Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. Afmæli Sigurður Rúnar Jónsson Diddi fiðla" Sigurður Rúnar Jónsson hlómlist- armaður, Diddi fiðla, Vatnsenda- bletti 143, Kópavogi, er fertugur í dag. Sigurður fæddist í Reykjavík og þar ólst hann upp. Hann var 11 ár í tónlistarnámi. Sem unglingur byrjaði hann að spila með Sinfóníu- hljómsveit íslands og lék með henni af og til til 1974. Hann stundaði tón- listarkennslu með námi á Selfossi 1969—’71, kenndi við Leiklistarskóla íslands, í Vestmannaeyjum haustið 1972 og fram aö gosi og aftur 1974-’78. Hann stjórnaði Verslunarskóla- kórnum 1973 þegar hann ílutti „Tommy" og einnig útsetti hann tónhstina. Sigurður stjórnaði Sam- kór Vestmannaeyja ásamt barna- kórum í Eyjum. Hann spilaði í Nátt- úru 1969-’71 og stjórnaði tónlistinni í „Hárinu“. Hann hefur unniö mikið í leikhúsum, t.d. samdi hann tónlist við mörg leikrit eins og Öskubusku og Gosa í Þjóðleikhúsinu, stjómaði tónhst og spilaði í Gísl hjá Leik- félagi Reykjavíkur og einnig hefur hann samið tónhst við sjónvarps- leikrit. Sigurður hefur unnið mikið sem útsetjari, hljóðfæraleikari og stjórnandi við hljómplötuupptökur. Hann stofnaði upptökufyrirtækið Studio Stemmu árið 1980 en síðan hefur hann starfað við upptökur ásamt því að spila og útsetja. Sigurð- f r ur er yfirlýstur herstöðvaandstæð- ingur og hefur staðið fyrir útgáfu á tveim hljómplötum gegn her í landi. Hann samdi tónlistina við kvik- myndina Magnús, eftir Þráin Bert- elsson, og er hún byggð á íslenskum þjóðlögum. Sigurður sinnir íslensk- um þjóðlögum meira núorðið, fór t.d. til Frakklands og söng konsert í beinni útsendingu franska út- varpsins í nóvember 1988 ásamt Njáli Sigurðssyni og Báru Gríms- dóttur. Einnig kom hann fram á þjóðlagahátíð í Umeá í Svíþjóð í fe- brúar 1989. Sigurður kvæntist þann 15.9.1972 Ásgerði Ólafsdóttur, kennara við Sjónstöð íslands, f. 12.2.1950. For- eldrar hennar eru Ólafur Kjartan Guðjónsson, verslunarmaður á Akranesi, og Filippía Jónsdóttir húsmóðir. Sonur Sigurðar og Ásgerðar er Ólafur Kjartan, f. 24.9.1968, tölvari hjá SKÝRR, og er unnusta hans Sig- urbjörgBragadóttir, f. 24.4.1968, starfsmaður barnaheimilis. Systkini Sigurðar: Margrét Rannveig, f. 7.2.1951, sjúkraliði í Reykjavík, gift Indriða Benediktssyni og eiga þau fjögur börn. Ragnar Már, f. 3.8.1953, drukknaði í maí 1975, var kvæntur Þórunni Björg Birgisdóttur og eignuðust þau eittbarn. Hildur, f. 2.12.1955, fjölmiðlafræö- ingur, búsett í Reykjavík, gift Pálm- ari Ingimarssyni og eiga þau tvö börn. Guðrún Ólöf, f. 22.1.1959, ljósmóð- ir, búsett í Reykjavík og á hún eitt barn. Sigrún, f. 12.8.1960, læknir, við nám í Svíþjóð, gift Birni Geir Leifs- syni og eiga þau eitt barn. Jón Hörður, f. 1.9.1963, deildar- stjóri hjá SKÝRR og flugmaður, bú- settur í Garðabæ, kvæntur Önnu Nikulásdóttur og eiga þau eitt barn. Jóhanna Kristín, f. 14.6.1966, við balletnám í New York. Foreldrar Sigurðar eru Jón Sig- urðsson, Jón bassi, kontrabassa- leikari við Sinfóníuhljómsveit ís- lands, f. 14.3.1932, og JóhannaUnn- ur Erlingson Gissurardóttir þýð- andi, f. 16.1.1932. Jón er sonur Sigurðar Z., prests á Þingeyri, Gíslasonar, Sigurðar b. á Egilsstöðum, Helgasonar, b. á Geir- úlfsstöðum í Skriðdal, Hallgríms- sonar. Móðir Sigurðar var Jónína Hildur Benediktsdóttir, b. á Kolls- stöðum á Völlum, Rafnssonar. Eitt af systkinum Sigurðar prests var Benedikt frá Hofteigi, afi Kol- beins Bjarnasonar flautuleikara. Bróðir