Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. 17 Svarthöfði“ kominn á blað hjá Forest - Þorvaldur Örlygsson skoraði gegn Auxerre í Frakklandi í gær Þorvaldur Örlygsson skoraði í gær fyrsta mark sitt fyrir Nottingham Forest þegar félagið mætti Auxerre, einu 4f toppliðum frönsku knatt- spymunnar, í vináttuleik sem fram fór í Frakklandi. Þorvaldur skoraði eftir aðeins þriggja mínútna leik en Pascal Vahi- ura jafnaði fyrir heimaliðið á 19. mínútu. Des Walker kom Forest yfir á ný á 63. mínútu en Guy Dutuel jafn- aði á ný fyrir Auxerre sjö mínútum síðar, og 2-2 urðu lokatölurnar. Áhangendurnir kalla Þorvald „Darth Vader“ Þorvaldur hefur byrjað mjög vel með Nottingham Forest og átt fast sæti í liðinu aö undanförnu en hann gekk frá atvinnusamningi við félagið í nóvember. Hann hefur fengiö já- kvæða umfjöllun í enskum blöðum að undanförnu, og meðal annars sagði Sunday Times nokkuð frá hon- um þegar það íjallaði um leik Forest við Tottenham í ensku 1. deildinni 30. desember. Þar var sagt að Þorvaldur hefði þegar fengið viðurnefni hjá áhang- endum Forest - þeir kölluðu hann Darth Vader, eftir samnefndri per- sónu í Stjörnustríðsmyndunum, Star Wars, en Darth Vader nefnist Svart- höfði í íslenskri þýðingu þeirra mynda, og er mikill ógnvaldur. Á íslensku er það mesta öfugmæli því varla eru margir leikmenn Forest með ljósara hár en Akureyringurinn! Sunday Mirror sagði síöasta sunnudag, þegar fjallað var um væntanlegan leik Forest við Manc- hester United þann dag, að tveir ný- liðar, Þorvaldur og Nigel Jemson, hefðu staöið sig mjög vel í leikjum meö félaginu um jól og áramót og þeir héldu tveimur öflugum leik- mönnum, Lee Chapman og Brian Rice, á varamannabekknum. Chap- man var í gær seldur til Leeds, eins og fram kemur annars staðar í opn- unni, og útlit er fyrir að Rice megi enn um sinn verma bekkinn ef Þor- valdur heldur sínu striki. -VS Kovtoum fór á kostum í Njarðvík - og KR-ingar unnu þar mikilvægan sigur, 85-91 Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; „Áhorfendur hér í kvöld fengu að sjá mjög góðan körfuknattleik hjá tveimur góðum liðum. Þetta var sæt- ur sigur fyrir okkur en við lentum í miklum vandræðum í lokin, eftir að við misstum Anatólí og Pál út af með fimm villur en við gátum leyst það vandamál," sagði Lazslo Nemeth, þjálfari KR-inga, eftir sigur þeirra, 85-91, á Njarðvíkingum í toppleik úrvalsdeildarinnar í Njarðvík í gær- kvöldi. Leikur heimamanna í gærkvöldi var mjög köflóttur. Þeir náðu strax góðri forystu, 23-12, en misstu hana síðan í hendur KR, 24-25. Njarðvík var yfir í hálfleik, 48-41, og komst síðan í 54-44, en sú forysta hvarf á tveimur mínútum. Um miðjan hálf- 0q X Urvalsdeild Njarðvík-KR................85-91 ÍR-Grindavík.................72-76 Valur-Keflavík...............82-90 Tindastóll-Haukar..........frestað (fer fram á flmmtudagskvöldið) A-riðill: Keflavík....17 13 4 1702-1389 26 Grindavík... 17 11 6 1389-1343 22 ÍR..........17 6 11 1338-1473 >Í2 Valur.......17 6 11 1381-1405 12 Reynir.....17 1 16 1181-1573 2 B-riðill: KR..........17 15 2 1308-1162 30 Njarðvík...16 13 3 1429-1324 26 Haukar.....16 7 9 1426-1341 14 Tindastóll... 