Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Side 24
FI
mp.irr r aniJ0A!(!iin’W3©i
Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11
Til sölu
Golfvörur s/f,
Northwestern: Vorum að fá frá stærsta
kylfuframleiðanada í heimi úrval af
golfkylfum.
Háfsett karla og kvenna frá kr. 13.370,
heilsett karla og kvenna frá kr. 28.430,
unglingasett f. 10-12 ára frá kr. 10.944,
barnasett fyrir 5-9 ára 7.139.
Golfpokar og kerrur í úrvali ásamt
öðrum fylgihlutum til að gera golfið
ánægjulegt. Kaupið jólagjöfina í sér-
verslun golfarans, það er ykkar hag-
ur. Opið allan daginn. Sendum í póst-
kröfu um land allt. Golfvörur sf., Goð-
atúni 2. Garðabæ, sími 91-651044.
Léttitæki hf.
Ratahraun 29. 220 Hafnarfiröi s: 91-653113
Lagerfólk, athugið! M ikið úrval af
handvögnum, handtrillumm, og alls-
kyns léttitækjum í ver ?lun okkar.
Fitrim þrekhjól, 6 mism gerðir, og raf-
knúnar hlaupabrautir i ru komnar aft-
ur. Ótrúl. hagst. verð. Kreditkortaþj.
Sendum í póstkr. S. 91-4 5622 og 642218.
Talstöövar. Góðar jólagj. f/stráka,
fjarðstýrðir bílar, indíanatj., 2ja
manna bátar, kr. 3200, 3ja, kr. 4600.
5% stgrafsl. Pósts. Leikfangahúsið.
Betra verð. Skólavörðust. 8, s. 14806.
Jólagjöf fornbílaáhugamannsins.
Tvær klst. um gamla bíla á tveim spól-,
um, kr. 4.500. Greiðslukort. Pantanir
í símum 688834 og 688833 (símsvari).
Höfum fyrirliggjandi baðinnréttingar á
góðu verði. Innréttingahúsið, Há-
teigsvegi 3, sími 27344.
Vetrarhjólbarðar.
Hágæðahjólbarðar, Hankook,
frá Kóreu á mjög lágu verði.
Gerið kjarakaup.
Sendum um allt land.
Barðinn hf., Skútuvogi 2, Reykjavík,
símar 30501 og 84844.
Verslun
Ökumenn - vandinn er leystur. Skórnir
þurfa ekki að skemmast lengur. Hin
frábæra hælvörn fyrir dömur og herra
er komin í verslanir. Vemdið skóna
ykkar með RODA hælklemmu. Auð-
velt í notkun. Fæst í flestum betri sér-
verslunum og skóvinnustofum. Send-
um í póstkr. Pósthólf 11145, 131 Rvík.
Heildsala Öryggi & vörn, s. 91-74490.
„-íSj
fir-
wagm
'W* ► '** v ■
Hama perlu unnendur! Nú eru komnar
nýjar perlur og litir í miklu úrvali,
ásamt botnum og myndum. Póstsend-
um. Tómstundahúsið, Laugavegi 164,
s. 21901.
Nýkomnir sjónvarps- og videovagnar
frá Þýskalandi. Litir: hvítt, eik og
svart. Verð frá kr. 6.100. Nýborg, hús-
gagnaloftið, Skútuvogi 4, s, 82470
(sama hús og Álfaborg).
Nýkomið. Fuglar i gárðinn, dvergar,
smáir og stórir, alls konar gjafavömr
fyrir garðáhugafólk, ljós, styttur,
tjamir, dælur o.fl. o.fl. Sendum í póst-
kröfu. Vörufell hf., Heiðvangi 4, 850
Hella, sími 98-75870.
Frottéslopparnir komnir aftur.
Barna- frá 890, dömu- og herrastærðir
frá 2.200. Náttfatnaður, pils, blússur
o.m.fl. á frábæru verði. Sendum í póst-
kröfu. S. 44433, Nýbýlavegi 12. Opið
laugardaga frá kl. 11.
i '
T:-r
•:"’i ==
„Bypack" fataskápar frá V-Þýskalandi,
16 gerðir, í hvítu, eik og furulit, hill-
ur, hurðir og skúffur, allt innifalið, á
góðu verði. Gerið verðsamanburð.
Nýborg, húsgagnaloftið, Skútuvogi 4,
s. 82470 (sama hús og Álfaborg).
Húsgögn
Ný ítölsk leðursófasett. Frábært verð.
• Golf 3+1 + 1, 119.700 stgr.
• Ginevra 3 + 2, 127.000 stgr.
• Giotto 3+1 + 1, 129.600 stgr.
• Borðstofuborð og 6 stólar með leð-
ursetum, 161.800 stgr.
• Sófaborð frá kr. 12.164 stgr.
GP-húsgögn, Helluhrauni 10 Hafnar-
firði, s. 651234. Opið virka daga kl.
10-18, laugard. kl. 10-16.
Bílar til sölu
Daihatsu Taft ’82 til sölu, 2,6 dísil, læst-
ur að aftan, 34" mudderar, jeppaskoð-
aður, ýmsir aukahlutir, verð 430 þús.,
skipti á ódýrari. Uppl. í vs. 91-651234
og hs. 91-653053.
