Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
25
Opinberir reikningar
ekki í samræmi við lög
um virðisaukaskatt
Símareikningar, sem neytendum
eru nú sem óðast að berast, inn-
heimta gjald fyrir söluskattsskylda
þjóijustu og einnig fyrir þjónustu
sem ber virðisaukaskatt. Það er ann-
ars vegar fyrir notkun fram í tímann
frá 1. janúar til 1. apríl sem ber virð-
isaukaskatt og hins vegar fyrir
skrefanotkun þrjá mánuði aftur í
tímann með söluskatti. Lög um virð-
isaukaskatt gera ekki ráð fyrir að
tveimur skatttegundum sé blandað
saman og því óheimilt að senda út
reikninga sem fela í sér hvorttveggja.
Hjá embætti ríkisskattstjóra feng-
ust þær upplýsingar að vissulega
væri þetta ekki í samræmi við lög
en engu að síður væri vandséð hvern
annan hátt hefði mátt hafa á.
„Við erum að ganga gegnum
ákveðið aðlögunartímabil þar sem
búast má við ótal vandamálum af
þessu tagi og þau verða leyst,“ sagði
fulltrúi skattstjóra í samtali við DV.
itið sama á við um nótur sem menn
fá frá tollstjóra. Þar skortir talsvert
á að heildarupphæð virðisaukaskatts
sé sérstaklega merkt og tilgreind.
Kennitölur og skattnúmer vantar
einnig.
FuUtrúi ríkisskattstjóra sagði að
það mál yrði skoðað sérstaklega en
hafði efasemdir um að nótur úr toll-
inum féllu undir ákvæði laganna um
bókhaldsskyld gögn.
-Pá
Menn feli sig ekki
bak við virðis-
aukaskattinn
„Neytendasamtökin gera þá kröfu
að menn séu ekki að hækka sína
vöru og kenna gildistöku virðisauka-
skatts um hækkunina og fela sig bak
við skattinn," sagði Jóhannes Gunn-
arsson, formaður Neytendasam-
takanna, í samtali við DV.
„Skattkerfisbreytingin ein og sér á
ekki að hafa áhrif til hækkunar vöru-
verðs og ég bendi á að virðisauka-
skatturinn er 0,5% lægri en sölu-
skatturinn. Vissulega eru nokkur
dæmi um þjónustu sem hækkar
beinlínis vegna skattsins, s.s. olía,
póstburðargjöld og tlutningataxtar,
en almennt á skatturinn að hafa áhrif
til lækkunar,“ sagði Jóhannes.
Um áramótin tók gildi ný reglugerð
um aukatekjur ríkissjóðs sem fól í
sér verulega hækkun á ýmissi þjón-
ustu hins opinbera, einkum atvinnu-
leyfum af ýmsu tagi og skírteinaút-
gáfu. Hækkunin var að meðaltali um
60% en dæmi um einstakar hækkan-
ir um allt að 1400%.
„Ég tel að ríkið gangi þarna á und-
an með afar slæmu fordæmi og
harma þessar hækkanir sem eiga
eftir að hafa slæm áhrif," sagði Jó-
hannes.
-Pá
Hagkaup:
Umbúðir ekki
vegnar með
í nóvember sendi Hagkaup bréf til
allra aðila sem verslunin kaupir
pakkaðar kjötvörur af þar sem farið
var fram á að framvegis yrðu um-
búðir ekki vegnar með innihaldi.
Hagkaup sjálft hefur, að sögn Jón
Ásbergssonar forstjóra, haft þann
hátt á um langt skeið að vega ekki
umbúðir með þeim vörum sem fyrir-
tækið pakkar sjálft.
Frá og með áramótum verður geng-
ið eftir því að þessum tilmælum verði
fylgt. Flestir hafa, að sögn Jóns, tekið
vel í þetta og margir þegar lagfært
vinnuaðferðir sínar.
