Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Qupperneq 14
14
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990,
Útgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÚNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Þjóðleikhúsið
Mál Þjóðleikhússins hafa tekið undarlega stefnu.
Stjórnendur og starfsmenn leikhússins hafa á undan-
förnum árum bent á það að leikhúsið við Hverfisgötu
hggi undir skemmdum. Bæði er að húsið er gamalt og
úrelt og viðhald hefur verið vanrækt með þeim afleiðing-
um að lagnir eru ónýtar, raki í herbergjum og leki í
byggingunni allri. Vinnuaðstaða er óviðunandi með öllu
fyrir starfsfólk og í rauninni ábyrgðarhluti að halda
starfsemi gangandi við aðstæður sem þessar.
Lengi vel töluðu þjóðleikhúsmenn fyrir daufum eyr-
um. Fjárveitingavaldinu þótti víst nóg um að fylla götin
í taprekstri leikhússins þótt ekki þyrfti einnig að fylla
götin á hriplekum útveggjum þessa sama húss. Sumir
menntamálaráðherrar hafa í gegnum tíðina gert heiðar-
legar tilraunir til að vekja athygli á neyðarástandinu
en aht hefur komið fyrir ekki þar til svokölluð bygging-
arnefnd var sett á laggirnar til að gera tillögur um úr-
bætur og forgangsverkefni.
Fyrstu fréttir af niðurstöðum þeirrar nefndar voru
þær að breytingar á Þjóðleikhúsinu gætu kostað hátt á
annan mihjarð króna. Til samanburðar má minna á að
Borgarleikhúsið var reist fyrir nokkurn veginn sömu
upphæð. Fjárveitinganefnd léði ekki máls á þessum th-
lögum en ákvað engu að síður að verja rúmum fimm
hundruð milljónum á þessu og næsta ári th viðhalds
og endurbóta. Voru þær tillögur nefndarinnar sam-
þykktar á íjárlögum.
Nú mætti ætla að starfsfólk og stjórnendur leik-
hússins fógnuðu því að loks væri fundið fé til viðhalds
og viðgerða. Aðstandendur leikhússins gætu þá komið
sér saman um það í bróðerni hvaða verkefni hefðu for-
gang. En þá bregður svo við að byggingarnefndin svo-
kallaða leggur til að hafnar verði framkvæmdir við sal
hússins án þess að nokkur hafi vitað til þess að salurinn
lægi undir skemmdum eða væri að hruni kominn. Þessi
ákvörðun nefndarinnar kemur því meira á óvart að
upphaflega hafði þessi sama nefnd verið sammála um
að salurinn gæti beðið og raunar ekki hróflað við núver-
andi gerð hans.
Eftir því sem skilja má hefur erlendum sérfræðingi
frá Ungverjalandi tekist að snúa nefndinni og telja
mönnum trú um að setja þurfi brekku á sæti í sal, rífa
efstu svahr og bæta þannig sjónlínu áhorfenda upp á
sviðið. Hvenær var minnst á sjónlínu áhorfenda þegar
kvartað var undan skemmdum á Þjóðleikhúsinu? Hve-
nær hafa menn haft áhyggjur af áhorfendum þegar þeir
hafa varað við að leikhúsið væri að hrynja?
Fyrir nú utan það að bæði húsameistari ríkisins og
húsfriðunarnefnd hafa varað við fyrirhuguðum breyt-
ingum á salnum.
í upphafi var þess krafist að nauðsynlegt viðhald
færi fram á Þjóðleikhúsinu. Er ekki rétt að halda sér
við þau áform í stað þess að byggja aht húsið upp á
nýtt? Fjárveitingavaldið hefur verið rausnarlegt með
fimm hundruð milljón króna fjárveitingu. Er ekki rétt
að nýta þá peninga í þau verk sem mest eru aðkah-
andi? Ef menn vhja laga Þjóðleikhúsið þá eiga þessir
sömu menn ekki að spiha því nauðsynjaverki með deil-
um um smekksatriði eða með því að sólunda peningun-
um í andhtslyftingar. Við viljum að Þjóðleikhúsið sé
lagfært í þágu þeirra sem þar starfa og þangað koma,
ekki ungverskra sérfræðinga sem vhja reisa sér minnis-
varða á kostnað íslensks almennings.
