Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Side 9
'FIMMTUDAGUR 22l PEBRÚAR 1990.
‘9
Utlönd
Elisabeth Kopp, fyrrum dóms-
málaráöherra Sviss, kvaöst fyrir
rétti í gær vera saklaus af ásökun-
um um aö hafa brugðist þagnar-
skyldu á meöan hún gegndi emb-
ætti. Kopp, sem eitt sinn var taiin
mögulegur forsetaframbjóöandi, er
sökuð um aö hafa varað eiginmann
sinn við til aö hann gæti sagt upp
störfum hjá fyrirtæki sem grunað
var ura að „þvo perunga“. Kopp
neyddist til aö segja af sér vegna
málsins.
Hans Kopp sagöi af sér samdæg-
urs til aö firra konu sína vandræð-
um en liann segist hafa veríð sann-
færöur um að ásakanirnar hafi ein-
ungis verið byggðar á orðrómi.
Þaö var aðstoðarkona Kopps sem greindi heimi frá rannsókninni en
Fyrrum dómsmaiaraoherra
Elisabeth Kopp. a leid (ra
húsinu. Símamynd Reuter
Kopp kveðst hafa gert ráö fyrir að aöstoöarkonan heföi fengið upplýsing-
araar gegnum sambönd í bankageiranum. Ákærandi segir það hafa legið
í augum uppi að upplýsingarnar gætu aðeins hafa komiö frá embætt-
ismönnum. Dómur verður kveðinn upp á morgun.
um afnám vísitölu
Albanir í Kosovo-héraði í Júgóslavíu henda táragassprengjum að lögreglu.
Símamynd Reuter
Sveiney Sverrisdóttir, DV, Faereyjum;
Útgöngubann í Kosovo-héraði í Júgóslavíu:
Olgar undir
yfirborðinu
Útgöngubann tók gildi í
Kosovo-héraði í júgóslavneska lýð-
veldinu Serbíu um níuleytið að stað-
artíma í gærkvöldi. Ljós slokknuðu
og þögn féll yfir höfuðborgina Prist-
inu í gærkvöldi eftir margra daga og
vikna átök. Þetta útgöngubann, sem
gOdir á frá níu að kvöldi til fjögur
að nóttu, kemur í kjölfar þriggja
vikna rósta og átaka í Albaníu. Ótt-
ast er að hátt í þrjátíu hafi látist í
þessum átökum- Serbar kenna um
þjóðemissinnuðum Albönum sem
vilji að héraðið sameinist Albaníu.
Alríkisyfirvöld í Júgóslavíu sendu
hermenn til Kosovo fyrr í vikunni til
að reyna að binda enda á rósturnar
og vera lögreglunni innan handar til
að bæla niður mótmæli á götum
borga og bæja í héraðinu. Hermenn
tóku sér stöðu snemma í gærmorgun
í nokkrum bæjum í Kosovo þar sem
mikill órói hefur ríkt. Serbar segjast
munu verjast með vopnum ef yfir-
völd tryggi ekki öryggi þeirra. Alban-
ir hafa efnt til mótmæla síðustu
dægrin til að krefjast lýðræðis,
frjálsra kosninga, aukins sjálfstæðis
héraðsins frá Serbíu, að pólitískir
fangar verði látnir lausir og að ráða-
menn segi af sér. Átökin nú má rekja
til áratuga fjandskapar milli kristins
minnihluta Serba í Kosovo og meiri-
hluta múhameðstrúarmanna.
Átök brutust út í héraðinu í gær
þrátt fyrir að herinn hefði skipun um
að láta til sín taka ef rósturnar
reyndust staðarlögreglunni ofviða.
Lögregla beitti táragasi og kylfum á
mótmælendur í nokkrum bæjum.
