Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. Fréttir Fæddi bam með hjálp nágrannakonunnar 1 blokk 1 Kópavogi: Þegar ég kom að rúminu var kollurinn kominn í Ijós segir Rósa Birgisdóttir, úrræðagóð „ljósmóðir“ úr Kópavogi Peningaskápur brotinn upp í Veggfóðraranum við Fákafen: „Ég var að koma elsta stráknum mínum af stað í skólann þegar það var bankað á dymar hjá okkur. Strákurinn fór til dyra og þá stóð Egill litli af efri hæðinni á stigapall- inum og bað mig um að koma upp. Hann sagði að það væri eitthvað að hjá mömmu hans sem var ófrísk. Ég fór í buxur innundir náttkjólinn og stökk berfætt upp stigann. Ásta var þá komin upp í rúm og sagði að lík- lega væri fæðingin komin í gang. Hún hafði ekki hringt á sjúkrabíl svo ég gerði það. Þá þvoði ég mér um hendurnar. Eftir að ég hafði safnað saman nokkrum bleium og hand- klæði og kom að rúminu var kollur barnsins kominn í ljós svo þá voru góð ráð dýr. En höfuðiö kom fljótt. Ég tók í það og þar sem engin fyrir- staða var kom bamið alskapað í heimixm. Ég hreinsaði frá andlitinu qg hristi bamið til þar sem það var svolítiö blátt í framan. Ég reyndi að láta það hafa munninn opinn og hristi þaö aðeins aftur þar til það fór að gráta. Um leiö og ég lagði bamiö á maga Ástu stukku sjúkraflutninga- menn og læknir inn í svefnherberg- ið,“ sagöi Rósa Birgisdóttir í samtali viðDV. Rósa var fyrir þeirri óvenjuiegu reynslu snemma á þriðjudagsmorg- un að taka á móti bami nágranna- konu sinnar sem býr í sama stiga- gangi í blokk viö Ásbraut í Kópa- vogi. Barnið, sem er 15 marka og 50 Rósa Birgisdóttir „ljósmóðir“,t.v., ásamt Ástu Georgsdóttur og nýfæddum syni Ástu. Það var Rósa sem tók á móti barninu í íbúð nágrannakonu sinnar í blokk í Kópavogi klukkan atta á þriðjudagsmorgun. DV-mynd GVA Tóku ekki verðmæti einnar og hálfrar milljónar króna - stálu seðlunum en skildu eftir ávísanir og verðmæt skjöl Páll Sigmundsson, startsmaður, við peningaskápinn á innbrotsstað. Tvöfald- ur botn var sprengdur upp. í skápnum voru geymd verðmæti um tveggja milljóna króna. DV-mynd GVA Stór og rammgerður sextíu ára gamall peningaskápur var sprengd- ur upp í versluninni Veggfóðraran- um við Fákafen um helgina. Gjald- eyri að verðmæti tvö hundruð þús- und krónur og fimmtíu þúsund krón- um í skiptimynt var stolið úr skápn- um. Andvirði einnar og hálfrar millj- ónar króna í ávísunum, skjölum og víxlum var hins vegar skilið eftir. Einnig lét sá eða þeir sem brutust inn það ógert að hreyfa við ferðatékkum og erlendum ávísunum að andvirði 150 þúsund krónur. Að sögn Sigvalda Einarssonar í Veggfóðraranum var gengið mjög snyrtilega um innbrotsstaðinn. Því virtist sém hér hefði verið um „fag- menn“ að ræða. „Þeir sem brutust inn hafa greinilega vitað hvað þeir voru að gera - öll ummerki báru þess merki. Það er öruggt að þjófam- ir vissu af skápnum og hafa því kom- ið hingaö áður. Þeir sprengdu upp glugga á snyrtilegan hátt og komust þannig inn. Þeir veltu síðan peninga- skápnum við og tókst að sprengja upp botninn á honum til þess aö komast að verömætunum,“ sagði Sigvaldi í viðtali við DV. Einar Þorvarðarson, eigandi fyrir- tækisins, sagðist