Ellert B. Schram
.
■
Frá hjólastólaakstri fatlaóra Akureyri-Reykjavik sl. haust.
Málefni fatlaðra
í fjölmiðlum
Það er býsna margt að gerast á
vettvangi fatlaðra og skal ekki nán-
ar greint frá einstökum atriðum
heldur aðeins minnt á það hversu
fatlaðir sjálfir og félög þeirra eru
ötul í allri baráttu, ótrauð í fórn-
fýsi og viljakrafti. Ég fmn oft til
þess hversu orka mín nýtist illa
einfaldlega af eigingjarnri leti og
verður þá oft til þeirra hugsað sem
leggja í baráttu og bein verk allt
sitt afl, hvort sem er til hugar eða
handar.
Að svo mæltu er máske ástæða
til þess aö snúa sér að efninu.
Nauðsyn öllum samtökum
Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins
í miðjum október sl. var nokkuö
rætt um hlut fjölmiðla almennt í
umfjöllun um málefni fatlaðra.
Formaðurinn, Arnþór Helgason,
fór þar nokkuð yflr þessi mál sem
einhver þau brýnustu er hags-
munasamtök fatlaðra ættu nú sem
verkefni sem vinna yrði að.
Það er ekki aö ástæðulausu sem
Arnþór gerir þetta aö sérstöku
umræðuefni því allir vita hver
nauðsyn það er öllum-samtökum -
öllum félagsskap - að fá þá kynn-
ingu og þá athygli um leið sem ein-
mitt fjölmiðlarnir eru öllum færari
um að koma á framfæri. Og hið
sama á ekki síður viö um hin ein-
stöku áhuga- og baráttumál.
Arnþór fór yfir atburðina þrjá í
október sem allir heföu átt að vera
nokkurra tíðinda virði, allnokk-
urrar athygli verð úti í samfélag-
inu. Þar átti hann við fjöldagöngu
og útifund á Austurvelli, sameigin-
legt landsþing hjá Öryrkjabanda-
laginu og Þroskahjálp og svo aðal-
fundi beggja samtaka í kjölfarið.
Það eina sem einhverja umíjöllun
fékk var fyrsttaldi atburöurinn en
þó vitum við ekki hversu til hefði
tekist heíðum við ekki látlaust ver-
ið í sambandi við fjölmiðlana með
sérstökum tengiliö við þá og marg-
beðið þá um kynningu og frásagnir
og lagt okkar af mörkum með
fréttatilkynningum og greinaskrif-
um.
Við létum hinna atburðanna þar
rækilega getið og væntum ein-
hverra viðbragða frá einhverjum
en án alls árangurs. Áhuginn var
einfaldlega af svona skomum
skammti.
Ekki andstaða, ekki illvilji
Við höföum leitað til ríkissjón-
varpsins okkar um liðsinni í um-
ræðuþætti eða umfjöllun í Hringsjá
eða Kastljósi en ekkert gerðist á
þeim bæ þrátt fyrir góð orð og
vissulega var ákveðin óvissa á
þessum verkfallsdögum, en vel aö
merkja var verkfallið úr sögunni
þegar að atburðunum kom.
Nú er rétt aö benda á að um 10
þúsund manns eru í öryrkjabanda-
KjaHarinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
lagsfélögunum einum en þau eru
16 talsins og taka til hinná marg-
breytilegustu fatlana. Þaö ætti því
aö vera áhugaefni einhverra á öll-
um fjölmiðlum að fjalla um málefni
einhvers hópsins eða allra.
Þaö á nefnilega ekki að þurfa til
að koma einhver æsiatburður, að
ekki sé sagt voðaatburður, eða þá
eitthvað til upphrópunar eða at-
hlægis, til þess að þaö megi ná aug-
um og eyrum fólks þó óhugnanlega
sé þaö orðið áberandi.