16 7 9 1375-1341 14 Þór.........16 4 12 1334-1512 8 Stigahæstir: Chris Behrends, Val.........442 Guðjón Skúlason, Keflavík...439 Bo Heiden, Tindastóli.......435 Valur Ingimundarson, Tind...419 Guðmundur Bragason, Grind ...406 David Grissom, Reyni........391 Jonathan Bow, Haukum........368 TommyLee,ÍR.................362 Dan Kennard, Þór............356 Patrick Releford, Njarðvík..324 Anatólí Kovtoum, KR.........299 Konráð Óskarsson, Þór.......274 Teitur Örlygsson, Njarðvik..265 Jóhannes Sveinsson, ÍR......262 Bjöm Steffensen, ÍR.........254 ívar Ásgrímsson, Haukum.....245 leik stóð 68-68, en þá skoraði Njarð- vík aðeins sjö stig á næstu átta mín- útum, KR-ingar hins vegar 21 og þar með voru gestirnir komnir með yflr- burðastöðu og góður endasprettur heimamanna dugði þeim ekki. Bestur í liði Njarðvíkinga var Patrick Releford en þó hefði hann mátt spila betri varnarleik. Hinir náðu sér ekki á strik og þó Teitur Örlygsson hafi skoraö 21 stig virðist hann vera í lægð um þessar mundir og á meðan leikur Njarðvíkurliðið ekki eins og það getur best. Greini- legt er að Njarðvík vantar sterkan frákastara ef það áað ná langt í úrsli- takeppninni. Anatólí Kovtoum átti stórleik með KR, skoraði grimmt, sérstaklega úr langskotum, og hirti 25 fráköst. Einn- ig voru þeir Páll Kolbeinsson og Axel Nikulásson sterkir og Matthías Ein- arsson var vesturbæingum mjög dýrmætur undir lokin. Birgir Mika- elsson og Guðni Guðnason áttu einn- ig ágæta spretti í síðari hálfleik. KR-ingar eiga nú mesta möguleika á efsta sætinu í B-riðli eftir þennan sig- ur. Stig Njarðvíkur: Patrick Releford 29, Teitur Örlygsson 21, ísak Tómas- son 14, Friðrik Rúnarsson 7, Jóhann- eskristbjörnsson 6, Friðrik Ragnars- son 6, Kristinn Einarsson 2. Stig KR: Anatólí Kovtoum 21, Páll Kolbeinsson 15, Birgir Mikaelsson 15, Axel Nikulásson 14, Matthías Einars- son 13, Guðni Guðnason 10, Böðvar Guðjónsson 2, Lárus Árnason 1. Leikinn dæmdu Bergur Stéin- grímsson og Helgi Bragason og voru mistækir. Úrvalsdeildin 1 körfuknattleik: Magnús sýndi stórleik gegn ÍBK - skoraði 35 stig en það dugði ekki til Keflavik sigraði Val, 82-90, í úr- valsdeildinni í körfuknattleik í íþróttahúsi Vals í gærkvöldi. Það voru Valsmenn sem höfðu undirtök- in í leiknum mestallan tímann. í hálf- leik hafði Valur 14 stiga forskot, 51-37, og það var ekki fyrr en á tveim- ur síðustum mínútum leiksins sem Keflvíkingar sigu fram úr. Valsmenn, sem töpuðu óvænt fyrir Reyni um síðustu helgi, komu mjög ákveðnir til leiks og komu Keflvík- ingum í opna skjöldu með góðum leik. Keflvíkingar skoruðu fyrstu þijú stigin þegar Guðjón Skúlason skoraði með þriggja stiga skoti en eftir það tóku Valsmenn leikinn í sín- ar hendur og höföu eins og áður sagði 14 stiga forystu í hálfleik. í síöari hálfleik höföu Valsmenn áfram frumkvæðið í leiknum og leiddu leikinn með þetta sex til tíu stigum yfir. Leikmenn Vals lentu í villuvandræðum og á 6. mínútu síð- ari hálfleiks þurfti Matthías Matthí- asson að yfirgefa völlinn með fimm villur og skömmu síðar fékk Chris Behrends sína fjórðu villu. Keflvík- ingar náðu þá að saxa á forskot Vals- manna og jöfnuðu leikinn, 72-72, og um leið fékk Behrends sína fimmtu villu og varð að fara út af og þá sjö mínútur eftir. Keflvíkingar reyndusf sterkari á lokakaflanum og tryggðu sér sigur á tveimur síöustu mínútum leiksins. Magnús Matthíasson var allt í öllu hjá Val og skoraði hann samtals 35 stig í leiknum auk þess sem hann hirti mörg fráköst í sókn og vörn, Chris Behrends átti ágætan leik. Keflvíkingar voru seinir í gang og virtist sem þeir heföu vanmetiö Vals- menn eftir tapleik þeirra gegn Reyni. Guðjón Skúlason og Sandy Anderson stóðu sig hest Keflvíkinga en þeir fóru seint í gang eins og aUt Uðið. • Stig Vals: Magnús 35 stig, Be- hrends 17, SvaU 10, Matthías 6, Bjöm Zoega 6, Ari Gunnarsson 3, Ragnar 2 og Einar 1 stig. • Stig ÍBK: Guðjón 24, Anderson 21, Magnús 14, Falur 13, Einar 8, Nökkvi 6 og