Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Qupperneq 28
36
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
Andlát
Fanney Stefánsdóttir lést í hjúkr-
unardeild Hvítabandsins fimmtu-
daginn 18. janúar.
'áverrir Garðarsson, Ránargötu 45,
Reykjavík, lést í Landspítalanum 16.
janúar sl.
Ásgeir Ásgeirsson, Austurgötu 38,
Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum
18. janúar.
Margrét Þorláksdóttir, Selsvöllum
3, Grindavík, lést í Landspítalanum
18. janúar.
Jarðarfarir
Sigurbjörg Pálsdóttir, sem lést 10.
þ.m., verður jarðsungin mánudaginn
-22. þ.m. kl. 15 frá Fossvogskapellu.
Útför Ástríðar S. Júlíusdóttur, er lést
10. janúar sl. fer fram frá Keflavíkur-
kirkju laugardaginn 20. janúar kl. 14.
Páll Tómasson húsasmíðameistari,
Skipagötu 2, Akureyri, sem lést á
Kristnesspítala þann 16. janúar verð-
ur jarðsettur frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 22. janúar kl. 13.30.
Valdimar Sigurðsson, Skálavík,
Stokkseyri, verður jarðsunginn frá
Stokkseyrarkirkju laugardaginn 20.
janúar kl. 14.
Vv*aldimar Jónsson fyrrum bóndi,
Kolþemumýri, lést 12. janúar. Hann
fæddist 5. febrúar 1900. Foreldrar
hans voru hjónin Helga Árnadóttir
og Jón Bjarnason. Valdimar giftist
Rannveigu Sigríði Þórðardóttur, en
hún lést árið 1960. Þau hjónin eignuð-
ust íjögur börn. Útfór Valdimars
verður gerð frá Breiðabólstað í Vest-
urhópi laugardaginn 20. janúar kl. 15.
TJkyimingar
Fræðslukvöld Kársnessafn-
aðar
Fræðslukvöld Kársnessafnaðar í Safnaö-
arheimilinu Borgum eru fastur liður í
safnaðarstarfmu. Fyrsta fræðslukvöld
nýbyrjaðs árs verður miðvikudaginn 24.
janúar nk. kl. 20.30. Sigríður Guðmunds-
dóttir, framkvæmdastjóri Hjálparstofn-
unar kirkjunnar, mun kynna starfsemi
stofnunarinnar og hlutverk hennar. Mið-
vikudaginn 14. febrúar verður annað
fræðslukvöld safnaðarins á árinu. Þá
kemur Magnús Torfi Ólafsson, fyrrver-
andi ráðherra, og spjallar um umbrotin
í Austur-Evrópu síðustu misseri og áhrif
kirkjunnar á þróunina þar. Allir eru
hjartanlega velkomnir til aö hlusta og
taka þátt í umræðunum og þiggja kaffi-
veitingar.
Hjón verða nágrannaprestar
Prófastur Austfjarðaprófastsdæmis, sr.
Þorleifur Kj. Kristmundsson, stýrði ný-
lega kjörmannafundi þar sem fram fór
val á sóknarpresti í Djúpavogspresta-
kalli. Sr. Sigurður Ægisson, sem hefur
þjónað því undanfarin ár, er nú sóknar-
prestur í Bolungarvík. Einn umsækjandi
var um Djúpavogsprestakall, sr. Sjöfn
Jóhannesdóttir, og var hún valin með
atkvæðum flestra kjörmanna. Sjöfn lauk
guðfræðiprófi frá Háskóla íslands árið
1987 og var vígð sem aðstoðarprestur til
Kolfreyjustaðarprestakalls haustið 1988
og gegndi því starfi frá jan.-mars 1989.
Undanfarið hefur hún þjónað Bjamar-
nesprestakalli í Skaftafelísprófastsdæmi
í námsleyfi sóknarprestsins þar. Maður
sr. Sjafnar er sr. Gunnlaugur Stefánsson,
sóknarprestur í Heydölum. Verða þau
hjónin því nágrannaprestar.
Ungir piltar úr vesturbæ
gefa út blað
Þessir tveir piltar hér á myndinni, sem
heita Einar Aron Einarsson og ívar Mey-
vantsson, hafa gefið út blað sem þeir selja
í vesturbæ Reykjavíkur. í blaðinu er m.a.
verðlaunagetraun, brandarar, krossgáta
og teikningar og kostar eintakið 30 krón-
ur.
