Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
15
Fiskveiðar við ísland
Þrjú mikilvægustu umræðuefni
íslendinga árið 1989 voru fyrir-
komulag flskveiða viö ísland, mál
Magnúsar Thoroddsens og hrun
sósíalismans í Austur-Evrópu. Hið
fyrsta sneri að lífsbjörg okkar, ann-
að að sljórnskipan landsins og hið
þriðja að því umhverfi, sem við lif-
um í.
Hér ætla ég að segja nokkur orð
um fyrsta efnið. Sérstaklega hyggst
ég vekja athygli á þremur hugs-
unarviilum, sem einkenna oft um-
ræður um það. Þegar menn losna
við þær, er unnt að ræða málið
skynsamlega.
Líffræðilegt hámark ekki hið
sama og hagfræðilegt
Fyrsta hugsunarviilan er, að við
eigum að nýta fiskistofnana upp að
því marki, að þeir hætta að end-
umýja sig. Þetta er að sönnu hið
líffræðilega hámark fiskveiða. En
við höfum ekki áhuga á að há-
marka tölu þorskanna í sjónum,
heldur fjölda krónanna í vasanum.
Við eigum þess vegna að nýta fiski-
stofnana upp að því marki, að
krónurnar, sem við notum til þess,
fara að gefa meira af sér í annars
konar starfsemi. Hið líffræðilega
hámark er því annað (og jafnan
hærra) en hið hagfræðilega. En
ástæðan til þess, að við höfum ekki
komist sjálfkrafa að hinu hagfræði-
lega hámarki í fiskveiðum, hefur
verið sú, að ekki hefur verið skil-
greindur einkaeignarréttur á fiski-
Kjallaiiim
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
lektor í stjórnmálafræði
stofnum og frjáls verðmyndun hef-
ur því ekki verið á þeim.
Kostir hins frjálsa eða sjálfstýrða
hagkerfis, þar sem allar einingar
atvinnulífsins stillast sjálfkrafa
saman, hafa ekki verið nýttir,
vegna þess að ríkið hefur brugðist
þeirri skyldu sinni að skilgreina
einkaeignarrétt á fiskistofnum.
Enginn hefur því borið ábyrgð á
þeim, og upplýsingar hefur skort
um, hversu mörgum krónum ætti
að verja til þeirra í samanburði viö
annað. Þetta hefur verið að breyt-
ast síðustu ár. Kvótakerfið er vísir
að einkaeignarrétti á fiskistofnum,
en á vantar, að kvótarnir séu var-
anlegir og seljaniégir, svo að full-
kominn fijáls markaður geti
myndast á þeim.
Valið ekki um útgerðarmenn
eða þjóðina
Önnur hugsunarvillan er sú, aö
í stað útgerðarmanna geti þjóðin
átt fiskistofnana. Menn segja sem
svo: Veiða má nokkurn veginn
jafnmörg tonn af þorski í sjónum
og íslendingar eru margir. A ég þá
ekki tonn af þorski í sjónum? Nú
má að vísu efast um, að venjulegur
landkrabbi eigi tonn af þorski í
sjónum, þar sem hann hefur lítið
eða ekkert unnið til þess. Það rétt-
lætislögmál hefur hlotið almenn-
asta viðurkenningu á Vesturlönd-
um, að menn verði að hafa unnið
til þess, sem þeir fá. Á ég að verða
áskrifandi að arðsgíeiðslum frá
útgerðinni fyrir þaö eitt að hafa
fæðst á íslandi?
Aðalatriðið er það, að veruleik-
inn býður okkur ekki upp á þessa
kosti. Annaðhvort á ríkið fiski-
stofnana eða þeir einstakhngar,
sem hafa fram að þessu nýtt þá.
Tómt mál er að tala um, að þjóðin
geti átt þá. Valið er með öðrum
orðum um það tvennt - og aðeins
það tvennt -, að atvinnustjórn-
málamenn eða útgeröarmenn eigi
fiskistofnana og hirði af þeim arð-
inn. Reynslan sýnir okkur það
hvort tveggja, að arðurinn verður
minni, ef atvinnustjórnmálamenn
eiga gæði, og að honum er þá varið
til óskynsamlegri hluta. Nægir að
vísa til þess, hvernig Mexíkóbúar
og Norömenn hafa nýtt arðinn af
olíulindum. Ríkið er ekki „við“,
heldur „þeir“. Atvinnustjómmála-
menn hafa aðra hagsmuni en við.
