Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Page 23
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
31
dv Smáauglýsingar - Sími 27022
Verslun
omeo
m
icu
Yndislegra og fjölbreyttara kynlif eru
okkar einkunnarorð. Höfum frábært
úrval hjálpartækja ástarlífsins f. döm-
ur og herra o.m.fl., einnig blöð. Lífg-
aðu upp skammdegið. Einnig úrval
af æðislegum nærfatnaði á frábæru
verði á dömur og herra. Við minnum
líka á plast- og gúmmífatnaðinn. Sjón
er sögu ríkari. Ath., póstkr. dulnefnd.
Opið 10-18 virka daga og 10-14 laug-
ard. Erum á Grundarstíg 2 (gengið inn
frá Spítalastíg), sími 14448.
Otto vörulistinn (sumarlistinn ) er kom-
inn. Aldrei meira úrval af fyrsta flokks
vörum fyrir alla. Póstsendum. Otto
Versand umboðið. Verslunin Fell, s.
666375. Verð kr. 350 + burðargjald.
■ BOar til sölu
Til sölu Voivo Lapplander '80, kom á
götuna*Ö3, radialdekk og white spoke,
gírspil, 40 rása CB, útv/segulb. og
kassettutæki. Uppl. í s. 91-641420,
91-44731 eftir kl. 20 og 91-13393.
Range Rover ’83 til sölu. Range Rover
’83, 4 dyra, beinskiptur, álfelgur, litað
gler, ný dekk og dráttarkúla. Bíll í
toppstandi, skipti á ódýrari eða jafn-
vel 2 bílar. Uppl. í s. 91-622424, Harald-
ur, og 91-686168 á kvöldin.
Dráttarbeisli - Kerrur
Dráttarbeisli, kerrur. Framleiðum allar
gerðir af kerrum og vögnum, dráttar-
beisli á allar teg. bíla. Áratuga
reynsla. Allir hlutir í kerrur og vagna.
Hásingar 500 kg - 20 tonn, með eða
án bremsa. Ódýrar hestakerrur og
sturtuvagnar á lager. Vinnuskúrar á
hjólum, 5-10 manna. Veljum íslenskt.
Víkurvagnar, Dalbrekku, símar
91-43911, 45270.
DRÖGUM ÚR FERÐ
AÐUR EN VIÐ
BEYGJUM!
■ Þjónusta
Traktorsgrafa og Bobcat (smágrafa) til
leigu. Uppl. í símum 985-28340 og 985-
28341.
■ Ferðalög
RENTACAR
LUXEMBOURG
Ferðamenn athugið! Ódýrasta íslenska
bílaleigan í hjarta Evrópu. Hjá okkur
fáið þið úrval Fordbíla og Mitsubishi
minibus. íslenskt starfsfólk. Sími í
Luxemburg 433412, telex 1845 og
60610, fax 348565. Á íslandi Ford í
Framtíð við Skeifuna, Rvík, s. 685100.
Ýmislegt
1-MANNS ÞYRLA
FLUGPRÓF ÓPARFT
Ódýr smíði og viðhald. Flughraði ea
100 km í 7000 feta hæð. Smíðakostnað-
ur frá kr. 75 þús. Smíðateikningar og
leiðbeiningar aðeins kr. 1.700. Sendum
í póstkröfu um land allt. Sími 623606
kl. 17-20. Geymið auglýsinguna.
LdUydlUdyd, U.UU — Itt.VU |
Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Þvarhoiti 11
s: 27022
pv_____________________________ Fréttir
26 ára Englendingur lagði illa búinn á Öræfajökul:
Hann varð bara hissa
þegar við reyndum
að stöðva hann
- sagði Sigrún Sæmundsdóttir, húsfreyja að Hofi
„Það var alveg vonlaust að tala við
manninn þó ég væri búin að segja
honum að ég væri búin að tala við
lögreglu og reyndi að fá hann ofan
af þessu með góðu og illu. Það dugði
ekkert. í hans augum virtist þetta
vera allt í lagi. Hann ætlaði bara að
fara þarna upp og varð bara hissa
þegar við reyndum að stöðva hann.
