Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
13
Lesendur
Vio viljum prófkjör
Jóhann Ólafsson skrifar:
Ég íinn mig knúinn til þess að
láta í ljós óánægju með þá ákvörð-
un Sjálfstæðisflokksins, ef hún
verður þá endanlega ofan á, að við-
hafa ekki prófkjör hér í Reykjavík
eins og ávallt hefur verið tíðkað
hin seinni ár. Þetta er orðin slík
hefð að ég hélt að ekki kæmi annað
til greina. Og þá einnig fyrir næstu
borgarstjórnarkosningar.
Ég tel það mikla afturfór í póli-
tísku viðhorfi ef prófkjör verður
ekki í þetta sinn hjá Sjálfstæðis-
flokknum hér í borginni og verkar
á mig sem eins konar uppgjöf gagn-
vart hinum flokkunum, sem alltaf
hafa reynt að koma sér hjá próf-
kjöri með einhverju móti. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur kannski
einmitt verið svo sigurstranglegur
hingað til hér í borginni vegna þess
að hann er tahnn frjálslyndari og
opnari en hinir flokkarnir.
Ég held að prófkjör, hvernig svo
sem fyrirkomulagið er, sé bara
spuming um álit og ímynd flokks-
ins út á við. Verði því hafnað að
viðhafa prófkjör fyrir næstu kosn-
ingar óttast ég minnkandi kjörfylgi
við þennan ágæta flokk sem ég hef
ávallt kosið og fylgt í borgarmálum.
Það em nefnilega margir sem kjósa
Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn
þótt þeir kjósi annað í alþingis-
kosningum. Við skulum gæta að
því. Og við skulum líka muna að
fyrir því em gildar ástæður.
Þurfum á styrk að halda
Hafnfirðingur hringdi:
Ég tek undir skrif í lesendabréfi
sem birtist í DV í dag (8. jan.) þar
sem ungur kjósandi (kýs nú í fyrsta
sinn) hefur af því áhyggjur ef hann
fær ekki að taka þátt í að velja full-
trúa á framboðslista flokks síns
vegna væntanlegra borgarstjóm-
arkosninga í Reykjavík.
Hér í Hafnarfirði var viðhaft
prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum
vegna komandi bæjarstjómar-
kosninga og sami háttur var hafður
á í nágrannakaupstaðnum Kópa-
vogi. Breytingar á hstunum urðu
umtalsverðar á báðum stöðum.
Þetta er tímanna tákn, að vilja
breyta til og fá að hafa sjálfdæmi
um það hveijir eigi að gegna opin-
bemm trúnaðarstörfum fyrir okk-
ur tiltekið tímabil. - Lýðræði í
framkvæmd.
Reykjavík hefur verið í farar-
broddi hvað prófkjör varðar og það
er ekki vænlegt til árangurs ef aht
í einu á að segja við kjósendur;
jæja, nú er ekki þörf á prófkjöri
lengur, það er ekki æskhegt núna
því það voru svo góðir menn kosn-
ir síðast að allir eru ánægðir með
að hafa þá áfram, alla vega næstu
fjögur árin! - Við sjáum svo til hvað
setur eftir fjögur ár!
Nei, ég held að þetta sé mjög röng
aðferð hjá Sjálfstæðisflokknum ef
hann ætlar að halda völdum í höf-
uðborginni. Það hefur enda ekki
heyrst mikið frá andstöðuflokkun-
um eftir að yfirlýsing um að efna
ekki til prófkjörs í Reykjavík birt-
ist. - Þegar ástandið í stjórnmálum
er eins og nú þá þurfa sjálfstæðis-
menn á öllum þeim styrk að halda
sem fáanlegur er og hann fæst ekki
með því að læsa úti lýðræðið held-
ur með því að opna gáttir og halda
þeim opnum.
Hvað segja atkvæðin?
Helga hringdi:
Það hefur vakið undmn margra
við að heyra að e.t.v. eigi ekki að
hafa prófkjör hér í Reykjavík fyrir
næstu borgarstjómarkosningar.
Þetta er ekki sú snjallasta hug-
mynd sem fram hefur komið til að
efla Sjálfstæðisflokkinn og halda
þeim styrk sem hann þó hefur hér
í borginni. Ég er þess fullviss að
kjósendur hér vilja hafa eitthvað
um það að segja hveijir eru í kjöri
fyrir flokkinn í höfuðborginni.