Útgerðarmönnum ekki gefið
neitt
Þriðja hugsunarskekkjan leiðir
beint af annarri villunni. Hún er
sú, að ríkiö færi útgerðarmönnum
fiskistofnana að gjöf með því að
skilgreina á þeim einkaeignarrétt.
Þetta er misnotkun gjafarhugtaks-
ins. Þótt Einar skáld Benediktsson
kunni að hafa selt norðurljósin,
getum við minni spámennimir þá
og því aðeins fært öðrum eitthvað
að gjöf, að það sé til og við eigum
það. En hvort tveggja er, að sá arð-
ur, sem myndast mun við skil-
greiningu einkaeignarréttar á
fiskistofnum, er nú ekki til og að
enginn einkaeignarréttur hefur gilt
á fiskistofnunum. Ríkið á ekki
fiskistofnana og getur því ekki fært
einum né neinum þá að gjöf. Og
við getum ekki skipt öðru en til
skiptanna er.
Fram á síðustu ár hafa fiskistofn-
arnir verið í einskis manns eigu.
Allir hafa haft ókeypis aðgang aö
þeim. Máliö snýst nú um það að
skilgreina á þeim einkaeignarrétt
til þess að afstýra troðningi á mið-
unum og gera útgerðarmönnum
kleift aö hirða þann arð, sem fariö
hefur í súginn í óþörfum tilkostn-
aði. Of margir togarar eru að elta
þorskana í sjónum. Annaðhvort
verðum við að fjölga þorskunum
eða fækka togurunum. Við eigum
þess ekki kost að fjölga þorskun-
um. Og yið getum ekki fækkað tog-
urunum að neinu gagni, nema skil-
greindur sé einkaeignarréttur á
fiskistofnum og frjáls verslun leyfð
með réttindin. Þá geta höldamir
keypt út skussana, tala togara
komist niður í æskilegt lágmark og
góður arður tekið aö myndast.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
„Of margir togarar eru að elta þorsk-
ana 1 sjónum. Annaðhvort verðum við
að fjölga þorskunum eða fækka togur-
unum.“
Krýsuvíkursamtökin
Ég hefi ákveðið að setja nokkur
orð á prent um stöðu og starf
Krýsuvíkursamtakanna þar sem
ég hef orðið vör við að nokkurrar
óvissu gætir meðal stuðnings-
manna samtakanna um þessi mál
í framhaldi af þeirri ákvörðun rík-
isstjórnarinnar að fela Unglinga-
heimili ríkisins rekstur endurupp-
eldisheimiiis fyrir unga vímuefna-
neytendur.
Krýsuvíkursamtökin voru stofn-
uð árið 1986 í þeim tilgangi að vinna
að málefnum ungra vímuefnaneyt-
enda.
Við erum búin að taia við nefnd-
ir, ráðuneyti, ráðherra, stofnanir,
skóla, einstaklinga og yfirleitt alla
sem okkur hefur dottið í hug að
ræða við. Smátt og smátt jjefur það
orðið ljóst að ekki var hægt að
losna við okkur.
Stjómvöld urðu að taka ákvörö-
un um að veita okkur fulltingi,
hafna markmiðum okkar opin-
berlega eða leita annarra lausna á
vandanum. Það er ekki hklegt til
vinsælda í dag að halda því fram
að vímuefnavandinn sé ekki til
staðar eða að þau mál hafi þegar
verið leyst með viðunandi hætti.
Sú leið, sem stjómvöld hafa farið,
að opna eigiö meðferðarheimili, er
því sennilega að miklu leyti fram
komin vegna þess þrýstings sem
Krýsuvíkursamtökin hafa beitt
undanfarin ár með markvissum
hætti og það er vissulega árangur
að eitthvað skuli þó gerast í þessum
málum.
