Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
13
Lesendur
Ceausescu, fyrrv. einræðisherra Rúmeníu, boðinn velkominn til íslands af hópi hérlendra fyrirmenna.
Rlkisstjomin og utanríkismalin:
Ályktar í austur og vestur
K.J.E. skrifar:
Þeim alþýðbandalagsmönnum í
núverandi ríkisstjórn hefur senni-
lega ekki dottið í hug að nokkrum
dögum eftir að Bandaríkjamenn á-
kváðu að treysta siglingar um Pa-
namaskurð og hjálpa þjóðinni í Pa-
nama til að koma á lýðræði í landinu
yrði forseti Rúmeníu líflátinn án
dóms og laga, eins og hann sjálfur
geröi lengst af við landa sína.
Þessum sama fyrrv. forseta Rúme-
níu hafði verið tekið með viðhöfn af
frammámönnum íslenska lýðveldis-
ins og gott ef hann hefur ekki verið
leystur út með gjöfum, kannski
sæmdur heiðursmerki eða gaukað
aö honum eintaki af Flateyjarbók eða
öðru gersemi íslensku. Það ætti nú
eftir að finnast eintak af einhverri
Eddunni í kjallarabyrgi Ceausescus
í Búkarest!
Og það vill svo til aö einn ráðherra
núverandi ríkisstjórnar hér á landi
hefur einmitt heimsótt Ceausescu
þennan, án þess að geta þess sérstak-
lega við heimkomu hingað að þarna
væri hin mesta ógnarstjóm og þegn-
arnir væru nánast hungurmorða
vegna skorts á nauðsýnjavörum. Og
svo hringja menn í Þjóðarsáhna til
að votta Ceausescu hinstu kveðju og
harma að ógnvaldurinn skuli hafa
verið tekinn af lífi án þess að skipa
honum veijanda!
Ríkisstjómin boðaði svo til fundar
milh jóla og nýárs, að sögn til að
ræða afstöðu utanríkisráðuneytisins
til atburðanna í Panama, eftir því
sem menntamálaráðherra segir í
Morgunblaðinu nýlega - segist enda
vera ósammála ályktun utanríkis-
ráðherra og segir hana þarfnast nán-
ari skoðunar í stjóminni. Þar
gleymdist hklega ekki að taka fyrir
Rúmeníumálið, eða hvað? Væntan-
lega em alþýöubandalagsráðherr- v
amir heldur ekki sammála utanrík-
isráðherra um yfirlýsingar hans
vegna atburðanna í Rúmeníu.
En hvemig skyldi ástandið vera
hérna heima? Em þegnarnir ánægð-
ir með stjóm valdhafanna? Svo lengi
má hamra deigt jám að það bíti og
ekki þarf við þvi að búast að th eilífö-
amóns ríki friður og spekt þegar
þegnarnir em skattpíndir og yfir-
keyrðir í spennu við að ná saman
endum fyrir næsta dag á meðan vald-
hafamir eyða rúmum tveimur mhl- '
jörðum í ferðakostnað fyrir sig og
nánustu skjóístæðinga. - Það dugar
ríkisstjórninni skammt að álykta í
austur og vestur á meðan hún gengur
eins langt í andlegum pyntingum og
raun ber vitni. Gáum að öllu þessu.
DV - Hellissandi
Nýr umboðsmaður á Hellissandi frá og með 1 /1 '90:
Lilja Guðmundsdóttir
Gufuskálum
sími 93-66864
Gleðilegt nýtt
starfsár
Innritun er dagana 3.-7. janúar
milli kl. 13 og 18 í
símum 46635 og 46900.
Afhending skírteina er í
Æfingastöðinni, sunnudaginn
7. janúar kl. 13-16.
Fyrír jól var það lambada, þró-
unín heídur áfram og nú taka
víð ný spor og ný tónlíst,
Iambadanca. Meíriháttar ný
spor frá Brasiliu og tónlístín í
suðuramerískum stíl, s.s.
lambadanca, mambo
lambada, íambadamerengue,
ásamt salsa og mambo.
Yngst 3-5 ára.
Suðuramerískir latín dansar og
standard dansar, eínníg gömlu
dansarnír, eínstaklings- og para-
hópar.
Rock*n roll:______________
Eldhressír tímar, 10 tíma nám-
skeíð. Barna- (yngst 10 ára), ungl-
Kennslustaðír:
Reykjavík: Skeífan 17 (Fordhúsíð)
KR-heímilíð v/FrostaskjóI
Gerðubergi Breíðholtí
Tónabær
Garðabær: Garðalundur.
Keflavík: Hafnargata 31
Vogar: Glaðheímar
ATH. Tökum einnig að okkur kennslu úti á
landi þar sem þess er óskað. 10 tíma námskeið
eða eftír samkomulagí.
Innrittin fyrir alla staði er í sím-
um (91) 31360 og 656522, alla
þessa viku frá kl. 13-19.
Kennsla hefst mánud. 8. janúar.