Það er ekki víst að allir vilji að
sömu menn sitji lengur en eitt kjör-
tímabil í borgarstjóm. Aðrir vilja
fá að votta þeim traust sitt á ný og
enn aðrir telja að eðlilegt sé að
skipta á aðalmönnum og vara-
mönnum. Til þess séu varamennn,
að þeir gangi upp í aðalsæti. Próf-
kjör veitir kjósendum tækifæri til
að ráða þessu.
Hvað ef aldrei hefði verið próf-
kjör? Hefðu þeir aðilar sem nú sitja
í borgarstjórn verið kosnir eða
valdir á lista af einhverri nefnd eða
ráði innan flokksins? Það er alls
ekki víst. Og þótt sumir segi sem
svo að núverandi Usti sé jafngóður
og hann var fyrir síðustu kosning-
ar þá er þetta álit náttúrlega ekki
skothelt gagnvart öllum kjósend-
um flokksins. - Er ekki ráð að
spyrja þá sjálfa? - Atkvæðin, hvað
segja þau?
I „Fuji((-skógi í Sjónvarpinu
Ur Guttormslundi i Hallormsstaðaskógi. Hann var m.a. til umræðu i nefnd-
um sjónvarpsþætti.
E.H. skrifar:
Ég held, að það hafi verið Stöð 2
sem fyrst kynnti þann möguleika,
sem lengi hefur tíðkast erlendis, að
fyrirtæki ábyrgðist eða kostaði sjón-
varpsþætti sem væru svo sýndir,
venjulega með gagnkvæmum ávinn-
ingi fyrirtækisins og sjónvarpsstöðv-
arinnar. - Svona nokkuð hafði verið
fordæmt hér á landi. Og helst mátti
ríkisfjölmiðitl ekki koma nálægt
neins konar samskiptum við fyrir-
tæki á hinum fijálsa markaði - nema
taka við auglýsingum og helst gegn
staðgreiðslu!
Þetta er nú að breytast og viðhorf
hins opinbera hljóta að taka mið af
því hvað hinir fijálsu fjölmiðlar gera.
Ég er ekki frá því að Ríkissútvarpið
hafi tekið upp ýmislegt það sem
kynnt hefur verið hjá hinum frjálsu
fjölmiðlum þótt andstaða hafi verið
í byrjun. Það þótti t.d. ekki bjóðandi
að leika tónhst undir auglýsinga-
lestri hjá Ríkisútvarpinu. Viðhorfiö
breyttist eftir að fijálsu útvarps-
stöðvarnar ruddu brautina. Ég held
jafnvel að þetta hafi byrjað með
„Fréttaútvarpinu“ sem DV setti á fót
í verkfalli hérna um árið.
En það sem mér fannst vera athygl-
isvert í gærkvöldi er ég var að horfa
á þáttinn „Hallormsstaðaskógur vís-
ar veginn", ágæta og mjög fróðlega
sjónvarpsmynd, að hún var sögð
gerð að tilstuðlan eða kostuð af Fuji-
fyrirtækinu (Ég man nú ekki ná-
kvæmlega hvemig þetta var orðað
því að það var ekki sérstaklega skýrt
í dagskrá blaðanna t.d.).
Þetta finnst mér vera framfor hjá
hinum ríkisreknu fjölmiðlum að
þora að hafa samvinnu við fyrirtæki
á hinum fijálsa markaði um að fá
svona myndir gerðar. Eg man líka
eför að Flugleiðir kostuðu eða
styrktu gerð raðþátta um þróun flug-
véla og var það líka skemmtilegur
þáttur. - Það er vonandi farinn af að
fullu þessi heimóttarháttur hjá Rík-
isútvarpinu að þora ekki að tengja
saman viðskipti og hagsmuni. Hjá
því verður aldrei komist og guð láti
gott á vita.
Fyrir nuddstofu, sjúkraþjálfara
eða aðra skylda starfsemi.
Til leigu mjög góð aðstaða I samstarfi við heilsurækt-
arstöð. Nuddpottur, góðar sturtur og rúmgóð kaffi-
stofa, aðstaða fyrir Ijósabekki o.fl. Hagstæð leigu-
kjör. Uppl, í síma 43323.
REYKJIðlÍKURBORG
AUGLYSING UM FASTEIGNAGJÖLD
Lokið er álagningu fasteignagjalda í Reykjavík 1990
og verða álagningarseðlar sendir út næstu daga
ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. janúar, 1. mars
og 15. apríl.
Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík
en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta
banka, sparisjóði eða pósthúsi.
