Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Side 7
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990.
7
Sandkom
Emingalogguhus
.... ' Einumtiðinda-
marmiSand-
kornsfannst
gangaBorgani
í rikisstjórn
veraærið
„bíldótt". Hvað
____________umþað; þessi
kunningi gnröi f>Tirhuguð kaup á
einingahúsi handa Stykkishólms-
löggunni að umtalseíni. Það hús mun
víst ekki verða keypt af heimamönn-
um, sem fraraleiða slík hús, heldur
af framleiðanda slikra húsa á Sel-
fossi. Þykir mörgum sú ráðagerð vera
kynleg, að ftytja einingahús austan
af Selfossi og vestur á Snæfellsnes
þegar slík hús er hægt að fa á staðn-
um. Einhver kastaði þeirri skýringu
fram að framleiðandinn í Flóanum
væri frændi konu dómsmálaráðher-
rans. Ekki veit sandkornsritari hvort
nokkuð er til í þ ví. Engu að síður er
ráðagerðinkynleg.
Sænskstjóm
Núerstjórnar-
kreppaíSvi-
þjóðogóvist
hvortþarlendir
ráöherrareða
flokksforingjar
komast á þing
Norðurlandar-
áðs sem fram fer í Reykjavík í næstu
viku. Þeir munu þó væntanlegir sam-
kvæmtsíðustufréttura. Ákynning-
arfundi fyrir þingið í Aiþingishúsinu
í gærdag kom spurningin mn S viana
upp á yiirborðið. Páll Pétursson sagði
þá að gamni sínu eitthvað á þá leið
að vel gæti svo farið að rikisstjórn
þeirra Svía yrði barasta mynduö í
Reykjavík. Ja, svei mór þá ef það
gætiekkigerst.
Sælir eru
einfaldír
lvirfélagara
ftegierudæ-
maiaust
spaugsamirog
cndalaust moð-
urájúkirþegar
DVerannars
vegar. f nýleg-
um pisth i Degi má lesa hugleiðingu
um neikvæðar fréttir. Ekki ætlar
Sandkornsritari að gera þá hugleið-
ingu sérstaklega að umfj öllunarefni
enda venjuiegt mas. Hins vegar
glenna menn upp augun þegar skríb-
entinn fuilyrðir aö þeir Dagsmenn
hafi frjálsar hendur í fréttatlutningi.
Kíkjumá: „Okkurerekkifyrirskipaö
að ráðast á neinn eða hlífa öðrum,
aðeins að upplýsa lesendur um það
sem er að gerast í kringum okkur.
Þessu virðist öfugt farið, t.d. á DV.
Það er engu líkara en að fréttastefha
blaðsins sé í því fólgin að ráðast á
íslenskan landbúnað. Ég er ansi
hræddur um að það yrði sprengíng
ef Dagur færiað birta svipaðar „frétt-
ir“ um ákveðna atvinnugrein, s.s.
lögfræöi eða tannlækningar.“(!!) Seg-
ir höfundur síðan að ef litið sé á frétt-
ir Dags séu þær langflestar jákvæð-
ar, gagnstættDV-fréttum. Umþetta
allteraðeins eittaösegja: Sæhreru
einfaldir...
Alvegútíhött!!
Þeirtvoirleigu-
hílstjórar, sem
starfaíVest-
mannaeyjum,
hafavistekki
fengiðfnðeliir
Sandkorngær-
dagsinsumlOO
kall á haus. Að sögn annars þeirra
lá við að hann yrði af túrum þar sem
sambýlingar hans á Heimaey hafa
hann þegar milli tannanna lýrir ein-
hverja pretti. Nú var í sjálfu sér ekki
minnstáneinaprettuþessu Sand-
komi. Af því raátti ráða að peyjarnir
frá „meginlandinu" hefðu gengið fús-
ir að skilyrðum leigubílstjórans um
100 kall á haus. Ef þeir eru svekktir
geta þeír engum nema sjálfúm sér
um kennt. Hins vegar ber þeim ekki
saman, peyjunum og leigubilstjómn-
um, um hvort ferð þessi liafi yftr-
höfuð verið farin eða ekki Þar verður
Sandkomsritari að melda pass. Þó
að ferðin hafi verið farin skilur Sand-
komsritari okkert í Eyjamönnum að
vera að gera veður út af þessu og
agnúast út í Ieigubílstjórana. Það er
náttúrlega al veg út í hött!! eins og
einn stuttur segir gjaman.
Umsjón: Haukur L. Hauksson
Fréttir
Hver sá sem nær i skottió á valdinu leggur flest í sölurnar til að halda því. Sætleiki valds er ekki nýtt tyrirbæri. Þessir þrír heiðursmenn, Jón Baldvin
utanríkisráðherra, Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, og Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra deila nú hart
um það hver skuli stjórna komandi aflamiðlun sem færir stjórnendum sínum engin smávöld hér á landi.
