Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarfornnaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Opinber aflamiðlun
Ekki er unnt að ákveða opinbert fiskverð í landinu
vegna valdabaráttu ráðuneyta og hagsmunaaðila um
fyrirkomulag opinberrar aflamiðlunar, sem ætlunin er
að koma á fót til að tryggja, að ísland verði enn ofan-
stýrðara og miðstýrðara en nokkru sinni fyrr.
íslendingar eru orðnir sér á parti í hópi þjóða Evr-
ópu. Meðan þjóðir Austur-Evrópu eru á harðahlaupum
frá opinberri ofanstýringu og miðstýringu í átt til mark-
aðshyggju, erum við að stíga skref í hina áttina. Ríki
og hagsmunaaðilar eru greinilega sammála um áttina.
Stjórnmálamenn, embættismenn og forustumenn
hagsmunasamtaka eru haldnir alkunnri áráttu. Þeir
vilja stjórna. Þeir eru valdshyggjumenn, sem telja and-
stætt hagsmunum sínum, að fólk og fyrirtæki úti í bæ
fái að ráða gerðum sínum á frjálsum markaði.
í ofanstýringunni og miðstýringunni er opinbert fisk-
verð gamall þáttur, sem hefur verið á undanhaldi að
undanfórnu vegna stofnunar innlendra fiskmarkaða og
aukins útflutnings á ísfiski framhjá fiskverðskerfmu.
Þetta hefur hækkað raunverulegt fiskverð mj ög mikið.
Frjálst fiskverð hefur verið að þróast, annars vegar
eftir verðlagi á erlendum fiskmarkaði og hins vegar á
fiskmörkuðunum í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta hef-
ur raskað högum margra, sem vilja hafa lágt fiskverð,
og rýrt völd þeirra, sem ákveða opinbert fiskverð.
Aflamiðlun er tilraun kerfiskarla til að koma ofan-
stýringu og miðstýringu á nýfengið frelsi í fiskverði.
Með sameiginlegri aflamiðlun hagsmunaaðila á að
tryggja hagsmuni þeirra, sem vilja lágt fiskverð, og
koma böndum á hina, sem vilja, að fiskverð sé sem hæst.
Eitt mikilvægasta grundvallaratriði markaðshagkerf-
is er að ná sem mestu vinnsluvirði með sem minnstri
fyrirhöfn. Því lögmáli er vel þjónað með því, að fiskur
sé vel ísaður og seldur í miklum flýti til útlanda sem
fersk vara, er fer á hærra verði en annar fiskur.
Menn bölsótast yfir þessu og kalla það útflutning á
„óunnum“ fiski, rétt eins og ferskur ísfiskur sé eitt-
hvert hráefni, sem misþyrma beri og frysta í sérstökum
vinnslustöðum, sem kosta mikla fjárfestingu og mikinn
mannskap, svo að út komi vara, er kostar minna.
íslendingar virðast almennt vera þeirrar sérkenni-
legu skoðunar, að mikilvægt sé að hafa mikið fyrir fiski
í landi til að skapa atvinnu, þótt hin mikla fyrirhöfn
leiði ekki til hækkunar á verði vörunnar. Hugarfar af
þessu tagi leiðir auðvitað til efnahagslegrar stöðnunar.
Ef markaðslögmál fengju að ráða hér á landi, væri
ekkert opinbert fiskverð, engin opinber aflamiðlun og
ekkert opinbert gengi krónunnar. Þá fengi sjávarútveg-
urinn í heild tækifæri til að hagræða sér á sjálfvirkan
hátt og njóta stöðu sinnar í gjaldeyrisöfluninni.
Bezt er, að allt verð á fiski ráðist af framboði og eftir-
spurn, eins og verð á flestum öðrum vörum í útlöndum.
Bezt er, að allt verð á gjaldeyri ráðist af framboði og
eftirspurn, eins og verð á gjaldeyri í erlendum kauphöll-
um. Á þann hátt einan kemur í ljós, hvað er hagkvæmt.
Þetta gerist ekki, af því að valdahagsmunir stjórn-
málamanna, embættismanna og forstöðumanna hags-
munasamtaka fara saman við útbreidda hræðslu íslend-
inga við óvissuna. Hér á landi trúa menn almennt, að
ofanstýring og miðstýring komi í veg fyrir öngþveiti.
Annars staðar, til dæmis í Austur-Evrópu, hafa menn
hins vegar séð, að ofanstýring og miðstýring leiðir til
öngþveitis og hruns, en markaðsfrelsi skapar auð.
Jónas Kristjánsson
Ný atlaga að
frjálsri fjölmiðlun
Þjóöviljinn birti síðast liöinn fostu-
dag ítarlega grein þar sem fram
kom aö ríkisstjómin heföi nýlega
fengið í hendur áfangaskýrslu
starfshóps sem athugað hefði
mögulegar breytingar á stuðningi
ríksins viö menningarstarfsemi og
fjölmiðlun.