Nýjar plötur
Rúnar Þór Pétursson - Tryggð:
Skref fram á við
Landsins rámasti söngvari er kominn meö enn eina plötuna, sína bestu
til þessa. Rúnar Þór Pétursson hefur árlega verið með plötu á ferðinni
hin síðari ár. Þær fyrstu voru kannski ekki mjög burðugar en það er
gaman að bregða þeim á spilarann núna og heyra þar hverjum framförum
pilturinn hefur tekiö með tímanum.
í mínum huga hefur Rúnar Þór verið í hlutverki einfarans meðal ís-
lenskra poppara. Þó hafa fáir sennilega verið starfandi í fleiri hljómsveit-
um samtímis hin síðari ár! Hans vettvangur hefur aðallega verið ölstofur
og minni skemmtistaðir víðsvegar
um landið. Hrísey er meira að segja
inni á kortinu hjá honum. Með
þolinmæði og mikilli vinnu hefur
Rúnar Þór komist sífellt hærra og
hærra. Frammistaða hans í Lands-
lagskeppninni fyrr á árinu hefur
áreiðanlega verið á við nokkrar
heilsíðuauglýsingar í víðlesnustu
blöðum landsins. Annaö sætið hef-
ur oft reynst góður kostur þegar
söngvakeppni er annars vegar.
Landslagið hans Rúnars, Brotner
myndir, er einmitt á plötunni
Tryggð. Þar eru einnig sjö önnur
lög. Sex frumsamin og eitt erlent.
Tvö lög plötunnar skera sig nokkuð
úr. Haust og Manstu eru bæði
textalaus. Þar fylgir Rúnar Þór eft-
ir velgengni lagsins 1.12.87 af plötunni Eyðimerkurhálsar sem mæltist
sérlega vel fyrir.
Bæði leiknu lögin á Tryggð standa þeim fyrsta tólfta framar. Strengirn-
ir á Haust eru til fyrirmyndar. Rúnar Þór leikur á öli hljóðfærin í Manstu
og sýnir þar að hann kann fleira fyrir sér en aö leika á gítar.
Af öðrum lögum plötunnar hef ég einna mest gaman af Borgin vakin.
Helsti ókostur þess lags er sá hversu aftarlega söngúrinn er hljóðblandað-
ur. Sama má reyndar segja um nokkur önnur lög á plötunni. Rúnar Þór
er að vísu ekki í hópi stórsöngvara þjóðarinnar en skemmtilegra er þó
að heyra um hvað textarnir fjalla sem hann syngur.
Á plötum sínum hefur Rúnar verið aö þreifa fyrir sér um hvaða tónhst
hæfi rödd hans best. Sama hefur Leonard Cohen þurft að gera og reynd-
ar flestir söngvarar aðrir rámir jafnt sem órámir. Rúnar er ekki alveg
búinn að finna sig ennþá en það kemur. Meðan hver hans plata er stórt
stökk fram á við frá þeirri næstu á undan er hann á réttri leið þótt hann
sé ekki í slagnum um toppsætið við Bubba.
ÁT
Nissan Vanette ’89, 7 manna bíll (sem
hægt er að breyta í sendibíl), 5 hurð-
ir, bíllinn er eins og nýr, ekinn aðeins
16 þús. km, 4 ný snjódekk á felgum
fylgja. Verð 930 þús. (næsta sending
verður á 1080 þús.), góð greiðslukjör.
Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 16 og 20.
MMC Lancer ’86 til sölu, skipti á ódýr-
ari bíl koma til greina. Uppl. í síma
626633 og 622462.
Nissan Pathfinder, árg. '88, 2,4 vél, ek-
inn 47 þús. km, í toppstandi, til sölu.
Uppl. í síma 610430.
Cherokee Chief, árg. ’84, 6 cyl., 2,8 ltr,
sjálfskiptur, upphækkaðuro.fl. Hvítur
ekinn 57.000 mílur, skipti á ódýrari.
Uppl bílasalan Blik, sími 686477.
bílatorg
Subaru 1800 ’88 afmælisútgáfa til sölu.
dökkblár. rafdrifnar rúður, læst drif,
central læsingar, álfelgur, útvarp og
segulband, sumar- og vetrardekk.
Staðgreiðslka 890 þús. Til sýnis hjá
Bílatorgi,' Nóatúni 2, sími 621033.
GMC pickup '87, 8 cyl., 6.2 1., dísil, 4x4,
beinskiptur, vökvastýri, lengri pallur,
burðarmesta gerðin, plasthús á palli,
ekinn 66 þús. km. Mjög traustur bíll,
(kostar nýr 2,4 millj.), verð á þessum
1480 þús. Uppl. í síma 91-17678 milli
kl. 16 og 20.
Ýmislegt
'SSTOFAN
Skólavörðustíg3 Sími26641
Jólasprengitilboð. Viltu verða brún(n)?
Frábærir bekkir, nýjar perur.
1. 34 spegla perur.
2. 2 andlitsljós.
3. Andlitsblástur.
4. Tónlist í öllum bekkjum.
5. Góðar sturtur.
6. Góð þjónusta.
Verð: 10 tímar á kr. 2.300, 20 tímar á
kr. 3.950. Við erum ódýrir, ekki satt?
Jólagjafakort, tilvalið til jólagjafa.
Pantið tíma í síma 26641.
M U ISA l n ■ i ii La
ei r mai rgi ra 1 )Ö || tír™