Fjáröflun íslenska
kvennalandsliðsins
í körfuknattleik
íslenska kvennalandsliðið í körfuknatt-
leik mun standa fyrir fjáröflun fimmtu-
daginn 25. janúar nk. Þá munu stúlkurn-
ar efna til boöhlaups frá íþróttamiðstöð-
inni í Laugardal og til Keflavíkur . Hefja
þær hlaupið kl. 14 og áætlað er að koma
til Keflavíkur rétt fyrir kl. 20, enda er það
eins gott þar sem þær veröa með í fórum
sínum keppnisbolta þann er nota á í leik
ÍBK og ÚMFN í úrvalsdeildinni sem hefst
kl. 20 í íþróttahúsinu í Keflavík. Vega-
lengdin er u.þ.b. 50 km. Taka 10 stúlkur
þátt í hlaupinu og hlaupa þær því 5 km
hver. Framundan er Norðurlandamót
kvenna í körfuknattleik sem haldið verð-
ur í Finnlandi í lok apríl nk. Eru stúlk-
umar aö afla fjái til þessa verkefnis.
FBA-samtökin
FBA (fullorðin börn alkóhólista) samtök-
in em sjálfshjálparhópar þar sem fólk
hittist og deilir reynslu sinni, styrk og
vonum til að losna undan áhrifum þess
að hafa alist upp við vanvirkar fjöl-
skylduaðstæður. FBA samtökin em opin
öllum sem samkenna sig þessum til-
gangi, bæði fuUorðnum börnum alkóhól-
ista og öðram sem hafa alist upp við ann-
ars konar vanvirkar úölskylduaðstæður.
Frá síðustu áramótum fluttu þær deildir,
sem vora í Þverholti 20, í annað hús-
næði. Þriðjudagsdeild og fimmtudags-
deild flytja í Langagerði 1 og hefjast fund-
ir sem fyrr kl. 21. LaugardagsdeUdin sem
var í græna húsinu kl. 11 feUur niður en
aðrar deUdir era óbreyttar sem hér seg-
ir: MiðvikudagsdeUd kl. 21 í kjallaranum
Frikirkjuvegi 11, og sunnudagsdeild kl.
11 í Bústöðum (félagsmiðstööin í kjallara
Bústaðakirkju). '
Happdrætti
Heimsmeistarahappdrætti
Handknatt-
leikssambands íslands
8. janúar sl. var dregið í happdrætti
Handknattleikssambands Islands.
Suzuki Vitara kom á miöa nr. 139.708,
Suzuki Swift kom á eftirtalin númer:
34.437, 75.662 , 86.958 Og 146.746. Hand-
knattleikssambandið minnir á að sami
miði gildir líka 12. febrúar nk. en þá verða
dregnir út 20 bUar.
Kvenréttindafélag Islands
fær grafíkmynd að gjöf
Á jólafundi KRFÍ þann 12. desember sl.
færði Haukur HaUdórsson myndUstar-
maður félaginu grafíkmynd að gjöf.
Myndin er af tveimur konum og heitir
Styrkurinn. Formaður félagsins, Gerður
Steinþórsdóttir, veitti myndinni viðtöku
og þakkaði listamanninum höfðinglega
gjöf. Haukur er kunnur myndhstarmað-
ur og hefur haldiö margar sýningar hér
heima og erlendis. Á myndinni er Hauk-
Fréttir
Hafskipsmálið 1 Sakadómi:
Féllust á
launalækkun
- „leymreiknmgamir“ hugsaðir sem launauppbót
Þrír fyrrverandi stjómarmenn í
Hafskip mættu fyrir Sakadóm í
gær. Þaö voru Ólafur Ólafsson í
Miðnesi, Jón Snorrason í Húsa-
smiðjunni og Sveinn R. Eyjólfss.on
hjá Frjálsri fjölmiðlun. Þeir tveir
sáu um að semja um launakjör
þeirra Björgólfs Guömundssonar
og Ragnars Kjartanssonar.
í framburðum Ólafs og Sveins
kom fram að tékkareikningar, sem
vora í vörslu Björgólfs og Ragnars
og hafa oft verið kallaðir leyni-
reikningar, voru hugsaðir sem
launauppbót. Þær skýringar feng-
ust að færslur vegna reikninganna
hefðu ekki verið færðar í bókhald
Hafskips þar sem hitt þótti þægi-
legra. Þá sögðu þeir báðir að endur-
skoðandi Hafskips, Helgi Magnús-
son, hefði átt að hafa eftirlit með
notkun reikninganna.
Ólafur og Sveinn gerðu sam-
komulag við þá Ragnar og Björgólf
um launamál. Meðal annars var
samið um launalækkun. Laun
þeirra höfðu hækkað mikið þar
sem þau voru bundin við dollar.
Páll Bragi Kristjónsson og Ragnar Kjartansson ganga brosandi úr réttar-
salnum. Tíu menn af þeim fjórtán, sem sátu í stjórn Hafskips, hafa nú
boriö vitni. Þeir hafa allir sagt að æöstu starfsmenn Hafskips hafi ekki
beitt blekkingum. DV-mynd GVA
Fengu færri en vildu
Þá kom fram í framburði stjórn-
armannanna að þeir hefðu ekki
vitað að ekki hefði safnast allt þaö
hlutafé sem tilkynnt var til Hluta-
félagaskrár. Þeir sögðust ekki hafa
átt von á öðru en allt hefði safnast
þar sem mikill áhugi var fyrir hlut-
aíjárútboðinu og að í raun hefðu
ekki alhr fengið eins mikið og þeir
vildu. Lífeyrissjóður verslunar-
manna var nefndur í því sambandi.
