Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Page 27
FIMMTUÐAGUR.7.:DESEMBER 1989. 1 B. Dortmund - W. Bremen 2 Þýsku liöin halda áfram að reyta stig hvert af öðru. Þrátt fyrir að Werder Bremen liðið hafi ekki sýnt stórkostlega takta und- anfarið né á útivelli í haust er trú nún að Jiðið nái að knýja fíam sigur. Margir frægir kappar eru í Brimáborgarliðinu og gera þeir út um leikinn á síðustu fimmtán mínútunum. 2 Charlton - Millwall X Átta Lundúnalið eru í 1. deildinni og innbyrðisviðureignir þeirra tíðar. Arsenal er með bestan árangur innbyrðis viður- eigna, 11 stig úr 6 leikjum. Chelsea er með sama stiga§ölda úr 7 leikjum. Charlton hefur náð 7 stigum úr 5 leilgum en MillwaU er neðst með 3 stíg úr 6 leikjum. MiBwail hefur geng- ið herfílega undanfama tvo mánuði en liðið hefur álla burði tij að ná jafntefli. 3 Coventry - Arsenal 2 Arsenal er í efsta sæti i 1. deildinni ásamt Liverpool og Aston Villa. Coventry er litlu neðar. Keppnin hefur sjaldan verið jafnari. Þrátt fyrir að leikmenn Coventrys geti státað af sigrum í tveimur síðustu heimaleikjum sínum er trú mín sú að Eng- landsmeistaramir nái öllum þremur stígtmum á Híghfield Road í Coventry. 4 Liverpool - Aston Villa 1 Aston Villa er sigursælasta liðið á Englandi ef tekið er tillit til árangurs þess undanfama tvo mánuði. Liðið hefur unnið átta af níu leíkjum sínum. Fimm leikjanna hafa verið heima en þrír á útivelli. Liverpool er með sama stigafjölda og Aston ViUa en árangur liðsins undanfama mánuði hefur ekki verió eins glæsilegur. Reyndar vom aðdáendur liðsins farnir að ókyrrast því að Liverpool tapaði nokkrum leikjum í röð. En Liverpool er komið á sigurbraut á ný og sýnir enga miskunn. 5 Manch. Utd. - Crystal Palace 1 Steve CoppeU, framkvæmdastjóri Crystal Palace, spilaði lengi með Manchester United og var einn besti maður liðsins uns hann varð að hætta keppxú vegna meiðsla. Nú stýrir hann Crystal Palace á Old Trafford og vonast eftir sigri á rauðu djöflunum. Það er ólíklegt að Coppel takist ætlunarverk sitt því Manchesterliðið er nokkuð'sterkt um þessar mundir. Vissulega hefur liðinu ekki gengið eins vel og aðdáendur þess hafa vonað en flestir sparksérfræðingar á Englandi em sammála um að það sé einungis spuming hvenær liöið smelli saman og fljúgi upp stigatöfluna. 6 Nott For. - Norwich 1 Hvomgt þessara liða getur státað af miklum sigrum í haust. Norwich hefur reyndar tapað þremur síðustu útileikjum sín- um. Skírisskógarpiltamir ungu hafa ekki náð sama flugi og í fyrravetur. Á heimavelli hefur liðið unnið þrjá leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur leikjum. Ekki sannfærandi en fjórði heimasigurinn gæti róað heimamenn töluvert. 