Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. Iþróttir Heimsmelstarar Arg- entínu í knattspyrnu biðu annan ósigur sinn á einni viku þegar þeir töpuðu, 2-0, fyrir Mexíkönum í leik sem fram fór í Los Angeles í Kalifomíu. Carlos Munoz og Luis Roberto Aives skoruðu mörk Mexíkana sem em í tveggja ára banni frá alþjóðlegum mótum þar sem þeir notuðu ólöglega leik- menn i heimsmeistarakeppni 20 ára landsliða fyrir tveimur árum. Argentínumenn töpuðu fyrir franska liðinu Monaco í síðustu viku. Dregió í deildabikarnum Dregið hefur verið um hvaða liö skuli mætast í undanúrslitum enska deildabikarsins i knatt- spymu. Reyndar hefur ekkert liö enn tryggt sér sæti í undanúrslit- unum! Sigurvegarinn i leik Tott- enham og Nottingham Forest mætir sigurvegaranum úr leik Coventry og Sunderland og Southampton eða Oldham mætir Derby eða West Ham. Leikíð er heima og heiman 14. og 28. febrú- ar. Steaua á kreik eftir byltinguna Steaua, rúmensku meistaramír í knattspymu, léku í fyrrakvöld fyrsta leik sinn á erlendri grundu eftir byltinguna í Rúmeníu. Þeir sigruöu Montpellier, 2-1, i Frakklandi. Ágóði af leiknum rennur til bágstaddra í Rúmeniu en aðeins 2000 áhorfendur mættu. Steaua, sem er lið rúmenska hersins og lék við Fram í Evrópu- keppni meistaraliða í haust, mæt- ir einnig Nice í Frakklandsfór- inni. PSV áfram f hollenska bikarnum PSV Eindhoven tryggði sér sæti í 4. umferð hollensku bikar- keppninnar í knattspyrnu í fyrra- kvöld með því aö sigra Feye- noord, 2-1. Sören Lerby og Juui Ellerman skoruöu fyrir PSV en hinn tékkneski Stanislav Griga fyrir Feyenoord. Faer Havana heims- bikarinn í frjálsum? —1— Havana, höfuðborg jk, Kúbu, mun sækja um að fá að haida heims- bikarkeppnina í frjáls- um íþróttum árið 1993. Havana mun þá keppa við Singapore, Aþenu og Birmingham en þær borgir vilja allar fá keppnina. Kúbumenn telja að þeir standi mjög vei aö vígi þar sem þeir halda Pan-American leíkana á næsta ári. Þaö verður ólympíu- meistarinn 1976 í 400 og 800 metra hlaupum, Alberto Juantorena, sem kynnir umsókn Havana á þingi Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins í Tókió i Japan. Grikkír unnu Belga Ungt og efnilegt lið Grikkja vann sigur á Belgum, 2-0, í vináttu- landsleik í knatt- spymu sem fram fór í Aþenu í fyrrakvöld. Tsaloúhides og Apo- stolakis skoruðu mörkin i síöari hálfleik. Þetta var fyrsti Uöurinn í undirbúningi Belga fyrir úrslit heimsmeistarakeppninnar. KR-ingar unnu sinn sautjánda sigur - þegar liðið sigraði UMFG, 67-76, í Grindavík KR-ingar unnu mjög dýrmætan sigur þegar þeir lögðu UMFG að velli í Grindavík, 67-76. Fyrri hálfleikur- inn var mjög jafn og liðin skiptust á aö hafa forystuna en KR-ingar náðu þó frumkvæðinu undir lok fyrri hálf- leiks og staðan í leikhléi var 33-40 fyrir KR. KR-ingar náðu 12 stiga forystu um miðjan síðari hálfleik, 46-58, en Grindvíkingar náðu þá með mikilli baráttu að minnka muninn niður í þrjú stig og voru þrjár mínútur eftir af leiknum en þá fór allt í baklás hjá Grindvíkingum og KR-ingar gengu á lagið og skoruðu 13 stig gegn 7 á loka- kaílanum og tryggðu sér verðskuld- aðan sigur. Grindvíkingar urðu fyrir áfalli í upphafi leiks þar sem Banda- ríkjamaðurinn Ron Davis lenti strax í villuvandræðum og gat lítið beitt sér eftir það. Bestir í liði Grindavíkur • Guðmundur Bragason skoraði 33 stig í leiknum. var Guðmundur Bragason sem átti mjög góðan leik og Steinþór Helga- son undir lok leiksins og hefðu Grindvíkingar mátt spila meira upp á hann því að hann var í miklu stuði undir lokin. Bestir í liði KR var Anatolí Kouv- ton sem átti mjög góðan leik og einn- ig var Guðni Guðnason góður. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 33, Steinþór Helgason 14, Hjálmar Hallgrímsson 4, Rúnar Árnason 4, Ron Davis 4, Guðlaugur Jónsson 2, Eyjólfur Guðlaugsson 2, Ólafur Jó- hannsson 2 og Bergur Hinriksson 2. Stig KR: Kouvton 27, Guðni Guðna- son 16, Lárus Árnason 9, Axel Nikul- ásson 7, Bigir Mikaelsson 6, Matthías Einarsson 5, Páll Kolbeinsson 4, Bðð- var Guðjónsson 2. Dómarar leiksins voru Helgi Bragason og Kristinn Albertsson og voru þeir slakastir á vellinum og öll vafaatriði féllu KR í hag. Furðulegt er að Kristinn skuh dæma hjá KR vegna tengsla hans við leikmenn hjá liðinu og best væri fyrir báða aðila að hann hætti að dæma leiki hjá KR áður en stórvandræða kemur. Fyrsti sigur Torfa gegn Valsmönnum - Haukar sigruðu Val 1 úrvalsdeildinni, 89-75 Haukar sigruðu Valsmenn nokkuð örugglega, 89-75, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í Hafnafirði í gær- kvöldi. Leikur liðanna hafði svo til enga þýðingu upp á deildina að gera og leikurinn var eftir því. Haukamenn byrjuðu mun betur í leiknum og höfðu frumkvæðið allan leiktímann. í leikhléi var staðan, 49-33, Haukum í vil. í síðari hálfleik náðu Valsmenn að minnka muninn. Haukarnir virkuðu þá kærulausir en náöu þó að hrista af sér sleniö undir lok leiksins og tryggðu sér sigur með fiórtán stiga mun. Torfi Magnússon sem áður lék með Val um árabil stjórnaði nú sínum mönnum til sig- urs gegn sínum gömlu félögum í Val. Jonathan Bow var lang atkvæða- mestur í liði Hauka og þeir Jón Arn- ar Ingvarsson og Pálmar Sigurðsson komust einnig vel frá sínu en aðrir voru undir meðallagi. Hjá Vals- mönnum var Chris Behrends yfir- burðarmaður og án hans væri liðið hvorki fugl né fiskur. • Leikinn dæmdu þeir Jón Otti Ól- afsson og Guðmundur Matthíasson og dæmdu þeir leikinn þokkalega. • Stig Hauka: Bow 28, Jón Amar Ingvarsson 17, Pálmar sigurðsson 14, Henning Henningsson 11, ívar Ás- grímsson 8, ívar Webster 5, Reynir Kristjánsson 4 og Eyþór Árnason 2 stig. • Stig Vals: Chris Behrends 37, Svali Björgvinsson 13, Matthíass Matthíason 9, Ragnar Jónson 6, Aðal- steinn Jóhannsson 4 Einar Ólafsson 4, og Guðni Hafsteinsson 2 stig. -RR Broddi og Þórdís tvöfaldir meistarar - áttundi sigur Þórdísar 1 röð á meistaramóti TBR1 badminton • Broddi Kristjánsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Jóhann Kjartansson og Guðmundur Adolfsson með verðlaun sin eftir hörkuspennandi úrslitaviður- eign í tvíliðaleik karla. Broddi Kristjánsson og Þórdís Ed- wald úr TBR urðu tvöfaldir sigurveg- arar í meistaraflokki á meistaramóti TBR sem fram fór í húsi félagsins við Gnoðarvog um síðustu helgi. Broddi sigraði Guðmund Adolfs- son, TBR, 15-8 og 17-16, í úrslitum í einliðaleik karla og endurheimti titil- inn sem hann missti til Þorsteins Páls Hængssonar í fyrra. Broddi og Þorsteinn Páli sigruðu síðan í tvíliða- leik, unnu