hissa á því að inn- brotsþjófar hefðu augastað á þessu fyrirtæki og sagði að sýnilega væri engiim óhultur fyrir slíkum mönn- um. Peningaskápurinn er sextíu ára gamall og hefur verið í notkun hjá fyrirtækinu frá því að það var stofn- að fyrir jafnmörgum árum. Skápur- inn er tvöfaldur með um fimm sentí- metra millirúmi fylltu af sandi. Einar sagði að langan tíma hefði tekiö að ryksuga sandinn upp á staðnum því að augljóslega hefði millirúmið sprungið upp af miklu afli þegar hann opnaðist og sandurinn þyrlast út um allt. -ÓTT Euro og Visa hlusta á ASÍ Greiðslukortafyrirtækiri Euro og Visa hafa ákveðið að hækka gjöld sín minna en þau ráðgerðu, að beiðni Alþýðusambands íslands. Eurocard hækkar þjónustugjöld sín um 10 pró- sent í stað 20 prósenta og Visa um 6,7 prósent í staö 16,7 prósenta. Kortagjald Visa hækkar úr 1.500 krónum í 1.600 krónur á ári. Korta- gjald Euro hækkar úr 1.500 krónum í 1.650 krónur. Mánaðarlegt útskriftargjald Euro hækkar úr 100 í 110 krónur. Úskrift- argjald Visa er tvenns konar, 50 og 100 krónur. Það verður framvegis 60 og 120 krónur. -JGH sentímetra langur strákur, er nú með móður sinni á sængurkvennadeild Landspítalans og heilsaðist þeim mæðginum prýðilega þegar blaða- maður og ljósmyndari DV heimsóttu þau ásamt „ljósmóðurinni“ í gær. Sallaróleg „Ég var alveg sallaróleg allan tím- ann og hafði varla tíma til að hafa neinar áhyggjur. Ég fékk engar hríö- ir og þegar ég sendi Egil niður til Rósu fann ég fyrir smáverk sem varla er hægt að kalla því nafni. Ég var alltaf að bíða eftir hríöunum en þær komu aldrei. Ég fór bara upp í rúm og þetta gekk satt að segja eins eðlilega og það gat gengið. Það liðu varla nema 10 mínútur frá því aö ég sendi Egil og þar til strákurinn var kominn í heiminn," sagði hin lukku- lega móðir, Ásta Georgsdóttir. Alin upp í sveit „Ásta reyndi að halda aftur af sér þar til hjálp kæmi en fæöingin var byijuð og ekkert að gera nema vera tilbúin. Maður varð að bregðast við. Ég á fjögur böm og er alin upp í sveit þar sem ég hef oft upplifað sauðburð. Sú reynsla kom sér satt að segja ágætlega og það var aldrei spuming hvað ætti að gera. Þegar læknirinn kom var barninu gefið súrefni, hreinsað upp úr því og það skilið frá móöur sinni. Síðan fóm þau mæðgin upp á spítala. Eftir að þetta var af- staöiö varð algert spennufall og þá man ég reyndar að það fyrsta sem ég hugsaði eftir að ég kom upp var að hita vatn. Sú hugsun kom ósjálfr- átt en ég náði aldrei að hita neitt vatn. Þetta var einstök upplifun og tengir okkur nágrannakonurnar óneitanlega nokkuð saman. Svo finnst mér líka að ég eigi soldið í þessu kríli, “ sagði Rósa. Hvellur Ásta segir að hún hafi verið skrifuð inn á fæðingadeildina 22. febrúar en vildi satt að segja fæöa þann 20. þar sem það er fertugsafmælisdagur Sól- veigar systur hennar. Það gekk, en á mjög svo eftirminnilegan hátt. Hún er þakklát fyrir að eiga svona úr- ræöagóðan nágranna og þakkar sjúkraflutningamönnunum og lækn- inum einnig hjálpina. Þær Ásta og Rósa vora hissa á því hve rólega Egill litli, sem er 5 ára, tók þessu. Hann fór inn í herbergi að leika sér viö kisuna sína og var eitt- hvað á