Sigurður, 4 stig. • Dómarar í leiknum voru Leifur S. Garðarsson og Kristinn Alberts- son og stóðu þeir sig vel, ásamt því að þurrka svita leikmanna á gólfi íþróttahússins. -GH • Anatóli Kovtoum hirti 25 fráköst fyrir KR-inga og skoraði 21 stig. Grindavík lagði ÍR - 72-76 í Seljaskóla Grindvíkingar ættu að vera endan- lega öruggir með sæti í undanúrslit- um úrvalsdeildarinnar í körfuknatt- leik eftir sigur á ÍR-ingum í Seljaskól- anum í gærkvöldi, 72-76. Leikurinn var í jafnvægi lengst af, Grindavík var 36-39 yfir í hálfleik, en þegar staðan var 57-57 misstu ÍR-ingar Tommy Lee og Björn Bolla- son út af með fimm vfilur. Þeir héldu samt í við Grindvíkinga allt til leiks- loka en SuðurnesjaUðið hélt boltan- um síðustu 20 sekúndurnar og Guð- mundur Bragason innsiglaði sigur- inn með tveimur vítaskotum í lokin. Liðin léku ágætis körfubolta og miðað við mannskap sýndi ÍR merki- lega góðan leik. Lee var bestur með- an hans naut viö og Björn Bollason og Jóhannes Sveinsson voru einnig góðir. Guðmundur bar af hjá Grindavík og Steinþór Helgason var einnig drjúgur, skoraði fjórar 3ja stiga körf- ur á mikilvægum augnablikum. Ron Davis var einnig sterkur en lék þó Utið þar sem hann var kominn með 4 vfilur eftir aðeins 5 mínútur! Stig ÍR: Tommy Lee 26, Jóhannes Sveinsson 14, Bjöm Bollason 12, Björn Leósson 8, Björn Steffensen 4, Sigurður Einarsson 4, Magnús Am- arson 2, Kristinn Einarsson 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur Bragason 24, Steinþór Helgason 16, Ron Davis 10, Hjálmar HaUgrímsson 8, Rúnar Árnason 5, Evjólfur Guð- laugsson 3, Marel Guðlaugsson 3, Guðlaugur Jónsson 2. Jón Bender og Jón Otti Ólafsson höföu sænuleg tök á leiknum. -JKS/VS íþróttir • Helgi Bjarnason. Helgi í Víking Helgi Bjamason, knattspyrnu- maðurinn eínUegi úr Fram, hefur gengið frá félagaskiptum yfir til Víkinga og hyggst leika með þeim í 1. deildinni í sumar. Helgi er tvítugur og lék 11 leiki með Fram í 1. deUdínni síðasta sumar. „Ég fékk næg tækifæri með FramUðinu síðasta sumar sem knattengUiöur en sá ekki fram á að komast aö í vöminni þar sem ég tel mig best eiga heima. Þess vegna skipti ég um félag, og mér líst ipjög vel á mig hjá Víkingum og hef trú á að Uðið standi sig vel í sumar,“ sagði Helgi í samtali við DV í gærkvöldi. -VS Howard WiUdnson, Iramkvæmdastjóri Le- eds, gekk í gær frá kaupum á Lee Chap- man, miðheija Nottingham For- est. Kaupverðið var 400 þúsund sterlingspund og gerði Chapman samning tU þriggja og hálfs árs. Þeir WUkinson og Chapman þekkja vel hvor tíl annars, WUk- inson var framkvæmdastjóri hjá Sheffield Wednesday fyrir nokkr- um árum og Chapman lék með liðinu. Chapman, sem er þrítugur, hef- ur verið einn aðalmarkaskorari Forest undanfarin keppnistíma- bil en hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið og setið á vara- mannabekknum. Wilkinson hef- ur verið iðinn við að kaupa leik- menn og eytt 3,5 miUjón sterlings- punda í kaupin. Liði Leeds hefur gengið allt í haginn á leiktimabil- inu og er í efsta sæti í 2. deild og stefnir aUt í það að liöið leiki á meðal þeirra bestu á næsta keppnistímabiU. • Ama Steinsen. Arna þjálfar KR í knattspyrnu Arna Steinsen, sem leikið hefur með KR í knattspyrnu undanfar- in ár, hefur vérið ráðin þjálfari meistara- og 2. flokks KRíknatt- spyrnu. Arna hefur í huga að leika einnig með liðinu. Nýlega barst félaginu Uðsaukí þegar tvær stúlkur, sem léku með Stjömunni á síöasta keppnis- tímabiU, skiptu yfir í KR, þær Anna Sigurðardóttir og Guðný Guðnadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.