Fasteignagjaldadeild Reykjavíkurborgar, Skúlatúni
2, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími
18000.
Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar hafa fengið
lækkun á fasteignaskatti samkvæmt reglum sem
borgarstjórn setur og framtalsnefnd úrskurðar eftir,
sbr. 4. mgr. 5 gr. laga nr. 91/1989 um tekjustofna
sveitarfélaga. Vegna mistaka við tölvuvinnslu var
sama hlutfallsleg lækkun og ákveðin var á árinu
1989 reiknuð inn á álagningarseðla vegna ársins
1990. I mörgum tilvikum og sennilega flestum mun
þessi lækkun reynast rétt. í öðrum tilvikum kunna
elli- og örorkulífeyrisþegar að eiga rétt á meiri lækk-
un gjaldanna og í örfáum tilvikum minni lækkun.
Þegar framtöl hafa verið yfirfarin, sem vænta má að
verði í mars- eða aprílmánuði, verður viðkomandi
tilkynnt um niðurstöður, ef um breytingu verður að
ræða.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
9. janúar 1990
Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Suðurgötu 57, föstud. 12. jan 1990 kl. 11.00: Mánabraut 6B, þingl. eigandi Lífeyiis- sjóður Vesturlands, talinn eigandi Eggert Guðmundsson. Uppboðsbeið- endur eru Lögmannsstofan Kirkju- braut 11, Veðdeild Landsbanka ís- lands og Ásgeir Thoroddsen hdl. Presthúsabraut 26, þingl. eigandi Ól- afía S. Grímsdóttir. Uppboðsbeiðend- ur eru Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Reynigrund 28, þingl. eigandi Rúnar Pétursson. Uppboðsbeiðandi er Akra- neskaupstaður.
Einigrund 9, 02.01., þingl. eigandi Haraldur Hjaltason. Uppboðsbeið- andi er Akraneskaupstaður.
Esjuvellir 3, þingl. eigandi Sigríkur Eiríksson. Úppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, Veðdeild Lands- banka íslands og Ingólfur Friðjónsson hdl. Sandabraut 6, efri hæð, þingl. eigandi Guðlaugur J. Ragnarss. & Guðrún Birgisdótth'. Uppboðsbeiðendur era Hróbjartur Jónatansson hdl. og Lög- menn Hamraborg 12.
Esjuvellir 9, þingl. eigandi Eiríkur S. Jóelsson. Uppboðsþeiðandi er Veð- deild Landsbanka íslands. Skólabraut 37, efri hæð, þingl. eigandi Bára K. Guðmundsdóttir. Uppboðs- beiðandi er Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Garðabraut 45, 01.05., þingl. eigandi Jóna Sveinbjörg Jónasdóttir, talinn eigandi Ólafur Jónsson Vestmann. Uppboðsbeiðandi er Ásgeir Þór Áma- son hdl. Sóleyjargata 8, efh hæð, þingl. eig- andi Sigurrós Allansdótth. Uppboðs- beiðendur era Akraneskaupstaður, Lögmannsstofan Khkjubraut 11 og Andri Ámason hdl.
Garðholt, þingl. eigandi Guðmundur S. Sveinsson, talinn eigandi Guðný Haraldsdóttir. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki Islands, Veðdeild Lands- banka íslands og Guðjón Armann Jónsson hdl. Suðurgata 103, efri hæð, þingl. eig- andi V alur Þór Guðjónsson. Uppboðs- • beiðandi er Lögræðiskrifstofan Lög- vísi sf.
Vallarbraut 9, 02.02., þingl. eigandi Helga Jónsdótth, talinn eigandi Ólaf- ur Ottó Eríendsson. Uppboðsbeiðandi er Tryggingastofíiun ríkisins.
Höfðabraut 1, rishæð, þingl. eigandi Elís R. Víglundsson. Uppboðsbeiðandi er Lögmannsstofan Kirkjubraut 11.
Vesturgata 35, 2. hæð, þingl. eigandi Sigurður S. Pálsson. Uppboðsbeiðend- ur era Baldur Guðlaugsson hrl. og Landsbanki íslands. BÆJARFÓGETINN Á AKRANESI
Lerkigrund 3, 01.01., þingl. eigandi Helgi Lárus Guðlaugsson. Uppboðs- beiðandi er Veðdeild Landsbanka ís- lands.
Lflnu EKKI 0F MIKINN HRAÐA
VALDA ÞÉR SKAÐA!