Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1989, Qupperneq 34
42 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1989. ! i i ! 1 i t Altarisganga undirbúin. í messu hjá karmel - íta- systrum C-!R9r f I qUOAflHAD J/. . Gengið til altaris hjá séra Franz. DV-myndir Brynjar Gauti Karmelítasysturí Hafnarfirði minnt- ust heilags Jóhannesaraf Krossi á fimmtudag. MóðirTheresa frá Avila stofnaði hinaskólausu Karmelíta- reglu ásamt Jóhannesi af Krossi á 16. öld. Minningardagur Jóhannes- ar var á fimmtudag og var messa systranna í Karmelítaklaustrinu þann dag því helguð honum. Kunnustu ritverk Jóhannesaraf Krossi eru Hin dimma nóttsálarinnar og Upp á Karmelfjall. Er talið að Halldór Laxnessskrifi Kristnihald undir Jökli undir sterkum áhrifum af þessum bókum Jóhannesar. Ekki ervitaðtil að nokkur íslendingur hafi tilheyrt þessari ströngustu íhug- unarreglu kaþólsku kirkjunnar. Meðal kunnustu karmelíta á þess- ari öld eru pólski presturinn Max- millian Kolbe og þýska karmelíta- nunnan Edith Stein sem varfædd gyðingur en snerist til k'ristinnar trúar og gekk í Karmelítaregluna. Systurnar í Hafnarfirði eru 22 og margar hámenntaðar, meðal annars í tónlist, verkfræði og læknisfræði. Höfðuðföt þeirra gefa til kynna hvaða heit þær hafa unnið. Systur með hvít höfuðföt hafa unnið þriggja ára heit en þær með svört höfuðföt hafa unnið heit ævilangt. Þá ersérs- takt höfuðfat, líkt hollenskri húfu, sem nýkomnar systur bera meðan þær eru að kynnast klausturlífinu. Brynjar Gauti, Ijósmyndari DV, var viðstaddur bænastund og messuna í kapellu Karmelítaklaustursins snemma á fimmtudagsmorgun og tók þá þessar fallegu myndir. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.