Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. Grímuball á gamlárskvöld Fólk gerir sér ymislegt til gamans á gamlárskvöld. Dansstaðir eru yfirleitt lokaðir svo fólk verður að gera sér dagamun upp á eigín spýtur eins og hópur ungs fólks gerði er það leigði sér sal og hélt grímuball fyrir útvalda. Var mikið hlegið og dansað eins og meðfylgjandi mynd sýnir sem tekin var upp úr áramótunum. DV-mynd S Rokklingarmr saman kommr til að taka a moti platinuplotum. Rokklingamir fá platínuplötu Þaö fór ekki fram hjá neinum að mikil plötusala var fyrir síðustu jól og gátu nokkrar plötur státaö af að seljast í yfir 7500 eintökum. Þar á meðal var barnaplatan Rokklingarn- ir þar sem ungir krakkar sungu þekkt dægurlög sem sett voru upp í syrpur. Og þegar kom aö því að veita Rokklingunum platínuplötu fyrir góöa sölu var öllum krökkunum, sem sungu á plötunni, hóað saman og hvert og eitt þeirra fékk eintaka af paltínuplötunni. Ljósmyndari DV var á staðnum og myndaði hina ungu söngvara með verðlaun sín. Veraldar- skemmtun Árviss viðburður er kynningar ferðaskrifstofa á sumaráætlunum sínum og er ekkert sparað til aö búa þessar skemmtanir sem best úr garði. Ferðaskrifstofan Veröld reið á vaðið að þessu sinni með mikilli skemmtun á Hótel íslandi á fóstu- dagskvöldið. Komu þar fram margir landsþekktir skemmtikraftar og dans- og tískusýningar voru einnig. Ljósmyndari DV var á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. Róleg áramót hjá Slökkviliðinu Aramótin voru einstaklega róleg hjá Slökkviliði Reykjavíkur og gátu slökkvi- liðsmenn notið rólegrar miðnæturmáltíðar eins og sést á þessari mynd sem tekin var i matsal starfsmanna. Á myndinni sést Rúnar Bjarnason slökkvi- liösstjóri innan um starfsmenn sína. DV-mynd S Sigrún Hjálmtýsdóttir skemmti gest- Hótel Island býður upp á skemmtilega aðstöðu fyrir tískusýningar, þar sem Þetta glæsilega par var hluti af dans- um með söng og skemmtilegri fram- bæði lýsing og tónlistaraðstaða er hin fullkomnasta og það kunni það að og tískusýningunni á Hótel íslandi. komu. notfæra sér, þetta vel klædda unga fólk sem sýndi samkvæmistískuna. Sviðsljós Ólyginn sagði... Barbra Streisand hefur verið í karatetímum nokk- uð lengi. Hún fékk óvænt tæk- ifæri til að nota hæfileika sína þegar hún kom að ókunnum manni sem var að sniglast við villuna hennar. Með miklum til- burðum rétti hún honum eitt kar- atehögg á hálsinn. Maðurinn féll við og Streisand lét sér þetta ekki nægja enda hélt hún að um inn- brotsþjóf væri að ræða. Hún tók manninn hálstaki og hélt honum niðri og kallaði á hjálp. Þegar loks losnaði um aumingja manninn gat hann loks stunið upp að hann væri nýi garðyrkjumaðurinn sem hún hefði ráöið. Bruce WiIIis hefur eins og margir aðrir leikar- ar unnið sem þjónn. Var þetta að sjálfsögðu áður en farið var að gera Moonlighting þættina. Var 'hann barþjónn í New York um tíma. Sú reynsla hans kom hon- um að góðum notum um daginn þegar hann var með vinum sín- um á bar einum á Manhattan. Einn vina hans pantaði drykk sem kallast Long Island Iced Tea. Ekki bragðaðist drykkurinn rétt svo að Willis fór bak við barborð- ið til að sýna þjóninum hvernig ætti að gera þennan frekar sjald- séða drykk. Á meöan hann var þar komu viðskiptavinir, sem ekki áttuðu sig á hver maðurinn var, og báðu um drykki. Willis tók þessu vel og var í meira en klukkutíma bak við barborðið viðskiptavinum til mikillar ánægju þegar þeir uppgötvuðu hver barþjónninn var. Justine Bateman sem leikur systur Michael J. Fox í Fjölskylduböndum, þykir skap- heit stúlka og hefur oft lent upp á kant við framleiðendúr þátt- anna. Hún hefur í nokkurn tíma verið í tygjum við popparann fyrrverandi, Leif Garret. Þau voru stödd í samkvæmi einu í Hollywood fyrir stuttu. Þegar Bateman leit aðeins af sínum heittelskaða notaði drengurinn tækifærið og gerð sér dælt við fallega stúlku sem var í meira lagi brjóstastór. Þegar Bateman sá hvað vrða vildi fauk heldur betur í hana. Hún rauk á Gar- rett, skellti honum í gólfið, reif blússuna frá sér og öskraði: „Eru þessi ekki nógu góð handa þér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.