Deilan um aflamiðlun hefur staðið yfir á annað ár bák við tjöldin:
Valdabarátta um
stjórn þjóðarauðs
- er orðin að einvígi milii Jóns Baldvins og Kristjáns Ragnarssonar
Sú deila, sem brotist hefur upp á
yfirborðið vegna stofnunar aflamiðl-
unar og stjómunar hennar, hefur í
raun staðið yfir í meira en eitt ár.
Það var Halldór Ásgrímsson sjávar-
útvegsráðherra sem fyrstur kom
með hugmyndina að aílamiðlun
haustið 1988. Hún fékk í byrjun
dræmar undirtektir hjá hinum svo-
nefndu hagsmunaaðilum, nema fisk-
verkunarfólki og fiskkaupendum.
Landssamband íslenskra útvegs-
manna var mjög andvígt henni, enda
stjórnaði sambandið öllum sigling-
um fiskiskipa með ísíisk.
Það var heldur engin gleði í utan-
ríkisráðuneytinu. Þaðan var ísfisk-
útflutningi í gámum stjómað. Það
hefur því hvorki gengið né rekið í
þessu máli fyrr en nú, .ekki opin-
berlega. Fram að þessu hefur málið
verið rekið bak við tjöldin og þar
hafa átökin um völdin farið fram.
Forsaga málsins
íslensk fiskiskip sigldu með afla
sinn árum saman án afskipta stjóm-
valda. Það var aðeins löndunarbann
Breta, meðan á þorskastríðum stóð,
sem stöðvaði þær. Síðan komu gám-
ar til sögunnar. Þar meö opnaðist
leið fyrir þá sem ekki gátu siglt með
afla að selja hann á erlendum mörk-
uðum. Eins fyrir fiskvinnslustöðvar
sem þurftu að losa sig við það sem
kallað er raslfiskur eða þá ef of mik-
ið barst að. Þá um leið fór aö bera á
offramboði á helstu fiskmörkuðum
okkar erlendis.
Stjórnun tekin upp
Fljótlega var gripið til þess að koma
stjóm á ísfiskútflutninginn. Þriggja
manna nefnd var skipuð til að út-
hluta gámaleyfum og stjórn Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna
setti stranga stjórn á siglingar fiski-
skipa.
Þegar viðskiptadeild utanríkis-
ráðuneytisins var stofnuð tók hún
yfir stjórn á gámaútflutningi og út-
hlutun leyfa. M)ög fljótlega fór að
bera á óánægju með störf þeirra sem
önnuðust þetta hjá ráðuneytinu.
Meira að segja hefur Landssamband
íslenskra útvegsmanna ásakaö
nefndina um pólitíska misnotkun og
um að hygla pólitískum gæðingum.
Það sem einnig hefur farið mjög fyr-
ir bijóstið á mönnum er að engin
leið er að fá upplýsingar um hverjir
og eftir hvaða reglum útflutningsað-
ilar fá leyfi til að flytja út í gámum.
Á sama tíma stjórnaði Landssam-
band íslenskra útvegsmanna sigling-
um fiskiskipa með ísfisk. Það er því
Sigurdór Sigurdórsson
ekki lítið vald yfir þessum mesta
þjóðarauði okkar íslendinga, fiskin-
um, sem LÍÚ annars vegar og utan-
ríkisráðuneytið hins vegar hafa.
Hugmyndin um aflamiðlun
Þegar Halldór Ásgrímsson kom
meö hugmyndina að aflamiðlun
mætti hún í fyrstu mikilli andstöðu.
En með þeirri þrautseigju, sem Hall-
dóri einum er lagið, þokaði hann
málinu áfram.
Þann 28. febrúar 1989 náðist svo
samkomuiag milli Halldórs Ásgríms-
sonar og Jóns Baldvins annars vegar
og hagsmunaaðila í yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins hins vegar
um stofnun aflamiðlunar til að
stjórna gámaútflutningi. Þessu sam-
komulagi var haldið leyndu að ósk
Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Bjarni Lúðvíksson, framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvarinnar, segir að
fiskkaupendur hafi keypt þetta sam-
komulag með því að fallast á hærra
fiskverð en ella. Síðan þá hefur verið
tekist á um hvemig aflamiðlunin
skuli vera og hvetjir skuli stjórna
henni. Nú hefur þessi valdabarátta
brotist upp á yfirborðið.
Margar ástæður
fyrir átökunum
Ástæður fyrir átökunum hafa verið
nokkrar. í fyrstu léði Landssamband
íslenskra útvegsmanna ekki máls á
því að siglingar fiskiskipa féllu undir
aflamiðlunina. Á seinni stigum máls-
ins féllu útvegsmenn þó frá þessu en
gegn því að þeir fengju 2 menn í 5
manna stjórn aflamiðlunar. Það vildi
Jón Baldvin ekki fallast á.
Hann vildi í fyrstu að í stjórn afla-
miðlunar yrði skipaður einn fulltrúi
frá hverjum eftirtalinna samtaka:
Útvegsmönnum, sjómönnum, fisk-
vinnslustöðvum, fiskverkunarfólki,
heildsölum sem flytja út í gámum,
fiskmörkuðunum og oddamaður sem
allir gætu sætt sig við. Á fulltrúa
hinna tveggja síðastnefndu vildi
Kristján Ragnarsson ekki fallast.
