Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 9
9 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. Panamabúar skoða skrifstofur Noriega þar sem fólk hefur þegar látið greip- ar SÓpa. Simamynd Reuter Orðrómur um flutning á Noriega Manuel Noriega hershöfðingi kom í annað sinn fyrir rétt í Miami í gær. Þá var fjallað um beiðni saksóknara um að Noriega verði ekki sleppt gegn tryggingu en dómari frestaði úr- skurði í málinu. Það verður tekið fyrir á ný 26. janúar næstkomandi. Talið er að Noriega verði fluttur úr fangaklefanum í dómshúsinu á næstunni í öruggari fangageymslur og þetta hafl því veriö í síðasta sinn sem hann hafi sést í dómsal. Yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum sínum yfir að kólumbískir eiturlyfiasalar kunni að reyna aö myrða Noriega til að koma í veg fyrir að hann leysi frá skjóðunni. Lögfræðingur Noriega sagðist vera mótfallinn flutningi frá Flórída þar sem það myndi gera sam- vinnuna við- hershöfðingjann um vörn hans erfiðari. Yfirvöld í Perú hafa veitt hæli fimm panamískum liðsforingjum, sem hafst hafa við í sendiráði Perú í Pan- amaborg frá því að Bandaríkjamenn gerðu innrásina. Stjórnaerindrekar eru sagðir hafa beðið yfirvöld í Panama um að leyfa liðsforingjunum og fiölskyldum þeirra að fara úr landi. Utanríkisráð- herra Panama sagði að þeir fengju að fara ef þeir ættu ekki yfir höfði sér ákærur. Bandaríkjamenn stóðu vörð fyrir utan sendiráð Perú á mánudaginn og í gær. Yfirvöld í Perú mótmæltu því við Bandaríkjastjórn og for- dæmdu í leiðinni innrásina. Starfsmaðui' sendiráðs Kúbu í Pan- amaborg sagði í gær að þrír af tutt- ugu og sjö sem þar hefðu leitað skjóls heföu yfirgefið sendiráðið í gær eftir að yfirvöldu hefðu tryggt að þeim yrði ekki gert mein. Bandarískir her- menn hafa einnig umkringt kúb- anska sendiráðið. Reuter Svíþjóö: • Óánægja með nýjan ráðherra Útnefning Rune Molins, varafor- manns sænska alþýðusambands- ins, í embætti iðnaðarmálaráð- herra í gær sætti þegar í stað mik- illar gagnrýni samtaka umhverfis- verndarsinna. Kalla þeir hann steinsteypukrata sem vilji bæði halda kjarnorkuverum og virkja ár. Birgitta Dahl, sem var bæði orku- og umhverfismálaráöherra, fær nú eingöngu umhverfismálin á sína könnu en orkumálin flytjast til iðn- aðarmálaráðuneytisins. Segja um- hverfisverndarsinnar að með því að gera Molin að iðnaðarmálaráð- herra hafi forsætisráðherrann, Ingvar Carlsson, greitt götuna fyrir svikum á loforöi Birgittu Dahl um að stjórnin myndi leggja niður tvö kjarnorkuver á árunum 1995 til 1996. Nýr atvinnumálaráðherra var einnig útnefndur í gær, Mona Sa- hlin. Með uppstokkuninni ætlar for- sætisráðherrann sænski að endur- skipuleggja samvinnu ráðher- ranna. Samvinnan mun fara fram á þremur sviðum, utanríkis- og ör- yggismála, samfélagsmála og efna- hagsmála. tt Útlönd w Samskipti Armena og Azera í Sovétríkjimum: Olgar undir yf irborðinu Mikil spenna ríkir enn á milli Az- Yfirvöld í Moskvu þurfa nú að leita leiða til lausnar þjóðernisdeilum í suður- hluta Sovétrikjanna auk þess að leita sátta við kommúnista í Eystrasaltsríkj- unum - Lettlandi, Litháen og Eistlandi. era og Armena í Sovétríkjunum vegna deilna um héraðiö Nagorno- Karabakh sem er í lýðveldinu Az- erbajdzhan. Löngum hefur verið stirt á milh þessara þjóðarbrota en bæði lýðveldin vilja yfirráð yfir héraðinu sem Armenar byggja að mestu. Arm- enskir kommúnistar í Stepanakert, höfuðborg héraðsins, gengu út úr skrifstofum sínum í gær frekar en að hitta að máh félaga frá nágranna- lýðveldinu. Þetta sýnir betur en margt annað hversu mikil spenna ríkir milli íbúa lýðveldanna tveggja. Rúmlega eitt hundrað og tuttugu manns hafa týnt lífi í átökum sem blossað hafa upp milli Azera og Arm- ena síðustu tvö ár. Bardagar og vopnaskak eru daglegt brauð hjá íbú- um héraðsins. í héraðinu Nakichevan í Azerbajdzhan, nærri írönsku landa- mærunum, hafa mótmæli íbúanna leitt til þess að yfirvöld hafa gefið eftir og heitið frjálsari ferðaheimild. Miklar róstur hafa átt sér stað á landamærunum og liggja nú nær all- ar landamæragirðingar á jörðinni. Azerar vilja nánari samskipti við ír- ani en beggja vegna landamæranna búa Azerar sem aðhyllast shíta- múhameðstrú. Hugmyndafræðingur sovéska kommúnistaflokksins, Vadim Medvedev, sagði í gær að flokkurinn gæti hagnast af minni miðstýringu en varði jafnframt hlutverk flokks- ins sem „leiðandi afls“ í umbóta- hreyfingu Gorbatsjovs forseta. Medvedev sagði að á allsherjarfundi kommúnistaflokksins, sem verður haldinn í lok þessa mánaðar, yrði lagt til að kommúnistaflokkar lýð- veldanna fengju aukið sjálfstæði. Ummæh Medvedevs, sem nú er staddur í Litháen, koma í kjölfar haröorðrar gagnrýni á Litháa. Kommúnistar í Litháen samþykktu nýverið að slíta öll tengsl við móður- flokkinn í Moskvu og setja á laggirn- ar sjálfstæðan kommúnistaflokk. Von er á Gorbatsjov til Litháen á næstunni þar sem hann mun ræða við ráðamenn um fyrrnefnda ákvörðun íbúanna. Óljóst er hvenær heimsókn forsetans hefst en talið var að hún hæfist í dag. En í gær var skýrt frá þvi í dagblaði í Litháen að hann kæmi ekki fyrr en á morgun. Yfirvöld í Moskvu hafa enn ekki sagt hvenær ferð forsetans hefst. Reuter EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán- aðar. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RtKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.