7 Q.P.R. - Chelsea 2 Eftír ákaflega slæma byrjun er O.P.R. liðið að braggast. Tveir sigrar úr tólf fyrstu leikjunum en svo tveir úr fjórum þeim næstu. Reyndar hefúr liðið einungis tapað einum af sex síð- ustu leilgum sínum. Chelsea lenti í hreinsunareldi um síðustu helgi á heimavelli sínum og tapaði 2-S fyrir Wimbledon. Eft- ir slika útreið eru leikmennirnir teknir í karphúsið og næsta víst að þeir ætla sér að vinna þennan leik. 8 Sheff. Wed. - Luton 1 Baráttan er hörð á botninum en þar hvílir Miðvikudagsliðið. Ekki er mikill munur á neðstu sex liðunum Sheffield Wed. með 13 stig og Luton með 18 stig. Sigur gegn Luton er Sheffi- eld-liðinu nauðsynlegur því ef liðið vinnur ekki neðstu liðin situr það áfram neðst. Luton hefur ekki enn unrað leik á úti- velli, hefur náð þremur jafiriteflum úr sjö leikjum. 9 Southampton - Manc. City 1 Southampton tapaði fyrsta heimaleik sínum í haust en leik- mennimir skömmuðust sín svo að þeir hafa ekki tapað heima síðan. Reyndar hefur liðið siglt fyxir fullum seglum og er í sjöunda sæti með 24 stig. Mikið er skorað í leikjum liðsins og hafa leikmenn Southampton og andstæðingar þeirra skor- aö 60 mörk í 16 leikjum. Það er 3,75 mörk að meðaltali í leik, hæsta hlutfallið í 1. deildinni ensku. Leikmenn Manchester City hafa ekki skorað nema tvö mörk x §órum síðustu leikjum sínum og því ekki ástæða til að spá liðinu árangri í þessum leik. 10 Tottenham - Everton 1 Tottenham hefúr tapað tveimur síðustu heimaleikjum sínum. Ólfldegt þykir að liðið tapi þriðja heimaleiknum í röð. Ever- ton hefixr átt í miklu basli undanfáxið, einungis uraúð einn leik af sex þeim síðustu. Meiðsli hrjá lykilmenn og aðrir eru ekki 11 Wimbledon - Derby X Óvæntustu úrslit síðustu helgar voru sigur Wimbledon á Chelsea á Stamford Bridge í London. Leikmenn Wimbledon hafa náð fleiri stigum á útivelli en heimavelli í haust. Þeir lenda í kröppum dansi nú þvi Derby hefur unnið fióra síðustu leiki sína. Að visu voru þrir þeirra á heimavelli en það verður ekká tekið frá liðinu að leikmennimir hafa skorað 11 mörk í þessum fjórum leikjum. Búast má við miklum darraðardansi á Plough Lane í Wimbledon. 12 Ipswich - Sunderland 1 Ipswich og Sunderland eru meðal efstu liða í 2. deildinni ensku. Ipswich hefur gengið ákaflega vel heima, hefur unnið fimm leilri, gert þijú ja£nte£li og tapað einum leik. Af átta síö- ustu leikjunum hefur liðið unrúð sex og gert tvö jaflitefli. Sund- erland er með sæmilegan árangur á útivelli, hefur unnið fjóra leiki, gert tvö jafntefli og tapað þremur leflqum. Af átta síð- ustu leikjum hefur liðið unnið fimm, gert tvö jafntefli og tapað einum leik. *91 Tippað á tólf Stíflan brast og tólf urnar urðu sjö Loksins voru úrslit svipuð því sem tipparar töldu. Ein úrslit komu þó á óvart: sigur Wimbledon á Chelsea á Stamford Bridge í London. Potturinn var heldur stærri en vant er, enda var hann orðinn þrefaldur. Alls seldust 803.217 raðir og var potturinn 4.629.319 krónur. Fyrsti vinningur var 3.713.652 krónur, sem skiptust milli sjö raða með tólf rétta. Hver röð fær 530.521 krónur. 