Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. Spumingin Stundarðu skíði? Ingi S. Guðmundsson verkstjóri: Já, heldur betur. Ég vonast til að opnað verði í Bláfjöllum um helgina. Halldór Ingólfsson verkfræðingur: Já, mjög mikið. Ég reyni að vera þar sem er snjór. Gunnar Haraldson hagfræðingur: Já, það geri ég. Nú er bara verið aö bíða eftir snjónum. Guðbjörg Ólafsdóttir afgreiðslu- stúlka: Nei, það geri ég ekki og hef aldrei prófað það. Sigurður Sigurðsson sjóntækjafræð- ingur: Já, það geri ég. Ég hafði ekki stigið á skíði í rúm tuttugu ár þegar ég byrjaði aftur, og þvOík upplifun. ekki einu sinni prófaö að renna mér á skíðum. Lesendur Könnun á þjónustu bankanna: Enn er þörf á auglýsingum Kristinn Einarsson skrifar: Þrátt fyrir allt auglýsingaflóðiö frá bönkunum undanfarna mánuði er almenningur utan og ofan við fram- vindu mála í þessum stofnunum, að því er kemur fram í skoðanakönnun sem framkvæmd var af Félagsvís- indastofnun Háskólans fyrir Sam- band íslenskra viðskiptabanka en niðurstöður fuUunnar af einhverri auglýsingastofu. Þegar ég sá þessa frétt kom mér aðeins eitt í hug; stórkostleg auglýs- ingabrella! Það er eins og flest það sem kannað var og niðurstöður kynntar um sé eins og sniðið fyrir þessar stofnanir. Skyldi nokkurt samband vera á milb þess að það eru þeir sem borga brúsann og munu eiga að gera það áfram? Jæja, hér eru nokkur dæmi sem mér koma meira en undarlega fyrir sjónir. - Byrjum á afgreiðslutíman- um sem flestir viðskiptavinir eru áreiðanlega sammála um að sé allt of þröngur. í niðurstöðu könnunar- innar segir að tæp 77% þeirra sem afstöðu tóku segi afgreiöslutíma bankanna henta sér vel eða sæmi- lega. Ekki er þetta nú sannfærandi niðurstaða. Þegar spurt var um traust fólks á bönkum reyndist rúmlega 71% þeirra sem svara bera mikið eða mjög mikiö traust til bankanna en rúmlega 18% lítið traust eða mjög lítið. Ég hefði nú haldið aö þessu væri öfugð farið eftir þá reynslu að sparifé landsmanna er sífellt að rýrna í bönkunum. Einnig kemur fram að rúmlega 50% þeirra sem tóku afstöðu í könn- uninni telja að bankamir hafi að undanfómu orðið fórnarlömb mjög neikvæðrar umræðu í fjölmiðlum en tæplega 40% töldu umræðuna sann- gjarna og um 9% fannst bankar hafa fengið of jákvæða umfjöllun. Þetta kom einnig sérstaklega fram hjá bankastjómm sem sagöir vom hafa kynnt niðurstöður könnunarinnar. En hefur þá öll kynning auglýsinga- stofa verið til einskis? Eða svona ómarkviss? Það er þó ekki öll nótt úti enn. Þaö kom nefnilega fram í fréttum um þessa undarlegu könnun að talin er full þörf á enn frekari og umsvifa- meiri upplýsingum til almennings (væntanlega í formi auglýsinga). Auglýsingastofur ætla sér því aug- sjáanlega ekki minni hlut í þessu bitastæða verkefni hér eftir en hing- að til. - Skyldi hagur bankanna vænkast við næsta kynningarátak? Það sjáum við eftir næstu skoðana- könnun. Það hlýtur að verða fram- hald á þeim - og svo koll af kolli. En hvað frnnst sparifjáreigendum? Bók sendi- herrafrú- arinnar Sigríður Árnadóttir hringdi: Mig langar til að þakka skrif í les- endadálk DV frá 8. jan. sl. undir fyr- irsögninni „Utangátta í utanríkis- þjónustu - Bók Hebu raunaleg lýs- ing“. Mér fannst tímabært að ein- hver tæki upp hanskann fyrir þessa fyrrverandi sendiherrafrú sem lýsir afskaplega vel þeirri reynslu sem hún lendir í sem ein af sendiherra- frúm lands okkar erlendis. Ég get einnig tekið undir það frá mínu sjónarmiði að bók hennar er miklu betri að efni en ég bjóst við og er auk þess vel skrifuð. Það er óþarfi af einhveijum sem skrifaði gagnrýni um bókina að líkja henni við „gægjusýningu“ erlendis og væri í líkingu við það að höfundur væri að bjóða að horfa á viðrun á nærföt- um sínum. - Þetta á alls ekki við bók Hebu og reyndar ekki heldur við bók Ingólfs Guöbrandssonar, sem gagn- rýnandinn setur undir sama mæli- ker og bók Hebu. Auðvitað er komið við kaunin á ýmsum í bók Hebu Jónsdóttur. Það er t.d. átakanlegt að lesa um að tveir íslenskir diplómatar skuli fara í handalögmál út af titlatogi hvor ann- ars! - Og það er aumkunarvert að heyra um hve sumir starfsmenn ís- lensku utanríkisþjónustunnar hafa lagst lágt í veru sinni í útlöndum, svo og sumir gestir þeirra þar. Það er vonandi að einhverjir taki til sín sem eiga í bók