Nú standa málin þannig að Jón
Baldvin villa að stjóm aflamiðlunar
verði skipuð einum fulltrúa frá út-
vegsmönnum, sjómönnum, fisk-
vinnslunni ogfiskverkunarfólki. Síð-
an verði oddamaður sem allir sam-
þykkja.
Kristján Ragnarsson vill aftur á
móti að útvegsmenn eigi 2 fulltrúa
en hinir þrír hagsmunaaðilarnir
einn hver. Það fellst Jón Baldvin
ekki á og sagði í viðtali við DV að
hann ætlaði ekki að fela Kristjáni
Ragnarssyni neitt alræðisvald í út-
flutningi á ísfiski.
Jón á við að ef útvegsmenn fá tvo
fulltrúa em þeir með meirihluta í
stjórninni vegna þess að útgerðin og
fiskvinnslan er í höndum sömu
manna að áttugustu hundraöshlut-
um.
Valdabarátta í ríkisstjórninni
Ofan á allt þetta bætist svo að bull-
andi deilur hafa verið innan ríkis-
stjórnarinnar um völdin yfir ísfisk-
útílutningi. Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra hefur allan
tímann viljað að þessi útflutningur
tilheyröi sjávarútvegsráðuneytinu.
Það vill Kristján Ragnarsson líka.
Jón Baldvin þvemeitar að sleppa
höndum af útflutningnum og segir
hann tilheyra utanríkisráðuneytinu
samkvæmt lögum.
Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduö segir Steingrímur Her-
mannsson, forsætisráðherra, í sam-
tali við DV, að framsóknarmenn hafi
gefið svo mikið af sinni köku til Borg-
araflokksins aö þeir eigi að fá ísfi-
skútflutninginn yfir til sín. Um þetta
hefur verið deilt mjög hart í ríkis-
stjórninni í marga mánuði án þess
að samkomulag hafi tekist. Og um
þetta er enn deilt.
Þegar þess er gætt hve mikið er
flutt út af ísfiski, bæði með skipum
og í gámum, er ljóst að sá sem ræður
yfir stjórnun þessa útflutnings hefur
ekki lítil völd. Einnig hefur veriö
bent á að útgerðarmenn ráði einir
yfir öllum aflakvóta landsins. Ef þeir
ætli sér líka aö ráða því hvert og hve
mikið er flutt út af isfiski, auk þess
að ráða að stærstum hluta yfir fisk-
vinnslunni í landinu, séu völd þeirra
orðin alger miðað viö hve stór þáttur
fiskurinn er í efnahagslífi íslendinga.
Aflamiðlun eða frjálsræði
En þegar rætt er um aflamiðlun eða
stjórnun á ísfiskútflutningi fer því
fiarri að allir séu sammála um nauð-
syn þess að stjórna honum. Mjög
margir hafda því fram að gefa eigi
alla ísfisksölu frjálsa, þannig að út-
flytjendur sjálfir og einir stjórni hon-
um.
Það er í sjálfu sér ekki nema von
að sem flestir vilji geta flutt út á
markaði þegar fréttir berast af því
að verð fyrir þorsk á mörkuðunum
hafi vikum saman verið þetta 130 til
170 krónur fyrir kílóiö á sama tíma
og fiskmarkaðsverð hér heima er
þetta 40 til 60 krónur aö jafnaði og
lágsmarksverð á þorski, sem Verð-
lagsráð ákveður, er rúmlega 30 krón-
ur fyrir kílóið. Getur nokkur álasað
mönnum þótt þeir sækist eftir að
selja fiskinn út?
Andstæðingar þess að gefa útflutn-
inginn fijáslan benda hins vegar á
að ef honum væri ekki stjórnað yrði
um leið offramboð á erlendu fisk-
mörkuðunum og verðið myndi
hrynja, öllum til skaða. Svo eru enn
aðrir sem halda því fram að þetta
mál verði aldrei leyst til frambúðar
nema með því að selja allan fisk ís-
lenskra fiskiskipa hér heima á ís-
lensku fiskmörkuöunum. Sjónar-
miðin em því mörg varðandi ísfisk-
sölu.
Lausn verður að finna strax
Nú er svo komið að lausn þessa
máls þolir enga bið. Yfirnefnd Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins mun ekki
ákveða nýtt fiskverð fyrr en lausn
er fundin á aflamiðlunarmálinu. Þá
er biðlund sjómanna á þrotum. Þeir
eru með lausa kjarasamninga sem
að stærstum hluta eru tengdir fisk-
verði. Þeir segjast ætla að ná því inn
í kjarasamningum sem hallast á í
fiskverði. Og svo mikill er hitinn í
sjómönnum að þeir eru tilbúnir í
átök ef þess gerist þörf. Þess vegna
verður aö leysa það valdatafl sem á
sér stað um aflamiðlunina, annars
gæti illa fariö. Og þöir kjarasamning-
ar, sem gerðir voru á dögunum, væru
þáíhættu. -S.dór
Fréttaljós