Reuter
Ingvar Carlsson fékk frest
Þingforseti veitti í gær Ingvari
Carlssyni, fráfarandi forsætisráð-
herra Svíþjóðar, frest í einn dag til
að mynda nýja stjórn. Eftir að hafa
rætt við formenn Þjóðarflokksins,
Miðflokksins og Vinstri flokksins
kommúnistanna hafði Carlsson sam-
band við þingforseta og fékk frest þar
til í kvöld.
Allir aðilar vildu sem minnst segja
frá viðræðum sínum við Carlsson.
Westerberg, formaður Þjóðarflokks-
ins, vildi lítið annað segja en að hann
hefði rætt við Carlsson um ástandið
í efnahagsmálum og stjórnmálum.
Hann var ekki trúaður á að það tæk-
ist að mynda stjórn jafnaðarmanna
og borgaralegu flokkanna. „Með því
ástandi, sem er á þingi, getum við í
raun bara fengið eina stjórn og það
er stjórn jafnaðarmanna. Þar sem
hún hefur nýlega sagt af sér er það
skoðun mín að hún eigi ekki að taka
við aftur,“ sagði Westerberg. Hann
ítrekaði þá skoðun sína að kosningar
væru besta lausnin og Olof Johans-
son, formaður Miðflokksins, var ekki
frá þvi. Honum þykir þó samsteypu-
stjórn margra flokka vera nærtæk-
asti kosturinn.
Lars Werner, formaður Vinstri
flokksins kommúnista, neitaði að
greina frá samræðum sínum við
Carlsson og kvaðst fyrst þurfa að
ræða við þingflokk sinn.
TT
Glufa í Kambódíuviðræðum
Hun Sen, forsætisráðherra
Kambódíu, og Norodom Sihanouk
prins undirrituðu í gær nýtt sam-
komulag þar sem lögð var áhersla á
þörfina á hlutverki Sameinuðu þjóð-
anna í viðræðunum um frið í
Kambódíu. Sihanouk prins, sem áð-
ur var þjóöarleiðtogi í Kambódíu, er
í forystu nokkurra samtaka skæru-
liða sem viðurkennd eru af Samein-
uðu þjóöunum. Samkomulag náðist
einnig um myndun þjóðarstofnunar
sem vera á tákn um einingu og full-
veldi.
Það var Sihanouk sem fór fram á
fund með forsætisráðherranum og
er hann haldinn í Thailandi í boði
stjórnvalda þar. í síðasta mánuði
sagði Sihanouk af sér formennsku í
bandalagi skæruliðasamtakanna
vegna gagnrýni um að hann styddi
hreyfingu rauðu khmeranna. Prins-
inn kveöst ekki ætla að fara til Ja-
karta í næstu viku þar sem rætt verð-
ur um málefni Kambódíu. En bæði
Sihanouk prins, leiðtogi skæruliðasamtaka i Kambódíu, og Hun Sen forsæt-
isráðherra fyrir viðræðurnar í Thailandi i gær. Sfmamynd Reuter
Hun Sen og Sihanouk kváöust von- um friö í Kambódíu hæfist á ný í
ast til að árangur af fundinum í Ja- París en viðræðurnar þar fóru út um
karta yrði sá að alþjóðleg ráðstefna þúfurásíðastaári. Reuter
Verkalýðssamtökin í Færeyjum hafa sent Þjóðveldisflokknum, eina
flokknum í landsstjórninni sem kennir sig viö baráttu verkamanna, bréf
þar sem lýst er yfir óánægju með stuðning flokksins við tillögu um afnám
vísitölunnar.
Fyrir 1975 var visitölutrygging launa í Færeyjum með þeim hætti að
hæstu launin hækkuðu mest. Verkalýðsfélögin fengu því breytt þannig
að launin hækkuðu öll jafnmikið, Á síðasta ári hækkaði vísitalan tvisvar
sinnum og launin hækkuðu um 105 krónur danskar i hvort skipti.
Ásakanir um svindi
. l I gr ,a é a.1 aanr -—» imhb aaf.mMMí nm éfUin ----ctnm, ,j* i æiMammaMra. -m «
Daniel Ortega, forseti Nicargua, veifar tíl stuðningsmanna sinna á leið
til síðasta kosningafundarins fyrir kosningamar á sunnudaginn.