218 rað- ir fundust með ellefu rétta og fær hver röð 4.200 krónur. Ein tólfanna kom fram á Akureyri, önnur í Kópavogi en hinar allar í Reykjavík. PC tipparar áttu þrjár tólfanna. Hópunum gekk flestum vel. Af tólf efstu hópunum fengu átta hópar ellefu rétta, en fjórir tíu rétta. SOS hópurinn hefur tekið forystu og er með 104 stig. HULDA og TVB16 eru með 103 stig, FYLKISVEN, FÁLKAR, SÍLENOS og MAGIC-TIPP eru með 101 stig, SÓJ er með 100 stig en aðrir minna. Tvær umferðir eru eftir í keppn- inni um íslandsmeistaratitilinn. TVB16 hópurinn er með forystu 311 stig en SOS hópurinn kemur næstur með 310 stig. BIS er í þriðja sæti með 308 stig, FYLKISVEN er með 305 stig, FÁLKÁR eru með 303 stig, SÍLENOS er með 302 stig, HULDA er með 302 stig og BOND er með 301 stig. Aðrir eru með minna. Spenna er mikil meðal tippara í fjölmiðlakeppninni. Friðrik Þór Guð- mundsson, tippari Alþýðublaðsins, er með góða stöðu á toppnum, er með 77 stig. DV og Valtýr Björn Valtýsson á Bylgjunni eru með 75 stig, en tipp- ari Dags er með 74 stig. Engin slökun um jólin Einungis einn leikur verður leik- inn á laugardaginn 23. desember næstkomandi, viðureign Liverpool og Manchester United. Sá leikur verður ef til vill sýndur í sjónvarpinu á Bretlandseyjum. Leikurinn var á dagskrá 30. septémber síðastliöinn, en var frestað til fóstudagskvöldsins 22. desember. Lögreglan í Liverpool óttaðist ólæti það kvöld og lét fresta leiknum. Starfsmanna fyrirtækja halda miklar veislur á fostudags- kvöldum fyrir jól og er mikil drykkja og ólæti samfara veisluhöldunum. Vegna skorts á leikjum laugardag- inn 23. verður aö grípa til þess ráðs að vera með getraunaseðil þriðjudag- _ inn 26. desember, sem er annar í jól- um. Beinlínukerfið verður opið á Þorláksmessudag og einnig á annan í jólum. Á laugardaginn verður leikur Bor- ussia Dortmund og Werder Bremen sýndur beint í íslenska sjónvarpinu og hefst leikurinn klukkan 14.30. Sölukerfi getrauna verður lokað klukkan 14.25. Getraunaspá fjölmiðlanna > £ Q 1 c := c > E -o <0 m ^ .2. o) .2 >- .-2 c ■O (D JS 3 ? CM = -O .2. £ £ HjQ.QCQ0CW3W<I LEIKVIKA NR. 49 B.Dortmund Werder Bremen 2 1 1 2 1 1 1 X 1 X 2 Charlton Millwall X 2 X 2 2 1 X 1 1 1 2 Coventry Arsenal 2 2 -2 2 2 2 2 1 1 2 2 Liverpool Aston Villa 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Manch.Utd C.Palace 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Nott.Forest Norwich 1 X 1 X 1 1 1 X 1 1 1 Q.P.R Chelsea 2 1 X 2 2 2 2 2 1 X 2 Sheff.Wed Luton 1 1 1 X X X 1 X X 1 X Southampton... Manch.City 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Tottenham Everton 1 1 1 X 1 1 X 1 1 1 X Wimbledon Derby X X X 2 2 X X 1 X X 1 Ipswich Sunderland 1 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 Hve margir rgttir eftir 13 haustvikur: 75 68 61 68 74 75 70 65 69 77 68 -ekkibaraheppni Þekkir þú einhvern sem heyrir illa í sjónvarpi eða útvarpi? Kíktu í smáauglýsinga- dálkinn „TIL S0LU“, „Einkahlustarinn“. :rber lykhjateppí i þremar lítum, brtmbeíge, gn ; beige, meðan birgðír endast á aðeins m2 stgr. Okkur tókst að fá eina sendingu fyrir jól. Euro Visa raðgreiðslur: Éngin útborgun. 1> afborgun í febrúar 1990 miðað við 6.400,- 12.800,- Teþpadeild s. 28i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.