Ég kannast svo sem líka mætavel
við þá mótbáru að þetta og hitt sé
ekki fréttaefni sem slíkt eða ekki
nógu sérstaklega merkilegt til þess
að um megi fjalla. Það eru fleiri
málefni en þeirra fötluðu sem fyrir
því veröa.
Ekki dettur mér í hug að hér sé
um einhverja andstöðu að ræða,
því síöur illvilja, en tregðan er und-
arleg og auðvitað er friðsamlegt á
fundum öryrkjafélaga og banda-
lags þeirrak engar stórpólitískar
kosningar, ekki laumuspil og bak-
tjaldamakk sem forleikir að hallar-
byltingum eða aftökum í óeigin-
legri merkingu.
En svo vel þekki ég til fjölmiðla-
fólks að þó að fréttafíkn þess sé
eðlilega talsvert tengd einhveiju
spennandi og tilþrifaríku þá veit
ég aö til tilbreytingar frá því þykir
mörgum gott að fást við hin mann-
legu mál frá margs kyns sjónar-
hornum og til þess verks þykja mér
margir færir sem gjarnan mættu
iöka þá iðju meir. Það er óeðlilegt,
þegar unnt er að leggja fleiri síður
eða klukkutíma undir íþróttir af
ótrúlegasta tagi, að ekki sé unnt
að gera betur í þessum málaflokki
- málefnum fatlaðra.
Jafnrétti er þeirra krafa
Þótt fatlaðir heyi haröa baráttu
og iðki allnokkra kröfugerð um
betri tíð og bjartari þá má fullvissa
fjölmiðlunga um það að þar er
einnig að fmna margt skemmtilegt
og spennandi, ekki síst fyrir hinn
almenna lesanda eða áhorfanda
eða heyranda sem allir vilja ná sem
allra best til.
Þið megið trúa því að fjölbreytnin
er mjög mikil og menn skulu einn-
ig gæta að því að í mörgu eiga hin-
ir fötluðu möguleika til miðlunar,
mörgu sem hvorki er hversdagslegt
né venjulegt. Og vilja almennir fjöl-
miðlagleypendur ekki eitthvað
slíkt að ykkar mati? Og svo viljið
þið leggja ykkar af mörkum, eða
ekki svo, til að bæta og lagfæra,
gera örlítiö bjartara og betra í
kringum okkur öll og ég efa að þið
finnið ákjósanlegri vettvang. Ekki
vorkunnsemi eöa „aumingjagæði"
því með það hafa fatlaðir ekkert
að gera, það er þeim eitur.
Jafnrétti í þjóðfélaginu er þeirra
krafa. En lifandi og vekjandi um-
ræðu, frásagnir af vettvangi, svip-
myndir af lífi og starfi án allrar
upphafningar - allt þetta ásamt
beinum frásögnum af því helstá á
félagslegum vettvangi - þetta þarf
aö koma, einfaldlega af því að fjöl-
miðlarnir eiga að gefa spegilmynd
af þjóðlífmu öllu, ekki bara hluta j
þess - ekki einu sinni „sporf‘hlut-
anum. Hugsið ykkur nú ef öllu
bjórbölinu á þessu ári hefði nú ver-
ið sleppt eða a.m.k. svona helming-
aö en rými og tími farið í umfjöllun
um málefni fatlaðra á einhvern
veg.
Haldið þiö ekki jafnvel að þeim
liði öllu betur og væru a.m.k.
óbrenglaðri í kollinum á eftir sem
þetta iðkuöu? Þessi boð til fjölmiðla
eru hér og nú blaðfest ef vera
mætti að einhver læsi og tæki sig
til. Það er illt og nánast neyðarúr-
ræöi að koma sér upp tengli á
hverjum fjölmiðli til að sjá svo til
að eitthvað verði að gert. Vilja
menn nú ekki verða fyrri til? Það
væri vel þegið af mörgum, ekki síst
lesendum, heyrendum og horfend-
um. -- HelgiSeljan
„Við höfðum leitað til ríkissjónvarps-
ins okkar um liðsinni í umræðuþætti
eða umfjöllun í Hringsjá eða Kastljósi,
en ekkert gerðist á þeim bæ þrátt fyrir
góð orð.“