Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. Andlát Tómas Guðmundsson, Skipholti 21, lést í Landspítalanum 8. janúar. Torfi Þorsteinsson fræðimaður, frá Haga í Homafirði, lést að Skjólgarði 8. janúar. Jaröarfarir Jónfríður Gísladóttir lést 27. desemb- er. Hún fæddist 18. október 1901 í Austmannsdal í Ketildalshreppi í Arnarfirði, dóttir Ragnhildar Jens- dóttur og Gísla Árnasonar. Jónfríður giftist Kristjáni Ingvaldi Benedikts- syni en hann lésl árið 1964. Þau hjón- in eignuðust þrjú börn og eru tvö á lífi. Utför Jónfríðar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 15. Dagbjört Eiríksdóttir lést 31. des- ember sl. Hún fæddist 26. júlí 1918. Foreldrar hennar voru Eiríkur Jó- hannesson og Þorbjörg Jónsdóttir. Dagbjört lauk námi frá Fóstmskóla íslands. Hún helgaði sig fóstrustörf- um æ síðan, lengst á geðdeild Barna- spítala Hringsins. Eftirlifandi eigin- maöur hennar er Hermann Jónsson. Útför Dagbjartar verður gerð frá Áskirkju í dag kl. 15. Lára Magnúsdóttir lést 25. desember. Hún fæddist 4. október 1903 í Hafnar- hólma, Seltjörn, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðrún Mikaelsdóttir og Magn- ús Kristjánsson. Lára giftist Bjarna Böðvarssyni en hann lést árið 1955. Þau hjónin eignuðust þrjú börn og em tvö á lífi. Utför Láru verður gerö frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30. Freyja Þorsteinsdóttir, Hvassaleiti 59, lést í Borgarspítalanum 7. janúar. Minningarathöfn fer fram í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 16.30. Jarðsett verður á Dalvík. Guðrún Snorradóttir, Hrafnistu, Reykjavík, sem lést 31. desember, verður jarðsungin frá Langholts- kirkju mánudaginn 15. janúar kl. 13.30. Herdis Guðmundsdóttir ljósmyndari, sem lést á hjúkmnarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn 8. janúar verður jarðsungin frá Hafn- arfjarðarkirkju þriðjudaginn 16. jan- úar kl. 13.30. Friðleifur Heiðar Hallgrimsson, Bjamarhóh, Dalvík, lést á heimili sínu 31. desember. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju. Andrés Guðmundsson frá Syðri- Gróf, til heimilis á Háaleitisbraut 93, sem lést í Borgarspítalanum aðfara- nótt 30. desember sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 12. janúar nk. kl. 15. Guðrún Árnadóttir hjúkrunarkona, Sólheimum 23, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju í dag, 10. janúar, kl. 13.30. Útför Sigriðar Jóhannesdóttur frá Garði, Skagaströnd, Hátúni lOb, verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 12. janúar kl. 15. Guðbjörg Kristjana Guðjónsdóttir frá Arnarnúpi verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. janúar kl. 13.30. Bragi Þór Guðmundsson frá Sjónar- hóh, Grindavík, verður jarðsunginn laugardaginn 13. janúar. Fundir ITC Melkorka Opinn fundur ITC Melkorku verður haldinn í dag, 10. janúar, kl. 20 í Menning- armiðstöðinni Gerðubergi í Breiðholti. Steffundarins er: Fáir etja kappi við sjálf- an sig. Ýmislegt verður á fundinum, s.s bókakynningar og fl. Allir eru veikomnir á fundinn. Mætið stundvíslega. Upplýs- ingar gefur Guðrún í síma 46751. Tapað fimdið Gullhringur tapaðist Gullhringur á litlafingur tapaðist á leið- inni frá Þjóðleikhúskjallaranum að Fóg- etanum á laugardagsnóttina sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 23975 á kvöld- in. Fundarlaun. Hefur þú fundið tösku í bílnum þínum? Skilin var eftir af vangá leðurtaska í gráum fólksbíl á Laugaveginum á mánu- daginn sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Melkorku í síma 42131. Tilkyimingar Happdrætti Sjálfsbjargar Á aðfangadag var dregið í happdrætti Sjálfsbjargar. Nýlega var einn af vinning- unum, bifreið af gerðinni Toyota Corolla 1300 St hatchback, afhent vinningshafa, Fjólu Einarsdóttur, Bessastaðahreppi. Á mynd er vinningshafi að taka við bifreið- inni. Ritverkaverðlaun Á fundi sínum 31. desember sl. ákvað verðlaunanefnd Gjafar Jóns Sigurðsson- ar að eftirtalin ritverk skyldu hljóta verð- laun úr sjóðnum fyrir árin 1988 og 1989: Bolli Gústafsson: Inngangur og útgáfa á ljóðmælum séra Björns Halldórssonar í Laufási. Kr. 500.000. Finnur Magnússon: Um þurrabúðarfólk á Eyrarbakka og Stokkseyri. Kr. 300.000. Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Family and Household in Iceland. Kr. 300.000. Hörður Ágústsson: Dómsdagur og helgir menn á Hólum. Kr. 750.000. Sveinbjöm Rafnsson: Byggðaleif- ar í Hrafnkelsdal og á Brúardölum. Kr. 450.000. Þorleifur Friðriksson: Gullna flugan ásamt framhaldi þess. Kr. 300.000. Gítarinn hf. - ný verslun Nýlega opnaöi Hljóðfæraverslunin Gítar- inn hf. að Laugavegi 45, í verslunarhús- inu Kúlunni. Eigendur eru Anton Kröyer og Sigurbjörg Steindórsdóttir. Verslunin sérhæfír sig í gíturum og strengjahljóð- færum. Merming DV Til John Cage A tónleikum Tónlistarfélagsins í gærkvöld í Lang- holtskirkju komu fram þau Paul Zukofsky fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Efnisskráin samanstóð af aðeins einu tónverki: for John Cage eftir bandaríska tónskáldið Morton Feld- man. Ómur þagnarinnar Tónverkið samdi Morton Feldman árið 1982 í tilefni af sjötugsafmæli Johns Cage, en þeir voru nánir vin- ir. Verkið er ákaflega hægferðugt og hljóðlátt, og það tekur um 75 mínútur í flutningi, en í því eru engin þáttaskil. Jafnframt því að vera óvenjulegt er það þó dæmigert fyrir höfundinn. Nefna má t.d. Strengja- kvartett hans nr. 2 sem tekur fiórar klukkustundir í flutningi. Það var árið 1950 sem Feldman kynntist Cage og næstu árin umgekkst hann mikið vini hans og listmálara sem störfuðu í New York, en hvort tveggja átti eftir að hafa mikil áhrif á tónsmíðaferil hans. Þaðan er m.a. runninn skilningur hans á músík sem e.k. litatjaldi tímans þar sem hver þráður tjalds- ins hefur sinn lit. Helstu einkenni verksins for John Cage eru tónfrymi sem innihalda frá einni upp í fimm nótur þar sem hvert frum er margendurtekið áður en annað tekur við. Á fiðluna er leikið víbratólaust nánast allan tím- ann og svo hljóðlátt að er á mörkum þess mögulega. Mikið er um kvarttóna og ritmískt er verkið mikil en hljóðlát (vart heyranleg, oft á tíðum) glíma. Það má því ljóst vera að hér er um gífurlega erfitt verk í flutn- ingi að ræða, en það er það reyndar ekki síst vegna þeirrar gífurlegu einbeitingar sem flutningur þess krefst. Paul Zukofsky og John Cage á íslandi árið 1980. Tónlist Áskell Másson Hugleiðsla Erfitt er að ímynda sér þetta stóra verk betur leikið en hér var gert. Einbeiting flytjendanna var með ólík- indum og var undir lokin farin að minna á e.k. hug- leiðslu eins og yoga eða þvílíkt, þar sem tímaskyn tap- ast um stund (eða breytist). Þetta voru enda stuttar 75 mínútur. Tækni og öryggi Pauls Zukofsky á fiðluna var á þann veg að með eindæmum hlýtur að teljast. Nefna má t.d. rúmlega þriggja áttunda stökk, þar sem nákvæmlega þarf að ná kvarttón fyrir ofan eða neðan ákveðnar nótur og bogastrok sem eins og kalla smátt og smátt fram tóna úr ríki þagnarinnar. Þetta voru stórkostlegir tónleikar. Frá sýningu þeirra Helga & Hallgríms að Kjarvalsstöðum. DV-mynd GVA Andlitsmyndir og ímyndir Hugmyndin að baki portrettmyndasýningu þeirra Helga Þorgils Friðjónssonar og Hallgríms Helgasonar að Kjarvalsstöðum er út af fyrir sig ekki óskemmti- leg. Tveir vahnkunnir nákvæmnismenn í listinni afráða að draga upp myndir hvor annars með reglulegu milli- bili um nokkurra ára skeið, sýna svo árangurinn ásamt öðru tilfallandi efni af sama toga. Svona sýning gæti verið bæði myndlistarlegur og sálfræðilegur ávinningur, veitt innsýn í listrænan við- gang sýnenda og hleypt nýju blóði í íslenska andlits- myndagerð. Því miður er eins og minna hafi orðið úr ásetningi listamannanna í tímans rás því það sem uppi hangir að Kjarvalsstöðum er einungis fremur tilviljunar- kenndur og tilbreytingarlítill samtíningur andlits- mynda sem sennilega tæki sig best út á ganginum heima hjá Helga Þorgils sjálfum. A yfirborðinu Tilbreytingarleysi þessara mynda lýsir sér helst í því að alls staðar er um að ræða framsæ og aðþrengd andlit á nánast hlutlausum bakgrunni. Sjálf með- höndlun andlitanna er sömuleiðis mjög hlutleysisleg, á yfirborðinu fremur en á sálardýptina. En slíkt hlutleysi getur verið listrænt markmið í sjálfu sér, og ef við lítum myndir þeirra Helga & Hall- gríms þeim augum eru þær ekki alveg gjörsneyddar aðdráttarafli. Þótt þeir noti svipuð meðul hafa þeir félagir í raun- inni mjög ólík viðhorf til andlitsmyndagerðar. Hallgrímur hefur meiri áhuga á aö búa til huglæga Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson ímynd andhts heldur en hlutlæga „eftirmynd" þess, málar því myndir af fólki eftir minni eöa hentisemi, jafnvel þótt fyrirmyndin sé hann sjálfur. Viðkvæm planta Sjálfur bregður hann sér í ýmissa kvikinda líki, set- ur sig til dæmis ýmist í stehingar hofmóðugs ungnas- ista eða úrkynjaðs glaumgosa. í meðförum hans verð- ur Helgi svo eins og viðkvæm planta eða vera frá ann- arri plánetu. Hallgrímur er ekki eins glamorös í myndunum sem Helgi málar af honum, enda hefur sá síöarnefndi fyrst og fremst áhuga á andlitinu sem hlutlægri staðreynd, alveg burtséð frá því sem það dylur eða opinberar um mannlegt innræti. Með elskulegu nostri dregur hann fram sérkenni nokkurra andlita sem margir kannast við, til að mynda myndlistarmannanna Tuma Magnússonar og Eggerts Péturssonar, alhæfir hins vegar meir í myndum sínum af kvenfólki. Sýningu þeirra félaga lýkur þann 21. janúar nk. -ai.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.