Orörétt sagði blaöið: „Hópurinn
hefur rætt um stofnun sjóös sem
meðal annars er ætlaö að styðja
prentmiðla sem eiga í rekstrarerf-
iðleikum.“ Og síðar: „Markmiö
breytinganna er greinilega að taka
stjórnina af markaðsöflunum og
koma í veg fyrir einokun stóru
blaðanna á markaðinum."
Undir lok geinarinnar sagði enn-
fremur: „Hugsanlegum fjölmiðla-
og menningarsjóði er ætlað að
hindra að duttlungar markaðarins
setji alvarlegri íjölmiðlun stóhnn
fyrir dymar.“
Gripdeildir hindraðar
Hugmynd um styrktarsjóð af
þessu tagi er ekki ný af nálinni.
Einhveija lesendur rekur ef til vill
minni til þess að fyrr í vetur hafði
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra uppi áform um að stofna svo-
kallaðan „fjölmiðlasjóð". Hlutverk
hans átti að vera „aö jafna aðstöðu
á fjölmiðlamarkaði", eins og það
var orðað. í sjóðinn átti að renna
ákveðið hlutfall af auglýsingatekj-
um fjölmiðla og trúnaðarmenn ráð-
herra síðan að útdeila styrktarfé til
þeirra miðla er ættu í rekstrarerf-
iðleikum.
Þessi hugmynd mætti strax mik-
illi gagnrýni og ráðherrann varð
að faha frá áformum sínum. Og
hvers vegna gagnrýni? Jú, það sér
hver maöur í hendi sér að það er
hróplega ósanngjamt að þeir fjöl-
miölar, sem njóta hylli almennings
og mikihar útbreiðslu (og fá þar af
leiðandi margar auglýsingar), eigi
að fjármagna taprekstur fjölmiðla
sem fólk vih almennt ekki sjá (og
auglýsendur sjá þar af leiðandi
ekki ástæðu til að nota).
Hvaða réttlæti er í því að hluti
af auglýsingatekjum DV, svo dæmi
sé tekið, renni til að kosta útgáfu
Þjóðviljans sem fáir lesa nú orðið
ótilneyddir? - Tæpast er hægt að
kalla nauöung af þessu tagi annað
en gripdeildir.
„Markaðsöflin“ illu
Dagblöö vinstri flokkanna, eink-
um Tíminn, Þjóöviljinn og Dagur á
Akureyri, eiga í umtalsverðum
fjárhagsvandræðum eins og fram
hefur komið opinberlega. Upplýst
hefur verið að gjaldþrot blasi við
Þjóðviljanum innan skamms ef
ekki verða róttækar breytingar á
högum blaðsins.
Þessi vandi vinstri blaðanna
stafar einkum af því aö fólk kaupir
þau ekki af því að þau hafa fátt
annað aö bjóða en flokkspóhtískan
áróður. Hinn almenni blaðalesandi
hefur ekkert á móti fjölmiðlum sem
þora að hafa skoðanir á málefnum
hðandi stundar, en fólki leiðist ein-
hæft trúboð.
Forystumenn vinstri flokkanna,
sem gefa blööin út, geta ekki sætt
sig við þetta og vhja á ný freista
þess að „taka stjómina af markaðs-
öflunum" eins og þeir orða það.
Að þessu sinni virðast þeir ætla að
skattleggja almenning til að mæta
kostnaðinum. Fara þó nú þegar
tugir milljóna króna af almannafé
í styrki til flokksblaðanna.
„Markaðsöfhn" illu, sem þeim er
svona í nöp viö, eru auðvitað fólkið
sem kaupir blöð og auglýsir í þeim.
Það sem Þjóðviljinn kallar í fyrir-
htningartón „duttlunga markaðs-
aflanna“ er ekkert annað en skoð-
anir og smekkur almennings. í
frjálsu þjóðfélagi ráða þessir
KjaUariim
Guðmundur Magnússon
sagnfræðingur
„duttlungar" ferðinni og þaö hefur
reynst farsælt.
Tilræði við frjálsa fjölmiðlun
í rauninni er enginn eðlismunur
á viðskiptum með blöð og aðra fjöl-
miðla og viðskiptum með aðrar
vörur eöa þjónustu. Sömu lögmál
gilda þar um framboð og eftir-
spurn. Vissulega er fjölmiðlum oft
ætlað annað og veigameira hlut-
verk en einstökum vörum en það
breytir að sjálfsögðu engu um við-
skiptalegt eðli þeirra. - Sama má
t.d. segja um menntun, sem að
sönnu felur í sér lærdóm og þroska,
en líka viðskipti og þjónustu.
Það er reginmisskhningur hinna
styrkjaglöðu ráðamanna okkar og
leigupenna þeirra að ríkisstyrkir
th fjölmiðla séu lýðræðislegir eða
auki fjölbreytni á markaðnum.