Jónínu Hildar var Þórarinn, faðir Jóns Þórarinssonar tónskálds. Móðir Jóns kontrabassaleikara var Guðrún Jónsdóttir, b. í Hvammi á Landi, Gunnarssonar, b. í Hvammi, Árnasonar, b. á Galtalæk, Finnbogasonar, b. á Reynifelli, Þorgilssonar. Móðir Gunnars í Hvammi var Margrét Jónsdóttir, smiðs í Hágarði í Vestmannaeyjum, Jónssonar. Móðir Jóns í Hvammi var Guðrún Brandsdóttir, b. á Felli í Mýrdal, Brandssonar, b. á Víkingslæk, Hall- dórssonar. Móðir Guðrúnar Jóns- dóttur var Ólöf Jónsdóttir, b. í Lun- ansholti á Landi, Eiríkssonar, b. í Tungu, Jónssonar, b. á Rauðnefs- stöðum, Þorgilssonar, bróður Finn- boga. Móðir Jóns í Lunansholti var Guð- rún, systir Eyjólfs, langalangafa Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Guðrún var dóttir Odds, b. á Fossi á Rangárvöllum, Guðmundssonar. Móðir Guðrúnar var Margrét Ólafs- dóttir, b. á Fossi, Bjarnasonar, bróð- urBrandsáFelli. Jóhanna, móðir Sigurðar Rúnars, er dóttir Gissurar, fyrrv. umdæmis- stjóra Pósts og síma, Erlingssonar, grasalæknis og búfræðings frá Eið- um, Filippussonar, silfursmiðs og b. í Kálfafellskoti, Stefánsonar. Syst- ir Gissurar er Ásta grasalæknir. Móðir Erlings var Grasa-Þórunn. Móðir Gissurar og Ástu var Kristín Sigurður Rúnar Jónsson. Jónsdóttir frá Gilsárvöllum í Borg- arflrðieystra. Móðir Jóhönnu var Mjallhvít Margrét Linnet, dóttir Jóhanns Pét- urs Péturssonar frá Skagafirði, en hún var ættleidd af Kristjáni Linn- et, sýslumanni og bæjarfógeta. Móð- ir Mjallhvítar var Jóhanna Júlíus- dóttir frá Gilsfirði á Barðaströnd, systir Játvarðar Jökuls rithöfundar. Mjallhvít er systir Bjarna, fóður Jóhönnu Linnet söngkonu, Hinriks, föður Vernharðs Linnet, og Elísa- betar, móður Hlífar Svavarsdóttur, stjórnanda íslenska dansílokksins og Guðrúnar Svövu myndlistar- konu. Sigrún Finnsdóttir Sigrún Finnsdóttir húsmóðir, Kleppsvegi 68, Reykjavík, er sjötug ídag. Sigrún fæddist í Skriðuseli í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu og þar ólsthúnupp. Árið 1945 fór hún að búa með El- íasi Sigurjónssyni verkamanni, f. 23.5.1922, en þau slitu samvistum 1970. Hann er sonur Siguijóns Jó- hannssonar, verkamanns í Reykja- vík, og Ólafar G. Elíasdóttur. Böm Sigrúnar og Elísar eru: Hallfríður, f. 12.3.1943, húsmóðir í Reykjavík, gift Guðmundi Haralds- syni rafvirkja og eiga þau fjögur börn. Ólöf G„ f. 1.11.1946, var gift Guö- mundi Sigursteinssyni verkamanni, þau slitu samvistum. Þau eignuðust fjögurböm. Jenný S„ f. 19.1.1948, húsmóðir í Reykjavík, á eitt bam. Elías, f. 21.8.1949, blikksmiður í Reykjavík, kvæntur Svövu Eyland, þaueigaþrjúbörn. Kristján S„ f. 16.12.1950, umsjón- armaður, kvæntur Stefaníu Þórar- insdóttur, þau eiga þrjú börn. Jens, f. 29.11.1953, verkamaður, búsettur í Kópavogi, var kvæntur Björk Guðmundsdóttur en þau shtu samvistum, þau eignuðust fjögur böm. Aðalsteinn, f. 16.5.1957, vélvirki, búsettur í Reykjavík, býr með Helgu Sigurðardóttur, þau eiga tvö börn. Margrét, f. 1.4.1959, húsmóðir, býr með Þorfinni Jóhannssyni stýri- manni, þau eiga eitt bam. Marína, f. 9.7.1960, búsett í Reykjavík, gift Má Jóhannssyni húsasmið, þau eiga tvö börn. Systkini Sigrúnar: Baldur Finns- son, f. 30.3.1915, ekkill Huldu Óskarsdóttur, d. 1984, og eignuðust þau fimm börn; Indriði, f. 12.11.1916, d. 1968; Dýrleif, f. 9.9.1922, gift Bjarna Tryggvasyni og eiga þau þijú börn; Gestur, f. 22.10.1923, kvæntur Guörúnu Magnúsdóttur og eiga þau eitt barn; Eiður, f. 24.5.1926, d. 1986, var kvæntur Bergþóm Magnúsdóttur; Anna Sigríður, f. 9.1. 