Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Side 26
26 & MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. Fréttir Gífurlegt tjón af völdum ofsaveðursins á Eyrarbakka og Stokkseyri: hafa sannað mikilvægi sitt - segir Magnús Karel Hannesson, oddviti Eyrarbakka „Sjávarvarnargarðarnir, sem voru gerðir í sumar, stóðust álagið meðan þeir gömlu gáfu sig á stöku stað svo sjórinn fossaði inn í bæinn með til- heyrandi grjótkasti, leirburði og eyðileggingu. Þessir nýju sjávar- varnargarðar hafa svo sannarlega sannað mikilvægi sitt og mikilvægi þess að veita íjármuni í endurnýjun gömlu varnargarðanna," sagði Magnús Karel Hannesson, sveitar- stjóri á Eyrarbakka, þegar blaða- maður og ljósmyndari DV lögðu leið sína á Eyrarbakka um hádegisbil í gær. Þegar komið var austur var veðrið aUs ekki gengið alveg niður. Mjög hressilegar rokur gengu yfir með sand- og særoki svo menn áttu fullt í fangi með að standa uppréttir, sér- staklega þegar þeir gengu fram á fjörukambinn. Þar úti fyrir hamaðist brimið. Verksummerki eftir fárviðrið, sem gekk yfir sunnanvert landið í fyrri- nótt, var hvarvetna að sjá. Allt var bókstaflega á tjá og tundri. Fólk var í óðaönn að dæla sjó úr kjöllurum húsa sinna og þar sem áður voru snyrtilegir garðar var nú ekki annað en forarsvað með torfi og fjörugrjóti af öllum stærðum um allt. Einhverjar mestu skemmdirnar, sem veðrið olli á Eyrarbakka, voru á salthúsi frystihússins. Þak salt- hússins lyftist af í einu lagi og barst eina hundrað metra í veðurofsanum. Veggir hússins, sem hggur nánast niðri í fjöru, gáfu sig síöan undan briminu en sjógangur var gífurlegur þegar verst lét á háflóðinu um fjögur- leytið í fyrrinótt. Það sem menn hafa frá ómunatíð kallað bryggju er varla hægt að kalla því nafni 1 dag eftir meðferð veðurguðanna. Er óvíst að bryggjan eigi nokkum tíma eftir að bera nafn með rentu, ekki síst þar sem samband hefur komist á við Þorlákshöfn með tilkomu brúarinn- ar yfir Ölfusárósa. Á leiðinni austur að Stokkseyri tók ekki betra við. Vegurinn þarna á milli var óskaplega illa farinn. Mynd- ast höfðu hvörf 1 veginn á stöku stað og grafist undan honum hlémegin. Þá hafði malbikið flest af á stómm hluta og lá það á víð og dreif meðfram veginum. Þar sem malbikið hafði ekki beinlínis losnað af veginum var hann allur í bylgjum. Leifarnar af þessum beina og breiða vegi voru ömurlegar. Það þykir furðu sæta að bílar skyldu komast á milli þorpanna eftir þessar hamfarir og þurfti mikla lagni til. Um miðjan dag hófust síðan viðgerðir á veginum. Þegar komið var yfir til Stokks- eyrar blasti við öllu verri sjón en á Eyrarbakka. Var eins og sjórinn hefði gengið mun lengra inn í byggð- ina og valdið meiri usla. Norðan ak- brautarinnar inn í bæinn vom hús ötuö auri og stórar tjamir í húsa- görðum og á túnum þar á bak við. Bílarnir stóðu í aumgum innkeyrsl- unum og þar sem einu sinni var snotrasta glerhýsi var nú aðeins rúst. í miðju þorpinu var stöðuvatn á gatnamótum og gangstéttir gengn- ar til. Þegar litið var á húsin næst fjöru- kambinum blöstu við veðurbarin hús og aurugir garðar, fullir af fiöru- gijóti. Nokkur hús við Strandgötu, nálægt frystihúsinu, voru frekar illa farin. DV-menn komu að tveimur mönnum sem unnu við að tjasla bíl- skúr saman til bráðabirgða. Höföu veöurofsinn og brimið rifiö helming skúrsins með sér, barið húsið utan og beyglað og brotið stofugluggann. Að sögn mannanna voru þeir við austur í húsinu alla nóttina og reyndu að halda í horfinu eins og þeir gátu. Næstu hús virtust hafa sloppið sæmilega en garðarnir voru mjög illa farnir. Vestar með fiörukambinum haföi stór verkfæra- og áhaldaskúr oltið á hhðina og við frystihúsið var það sem einu sinni var vegur ekki lengur til. Þar var aðeins urð og grjót. Hurð hafði gengið inn á frystihúsinu en frystiklefi rétt fyrir innan slapp þó við skemmdir. Á báðum stöðum voru menn í óða- Vegurinn milli Eyrarbakka og Stokkseyrar flettist bókstaflega ofan af vegarstæðinu á löngum kafla og var slitlagið að sjá eins og eggjaskurn meðfram veginum. Verksummerkin gefa hugmynd um hvaða öfl hafa verið að verki. DV-myndir GVA önn að byija tiltektir og safna saman upplýsingum til að gera sér mynd af tjóninu sem hlaust af þessu ofsa- veðri. Þegar DV-menn héldu af vett- vangi höfðu menn ekki gert sér í hugarlund hve mikið tjónið var eða hversu umfangsmikið en byijað var að raða brotunum saman. Þótti ljóst að tjónið skipti tugum milljóna. -hlh Þaklð á salthúsi frystihússins á Eyrarbakka fauk af í heilu lagi og lenti í porti skammt frá. Veggurinn þoldi ekki álagið frá briminu og rokinu og lét því undan á löngum kafla. Ljósmyndarinn stendur niðri í fjörunni. Mikill vatnselgur var á götum Stokkseyrar og á lóðum. Þessi mynd var tekin Þessi skúr fór illa í veðurofsanum á Stokkseyri. Menn voru að reyna að gera við skúrinn til bráðabirgða þegar í miðjum bænum þar sem menn frá hreppnum voru að reyna að opna niður- DV-menn bar að. íbúðarhús, til vinstri við skúrinn, var barið að utan og allt f kring lá fjörugrjót og leðja. föll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.