Það er vissulega ekki sjálfgefið
að hópur áhugamanna geti tekið
að sér verkefni eins og rekstur
meðferðarheimilis fyrir ungmenni
og margar spurningar vakna.
Reyndar höfum við heyrt margar
þeirra um þessar mundh-. Við skul-
um líta á nokkrar þeirra.
Er Krýsuvík of langt
frá Reykjavík?
Það er mikið átak að rífa sig frá
fyrra umhverfi og félögum og hefja
nýtt líf á nýjum nótum. Til þess
þarf næði tÚ aö hugsa sig um án
KjaUarinn
Sigurlína Davíðsdóttir
formaður Krýsuvikur-
samtakanna
þess að áreiti fyrra lífs séu stöðugt
til staðar. Það þarf aö mynda næga
fjarlægð frá þessu fyrra lífi til þess
að það ónáði ekki á viðkvæmum
tíma fyrstu mánuði slíkrar með-
ferðar.
Síðan þarf að hjálpa ungu fólki
að koma aftur inn í samfélagið og
til þess eru ýmsar leiðir. Krýsuvík
er nú ekki lengra en 22 km frá
Hafnarfjarðarvegi og fólk hefur
einhvers staðar þurft að aka lengri
leiðir til næsta þéttbýlis. Það er
engin frágangssök að fá sérfræði-
aðstoð eins og þarf til Krýsuvíkur
fjarlægðarinnar vegna. Ég bý sjálf
í Grafarvogi og ég er 45 mínútur
að aka til Krýsuvíkur, ek þó hægt.
Nei, ég skil það vel að skóhnn
skyldi vera byggður upphaflega
nákvæmlega þar sem hann er, það
er mjög góð staðsetning til þeirra
nota sem við ætlum honum. Við
- starf og staða
erum ekki nokkra stund að aka til
Reykjavíkur ef við þurfum eitthvað
þaðan en þéttbýhð er ekkert að
angra okkur þess utan.
Yrði kostnaóur
óviðráðanlegur?
Vissulega er mikið eftir í skóla-
húsinu. Við höfum gert kostnað-
aráætlun um það sem gera þarf í
fyrsta áfanga, þ.e.a.s. að ljúka
tveim starfsmannaíbúðum, vist-
mannagangi, matsal og hitaveitu.
Samkvæmt útreikningum okkar
gæti þetta kostað minnst 8 mfiljón-
ir en mest 12 milljónir með matsal
fuUbúnum.
Samkvæmt úttekt, sem ríkisvald-
ið lét gera á húsinu, komst það að
þeirri niðurstöðu aö sömu fram-
kvæmdir myndu kosta 23 miUjónir.
Ég veit ekki í hverju mismunurinn
Uggur en þeir menn, sem gerðu
kostnaðaráætlunina fyrir okkur
eru slíkum störfum vanir, oft fyrir
ríkið, og þeir eru vanir að þurfa
að láta slíkar áætlanir standast.
Áætlanir þeirra fyrir okkur hafa
Uka staðist prýðilega hingað tU.
Ég get þess vegna ekki annað en
undrast það hvers vegna þær tölur,
sem við höfum sett fram, eru
hvergi birtar heldur aðeins þær
tölur sem ríkisvaldið gefur sér og
við finnum hvergi snerta okkar
raunveruleika.
Hafa samtökin
næga þekkingu?
Ég ætla í þessu sambandi að rekja
starfsheiti nokkurra okkar sem
stöndum að þessu starfi: sálfræð-
ingur, prestur, læknir, félagsráð-
gjafi, sérkennari, vímuefnaráð-
gjafi, kennari, margir í sumum
starfsheitum, færri í öðrum.
Öll höfum við reynslu af að vinna
eftir 12 spora kerfinu sem verður
grundvöllur starfs okkar og allt
annað byggist á. Sum hafa langa
reynslu, önnur skemmri, ailt frá 4
árum til 10 ára. Ég efast satt að
segja um að hér á landi sé til sam-
stæður hópur með jafnlanga
reynslu af 12 spora vinnu og jafn-
víðtæka og góða menntun eins og
hér er saman komin.