Hann sagðist vera búinn að ákveða
ferðina á jökuhnn fyrir löngu. Þegar
ég sagði honum aö ég hefði ekki vald
til að stöðva hann en vildi fá ein-
hverja tryggingu borgaði hann mér
alla dollara og aðra peninga sem
hann hafði steinþegjandi og hljóða-
laust. Þegar ég fór inn í herbergið
hans eftir að hann var farinn sá ég
að hann hafði skihð eftir bæði vega-
bréf, flugfarseðh og ýmislegt smádót.
Hann virtist greinilega ætla að koma
aftur. Við vonuðumst eiginlega til að
hann ætlaði eitthvað á puttanum en
það virtist ekki vera. Hann ætlaði
upp á jökulinn hvemig sem hann
færi,“ sagði Sigrún Sæmundsdóttir,
húsfreyja á Hofi í Öæfum, í samtali
við DV í mrogun.
26 ára Englendings, Steven William
Reader, hefur verið saknaö frá því á
mánudag þegar hann hélt áleiðis á
Hvannadalshnjúk frá bænum Hofi í
Öræfum. Hann ætlaði að vera kom-
inn niður aftur á miðvikudag og bað
heimilisfólkið á Hofi um að hafa ekki
af sér áhyggjur fyrr en á miðviku-
dagskvöld. Allsherjarleit er nú hafin
að manninum en björgunarsveitirn-
ar í Öræfum, á Höfn og á Kirkjubæj-
arklaustri taka þátt í leitinni. Leitað
var án árangurs í gær en þá skall á
hið versta veður á þessum slóðum. í
dag er frekar hlýtt í Öræfasveitinni
og frekar þungt færi. Björgunarsveit-
armenn ætluðu af stað í birtingu,
bæði gangandi, á vélsleðum og á
snjóbíl. Leist þeim ekki vel á færið í
mrogun og eins hafði ekki verið farið
á vélknúnum farartækjum á jökul-
inn beint upp frá Fagurhólsmýri áö-
ur. Þá ætlaði Landhelgisgæslan að
leita úr lofti.
„Hann ætlaði að fara inn í Sandfell
um 10 kílómetra frá okkur og þar upp
á Hvannadalshnjúk. Svo fréttum við
að pósturinn hafði séð hann þar sem
hann hafði snúið austur aftur. Þá
fórum við að grennslast eftir förun-
um og sáum að þau lágu aðeins fyrir
vestan okkur. Hann hefur skellt sér
á fjalliö beint fyrir ofan okkur í stað
þess að fara þá leið sem hann lýsti
fyrir okkur.“
Virkar svolítið villtur
Englendingurinn kom til landsins
fimmtudaginn 11. janúar og kom
austur að Hofi með rútu á sunnudag-
inn. Segir húsfreyjan að hann hafi
gist hjá Hjálpræðishernum í Reykja-
vík.
- Hvernig kemur maðurinn fyrir?
„Hann kemur fyrir eins og rólegur
unglingsstrákur en virkar svolítið
villtur þegar maður fer að tala meira
við hann. Það er eins og hann viti
ekki hvað hann vilji.”
- Hafði hann einhverjar hugmynd-
ir um jökulinn?
„Ég held að hann hafi ekki gert sér
grein fyrir hvað hann var að fara út
í. Hann hafði reyndar lesið eitthvað
um Hvannadalshnjúk og það var
greinilega takmark hans aö komast
þarna upp. Ég held bara að hann
hafi alls ekki áttaö sig á árstímanum
eða aðstæðum. Við marglýstum fyrir
honum hve hættulegt þetta væri, að
snjórinn væri allt öðruvísi þarna
uppi en hér niðri en það virtist ekk-
ert duga á hann. Við reyndum að
lýsa fyrir honum hve illa farnir
menn hefðu verið þegar þeir hefðu
komið niður af jöklinum en það beit
ekkert á hann.“
llla útbúinn
- Hvernig var hann útbúinn?