Styrkirnir eru miklu fremur ólýð-
ræðislegir því þeir fela í sér að
embættismenn eða stjómmála-
menn, en ekki almenningur, eigi
að ákveða hvað „alvarleg fjölmiöl-
un“ (svo notað sé orðalag Þjóövhj-
ans) er og hvaða fjölmiðlar eigi er-
indi við fólk. Nær lagi er að segja
að hér sé verið að tefla nefnda- eða
khkustjórn gegn virku og réttlátu
kjörbúðarlýðræði markaðarins.
Og ríkisstyrkir til fjölmiöla eru
sannarlega ekki th þess fallnir að
auka fjölbreytni á markaðnum.
Þeir eru fremur til þess fahnir að
festa í sessi þá fjölmiðla sem fyrir
eru og hindra nýsköpun. I því efni
ættu ríkisstyrkir th annarrar vöru
og þjónustu að vera víti til varnað-
ar.
í Þjóðviijagreininni, sem hér hef-
ur verið gerð að umtalsefni, segir
að búist sé við talsverðum dehum
um tihögurnar um ríkisstyrki th
fjölmiðla. Ég ætla að vona að það
sé ekki ofsagt. í mínum huga eru
þessar tillögur thræði við leikregl-
ur frjálsrar fjölmiðlunar. Það verð-
ur að koma í veg fyrir að þær nái
fram að ganga.
Guðmundur Magnússon
Ríkisstyrkir
í nafni
lýöræöisins
Unnið að uppstokkun á stuðningi ríkisins viðfjölmiðlun. Ni
fyrirkomulag talsvert ólíkt norska og sænska styrkjakerfini
menn og Svíar hafa gripið hressilegaframfyrir hendurnar á i
öflunum
Rflrisstjórnin hefur fengið í
hendur áfangaskýrslu starfs-
hóps sem hefur athugað mögu-
legar breytingar á stuðningi ríkis-
ins við menningarstarfsemi og
fjölmiðlun. Hópurinn hefur rætt
um stofnun sjóðs, sem meðal ann-
ars er ætlað að styðja prentmiðla
sem eiga í rekstrarerfiðleikum.
Búist er við talsverðum deilum
um tillögur hópsins.
Ljóst er af lestri skýrslunnar að
stefnt er að verulegum breyting-
um á stuðningi ríkisins við fjöl-
miðlun, einkum prentmiðla.
Markmið breytinganna er greini-
lega að taka stjómina af mark-
aðsöflunum og koma í veg fyrir
einokun stóm blaðanna á mark-
aðinum.
Stefna íslenskra stjómvalda í
þessum efnum hefur lengst af
verið mjög óljós, en á hinum
Norðurlöndunum hefur náðst
nokkuð góð samstaða um að láta
markaðsöflin ekki einráð um
samsetningu blaðamarkaðarins.
Mmmm
þingflokkana eftir fjölda at-
kvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fær
því mest, en hinir minna eftir
fylgi.
Þessi óbeini styrkur ríkisins
getur því minnkað verulega til
einstakra blaða, ef flokkur tapar
fylgi í kosningum.
I ár fær Sjálfstæðisflokkurinn
24,6 miljónir, Framsóknarflokk-
urinn 17,2 miljónir, Alþýðu-
flokkurinn fær 13,8, Alþýðu-
bandalagið 12,1 og Kvennalistinn
9,2 miljónir króna.
Ráðstafað
að vild
Þingflokkunum er raunveru-
lega frjálst að ráðstafa þessu fé að
vild, því ekki er gengið eftir
neinum skýringum á ráðstöfun
fjáríns og hún mun vera mjög
misjöfn eftir flokkum. Þannig
neitar Morgunblaðið því stað-
fastlega að það þiggi styrk úr
hendi Sjálfstæðisflokksins, svo
hlntnr giálfita-ókflnHfcinc hlvtnr
að á eftirstríðsáru
mörg norsk blöð f
þess kom æ víðar i
einokun. Oftastfél
mannaflokksins
hægripressan fór
varhluta af samdr:
Þegar fyrir lá ai
hugðist gera enn I
högg, sáu samtök
ekki annað fært e
stuðningi ríkisins.
fjölmiðlafólk var
sem fjallaði um
1969 var komið á
Yfirlýstur tilga
koma á styrkja- og
hefur alltaf verii
bæði pólitískri og
fjölbreytni á nors
aðinum og styrkja
og eðlilega skoi
landinu.
Lýðræi
■ nMnrftmffnn /
Greinarhöfundur vitnar í Þjóðviljann frá 16. þ.m. þar sem rætt er um
stuðning við prentmiðla sem eiga í erfiðleikum.
„Það sem Þjóðviljinn kallar 1 fyrirlitn-
ingartón „duttlunga markaðsaflanna“
er ekkert annað en skoðanir og smekk-
ur almennings.“