Hentar skólinn sem
meðferðarheimili?
KrýsuvíkurskóU var upphaflega
hannaður sem heimili fyrir ungl-
inga í félagslegum vanda. Hann var
vel byggður og nú, þegar við í
Krýsuvíkursamtökunum erum bú-
in að bjarga honum frá skemmd-
um, kemur greinilega í ljós að hann
gefur mikla möguleika til að vinna
hér markvisst og frjótt starf með
ungu fólki. En á staðnum eru fleiri
möguleikar en aðeins skólahúsið.
Þarna eru gróðurhús sem hafa
undanfarin ár verið notuð sem
refabú en það hefur nú verið lagt
niður og húsin eru smátt og smátt
að ganga inn í sitt fyrra hlutverk
sem gróðurhús. Þá er þarna einnig
stórt hús sem gefur mikla mögu-
leika. Til dæmis væri hægt að
hugsa sér að reka þar þjónustu við
ferðamenn, svo eitthvað sé nefnt.
í Krýsuvík væri hægt að vera
með húsdýr og gróðurrækt, jafnvel
fiskeldi. Ungmenni hefðu nóg að
gera við uppbyggingu staöarins,
jafnframt því sem þau byggðu líf
sitt aftur á grunni 12 spora kerfis-
ins.
Hvað er fram undan?
Við í Krýsuvíkursamtökunum
höfum lengi staðið við dyr ríkis-
valdsins og barið upp á. Við höfum
yfirleitt ekki verið virt svars. En
nú er svarið loks komið og nú er
hægt að meta stöðuna og skoða
hvað gera skuh í framtíðinni. Okk-
ur finnst jákvætt að ríkið skuh
ætla að taka á sig rögg og opna
meðferðarheimih fyrir unga vímu-
efnaneytendur á aldrinum 12-18
ára. En við höldum að vandinn sé
því miður ekki alveg leystur þar
með.
Við heyrum oftast frá fólki um
og yfir tvítugt sem hefur farið í
hverja áfengismeðferðina eftir
aðra án þess að ná árangri. Það er
þetta fólk sem hér eftir sem hingað
til er í sama vítahringum. Vímu-
efnameðferðarstofnanir hafa starf-
að hér á landi í rúman áratug eftir
12 spora kerfinu og margir hafa náð
þar góðum árangri.
En nú er komið að því að mynd-
ast hafa ýmsir sérhópar sem þurfa
annars konar úrlausn en þar er
boðið upp á. Meðal þeirra er sá
hópur sem ég er hér að tala um,
fólk um og yfir tvítugt sem vantar
þann grunn sem það þarf að standa
á til að ná árangri eftir hefðbundn-
um leiðum. Sumt af því er á göt-
uni, sumt í fangelsum en sumt hef-
ur enn skjól á heimilum.
Við þurfum ekki lengur að bíða
svars um það hvort við fáum nú
tilstyrk til starfa, við fáum hann
ekki frá ríkinu svo að við höfum
ákveðið að taka til starfa strax. Við
höfum myndað heimili 1 Krýsuvík
og þangað eru fyrstu skjólstæðing-
arnir komnir. Við treystum bara á
Guðs náð og gjafmildi íslendinga
með reksturinn. Við skiptumst á
að vera þarna og ætlum að halda
þarna áfram meðan íslendingar
vilja styrkja okkur til þess. Heimil-
isfólkið hjálpast aö viö að koma
skólahúsinu í notkun og skiptist á
um heimilisstörfin.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka öllum þeim sem hafa látiö
fé, muni og aðra aðstoð cif hendi
okkur til styrktar.
Meðan við njótum þessa tilstyrks
höldum við að kraftar okkar ættu
að geta nýst til að stöðva eyðilegg-
ingarvítahring vímuefnaneyslu
þeirra ungmenna sem þurfa á okk-
ur að halda. Við höfum þegar haf-
ist handa.
Sigurlína Davíðsdóttir
„Samkvæmt útreikningum okkar gæti
þetta kostað minnst 8 milljónir en mest
12 milljónir með matsal fullbúnum.“