„Ég veit að hann er með ísexi,
brodda og skóflu. Þá er hann með
svefnpoka, pínuhtið tjald, lítið gas-
hiturnartæki og vettlinga. Úlpan
fannst mér ekki góð þar sem hún var
aðeins vatteruð. Mér fannst hann
alls ekki nógu vel búinn þó hann teldi
þaö sjálfur.”
- Hafði hanri eitthvað að borða?
„Ég vissi ekkert um nestið hans
fyrr en snemma á mánudagsmorgun.
Þá var hann að tala um að fara af
stað og sagði mér að hann hefði
súkkulaði. Ég spurði þá hvort hann
væri ekki með eitthvað annað og þá
er það sem hann svarar að hann
æth að lifa á berjum. Ég hváði náttúr-
lega og þá áttaði hann sig á að það
var ekki hægt. Hann tvísté fyrir
framan bæinn til um klukkan sjö,
þegar ég sá hann leggja af stað niður
á þjóðveg. Þá bað ég manninn minn
að fara til hans með poka með brauði,
áleggi og ávöxtum. Ég gat ekki vitað
af honum svöngum. Það bjargar hon-
um kannski. En hann kvaddi ekki
þegar hann fór og tók við pokanum
án þess að segja aukatekiö orð.
Gat ekki stöðvað hann
Það er verst að ég gat ekkert gert.
Mér var ráðlegt að hindra hann ekki
þar sem ég gat það ekki lagalega séð.“
Eftir heimildum Sigrúnar er Stev-
en einstæðingur. Fékk hún ekkert
upp úr honum hvaö hann gerði þar
sem hann svaraði þeim spurningum
aldrei.
„Ég vona að þessi atburður verði
til að svæðið verði hreinlega lokað
fyrir svona mönnum. Það er æ al-
gengara að fólk ætli sér þarna upp
eitt síns liðs og mikið um að maöur
þarf að telja fólki hughvarf. Sem
dæmi um atvik má nefna þegar mað-
ur ætlaði yfir jökuhnn einn og alls-
laus og sagðist tætla aö láta guð leiða
sig. Ég vona að það verði eitthvað
gert úr þessu.”
-hlh'
Vík í Mýrdal:
Snjóbíll
til hjálpar
Björgunarsveitin í Vík í Mýrdal fór
á snjóbíl, þegar veðrið var hvað vérst
í gær, til aðstoðar fólki sem var í
vandræðum. Meöal annars var fólki,
sem hafði verið í biluðum bíl í þrjár
klukkustundir, hjálpað til byggða.
Eins var farið á snjóbílnum á móti
skólabíl. Ekkert amaði að börnun-
um.
Veður var mjög slæmt í Mýrdaln-
um frá hádegi og fram að kvöldmat.
Hífandi rok, mikil bhnda og snjó-
koma.
í morgun var komið ágætt veður í
Vík og byrjað var að ryðja. Reiknað
er með að flestir vegir verði orðnir
færirídag. -sme
Vestfirðir:
Bílstjóri lenti í
miklum þrengingum
Illfært var um vegi á Vestfjörð-
um í morgun. Að sögn lögreglunn-
ar á ísafirði var skyggnið með því
móti að vart var hægt að komast
leiðar sinnar á bil. Ökumeim sáu
ekki lengra en fram á vélarhlíf í
snjókófmu. Mikið snjófok var í
hvassri norðanátt og lentu öku-
menn í erfiðleikum. Slæmt veður
var á þessum slóðum í alla nótt.
Vitað var um mann sem reyndi
einn síns liðs aö komast á Ladaj-
eppa frá Bolungarvík til ísafiarðar
snemma í morgun en hann varð
að snúa við. Maðurinn var í á aðra
klukkustund að komast örfáa kíló-
metra áfram. Hann missti bílinn
út af veginum á einum stað og
þurfti að moka sig út út miklum
þrengingum.
Vegurinn frá ísafirði til Hnífsdals
var ruddur í morgun en ekki var
tahnn möguleiki á að ryðja veginn
til Bolungarvíkur fyrr en veörinu
slotaði. Botnsheiði og Breiðadals-
heiði voru ófærar í morgun. Flestir
vegir á þessum slóðum voru ófærir
ímorgun. -ÓTT