Kannanir Verðlagsstofnunar
snemma á síðasta ári sýndu að lang-
flestir áleggsframleiðendur vógu
umbúðir með innihaldi sem getur
munað um 10% á heildarþyngd.
-Pá
%
LífsstUI
Starfandi skottu-
læknir á Melunmn
- ótvírætt lögbrot, segir aðstoðarlandlæknir
I heildversluninni Mico á Birkimel
10 er tekið við tímapöntunum fyrir
Ólaf Inga Sveinsson hómópata, eða
skottulækni. Hann tekur fólk í viðtöl
í bakherbergi í búðinni á fimmtu-
dagskvöldum. Hver tími kostar 900
krónur og að loknu viðtali fær sjúkl-
ingurinn í hendur hsta yfir vítamín
og bætiefni sem seld eru frammi í
versluninni. Dæmigerður nokkurra
vikna skammtur getur kostað 2-3.000
krónur. Þetta er ótvírætt brot á
læknalögum og flokkast undir ólög-
lega lækningastarfsemi.
Heildverslunin Mico flytur inn
heilsuvörur og vítamín. Magnús
Marteinsson, eigandi Mico, neitaði
þvi alfarið í samtah við DV að nokk-
ur tengsl væru milli verslunarinnar
og starfsemi Ólafs Inga og fullýrti að
hann vísaði á fleiri lyf og bætiefni
en þau sem fást í Mico.
„Ölafur er fyrst og fremst hómó-
pati og ég hef tröllatrú á aðferðum
þeim sem hann beitir, vítamíngjöfum
og svæðanuddi einhvers konar,“
I þessu húsi við Birkimel 10 er rekin olögleg lækningastarfsemi. Hómóp-
ati tekur fólk í tíma og skrifar út heimagerða lyfseðla á vörur sem verslun-
in selur. DV-mynd KAE
sagði Magnús Marteinsson heildsali.
„Við leyfum honum að starfa hér
svo hann hafi einhverja aðstöðu.
Önnur tengsl eru ekki milli okkar
og það er ekkert samkomulag í gangi
um að hann vísi aðeins á okkar efni,“
sagði Magnús.
Ótvírætt lögbrot
„Þetta er tvímælalaust ólöglegt at-
hæfi. Það er brot á læknalögum að
taka fólk í viðtal af þessu tagi gegn
gjaldi og ráðleggja því hvað það á að
taka inn til lækninga," sagöi Guðjón
Magnússon aðstoðarlandlæknir í
samtali við DV.
„Þegar svona mál koma inn á borð
hjá okkur þá eru þau yflrleitt send
th rannsóknarlögreglunnar til mefl-
ferðar," sagði Guðjón.
„Þetta samstarf þessa manns og
verslunarinnar nær auðvitað ekki
nokkurri átt. Þetta er svipað og ef
læknar stæðu sjálfir í innílutningi
lyfia og vísuðu eingöngu á sínar vör-
ur.“ ’ -Pá
Ólafur Ingi Sveinsson hómópati:
„Ég sé ekki að þetta sé neitt á skjön
við lögin. Það getur ekki verið ólög-
legt að hjálpa fólki sem þarf að fá
lausn á sínum vanda,“ sagði Ólafur
Ingi Sveinsson hómópati í samtali
við DV.
Ólafur tekur fólk í viðtal gegn
gjaldi á Birkimel 10 á fimmtudags-
kvöldum og tekur 900 krónur fyrir.
Neytendur
Hann tekur fólk einnig í nudd sam-
kvæmt svokölluðu punktakerfi í
heimahúsum á kvöldin. Fyrir hvert
skipti kveðst hann taka 2.000 krónur.
- hef stundað þetta í 15 ár
„Ég hef stundaö þetta undanfarin
15 ár og það er mína eina menntun
í þessu fagi. Ég veit ekki hvort á að
kalla mig hómópata. Ég kýs að kalla
mig náttúrulækni. Til mín kemur
fólk sem á við vanda að stríða og ég
reyni að finna út hvað er að hjá því.