1929, var fyrst gift Friðbimi Guð- mundssyni en þau skildu, þau eign- uðust þijú börn, seinni maður henn- ar er Gísli Víglundsson og eiga þau Sigrún Finnsdóttir. eitt barn; Unnur, f. 6.4.1931, gift Halldóri Garðarssyni og eiga þau tvö börn; Haukur, f. 8.2.1933, d. 1975. Foreldrar Sigrúnar voru Finnur Valdimar Indriðason, b. og með- hjálpari í Skriðuseli í Aðaldal, f. 10.1.1889, d. 1979, og Hallfríður Sig- urbjörnsdóttir húsmóðir, f. 7.9.1891, d. 1943. Til hamingju með afmælið 19. janúar ----------------- Zophonías Jósepsson, Ægisgötu25, Akureyri. AnnaKummer, --------------------------- Dalbraut27,Reykjavík. 60 BVB Lára M. Vigfúsdóttir, --------------------------- Hringbraut 50, Reykjavík. Halldór Hörður Arason, Borgan'egi 32, Njarö\ik. Hann —----------------------------- verðuraðheimanídag. Sesselja Magnúsdóttir, Vatnsnesvegi 13, Keilavík 75 ára Bergþóra Lárusdóttir, Víðilundi 24, Akureyri. Sveinbjörg Jónsdóttir, Lyngbrekku 13, Kópavogi. Trausti Eyjólfsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 50 ára Ásbjörg ívarsdóttir, skrifstofumaður, Grænuhlíð 13, Reykjavík. Hún er erlendis um þessar mundir ásamt eiginmaniii sínum Jóni Sigurðssyni trompet- leíkara. Guðrún Steindórsdóttir, Smáratúni 11, Selfossi. Hjalti M. Hjaltason, Fjarðarstræti 14, ísafirði. Óskar Egill Axelsson, Hverfisgötu 32B, Reykjavík. Vilhjálmur Olafsson Vilhjálmur Olafsson stýrimaður, Laufvangi 1, Hafnarfirði, er sextug- urídag. Vilhjálmur er fæddur í Grænu- mýri á Seltjarnarnesi og þar ólst hann upp. Hann hefur alla tíð verið til sjós, á togumm, fiskiskipum og einnig vann hann hjá Eimskip. Vil- hjálmur var búsettur í Svíþjóð 1979-88 og starfar nú á oliuskipi fyrir Svía. Vilhjálmur kvæntist þann 13.12. 1980 Guömundu Guðrúnu Björg- vinsdóttur, f. 23.6.1942, starfar við veitingarekstur. Hún er dóttir Önnu Bjamadóttur húsmóður og Björgvins Guðmundssonar vél- stjóra. Böm Vilhjálms með fyrri eigin- konu sinni, Nannýju Björnsdóttur, f. 15.9.1938, eru: Linda, f. 1.6.1958; Hafdís, f. 22.1.1960; og Ásta, f. 24.8. 1962. Sonur Vilhjálms og Guðmundu Guðrúnar er Ólafur, f. 7.9.1981. Bræður Vilhjálms: Ingólfur, f. 8.11.1916, vélstjóri; Jón Jason, f. 21.9.1918, fiskimatsmaður; Eiríkur, f. 23.11.1919, d. 1989, loftskeytamað- ur; og Ásgeir, f. 7.7.1928. Auk þess átti Vilhjálmur þrjú önnur systkini sem eru látin fyrir löngu. Foreldrar Vilhjálms voru Olafur Jónsson, f. 28.12.1874, d. 1949, gjald-, keri hjá Kveldúlfi, og Ingibjörg Ei- ríksdóttir, f. 30.3.1894, d. 1972, hús- móðir. Foreldrar Olafs voru Jón Jason- arson, veitinga; og verslunarmaður á Borðeyri, og Ásta María Ólafs- dóttir. Vilhjálmur er erlendis um þessar mundir. Vilhjálmur Olafsson. 70 ára 40ára Jón Egilsson, Kirkjuteigi 13, Reykjavík. Rósa Eiríksdóttir, Hörðalandi 10, Reykjavík, Valgeir Guðmundsson, Sigtúni 45, Reykjavík. Elsa Ásdís Sigurðardóttir, Álakvísl 33, Reykjavík. Helgi Jóhannsson, Lyngbergi 19B, Hafnarfirði. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir, Barónsstig 18, Reykjavík. Magnús Stein- grímsson Magnús Steingrímsson, fyrrv. fisksali, Álftamýri 18, Reykjavík, verður sjötugur á morgun, 20. jan- úar. Magnús, eiginkona hans, Sigríður Meyvantsdóttir, og börn hans munu taka á móti vinum og vandamönn- um í Kiwanishúsinu, Brautarholti 26, eftir kl. 19 í dag, 19. janúar. Magnús Steingrimsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.