Ólafur Ólafsson, Jón Snorrason
og Sveinn R. Eyjólfsson töldu þaö
af og frá að stjórnendur Hafskips
hefðu blekkt þá. Eins sögðust þeir
ekki telja að Útvegsbankinn hefði
verið beittur blekkingum.
Eitt þeirra atriða, sem mikið er
deilt um, er eignfærsla upphafs-
kostnaðar vegna Atlantshafssigl-
inga Hafskips. Ólafur Ólafsson
sagðist muna að mikil umræða
hefði verið um þetta atriði. Sveinn
R. Eyjólfsson sagðist hafa viljað
eignfæra meira en gert var. Hann
sagðist hafa fært þetta í tal við
Helga Magnússon en Helgi sagt sér
að ekki' væri hægt að eignfæra
meira en gert var. Þá sagði Sveinn
að hann hefði einnig nefnt þetta við
bankastjóra Útvegsbankans.
Áttu miklar innstæður
Stjórnarmennirnir staöfestu að
Ragnar Kjartansson og Björgólfur
Guðmundsson hefðu átt talsverðar
íjárhæðir inni hjá Hafskip og samið
ídómsalnum
Sigurjón M. Egilsson
heföi veriö viö þá um að þeir
keyptu hlutabréf fyrir innstæðurn-
ar. Þeir mundu ekki til þess að
Ragnari og Björgólfi hefðu verið
veitt sérstök vaxtakjör vegna
hlutabréfakaupa.
Um skipaverð á þeim tíma, sem
ákæran nær yfir, sögðu stjórnar-
mennirnir að miklar umræöur
heföu verið í gangi innan stjórnar
Hafskips. Sveinn R. Eyjólfsson
sagði að verð á skipum væri svei-
flugjarnt og það vissu þeir sem
störfuðu við útgerð. Stjórnarmenn
virðast hafa verið sammála um að
skipaverð gæti ekki annað en
hækkað, svo lágt hafl það veriö
orðið.
Sveinn R. Eyjólfsson sagði, þegar
spurt var um áætlanir vegna At-
lantshafssiglinganna, að til liðs við
Hafskip hefði komið maður sem
hafði starfað lengi að kaupskipaút-
gerð og hann hefði haft mesta trú
allra á þessu. Sveinn átti þar við
Finnboga Kjeld. Allir stjórnar-
mennirnir þrír sögðu að allir hefðu
verið þess meðvitaðir að um
áhættu væri að ræða, enda hefði
rekstur Hafskips veriö áhættu-
rekstur.
í samráði við Jónatan
Tveir rannsóknarlögreglumenn
komu fyrir Sakadóm. Arnar Guð-
mundsson svaraði, þegar hann var
spurður hvort hann hefði farið í
öllum tilfellum eftir rannsóknar-
fyrirmælum, aö hann hefði unnið
í sambandi við sérstakan ríkissak-
sóknara og fulltrúa hans.
Hörður Jóhannesson sagöi að
þeim sem eru ákærðir hafi verið
gefinn kostur á að leggja fram öll
þau gögn sem þeir hefðu óskað.
Aðspurður sagðist hann ekki hafa
kynnt þeim þann rétt sinn að fyrra
bragði. Hörður sagðist hafa fengið
aðstoð tveggja sérfræðinga, Valdi-
mars Guönasonar endurskoðanda
og Ragnars Hall.
Hörður sagði að Valdimar hefði
leiðbeint sér við eitthvert smotterí.
Hörður sagðist hafa séð, við rann-
sókn málsins, kaupleigusamninga
yfir gáma frá fyrirtækinu Consafe.
-sme
Laun áhafnarinnar á Andra BA:
Höfum staðið við
samninginn
- segir Þorbjöm Jónsson hjá útgerðinni
„Kjaramálin á Andra BA standa
þannig að það eru til samningar við
áhöfnina og ég veit ekki annað en
að þeir standi," sagði Þorbjörn Jóns-
son hjá útgerð Andra BA i Reykjavík.
Eins og fram hefur komið í DV er
óánægja hjá íslendingunum um borð
með kjör sín. í samtali við DV í gær
sagði Ásmundur Ólafsson að laun
þeirra hefðu ekki reynst í samræmi
við það sem þeir áttu von á.
„Samningurinn miðast við meðal-
kaup á íslenskum frystitogurum og
við höfum í engu vikið frá honum
nema þeim í hag. Benedikt Valsson,
hagfræðingur Farmanna- og fiski-
mannasambandsins, hefur farið yfir
samninginn og ekki séð ástæðu til
að gera athugasemdir við hann,“
sagði Þorbjörn Jónsson.
GK