Ég hef engin tengsl við þessa versl-
un að neinu leyti og ég ráðlegg fólki
aðeins að taka bestu fáanleg efni.
Þetta sem ég vísa á er svona algildur
grunnkúr af vítamínum og steinefn-
um,“ sagði Ólafur en hann starfar
sem sölumaður á hjólbarðaverk-
stæði á daginn.
Oröabók Menningarsjóðs skil-
greinir hómópata sem skottulækni
Lyfseðill frá Ólafi Inga. Öll efnin, sem talin eru upp, eru seld i versluninni eða ólærðan lækni, gervilækni eða
Mico. Fyrir efnin á þessum seðli þurfti að greiða 3.000 krónur. Auk þess lélegan lækni.
kostaði viðtaliö 900 krónur. -Pá
OLYMPUS
iwíJLIa a
'fba^C
AT.P.
ficícSopk
S'oo
á v i ,, , /
Ri'cjl l / $ Í'C xZ JLcJl
M <i-íj
Xg/?g / /x^—,
iB. /XX
Ráðuneytið
hafnar málaleit-
an kaupmanna
„Eg sé ekki rökin fyrir því að
haga endurgreiðslu á þennan hátt,“
sagði Mörður Ámason, upplýs-
ingafulltrúifiármálaráðuneytisins,
í samtali við DV. Kaupmenn hafa
farið þess á leit við hið opinbera
að endurgreiða- mismun á verði
eldri kjötbirgða og kjöts á nýju
verði samkvæmt gildistöku virðis-
aukaskatts. Þetta vilja kaupmenn
að verði gert til þess að verð á kjöt-
i geti lækkað strax í samræmi við
yfirlýsingar stjórnvalda um lægra
verð í kjölfar'Virðisauka.
„Þessi skattbreyting hefur lengi
staðið til og síðan í sumar vissu
kaupmenn að til stóð að kjötverð
lækkaði. Því var þeim í lófa lagið
að forðast birgðasöfnun og það
kemur þeim í koll núna,“ sagði
Mörður.
Kaupmenn hafa bent á fordæmi
fyrir endurgreiðslu af þessu tagi.
Mörður sagði þau fordæmi ekki
standast vegna þess aö áður hefði
verið um breytingu á niðurgreiðsl-
um að ræða og því auðveldara að
koma því í kring. Nú væri skatt-
breyting á ferðinni og því tækni-
lega mjög erfitt ef ekki ófram-
kvæmanlegt að láta endurgreiðslu
ná til eldri birgða.
-Pá
Hrogn, lifur,
gellin og kinnar
- veróa niðurgreidd og lækka í verði
„Sá misskilningur sem uppi var
varðandi orðalag í reglugerð um
virðisaúkaskatt hefur verið leiðrétt-
ur. Því munu hrogn, lifur, gellur og
kinnar eftirleiðis njóta sömu niður-
greiðslu og annar neyslufiskur,"
sagði Mörður Árnason, upplýsinga-
fulltrúi fiármálaráðuneytisins, í
samtali við DV.
Ráðuneytið hefur sent embætti rík-
isskattstjóra bréf þar sem öll tvímæh
eru af tekin um að það hafi ávallt
verið ætlun ráðuneytisins með setn-
ingu reglugerðarinnar að þessar teg-.
undir nytu sömu niðurgreiðslu og
annar fiskur. Má því reikna með að
urpræddar tegundir lækki í verði
sem nemur 7-9% frá því seip verið
hefur síðustu daga. Markaðsverö
hefur þó talsverð áhrif hér á.
Misskilningurinn byggðist á því að
litið var á hrogn, lifur, gellur og kinn-
ar sem sjálfstæðar fiskafurðir sem
fyrir vikið nytu ekki niðurgreiðslu.
-Pá
tíæsr™ „Égheld
ég gangi heim“
Eftireinn -eiakineinn