félaganna eins og oft hefur verið bent á. Og auðvitað kemur ekki til greina að við sættum okkur við að bíða fram yfir samninga á hinum almenna launa- markaði," sagði Ögmundur Jónas- son, formaður bandalagsins. Einar Ólafsson, formaður stærsta félagsins, Starfsmannafélags ríkis- stofnana, tók mjög í sama streng. Hann sagöi að jafnvel þótt opinberir starfsmenn vildu vera samstiga Al- þýðusambandinu við gerð kjara- samninga að þessu sinni gæti það ekki orðið fyrr en launamisréttið hefði verið leiðrétt. -S.dór HÖLDUM ÍSLENSI ^ ' Langar þig til að kynnast ísiensku jólasveinunum? Þú getur eignast bóndabæ og gömlu jólasveinana, sem þú setur saman sjálf(ur), ef þú safnarmerkium og sendir þau til: SÓL merkin finnur þú framan á NEKTAR safa og Hreinum safa frá QU (sjá mynd). Merkin klippir þú út og safnar þar til þú ert búin að fá lOstykki. Þá getur þú beðið pabba og mömmu, afa og ömmu að hjálpa þér. Miðana setur þú svo í umslag ásamt nafni þínu og heimilisfangi og sendir til okkar. NEKTAR AVAXTADRYKKUR Nýju ávaxtadrykkirnir frá BCTl heita NEKTAR, en það er ævafornt heiti á ódáinsdiykk guða Grikkja og Rómverja. NEKTAR er mildari en óblandaður safi og fer því betur í maga. Magnl títrt FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989. Fréttir Stefnir 1 hörku í kj arasamningum opinberra starfsmanna: Hæstaréttardómur: Þjóðviljinn sektað- ur um 100 þúsund Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máh Þjóðviljans og Guðmundar G. Þórarinssonar alþingismann. Hæsti- réttur tekur mun mýkra á málinu en gert var í undirrétti. Refsisekt er felld út og eins er Þjóðviljanum ekki gert skylt að birta dóminn á forsíðu. Blaðinu er þó skylt að birta dóminn með áberandi hætti innan tveggja daga frá útgáfu dómsins. Guðmundur stefndi ritstjórum Þjóðviijans vegna fréttar þar sem sagði að fyrirtækið Þýsk-íslenska hefði verið tekið til rannsóknar vegna gruns um stórfelld skattabrot. í fréttinni var sagt að Guðmundur væri einn hluthafa og hann hefði verið stjórnarformaður á hluta þess tímabils sem skattrannsóknin náði yfir. Hæstiréttur, svo og borgardóm- ur, dæmdu þessi ummæh dauð og ómerk. „Stjórnarformaður fyrirtækisins og annar framkvæmdastjóri þess fram á haustdaga 1984 var Guðmund- ur G. Þórarinsson. . . Hann er einn af stærstu hluthöfum fyrirtækisins." Þessi ummæli voru einnig dæmd dauð og ómerk. Ritstjórunum Árna Bergmann og Össuri Skarphéðinssyni var gert að greiða Guðmundi G. Þórarinssyni 100 þúsund krónur í miskabætur, auk vaxta frá 30. janúar 1986. Össuri og Áma var gert aö greiða máls- kostnað, alls 150 þúsund krónur. En málskostnaður vegna Útgáfufélags Þjóðviljans var felldur niður. Þá var Össuri og Árna gert að greiða Guðmundi 50 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í opin- berum blöðum. Mál þetta dæmdu hæstaréttardóm- ararnir Guðmundur Jónsson, Bjarni K. Bjarnason, Haraldur Henrýsson og Hrafn Bragason og Arnljótur Björnsson prófessor. Bjarni og Am- ljótur skiluðu sératkvæði. Þeir voru sammáia meirihlutanum að öllu leyti nema því að þeir töldu ástæðulaust að felia niður refsisektina. -sme Hik ogtregða hjá stjórninni Eða þú kemur með þá í afgreiðslu Sóiar I Þverholti 19. Þekkir þú einhvern sem heyrir illa í sjónvarpi eða útvarpi? Kíktu í smáauglvsinga- dálkinn „TIL SÓLU“, „Einkahlustarinn“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.