Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Blaðsíða 22
22
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
Utlönd
Fall Berlinarmúrsins síðla á síðasta ári er án efa sá atburður sem er mörgum táknrænn fyrir þær sviptingar
og umrót sem áttu sér stað í Austur-Evrópu árið 1989. Þessi illræmdi múr er nú einungis minnisvarði í hug-
um Evrópubúa sem og annarra, minnisvarði um kalda stríðið og skiptingu Evrópu. Símamyndir Reuter
■ ■ DV
DV - Breyt - Gerðum, C t símanúmer í Gerðum, Katrín Eiríksdóttir Lyngbraut11 sími 92-27118 >arði Garði:
KAHÍVTE
KARATEFÉLAG
VESTURBÆJAR
Byrjenda- og fram-
haldsnámskeið
hefjast 4. janúar.
Innritun i simum
12355 og 12815.
Ánanaustum 15 — Reykjavlk — Slmi 12815
Ásakanir um ofbeldi og kosning-
asvindl einkenndu kosningar þær
sem fram fóru í Panama í maí á
síðasta ári. Á þessari mynd má sjá
stuðningsmann þáverandi einvalds
í Panama, Manuels Antonio Nori-
ega, beija á vara-forsetaframbjóð-
andaefni stjómarandstöðunnar,
Guillermo Ford. Að kosningunum
afstöðnum, þegar allar líkur bentu
til yfirgnæfandi sigurs stjómar-
andstöðunnar, lýsti Noriega þær
ógildar. Noriega dvelst nú í sendi-
ráði Páfagarðs í Panamaborg en
þar leitaði hann hælis eftir að
bandarískir hermenn réðust inn í
landið seint á árinu 1989 með það
m.a. fyrir augum að handtaka
Noriega og draga hann fyrir dóm-
stóla í Bandaríkjunum þar sem
hann er eftirlýstur. Ford er nú
varaforseti Panama. Forseti er
Guillermo Endara.
Alexander Dubcek, sem var í for-
ystu fyrir umbótahreyfmgunni
Vorið í Prag í Tékkóslóvakíu fyrir
röskum tveimur áratugum, var
kominn í fremstu röð stjómarand-
stæðinga í landinu í nóvember á
síðasta ári en þá náði umbótabylgj-
an, er gekk yfir Austur-Evrópu árið
1989, til Tékkóslóvakíu. Dubcek,
sem fluttur var hlekkjaður til Sov-
étiíkjanna eftir innrás flestra að-
ildarríkja Varsjárbandalagsins inn
í Tékkóslóvakíu árið 1968, var kos-
inn forseti tékkneska þingsins rétt
fyrir áramótin síöastliðin.
Rúmenar börðust innbyrðis í lok
síðasta árs er byltingarhugmyndir
Austur-Evrópu náðu loks til þessa
lokaöa lands. Aimenningur og her-
menn áttu í blóðugum bardögum
við liðsmenn öryggissveita fyrmrn
forseta, Nicolae Ceausescu, og geis-
aði mikil barátta á götum Búkarest.
Sviptingasamt ár:
Myndir
ársins
1989
Miklir og harðir bardagar áttu sér stað milli skæruliða og stjórnar-
hermanna í El Salvador seinni hluta ársins 1989. Þetta voru hörðustu
bardagar milli þessara aðila síðastliðinn áratug og varð mikið mann-
tjón. Ljósmyndari Reuters náði þessarl mynd af starfsmönnum neyðar-
hjálpar El Salvador aö störfum í einu héraða landsins þar sem miklir
bardagar áttu sér stað.