vappi. Egill var hálffeiminn við blaðamann og vildi ekkert segja frá fæðingu bróður síns. Litli bróðir var ósköp vær þrátt fyrir flass ljósmyndarans. Þær ná- grannakonur, móðirin og „ljósmóö- irin“, gerðu að gamni sínu á fæðing- ardeildinni og höfðu strax fundið gælunafn á þann stutta. Hvellur var þaö heillin. -hlh Umhverfisraöuneytið: Borgarar kref jast afgreiðslu strax „Við höfum bent á að þetta er eitt af forgangsverkefnum ríkis- stjórnarinnar og átti reyndar að afgreiðast fyrir áramót. Við getum einfaldlega ekki beðið frekar eftir því að málið verði afgreitt," sagði Júlíus Sólnes, hagstofuráðherra og væntanlegur umhverfisráðherra, en ekki tókst aö afgreiða frumvarp um stofnun umhverfisráðuneytis í nótt þrátt fyrir langa fundarsetu í efri deild. Málið var klárað til þriðju og síðustu umræðu og er ætlunin að ljúka henni í dag. Ekki liggur þó fyrir samkomulag í þing- inu um það. Samkvæmt heimildum DV hafa Borgarar krafist þess að frum- varpið verði afgreitt fyrir Norður- landaráðsþing sem hefst hér í Reykjavík í næstu viku. Júlíus vildi ekki staöfesta þessa kröfu en sagði að þessi umræða um frumvarpið væri orðin út í hött. Þá tefði hún fyrir því að nefndir yrðu skipaðar til að undirbúa lagasetningu um gróðurvemd fyrir næsta þing. Þá er komin upp óánægja í neðri deild Alþingis þar sem framsókn- armenn hafa flutt breytingartillögu um að skerða úrskurðarvald um- hverflsráöuneytis um friðlýsingu svæða. Felur tillagan í sér að land- búnaöarráöuneytið hafi úrskurð- arvald í þessu efni. Það eru sérstak- lega alþýðubandalagsmenn sem hafa hreyft mótmælum við þessu en Júlíus taldi tillöguna ekki skerða valdsvið umhverfisráöu- neytis svo neinu næmi. Hann virð- ist því sætta sig við hana. -SMJ Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavik: Engar breytingar á efstu sætm Fyrstu þrjú sæti á framboðslista Sjáffstæðisflokksins í Reykjavík, við borgarstjómarkosningamar 26. maí, verða skipuð sama fólki og við síö- ustu kosningar, samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Davíð Oddsson verður í fyrsta sæti, Magnús L. Sveinsson í öðm og Katr- ín Fjeldsted í þriðja. Vilhjálmur Vil- hjálmsson, sem var í fimmta sæti 1986, verður í fjórða sæti. Anna K. Jónsdóttir varaborgarfulltrúi veröur í fimmta sæti en hún var áður í þrett- ánda sæti. Árni Sigfússon og Júlíus Hafstein eru í sjötta og sjöunda sæti nú og færast báðir upp um eitt sæti. Páll Gíslason færist úr fjórða sæti í það áttunda. DV greindi frá skipan efstu átta sæta á mánudaginn. Guðrún Zoega verður í níunda sæti en hún var í 17. sæti síðast. í tíunda sæti verður nýliði, Sveinn Andri Sveinsson laganemi og blaðamaður á Morgunblaðinu. Hilmar Guðlaugsson, en hann var í sjötta sæti, verður í 12. sæti og Jóna Gróa Sigurðardóttir, sem var í 9. sæti, fellur í 11. sæti. Hulda Valtýs- dóttir, Guðmundur Hallvarðsson og Margrét Theódórsdóttir verða, sam- kvæmt tillögum uppstillingamefnd- ar, í 13. til 15. sæti framboöslistans. Uppstillingamefnd kynnir þessar tillögur á fundi fulltrúaráðs sjáff- stæöisfélaganna í Reykjavík á fundi á Hótel Sögu síðar í dag. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.