Guðmund og Jóhann Kjartansson, TBR, í spennandi úr- slitaviðureign, 18-13,14-17,15-12. Þórdís sigraði í einliöaleik kvenna, áttunda árið í röð. Hún vann Guð- rúnu Júlíusdóttur í úrslitaleik, 11-5 og 11-2. Þórdís vann síðan tvíliða- leikinn ásamt Ingu Kjartansdóttur, TBR. Þær sigruðu Bimu Petersen og Guðrúnu Júlíusdóttur, TBR, 15-11, 15-11, í úrslitum. Guðmundur Adolfsson og Guðrún Júlíusdóttir vörðu titil sinn í tvennd- arleik og töpuðu ekki leik í mótinu. í öðm sæti urðu Árni Þór Hallgríms- son, TBR, og Ása Pálsdóttir, ÍA. Reynir vann tvöfaldan sigur í A-flokki Reynir Guðmundsson, HSK, varð tvöfaldur sigurvegari í A-flokki. Hann vann Karl Viðarsson, ÍA, í úr- slitum í einliðaleik karla, 15-12,15-5. Reynir vann síðan tvenndarieikinn ásamt Hönnu Lára Köhler, TBR. í tvíliðaleik karla urðu hins vegar þeir Andri Stefánsson og Kristján Krist- jánsson úr Víkingi sigurvegarar. Sigrún Erlendsdóttir, TBR, vann Sigríði Geirsdóttur, UMSB, í úrslit- um í einliðaleik kvenna, 8-11, 11-7, 11-8. Anna Steinsen og Elsa Nielsen, TBR, unnu tvíliðaleik kvenna. í B-flokki sigraði Ástvaldur Heið- arsson, TBR, í einliðaleik karla og þeir ívar Öm Gíslason og Njörður Lúðvíksson, TBR, í tvíliðaleik karla. Keppendur á mótinu vom 76 tals- ins og komu frá átta félögum. -VS • Hér sjást þeir Sigurður Eínarsson og Einai þriðja og fjórða sæti á heimsafrekalistanum i o q Körfubolti 1 /y Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir leikina í gærkvöldi er þessi: A-riðill: Keflavík.............18 14 4 1808-1493 28 Grindavík............19 11 8 1524-1503 22 ÍR...................19 7 12 1484-1623 14 Valur................19 7 12 1539-1562 14 Reynir...............19 1 18 1297-1770 2 B-riðill: KR...................19 17 2 1467-1292 34 Njarðvík.............18 15 3 1620-1453 30 Haukar...............19 9 10 1682-1551 18 Tindastóll...........18 8 10 1523-1501 16 Þór..................18 4 14 1505-1701 8 „Toddi“ í aðalhlut- verkinu - segir Sunday Express Þorvaldur Örlygsson fær frábæra dóma í enska blaðinu Sunday Express fyrir frammistöðu sína meö Nottingham Forest gegn Millwall í 1. deild ensku knattspyrn- unnar um síðustu heigi. í fyrirsögn blaðsins segir: „Forest Ice- man too Hot for Millwall to Handle“ eða „ísmaðurinn hjá Forest of heitur fyrir Millwall". í greininni segir síðan meðal annars: „Forest getur að raestu þakkaö sigurinn góðum leik á kantinum hjá hinum 23 ára gamla íslensica landsiiösmanm, „Toddi“ Orlygsson en hann gerði usla í vörn Mill- wall allan ieikinn." Síðan kemur fram að Þorvaldur hefur farið sérstakiega iila með tan Dawes, bakvörð Miilwall, áttnákvæm- ar fyrirgjatlr fyrir mark Millwall og í eitt skiptið hafi hann fallið í vítateignum eftir að hafa leikið Dawes grátt en dóinarinn hafi talið hann vera að reyna að krækja í vítaspyrnu og látiö leikinn halda :ifram. Forest vann leikinn, 3-1, og er komið í 5. sæti 1. deildar en var 111. sætinu þegar Þorvaldur fór að leika með liðinu í des- ember. Hann hefur nú leikiö firom deilda- leiki með Forest, þrir hafa unnist og tveir endað með jafntefli og Þorvaldur hefur því einungis verið í tapliöi þegar Forest lá gegn Manchester United 1 bikarkeppninni fyrr í þessum mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.