Hebu, það er engin skömm að því aö sjá að sér, þótt seint sé. Heba á þakkir skildar fyrir áræðið að leggja út í skrif um þennan kafla í lifi sínu ásamt þeim er á undan koma í bókinni. - Best gæti ég trúað að bók hennar hefði valdiö miklum vandkvæðum í hinni íslensku utanríkisþjónustu, úr því að enginn hefur þorað að nefna hana á nafn, heldur ekki þeir sem segjast liggja undir ámæli og vera gert rangt til í lýsingum hinnar fyrrverandi sendiherrafrúar. Frá höfninni i Grindavik. - Myndin er tekin 9. jan. sl. Bryggjan í Grindavík S.S. hringdi: Varðandi þær skemmdir sem urðu í Grindavík í óveörinu í síðustu viku, ekki síst á bryggjunni, er talað um að skemmdirnar megi rekja til Vita- og hafnamálastjórnar. Nú er það svo að trébryggjur hafa flestar staðist slæm veður og ekki verið tiltökumál þótt eitthvaö smávegis hafi farið úr skorðum. Það hefur mátt lagfæra auðveldlega. í sumar sem leið var lagt timbur ofan á bátabryggjuna í Grindavík. Ekkert bil var haft á milli plankanna eins og venjan er og því er bryggju- gólíið samfellt. - Aöur fyrr stóðu gusumar upp í loftið af bryggjugólf- inu, ef verulega hvessti. Nú var bryggjan alveg dekkuð af þessu timbri, þannig að þegar sogið kemur þá fær hinn ógurlegi kraftur sem því fylgir enga útrás aðra en þá aö ýta því til sem fyrir er. Ég tel að bryggjur hér á landi verði að vera með gamla laginu, aö bil sé látið myndast milh plankanna til að gefa soginu og öldurótinu svigrúm til að gusa upp mesta kraftinum. Þetta er þekkt fyrirbæri og ætti ekki að þurfa að minnast á. Það geri ég þó nú að gefnu tilefni. Ekki aðra rás hjá RÚV L.K. hringdi: Ég vil eindregið mótmæla því að Ríkissjónvarpið komi sér upp ann- arri sjónvarpsrás eins og mennta- málaráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann gæti hugsað sér að styðja ef til kæmi að t.d. Stöð 2 dytti út ein- hverra hluta vegna. Við íslendingar höfum ekkert að gera við nema þessar tvær stöðvar sem viö nú höfum og ef önnur þeirra fellur út er það vegna þess aö tvær stöðvar bera sig ekki hér. Þá hlýtur að vera óös manns æði að stofna til annarrar sjónvarpsstöðvar eðárásar ef ein fellur út vegna rekstrarerfið- leika. Við höfum nú auk þess aðgang að mörgum sjónvarpsrásum erlendis frá með því að nota loftnetsdiska, sem ná allt að 25 rásum, að því mér er tjáð. - En umfram allt, ekki aðra rás hjá RÚV. Þar er nóg komið í bih og einnig hjá okkur skattgreiðendum sem ekki getum bætt á okkur meiri útgjöldum. Landsbankinn ræður og afræður Bankastarfsmaður skrifar: Nú hafa stjórnendur Landsbank- ans hætt við, í bili a.m.k., að ráða fyrrverandi þingmann Alþýðu- bandalagsins tíl að gegna stöðu for- stöðumanns Afurðalánadeildar. - Þetta var að komast á það stíg að mega flokkast undir „Rúmeníu“- aöferðir við ráðningar í bankakerf- inu, og er mál að linni þeim að- ferðum. Ég efast um að siðferði í manna- ráðningum við fyrirtæki hér á ís- landi sé jafnberlega fyrir borð bor- ið og í bankakerfmu. Það er löngu vitað og viðurkennt að þegar stöð- ur losna innan bankakerfisins eiga starfsmenn að sifja fyrir um störf- in. - Stöðuhækkanir eru þama einn þátturinn og það er ekki til að efla góðan starfsanda í einu fyr- irtæki þegar menn eru sóttir út í bæ til að taka við stöðum sem eru sniðnar fyrir þá starfsmenn sem hafa gegnt störfum innan banka- kerfisins og hafa fengið góða skól- un í stofnununum. Það er nógu slæmt að pólitískir pótentátar séu sóttir tíl aö taka viö af flokksbræðrum sínum í banka- stjórnum þótt ekki sé verið að aumka sig yfir þá sem hellast úr pólitísku lestinni af einhverjum ástæðum, en bíða eftir því að verða teknir upp í á einhverri brautar- stöðinni, þegar tækifæri gefst. Það er verið að tala um að ekki skuli sitja í bankaráði manneskja sem er starfandi hjá fjármálafyrir- tæki hér í borginni. En hvaða sið- feröi er í því að ráða mann utan úr bæ tíl að gegna ábyrgðarstöðu í banka, lýsa svo yfir aö harin sé „af- ráðinn" en leyfa honum að halda áfram að kynna sér viðskiptahætti afurðalána innan bankastofnunar- innar! - Ætli sú vitneskja gætí ekki komið að notum ef maðurinn tekur að sér störf t.d. hjá útgerðarfyrir- tæki, sem skiptír við þennan banka? - Maður getur ekki oröa bundist yfir svona siðferði og það í bankastofnun!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.