Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 11
FIMMTUDAGUR <7: DESEMBER 1989. Svidsljós Paul McCartney skrapp nýlega i stutt söngferðalag til fimm borga í Bandaríkjunum. Nokkuð er um liðið síðan Paul tók síðast lagið fyrir Bandarikjamenn eða 13 ár. Að sögn var bitlinum fyrrverandi vel tekið af aðdáendum hans. Mark Spitz í fullu fjöri: Ætlar að keppa 1992 Mark Spitz er nú orðinn fertugur en lítur út fyrir að vera mörgum árum yngri. Hann syndir enn sér til gamans en er löngu hættur keppni, eða svo hélt fólk. Met það er hann setti á ólympíuleikunum í Múnchen árið 1972, er hann vann til 7 gullverð- launa, hefur ekki enn verið slegið. Raunar kvað ekki mikið að Mark á íþróttasviðinu eftir ólympíuleikana, hann lagðist í hóglífi og reyndi fyrir sér í skemmtanaiðnaðinum en naut ekki mikillar velgengni þar. Nú býr hann í einu af úthverfum Los Angeles-borgar og er vellauðug- ur kaupsýslumaður. Mark er giftur konu að nafni Susan og eiga þau einn son, Matt, 9 ára. Nýlega lýsti Mark því yfir að hann ætlaði að keppa á ólympíuleikunum í Barcelona 1992 í 100 metra flug- Mark Spitz ætlar sér að keppa á ólympíuieikunum 1992. sundi. Þessi yfirlýsing vakti mikla athygh enda segir Mark að þegar fólk hafi komið að máli við sig og beðið sig að halda áfram keppni í sundi hafi sér fundist hugmyndin fáránleg. „Svo fór ég að hugsa mig um. Ég geri mér grein fyrir að það eru margir sem synda hraðar en ég gerði fyrir rúmum tuttugucárum en í flugsundi eru fáir sem hafa náð jafngóðum árangri og ég. Því tel ég að ég eigi góða möguleika á að sigra í greininni árið 1992. Sundkunnáttu minni hefur ekki hrakað að neinu ráði og ég er í mjög góðu formi, betra en ég var í árið 1972. Nú æfi ég sund í tvo og hálfan tíma á dag en ég verð að viðurkenna að ég er afarþreyttur á kvöldin og þarf mun meiri svefn en ég þurfti meðan ég var yngri. Árið 1968 keppti ég í fyrstá sinn á ólympíuleikum, þá var ég mjög ung- ur og hafði ekki mikla keppnis- reynslu. Árið 1972 var ég kominn í betri þjálfun en það voru ekki marg- ir sem trúðu því að ég myndi vinna til allra þessara gullverðlauna. Nú vil ég gera eitthvað sem enginn hefur gert áður, það er að keppa fertugur í 100 metra flugsundi á ólympíuleik- unum og vinna til gullverðlauna. Fjölskylda mín hvetur mig og það er mér mikill styrkur. Það eru marg- ir sem halda því fram að maður sé búinn að vera í sundinu um þrítugt, ég ætla mér hins vegar að sanna að allt er fertugum fært. Hamingjusöm fjölskylda, Mark, Susan og sonurinn Matt. f 11 Tónlistarkennarar Staöa skólastjóra viö Tónskóla Hólmavíkur- og Kirkjubólshreppa er laus til umsóknar frá næstkom- andi áramótum. Umsóknarfrestur er til 15. desember 1989. Nánári upplýsingar gefur sveitarstjóri Hólmavíkur- hrepps í símum 95-13193 og 13112 og formaður skólanefndar í símum 95-13111 og 13180. Skólanefnd Til sölu V/S Patrekur BA-64 (1640) Skipiö er taliö vera 172 brúttórúmlestir aö stærö, smíðað árið 1982. Aðalvél skipsins er af gerðinni CREPELLE 750 hö frá 1982. Skipið er nú við bryggju í Reykjavík og verður selt í því ástandi sem það nú er. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fisk- veiðasjóðs í síma 2-80-55 og hjá eftirlitsmanni sjóðs- ins, Valdimar Einarssyni, í síma 3-39-54. Tilboðs- eyðublöð eru til afhendingar á skrifstofu Fiskveiða- sjóðs og óskast tilboð send í lokuðum umslögum merktum „PATREKUR" og skulu þau hafa borist á skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 18. desember nk. kl. 1 2.00 á hádegi. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður Íslands Enskir frúa Breiöir, mjúkir og þœgilegir stœrðir 36-41 Litir: brúnt og svart Verö kr. 4.690.- Póstsendum Skóbúöin Snorrabraut 38 Sími 14190 OPIÐ HÚS Opið hús verður hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að Háaleitisbraut 68 föstudaginn 8. desember kl. 20.30. Dagskrá: ★ Jólahugvekja veiðimannsins. Grettir Gunn- laugsson, formaður Landssambands stanga- veiðifélaga. ★ Víðidalsá í máli og myndum. Sigurður Örn Einarsson. ★ Glæsilegt happdrætti. Félagar, mætið vel og takið með ykkur gesti. Fræðslu- og skemmtinefnd SVFR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.