.j;. ■’ Simamynd Reuter
Kosningastjórnin í Nicaragua hefur ákveðið að banna alla göldafundi
á götum úti og sigurhátíðir þar til á miðnætti á kosninganóttina til að
koma í veg fyrir árekstra milli sandínista og stuðningsmanna stjórnarand-
stöðumiar.
Ástæðan er sú að talsmenn kosningabandalags stjórnarandstööunnar,
helsta keppinautar flokks sandínista, hafa varað við kosningasvindli og
hvatt stuðningsmenn sína til að fara út á götur til að tryggja sigur stjórn-
arandstööunnar.
Daniel Ortega forseti lauk í gær kosningabaráttu sinni meö þvi að gagn-
rýna Bandaríkin og stjórnarandstööuna í Nicaragua. Talsmaður banda-
ríska utanríkisráðuneytisins sagði hins vegar í gær aö því hefðu borist
nýjar fregnir um að flokkur sandínista væri að hrella stjórnarandstæð-
inga. Nokkrir þeirra segjast hafa fengið hótanir um atvinnumissi, eigna-
missí, líkarasmeiðingar eða líflát.
Kaninn á eftir í getnaðarvörnum
Bandaríkin eru langt á eftir öðrum þjóðum hvað varðar tilraunii’ með
nýjar getaaðarvarnir. Samkvæmt skýrslu frá bandarísku vísindaaka-
demíunni koma nýjar getnaðarvarnir, sem þegar er farið að nota i Evr-
ópu, ekki á markaö í Bandaríkjunum fyrr en eftir árið 2000. Bandaríkin
eru þrjátiu árum á eftir Vestm-Evrópu í þróun og framleiðslu getnaðar-
varna.
Helsta ástæðan er að lyfjafyrirtæki í Bandaríkjunum þora ekki að gera
tilraunir með framleiðslu nýrra getnaðarvarna af ótta við að verða stefnt
og dæmd til að greiða háar skaðabætur til þeirra sem telja sig hafa skað-
ast af notkun getnaðarvarna. Af þeim sautján fyrirtækjum, sem stóðu
fyrir þróun og framleiðslu getnaðarvama fjTÍr um það bil tiu árum, er
aðeins eitt eftir.
Aðrar ástæður til þess að Bandaríkjamenn hafa dregist aftur úr er
hörð gagnrýni frá andstæðingum fóstureyðinga, hik yfirvalda sem bara
virðast taka tillit til áhættuþátta og skortur á styrkjura til vísindamanna.
Samkvæmt skýrslunni eru framkvæmdar 1,5 miUjónir fóstureyðinga
árlega í Bandarikjunum. Vísíndamennimir, sem standa að baki skýrsl-
unni, fullyrða að koma megi i veg fyrir helming fósturcyðinganna með
nýjum getnaöarvömum.
Kannski ráðlagt að eiga ekki börn
Verið getur að starfsraönnum í SeUafield kjarnorkuverinu í Bretlandi
verði ráðlagt aö eignast ekki böm, að því er yffrmaöur heilsugæslu í kjarn-
orkuverinu sagði í gær.
í síðustu viku var birt skýrsla vísindamanna þar sem greint var frá því
að tengsl gætu verið á milli mikillar tíðni blóðkrabba í börnum á svæðinu
í kringum kjarnorkuverið og starfa feöra þeirri í Sellafleld. Samkvæmt
skýrslunni gæti mikil geislun hafa haft áhrif á sæði starfsmannanna með
þeim afleiðingum að börnum jjeirra væri hættara við blóðkrabba en öðr-
um.
Einn þeirra sem stóðu að rannsókninni sagði við starfsmennina í Sella-
field í gær aö hann myndi hvetja yfirmenn Igarnorkuversins til að sjá
tfl þess að ungir menn yrðu ekki fyrir mikilU geislun.